Leita í fréttum mbl.is

Kunna ekki að tapa

Svíarnir eru mitt fólk, nánast alltaf, nema þegar þeir etja kappi við Íslendinga.  Þá er ég til í að búa á þá.  Segi svona.

En þeir, eins og við stundum, eiga erfitt mað að tapa.

Mér finnst leim að þeir ætli að kæra leikinn og fara fram á að hann verði endurtekinn.

4 marka munur og þeir nenna að láta eins og tuðandi gamalmenni í staðinn fyrir að kyngja ósigrinum og segja: Vad fanken, vi tar det nästa gång.

Mikið rosalega verð ég hissa ef þeir fá sínu framgengt.

Gå lägg er grabbar!

Dumma killar


mbl.is Svíar ætla að kæra leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Andskotans dellan í þeim, eitt mark til eða frá í hléi skiptir ekki öllu. Takk fyrir góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Signý

Þeir fá sínu aldrei framgengt. Þetta hefði ekki haft nein áhrif á úrslit leiksins. Ég allavega yrði mjög hissa....

En ég skil samt alveg frústeringuna í greyjans svíunum. Það er svekkjandi fyrir svona stóra handboltaþjóð eins og Svíþjóð að tapa annað skiptið í röð fyrir litla Íslandi og þar af leiðandi missa af sínu öðru stórmóti í röð... allt okkur að kenna...aftur.

Ekki það að ég hef mjög gaman af því...  en ég er líka svo illa innrætt

Signý, 1.6.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst nánast aldrei tekið til greina svona eftirákvartanir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búkolla: Maður dissar ekki heila þjóð?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 20:20

5 identicon

Ja hérna, ef við Íslendingar hefðum skorað mark sem ekki var gefið, við hefðum gjörsamlega flippað út - og líklega kært leikinn. Mark á þessum tíma leiks getur haft mikil áhrif á gang leiksins. Kæran á því rétt á sér að mínu mati.

áhugasamur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áhugasamur: Hefði Ísland kært?  Ég er ekki nógu mikið inn í handbloltanum til að vita það, en hef gaman af að horfa.  Mér finnst eins og það sé sjaldan kært.  Educate me.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta lykta af obbolítilli örvæntingu og gremju út í litla, sæta Ísland! En hvað veit ég svo sem um handbolta reglur! Ég var bara glöð að sjá íslenskan sigur og hvað leikmennirnir íslensku voru einlæglega glaðir og fögnuðu í faðmlögum og stóru knúsi alveg þvers og kruss !

Farin í kvöldbænirnar !

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 20:30

8 identicon

hversu oft hefur Ísland lent í að fá ekki gefið mark í úrslitaleik???

 Hingað til hefur Ísland ekki kært. En ég er viss um að þeir hefðu gert það í sömu stöðu og Svíarnir. Og þá væru þið öll líka sammála, haha!

áhugasamur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Auðvitað kæra Svíarnir, það er eðlilegt, og líklega verður annar leikur. - Okkur þætti það sanngjarnt ef það væri okkar lið sem hefði tapað. - Er það ekki annars?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verður annar leikur?  Því trúi ég ekki.

Áhugasamur: Við hefðum örugglega kært, og fundist það eðlilegt.  Hahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 20:43

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búkolla: Þú meinar snälla?  Krúttið þitt.

Eyjólfur: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: Gunna-Polly

Det känns lite löjeväckande att skicka en protest med krav på omspel. I långa loppet brukar felaktiga domslut jämna ut sig. Island var samtidigt det bättre laget och förtjänar därför OS-platsen. Grattis Island!

Gunna-Polly, 2.6.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tack skall du ha och krama grabbarna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband