Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Viðrini óskast

 ist2_3609038_theater_mask

Ég elska Stones, þeir eru svo miklar týpur og svo eru þeir hráir og flottir.

En þeir eru viðrini, algjör frík.

Og hvað gera viðrini þegar þau bjóða til veislu?  Nú þeir reyna að slá sjálfa sig út.

Ronnie er að fara að gifta dótturina í júní.  Nú leitar hann eins og brjálæðingur af dvergum til að skemmta fólkinu.

Þegar ég sá þetta um dvergana, hélt ég að mannandskotinn ætlaði að bjóða upp á dvergakast, en þið munið eftir því er það ekki?  Þegar kraftajötnarnir voru með dverga í stað kúlna í kúlukasti  Ómæ.

Þetta er nú ekki alveg svona slæmt, mannhundurinn ætlar að sviðsetja Jónsmessunæturdrauminn í veislunni.

Það verður erfitt að toppa þetta.  En tvær af dætrum mínum eru ekki búnar að gifta sig og lifa í synd.  Skömmaðessu.

Ef þær fara og lígalisera sambandið þá er ég í vondum málum.  Hvernig get ég slegið Ronnie vininn út?  Ekkert með Bubba eða Rósinkrans.  Hm... hugs....

Ég panta Heiðar snyrti!

Það slær í gegn og ég stend uppi sem sigurvegari.

Kikkmítúðebón.  Újejeje

 


mbl.is Boðið upp á dverga í brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1984 hvað?

Big-Brother-is-Watching-You-Poster-Card-C10204521 

Skáldsagan 1984 eftir Orwell þótti klikkuð þegar hún kom út á sínum tíma.  Sjónvarp á heimilum sem fylgdist með fólki var svo fjarlæg hugmynd að það tók því ekki að velta því fyrir sér einu sinni.

Það hefur heldur betur komið í ljós að 1984 var barnaleikur miðað við raunveruleikann sem við búum við í dag.

Það eru alls staðar myndavélar, hlerunartæki og skráningar á persónulegum högum fólks.

Það er alltaf verið að ganga lengra með að móta alla einstaklinga í sama form.  Ef þú reykir þá ertu óalandi og óferjandi.  Ég er t.d. með það á hreinu að það er ekki langt í það að reykingar í einkabílum verði bannaðar.  Svo verða það svalirnar, og á endanum íbúðirnar.  Á meðan selur ríkið tóbak sem aldrei fyrr og neitar allri ábyrgð á ósómanum. 

Og svo eru það ofsóknirnar á hendur fólki sem smellur ekki inn í vigtarkvótann.  Auðvitað veit ég að offita er stórhættuleg mannfólkinu, eins og reykingarnar, en ég er meira að tala um þyngd svona almennt.

Nú hefur komið til tals að láta fólk borga flugmiða eftir vigt.  Er ekki í lagi?  Rosalega er heimurinn að verða grimmur.

Þú þarna feitabollann þín, það verða 200.000 þús. krónur fyrir þitt feita rassgat en þú þarna nástrá og anorexíusjúklingur átt að borga 20.000 þús. Og góða ferð fíflin ykkar.

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur, enda í eðlilegum holdum, en þetta snýst ekki um mig.  Þetta snýst um heim sem verður æ miskunarlausari gagnvart fólki sem passar ekki í hið fyrirfram gefna norm.

Krakkar klár í bátana, nú verður siglt í sumarfríið.

Úje.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttfrétt ársins - só far

Þessi frétt er sú krúttlegasta sem af er árinu og fær því Dúlluverðlaun þessa einkafjölmiðils.

Dúllurassgötin í Félagi kaþólskra eru búnir að segja upp viðskiptum sínum við Símann.  Ég gerði það líka en það lágu viðskiptalegar forsendur til grundvallar minni ákvörðun.

En ástæðan fyrir því að Félag kaþólskra leikmenn dissa Símann eru auglýsingarnar með Jóni Gnarr.

Ég sé þetta fólk fyrir mér í geðveiku pirringskasti síðan í vetur, þegar Júdasarauglýsingin var sýnd, alveg urlað í fleiri mánuði og svo flippaði liðið út þegar Galileó auglýsingin birtist núna á dögunum.

Síminn er að hækka afnotagjöldin núna, þegar önnur símafyrirtæki keppast við að lækka.  Síminn hefur aldrei þekkt sinn vitjunartíma. 

Ég verð að játa að auglýsingarnar með Jóni Gnarr, þar sem ekkert er til sparað hljóta að kosta bæði handlegg og fót, pirra mig illa.  Það er greinilega ekki verið að iðka mikla ráðdeild í auglýsingaframleiðslu hjá þessu fyrirtæki. 

Ég persónulega hefði yfirgefið Símann  þegar ógeðisauglýsingin með Merzedes Club var í hverju auglýsingahléi á sjónvarpstöðvunum.  En þá hefði ég gert það vegna hallærislegs músíksmekks fyrirtækisins, en ég var sem betur fer löngu farin yfir til Hive (sorrí Tal).

En þessi fýla kaþólikkana undirstrikar þá trú mína og vissu að það vanti algjörlega húmorinn í vel flest trúarsamtök.  Mússarnir sprengja upp sendiráð af því þeim líkar ekki teiknimyndaserían af Múhamed.  Kaþólikkarnir eru ekki villimenn en þarna liggur sama húmorsleysið til grundvallar fýlunni.

Meiri andskotans vitleysan.

Farið í guðs friði.  AMEN 

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurð og grimmd

Ég er búin að vera á leiðinni að bókablogga í dálítin tíma og nú kýli ég á það.

Ég hef nefnilega lofað bloggvinum mínum að blogga um bækurnar sem ég er að lesa.

5244

Sköpunarsögur er ein eigulegasta bók sem ég hef fengið í hendurnar lengi.  Í henni segja 12 af okkar bestu rithöfundum, Pétri Blöndal (nei, ekki þeim skarfi sem á Alþingi situr) hvernig vinnuferli þeirra er, þegar þau skrifa.  Myndirnar í bókinni eru margar og fallegar og teknar af Kristni Ingvarssyni.

Svona bók er í þeirri katagóríu sem ég kalla "sparibækur".  Hún er falleg, fróðleg og það er hægt að glugga í hana endalaust.

Ég mæli með henni og ég er komin með afmælisgjöf á línuna fyrir alla mína lesandi vini.

5368

Og svo las ég þessa um daginn. 

Sagan er að mér skilst að einhverju leyti sannsöguleg.  Hún segir frá dreng í í dönskum smábæ sem á þýska móður og verður fyrir stöðugu einelti og ofsóknum frá nánast öllum bæjarbúum, vegna þjóðernis móðurinnar.  Mamman fer ekki varhluta af fordómum bæjarbúa, hún er algjörlega einangruð.   Þessi bók er ekki falleg en hún inniheldur boðskap sem á erindi til allra.  Ég grenjaði auðvitað flóði, enda nísta örlög drengsins mann inn að beini.

Ég mæli sterklega með þessari, hún er í kilju og auðvelt að skella henni í töskuna þegar þið dúllurnar mínar, haldið í sveitina.

Ég hef ekki bloggað um bækur sem mér líka ekki, kannski ætti ég að gera það.  Hm... hugs... sé til.

Farin að lúlla.

Eða þannig.


Sílspikaðir þrælahaldarar og melludólgar

 Ummæli Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Ísafoldar, og Daggar Kjartansdóttur, blaðamanns, í garð Geira Gold, sem birt voru í grein tímaritsins Ísafoldar í fyrra, voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau voru hins vegar sýkn af kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og dómsorðs í málinu í næsta tölublaði tímaritsins Nýs lífs en á þessu ári hafa tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinast undir nafninu Nýtt líf.

Er þeim Jóni Trausta og Dögg gert að greiða Ásgeiri 1 milljón króna í miskabætur með dráttarvöxtum. Jafnfram er þeim gert að greiða Ásgeiri 300 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og 400 þúsund krónur til að standa straum af málskostnaði. 

Ekki fokka í Geira börnin góð.  Það virðist kosta.

Ég les alltaf Dagbók Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu.  Hann er afburða skemmtilegur penni og húmoristi fyrir utan hvað hann er með skemmtilega vinkla á málefni oft og tíðum.

Og vegna þessa dóms sem féll í dag og Geiri vann með bravör, þá langar mig til að birta örlítinn part úr Dagbók síðustu helgar:

"Það kemur sennilega mörgum á óvart að þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara í heiminum en einmitt á okkar tímum.  Þetta er svo hrollvekjandi staðreynd að margir þora ekki að horfast í augu við veruleikann og afneita honum í staðinn.

Hin takmarkalausa hræsni kringum "súludansmeyjar" á Íslandi er dæmigerð fyrir þá afneitun sem gerir þrælahald að arðbærum atvinnuvegi.

Í stað þess að liggja slefandi yfir pöntunarlistum um pyntingatæki eins og taser-rafmagnsbyssum ættu dómsmálayfirvöld að taka á sig rögg svo að maður losni við að sjá gleiðgosaleg andlit á sílspikuðum þrælahöldurum og melludólgum í fjölmiðlum.

Það er í verkahring dómsmálayfirvalda að koma svoleiðis óþjóðalýð í tukthús en ekki að taka þátt í hræsninni sem hylmir yfir með þrælahaldi nútímans.

Þeir sem halda að stúlkur frá fátækum löndum komi hingað til Íslands sér til skemmtunar til að selja sveittum eldri mönnum aðgang að líkama sínum, eru annaðhvort hlynntir þrælahaldi eða siðblindir nema hvort tveggja sé." (Leturbreytingar mínar).

Og aldrei þessu vant þá hef ég engu við þetta að bæta.

Áfram svona.


mbl.is Ummæli í Ísafold dæmd ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Homo sapiens með attitjúd!

Ég held að Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri hjá Húsdýragarðinum í Reykjavík, þjáist af einhverju.

Ég trúi að það gæti verið að hún þjáðist að vinnuleiða..

Eða

svefnleysi...

eða þá bara almennu fúllyndi sem gerir henni ókleyft að vera kurteis við blaðamenn þegar þeir inna hana eftir upplýsingum.

"Við erum ekki endur", segir Unnur þegar hún er spurð að því hvort Húsdýragarður okkar Reykvíkinga taki við fuglum sem fólk finnur á vergangi.

Mér finnst auðvitað bráðnauðsynlegt að vita að fólkið í Húsdýragarðinum sé ekki af andarkyni.  Það er gott að Unnur er búin að koma þessu á hreint.

"Starfsfólk Húsdýragarðsins mælir eindregið með því að fólk leyfi fuglsungunum að vera í friði í náttúrunni.  Þar eiga þeir best heima enda eru foreldrar unganna oft ekki langt undan til að sinna afkvæmum sínum þegar friður gefst til."

Hættið svo að bögga mannfólkið sem vinnur í Húsdýragarðinum og hættið að bjarga þeim fuglum sem þið finnið og eru á vegangi.

Ég held að ég fari ekki með barnabörnin í Mannfólksgarðinn á næstunni.  Mér finnst vanta eitthvað upp á viðhorfið.  Það er attitjúd í gangi.


mbl.is Ekki „bjarga" fuglsungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skipað gæti ég væri mér hlýtt

 garbage%20can

Bandaríkjamenn óska eftir því að við hættum við að flytja út hvalkjöt til Japan.

Ég er dedd á móti hvalveiðum af því það kemur illa út fyrir okkur og svo getur fólk bara borðað eitthvað annað en hvalkjöt.

En það liggur við að ég skipti um skoðun bara til að geta æst mig yfir bölvaðri afskiptaseminni í Guðs útvöldu, hinni sjálfskipuðu alheimslöggu sem er með heilu sorphaugana í eigin garði.

Bandaríkjamenn trúa því glerhart að hvalir séu menn í dulargervi.  Þeir trúa því að þeir tali, skilji mannamál og ég veit ekki allt.

Þetta er í fínu lagi á meðan maður er 6 ára og yngri, jafnvel fram að 8 ára aldri en þá eiga fyrirliggjandi upplýsingar um hvalinn að hafa skilað sér til smáfólksins.

Þeir eru öskrandi og æpandi um allan heim, alls kyns skammir á heilu þjóðirnar en standa svo í manndrápum í útlöndum og milljónir manna svelta heima hjá þeim.

Og skipað gæti ég væri mér hlýtt.

En ég vil að Íslendingar hætti þessum barnaskap með hvalina og snúi sér að öðru.

Hvað eru margir sem hafa atvinnu sína af hvalveiðum?  Og hvað er þjóðarbúið að fá fyrir þetta auma kjöt sem af hvalnum fæst?

Somebody?

Úje farin að lúlla.


mbl.is Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hemlar í heilanum

 Heiða var að blogga um aðkallandi mál.  Ég vil biðja ykkur að fara inn hjá henni og lesa þessa færslu og svo megið þið linka á hana líka.

Við megum ekki láta setja upp olíuhreinsunarstöð fyrir vestan.  Bara alls ekki.

En að öðru og skemmtilegra máli.  Fyrir mig eða þannig.  Miðað við heilastarfsemina stundum mætti halda að ég væri með hemla í heilanum.

 Það verður seint um mig sagt að ég þekki bíla. Hef reyndar bloggað um kunnáttuleysi mitt hér áður.  Stundum verður vitneyskjuleysi mitt auljósara öðrum en aðra daga.  Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að leggja ekki á mig mikla vinnu við að kynna mér það sem skiptir litlu máli.  Ég hef samt verið að reyna.

Í dag áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað á kæleiksheimilinu:

Húsband: Var xxxx ekki að kaupa sér bíl?

Moi: Jú, hún fékk hann í gær, hann er ógeðslega flottur.

Hb: Já er það, hvaða tegund?

Moi: Ha, tegund, æi hann er svona silfurgrár, frekar langur!

Húsband: #%%&/%"$=/&$%! Þú ert ferleg, hvað heitir bíllinn okkar?

Moi: (Góð með mig, lagði það á minnið um daginn) Honda Civick

Hb: Jenný, ertu ekki að fíflast (orðinn æstur alveg), hann heitir H-y-o-n-d-ay Sonata. (Örugglega vitlaust stafað). 

Moi: Já ég vissi að það var eitthvað sollis.

Síðan hefur húsband ekki sagt orð.

Ekki halda að ég sé svona tornæm, áhuginn er bara ekki til staðar.

Farin í bíltúr á Hondunni.  Lalalalalala

Cry me a river


Ingibjörg who?

Bíðið aðeins, kannist þið ekki við þessa konu?  Ingibjörg heitir hún.  Ég var að pæla í hvar ég hef séð ana, hm... hugs.... ég held að hún hafi einhvern tímann búið hérlendis.

Ingibjörg, Ingibjörg, Ingibjörg...

Æi já það er hún sem er flutt úr landi.

Jájá, allt í góðu með það.

Annars er Ingibjörg flott kona og þræl klár en maður er nú í stjórnarandstöðu og þá er um að gera að nota allan fjandann.

Segi svona.

Hún kemur örgla heim með haustinu.

Alltílagibless.


mbl.is Utanríkisráðherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygarar

netris070200021 

Stundum eru búllsjittið í auglýsingum svo gengdarlegt, fullt af lygi og stenst ekki skoðun, að ég trúi vart mínum eigin augum.

Meira að segja minn uppáhalds snyrtivöruframleiðandi tekur þátt í lyginni.  Þá er ég að tala um Estee Lauder.  Og fleiri og fleiri.

Um daginn keypti ég mér rakakrem.  Það heitir "anti-wrincle".Halló!  Veit ekki hvert barn að öldrun er eðlilegur hlutur sem ekkert krem kemur í veg fyrir hrukkur?

Og allir maskarnir, og hin kremin, ágæt fyrir sinn hatt en ég trúi því ekki að það sé leyfilegt að lofa kaupandanum hrukkuhvarfi, sléttri húð á háls, uppgufaðri appelsínuhúð og ég veit ekki hvað og hvað.

Og blettaeyðarnir.  Jesús minn.  Ég fell alltaf fyrir svona ódýrum lausnum eins og sprauta á blett, setja í þvott og fyrir galdur er fargins bletturinn horfinn að eilífu amen.  Gerist ekki. 

Og hvað varðar auglýsingarnar þar sem konurnar setja viðbjóðslega moldugar og feitar flíkur í vélina og út úr kemur klæðið spikk og span.   Þetta er ekkert annað en fölsun á raunveruleikanum, gott fólk.

Ég er eiginlega búin að ákveða að taka mig til og fara í mál við hársnyrtivöruframleiðendur hvar sem til þeirra næst.  Þeir pirra mig mest.

Glansandi hár, flösulaust hár, líflegra hár, þykkara hár og svo öll sjampóin sem eiga að vera svo vítamínbætandi að hárið á að vaxa eins og mother-fucker.  

Það hlýtur að vera auðvelt að súa sjampó- og næringarframleiðendum.  Sápa í mismunandi litum flöskum er ekki að gera kraftaverk.  Hún hreinsar hárið og það er persónulega það eina sem ég er að sækjast eftir.  Hvorki meira né minna.

Vinkona mín fékk flösu í fyrra.  Já ég veit það, hreint skelfilegt enda fór hún ekki út úr húsi, hætti að vinna og allt.  Eða nærri því, ýki smá.  En sjampóið sem hún notaði og er sérstakur flösumorðingi, samkvæmt framleiðenda, jók flösuna þannig að það voru heilu hrúgurnar sem komu á gólfið í hvert skipti sem hún hreyfði sig ögn.

Njet, ég nenni ekki að láta ljúga að mér lengur.  Ég fer í mál.  Dúa vinkona mín getur alveg dundað sér við að vera lögfræðingurinn minn, eða frumburðurinn, eða systir mín, eða systurdóttir mín.  Hm.. er það nema von að ég sé biluð.  Allt löðrandi í lögfræðingum í kringum mig.

Bímægestsúmítú.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband