Leita í fréttum mbl.is

"Skítugar" meyjar

 untitled

Ég sá þessa frétt í fyrradag.  Ég krullaðist upp, hárin risu á höfði mér af pirringi og ég reyndi að útiloka vitneskjuna sem er að finna í fréttinni, úr hausnum á mér.

Maður verður veikur af minna.

Hvernig í ósköpunum getur dómari ógilt hjónaband milli fólks (í þessu tilfelli múslímar, só?) vegna þess að hann telur að konan hafi narrað manninn í hjónaband með því að þykjast vera hrein mey?

Og hvað í andskotanum á það að þýða að það skuli yfirhöfuð verið fjallað um konur eins og varning sem hefur verið notaður en á að vera nýr?

Þarna er vegið að kvenfrelsi einn ganginn enn. 

Það er hægt að kaupa Babyborn dúkkur með CV.  Það verður kannski krafan í framtíðinni, að það liggi fyrir vottað einlífi frá til þess bærum yfirvöldum, að enginn hafi farið inn á undan væntanlegum kaupanda, þegar múslímar í Evrópu ná sér í kvonfang?

"En talsmaður ráðuneytisins sagði að úrskurður dómstólsins byggðist ekki á trúarlegum forsendum eða siðferðilegum heldur ákvæðum franskra laga um að hjónaband megi ógilda ef maki hafi logið til um „grundvallaratriði“ í sambandinu."

Þá er komið að spurningunni um hvort kynferðisleg reynsla fyrir hjónaband sé "grundvallaratriði" í sambandi fólks á Vesturlöndum.  Ég hélt ekki að við værum á leiðinni til myrkra miðalda.  Reyndar þarf ekki að fara svo langt aftur.

Fyrirgefið fjórtán sinnum, en mér finnst að þeir sem trúarbragða vegna líta á konur sem búfénað, eigi ekki að fá grænt ljós á þá hugmyndafræði frá gestaþjóðum sem vinna í átt að auknu jafnrétti.

 Að taka þátt í þessu rugli er gjörsamlega útúr kú og setur fordæmi sem þá væntanlega kallar á fleiri skilnaði þeirra sem vilja skipta út eign og fá sér nýja.

Andskotinn kolvitlaus.

Nenni varla að taka fram að ég er fjölmenningarsinni, í bestu meiningu hugtaksins og ég hef svo sannarlega ekkert á móti fólki frá öðrum menningarheimum, en svona meðvirkni er engum til góðs.


mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gæti verið gaman að snúa þessu við! Altso, nú megum við hinar vestrænu helst ekki skipta okkur af hefðum og háttum kvenna í múslimalöndum, en gætum við kannski haft áhrif í þá átt að þeir karlarnir hafi eitthvað sambærilegt til sölu fyrir þær - ja svona eins og Viggó?

PS. þú verður að svara!

Edda Agnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: AK-72

Persónulega finnst mér þetta fáránleg ástæða til að ógilda hjónaband en ég væri þó til í að lesa aðeins meira um þetta mál frá BBC eða álíka miðlum. Ef þetta er samkvæmt lagabókstaf þá verður dómstóllinn að fara eftir honum, sama hversu fáránlegur hann er.

Það hafa mörg lög setið eftir í mörgum vestrænum þjóðum frá fyrri öldum sem einmitt bjóða upp á svona fáránlega dóma. Nægir nú bara t.d. að benda á það að það er ekki svo langt síðan þannig séð(ca. 30 ár) að lög um að það væri leyfilegt að drepa konu sína ef karlmaðurinn kæmi að henni í rúminu með öðrum, voru felld úr gildi. 

AK-72, 1.6.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda þó, hvað get ég sagt skömmin yðar

AK-72: Takk fyrir þetta.  30 ár er skelfilega stuttur tími finnst mér varðandi þetta sem þú nefnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jenný mín, þú verður að horfa á málið blákalt. það gera dómstólar og þeir dæma samkvæmt lögum.

málið snýst ekki um kvenfrelsi eða neitt annað slíkt. málið snýst um samkomulag og gildi þess. gerirðu samkomulag á röngum forsendum, má fá það ógildað.

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég neita því Bjránn að þetta sé "grundvallaratriði" í vestrænni menningu.  Ekki gleyma að dómurinn er felldur í Frakklandi.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: AK-72

Klikkaði á einu, Jenný, gleymdi að taka fram að þessi lög um dráp á eiginkonu voru í Frakklandi.

AK-72, 1.6.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Tiger

Ég hef svo sem ekki kynnt mér þetta mál ítarlega - en hef trú á því að það hafi verið brilljant að skilnaðurinn skuli hafa fengist (alveg brilljant skilnaður sko).

Það hefði örugglega verið helvíti á jörðu fyrir stúlkuna að lifa í hjónabandi með manni sem lítur á hana sem "óhreina" - þar sem hún greinilega "gabbaði" karlugluna í sambúð með loforðum um hreina gjótu. Trúi því að karlinn hefði gert líf hennar virkilega ömurlegt ef honum hefði ekki verið veittur skilnaður - svo ég lít á að hún hafi sloppið billega frá eigin vef. Auðvitað hefði málið aldrei komið upp ef hún hefði verið eins og hún sagðist vera, en svona mál finnst mér samt alltaf vera komin úr fornöld. Það er hellingur sem mér hugnast ekki varðandi trú og skoðanir fólks í ýmsum menningarheimum - og viðurkenni ég það fúslega - en hvað kemur mér það við svo sem. Hver væri ég að bölsótast út í uppeldi og lífsminstur þeirra sem eru ekki á mínum stalli?

En, eigðu ljúfan sjómannasunnudag mín kæra og lifðu heil og kát.

Tiger, 1.6.2008 kl. 12:47

8 identicon

Hef eins og margir verið að pirra mig á þessu en rétt í þessu skaut niður í minn snjalla og djúpt þenkjandi koll að kannski er þetta mikill léttir fyrir konuna. Hehe, hver veit nema hún sé Guðs lifandi fegin að vera laus við kallinn...

Þórhildur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:50

9 identicon

Þetta gerist þegar menn bera of mikla virðingu fyrir feðrveldistrúarbrögðum eins og islam & kristni.
Feðraveldiðtrúarbrögð eru helsta ástæða þess að kvenréttindi eru fótum troðin
Annars er konan heppin að losna við manngarminn að mínu mati

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Mér þykir samt miður að einhversstaðar í heiminum finnist ennþá svona brengluð hugsun

Hvernig á kerlingargreyjið að sannreyna það hvort karlhelvítið (já helvíti í þessu tilfelli) sé hreynn? Eða er rétturinn bara hans meginn, nú hef ég ekki lesið samningana, en er ansi hrædd um að enginn sé að setja spruningarmerki við hann.... #$%&/

Ylfa Lind Gylfadóttir, 1.6.2008 kl. 13:53

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hélt því fram fyrir ekki svo löngu. frekar góð með mig  að myrkar miðaldir væru liðnar.......ég dreg það til baka og iðrast þeirra orða í duft og ösku! Meydómurinn er hér greinilega álitinn hnoss sem er eign og gjöf þess karlmanns sem hana hreppir. Ekki get ég litið á þetta sem lygi og brot á grundvallaratriðum sambands milli karls og konu heldur leyfar af karlveldis menningu sem vestræn löggjöf á ekki að samþykkja, heldur að finna leið til að lögskýra í kringum svona menningararleifð og spyrna gegn svona bulli!

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: Sammála.

Þórhildur: Skil þig en það er svo helv.. mikil hætta á því að þetta sé fordæmisgefandi.  Sá sem vildi skilnað vegna "gallaðrar" vöru á að lifa einlífi, helvítið á honum.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 14:54

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þarna kemurðu inn á annan punkt, Jenný. skoðunarskylduna.

þess vegna er ég hlynntur kynlífi fyrir hjónaband.

helst á fyrsta deiti.

þá er málið afgreitt.

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 16:48

14 identicon

Mikið er ég feginn að vera ekki þú!

Pjétur G (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 16:56

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hver nýtur eigin eymdar, ekki satt?

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 17:05

16 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég gæti lýst því yfir að ég vildi giftast konu sem hefði aldrei tekið þátt í pólitísku starfi. Síðan hitti ég konu sem segðist aldrei hafa tekið þátt í pólitísku starfi, og ég tæki hana á orðinu og við gengjum í hjónaband. Síðan kæmi í ljós að hún hefði verið varaþingmaður á árum áður. Ég gæti þá krafist ógildingar hjúskapsins á grundvelli þriðja töluliðar 28. greinar hjúskaparlaganna.

Þetta væri sambærilegt dæmi. Það er næstum því tilviljun að þarna kemur þetta hugtak "meydómur" inn í spilið, en það virðist rugla sýn okkar á annars þessu frekar einfalda máli.

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 08:57

17 Smámynd: halkatla

Segðu Elías Halldór. Þetta er alveg einsog þegar ég var búin að trúlofa mig einu sinni. Ég lét mig alltaf dreyma um mann sem hefði aldrei horft á Star Trek og ég hafði margoft lýst þessu yfir. Ég margspurði samt hinn útvalda hvort að hann vissi eitthvað um Star Trek til að reyna hann. Nei kvað hann við, en svo komst ég að því stuttu seinna að hann hafði séð hvern einasta þátt og jafnvel mætt á ráðstefnu því tengdu í útlöndum! Ég gat ekki sætt mig við svona nörd og aflýsti trúlofuninni hið snarasta. Svo ákvað ég að leita að virkilega fullkomnum manni, einhverjum sem hataði íþróttir og hafði aldrei tekið þátt í þeim. Ég fann hann loksins en nei, 10 mínútum áður en við giftum okkur kom einkaspæjarinn sem ég réð aftur, og hann sagði að maðurinn minn tilvonandi hefði æft sund frá því að hann var 10-12 ára! Ég var semsagt illa svikin í annað sinn. Sem betur fer vorum við ekki búin að gifta okkur þegar þetta komst upp! Þá hefði dómari augljóslega dæmt mér í hag, hreinleiki þessara manna af íþróttum og Star Trek átti að verða gjöf þeirra til mín! Þannig er hjónabandi fyrir mér. Algjörlega óháð því hvort að það sé rökrétt eða ekki að hugsa svona þá er það nú engu að síður alveg stranglega bannað að plata eða jafnvel að ljúga um eitthvað undarlegt smáatriði úr lífi manns sem skiptir ENGU. Ef maður gerir það getur maður alltaf átt von á því að brúðkaupinu verði rift fyrir slík "svik". Þetta eru algjörlega sambærileg dæmi við fyrrum-þingkonuástandið. Nú er hægt að gera þetta fyrir allt annað líka að sjálfsögðu, konan þín var eitt sinn strippari, púff. Hjónbandið ógilt. Konan þín eignaðist barn þegar hún var 16 ára og gaf það til ættleiðingar. Púff, ógilt. Æðislegt system.

en aumingja misnotaði múslima-eiginmaðurinn. Best að gleyma honum ekki í þessari umræðu. Mér finst bara skrítið að hann hafi ekki gengið skrefinu lengra og ásakað þessa druslu um misnotkun líka til viðbótar við jómfrúrdómssvikin, því hann var jú narraður útí að stunda tilganglaus kynmök. Hann lét jafnvel dýrmætu karlmannssæði og það er ekkert annað en misnotkun að sóa því í svona kvendi. (fyrst við erum að teygja lagabókstafinn útí það ítrasta og fáránlegasta sem feðraveldishugsjónin leyfir)

Nei sættum okkur við staðreyndir, hjónabands"stofnunin" er í augum þessa manns mestmegnis bara drátturinn á brúðkaupsnóttinni og að geta farið fram með lakið til þess að ættingjar hans úi af hrifningu. Hann var ekkert að spá í mannlegu hliðinni sem spilar þarna inní . Einn mikilvægasti hluti hjónabands er að hugsa frammí tímann og að virða maka sinn (sem maður ætlar stundum að eignast börn með). Hugsa sér ef þessi maður á eftir að fjölga sér. Oj, ælutilfinning (líklega reddar hann sér núna í staðinn bara einhverri yngri, meira ofverndaðri erlendis frá... kannski frænku? til að bæta sér upp svikin)

Þið flest sem skrifið hérna hafið svo innilega hitt naglann beint á höfuðið. Ég þakka Jenný Önnu fyrir frábæra grein

http://www.religionnewsblog.com/21557/muslim-marriage-annuled-virginity

halkatla, 2.6.2008 kl. 12:39

18 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta er náttúrlega háð því skilyrði að skilyrðin sem sett eru fyrir hjúskap hafi verið báðum aðilum ljós fyrir brúðkaupið svo sannanlegt sé. Það er ekki allt í einu hægt að segja "hey, ég vissi aldrei að þú styddir Fisichella í Formúlunni, ég hefði aldrei gifst þér ef ég hefði vitað það" og byggt riftingu á því ef það hafði aldrei verið rætt.

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 12:50

19 Smámynd: halkatla


ég efast um að það sé raunhæft að fara frammá svona hrikalega langsótta túlkun á þessum lagabókstaf einsog var gert í (vanda)máli þessa blessaða eiginmanns. Ég efast um að dómarinn hafi vitað hvort að maðurinn var búinn að ræða einslega við og búa til munnlegt samkomulag við sína tilvonandi brúði eða ekki... ég held einmitt að þetta atriði um "samningagerð" sé ekkert svo mikið aðalatriði hér. Það er einfaldlega vitað að stór hluti múslima tekur þetta með hreinar meyjar mjög alvarlega og það getur verið stórhættulegt fyrir múslimskar konur að segja eigin fjölskyldu sannleikann ef þær voga sér að brjóta einhverjar reglur áður en þær fá nýjan eiganda.

Það skemmtilega við þetta mál er að konan er vonandi sloppin frá þessu rugli núna. Eignast vonandi nýja vini sem eru ekki svona geðveikir einsog liðið í kringum eiginmanninn fyrrverandi. 

halkatla, 2.6.2008 kl. 14:45

20 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jú, auðvitað er samningsgerðin aðalatriðið. Hjónaband er ekkert annað en samningur.

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 16:59

21 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta er í rauninni fullkomin ekki-frétt.

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 17:00

22 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Ég er ekki frá því að hér höfum við, ég og minn gamli vinnufélagi Elías, dottið niður á mál sem við erum sammála um.   Sjaldgæft í seinni tíð, en sem betur fer langt í frá óþekkt.

Ég er sammála flestum hérna í því að krafan um meydóminn er fáránleg í okkar menningu.  Hitt er að tilvonandi brúður mannsins ætti nú að vera fullkomlega ljóst hverjar skoðanir mannsins eru og hversu alvarlega hann tekur þetta tiltekna atriði.  Meira að segja við hérna á Íslandi vitum vel hversu alvarlega heitttrúaðir múslimar taka þetta, hvort sem við séum sammála því eður ei.  Mér finnst því tiltölulega líklegt að þegar málið er skoðað (eins og dómstóllinn hefur væntanlega gert) komi úr dúrnum að brúðurin hafi logið að manninum um þetta, í hans augum, mikilvæga atriði, vitandi vel að það gæti ráðið úrslitum um það hvort maðurinn gæti hugsað sér að giftast henni eður ei.

Mergurinn málsins: Ef einhver gabbar einhvern í þeim tilgangi að fá hann í hjónaband á sá blekkti rétt á því að það sé ógilt.  Okkar álit á mikilvægi ágreiningsefnisins skiptir ekki máli, heldur álit þess sem var blekktur.  Það þarf enginn að segja mér að konan hafi ekki vitað að maðurinn, greinilega heitttrúaður múslimi, hafi haft þessa lífsskoðun.  Hún hlýtur að hafa vitað að hann myndi ekki vilja giftast henni ef honum yrði sagður sannleikinn.

Í okkar menningu skiptir meydómur ekki svo miklu máli.  Hins vegar getum við líklega flest verið sammála um að hreinskilni skiptir heilmiklu máli í sambandi - mynduð þið vilja lifa í hjónabandi með einhverjum ef það kæmi úr dúrnum að viðkomandi hefði logið að ykkur um eitthvað atriði sem ykkur (en kannski ekki öðrum) fyndist mjög mikilvægt?  Eitthvað sem hefði, ef þið hefðuð vitað það, valdið því að þið hefðuð ekki getað hugsað ykkur að giftast viðkomandi?

Kristófer Sigurðsson, 2.6.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband