Leita í fréttum mbl.is

Grápaddan ógurlega

Þessi frétt er þannig til innihaldsins að allir bloggarar munu (eða hafa þegar gert) stökkva á hana og skrifa fúla brandara um pöddumatseðla.  Hahaha, ég er hætt að hlægja.  En ég vil ekki vera eftirbátur í blogginu um þessar stórfréttir sem eru engar fréttir, og blogga því um hana líka.

Í mörgum löndum heims eru engisprettur borðaðar og þykir ekkert tiltökumál.  Þær eru próteinríkar og þar fyrir utan þá er ekkert eðlilegra en að fólk borði þann mat sem fáanlegur er í umhverfinu.

1.700 tegundir skordýra eru borðaðar í 113 löndum. 

Við úðum í okkur (lesist aðrir en ég ofcourse) innyflum, andlitum, úldnum fiski og berjum okkur á brjóst og teljum okkur voða merkileg.  Annars skil ég ekki alveg þörf Íslendingsins fyrir ýldu, þar sem nægt framboð er í nútímanum af ferskri matvöru, en ég skil heldur ekki allt.

En í gær þegar ég náði á nöfnu mína á Njálsborg, hafði hún beðið spennt eftir ömmu og Einari til að sýna okkur feng dagsins, en hún var með hana í litla lófanum sínum. "Sjáið þið grápödduna" sagði barnið og rétti stolt fram lófann.  Ég veiddi hana.  Og við skoðuðum kvikindið gaumgæfilega og ræddum um grápöddur.

Jenný Una er mikill áhugamaður um pöddusamfélagið á leikskólanum.  Það stendur ekki til að hún leggi sér þær til munns, en hún skoðar þær og spyr um tilgang þeirra og veltir fyrir sér hinum ýmsu hlutverkum lifandi hluta í heiminum.

Og ég er svo skelfing fegin yfir því að þessi afkomandi minn hafi ekki erft móðursýkina og hræðsluna við allt sem hefur fleiri fætur en fjóra og er agnarlítið á stærð, frá undirritaðri.

Ég er í alvöru að hugsa um að fara að hegða mér eins og fullorðin kona gagnvart dýraríkinu.  Ég gæti t.d. farið og klappað kind.  Ágætis byrjun, en mér er sagt að þær bíti ekki.

Maður á nefnilega ekki að vera hræddur við það sem maður borðar.

Sippoghoj.

 


mbl.is Ráðlagt að borða skordýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ojbara

Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Linda litla

Segðu... ég ætla að fá einn djúpsteiktan kakkalakka með dill kartöflum, fersku sallati og brúnni rjómasósu. Klakavatn með takk fyrir. gubb gubb...

Linda litla, 3.6.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina um skordýr! Var að eyða köngulóm á svölunum um daginn þar sem að 4 stórar höfðu byggt sér bú! Ég bara meika ekki þessi kvikindi! .... lýst vel á þetta að klappa rollu...þær eru alla vega stórar og skríða ekki inn á mann !

Sunna Dóra Möller, 3.6.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fyrir mörgum árum síðan komu spænsk frændsystkini mín með ristaða maura með sér til Íslands, pabbi þeirra hafði keypt þá í Columbíu. Svo skildu þau ekkert í mér að vilja ekki smakka! þeim fannst þetta hið besta snakk

Huld S. Ringsted, 3.6.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

namm namm

Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 12:10

6 identicon

Rækjur eru skordýr.Kindur bíta víst og það fast.Hef reynslu af því.Beljur bíta líka fast. Allt betra en ormar og svoleiðis viðbjóður.Einn ættingi minn heldur stærðar köngulló sem gæludýr.Fallegt er kvikindið en hrillilegur viðbjóður um leið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er virkilega að pæla í því núna hvað ég eigi að hafa í kvöldmatinn.  Hér hefur þrumuveður gengið yfir svo upplagt að fara út á veg og tína snigla og orma síðan gæti ég haft maríuhænur í forrétt.  Vill einhver koma í mat?

Ía Jóhannsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Smakkaði steikta ánamaðka í Kína. Þeir voru slepjulegir undir tönn en alls ekki bragðvondir.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Tiger

Hahaha ... eitthvað hef ég nú smakkað af skordýrum - en ekki neitt sérstaklega að sækja í þau samt! En ég þori sko vel að klappa kind!

Tiger, 3.6.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985768

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband