Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
AÐ VERA Í RUSLINU
Ég veit ekki með ykkur en ég er stórbiluð oft á tíðum.
Hafið þið farið með ruslið út á morgnanna um leið og þið farið að heiman?
Kannist þið þá við að hafa mætt með ruslið í vinnuna?
Eða setið með útroðinn poka af matarleifum á biðstofu læknis?
Orðið fyrir aðkasti í strætó vegna þess að það er farið að slá í dýralíkin og lyktin er ógurleg?
Ef ekki þá eruð þið ekkert í námunda við hina stórundarlegu mig.
Lofjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
TAFIR
Guð hvað það er gaman að vakna á svona fallegum degi, fá sér kaffi (eða þannig), lesa Moggann og sjá svona skemmtilegar fréttir.
Tafir geta orðið í dag og frameftir kvöldi, á Bláfjallavegi og í Hvalfirði við Botnsá, en Saga film er að vinna við gerð bílaauglýsingar!
Vá, firring neysluþjóðfélagsins bara LIFNAR og stekkur á mann, blásaklausan í morgunsárið.
Næstu viku verður lokað í Hagkaup í Kringlunni, vegna gerðar á flókinni kexauglýsingu.
Mér er svo skemmt.
Úje
Veit að þetta eru ekki mjög fjölvarnir vegir kannski, þið sem sjáið ykkur knúinn til að bresta í vörn. En mér er sama, vegur er vegur og fólk þarf að komast leiðar sinnar. Er það ekki annars?
![]() |
Tafir gætu orðið vegna kvikmyndatöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
VÍBRARNIR Í LOFTINU
Ég held að hugsanir, hugmyndir, músík og allt annað í rauninni sem manni dettur í hug, svífi þarna fyrir ofan hausinn á okkur. Ég verð alltof oft fyrir því að fólk segir mér frá einhverju sem því hefur dottið í hug, eitthvað í algjörum fjarska og ég hef verið að hugsa það sama.
Undanfarna daga þegar ég hef hangið yfir veðurfréttunum á Stöð 2 og krakkaveðrið er útskýrt þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort börnin á myndinni séu ekki aðeins við vöxt. Svolitlar bollur. Rétt áðan var ég að hendast um bloggheima og viti menn, þar var einn að velta þessu stórmáli fyrir sér líka. Hm..
Ég er ekkert á leiðinni í næringarfræði til að taka á börnunum í krakkaveðrinu eða neitt sollis, en hvernig stendur á að þau eru svona búttuð?
Er verið á lævísan hátt að undirbúa okkur fyrir fitubolluinnrásina?
Neh, segi svona.
Bítsmí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
ÉG HEF VERIÐ ILLA SVIKIN..
..af Vífilfelli, varðandi áróður þeirra um heilsusamlega og sykurlausa kókdrykki. Ég er kókisti, hef verið það frá unglingsaldri, með smá hléum auðvitað. Ég þekki mitt kók. Ég drakk litlar kók, í grænleitum flöskum og með glærum stöfum. Það var nefnilega stór munur á bragði eftir útliti flaskna í denn. Margir hafa sagt það kjaftæði en ég veit betur. Kókið varð að vera í gólfkæli, svona opnanlegum ofnafrá (eins og frystikista) og vera slefköld. Það voru dásamlegir nautnatímar unglingsáranna. Ekki var verra að fá eina Síríuslengju með lakkrísborða eða rauðum Ópal með. Namminamm.
En um leið og æskan er öll, þá verður manni dagsljóst, að sumt er óhollt, alveg einstaklega óhollt og jafnvel baneitrað. Ég komst að því að margoft hef ég sennilega verið í lífshættu, skv. nýjustu rannsóknum og alltaf án þess að hafa hugmynd um það. Það er sennilega þess vegna sem ég lifði af allar stórhætturnar. Eins og hunangsflugan sem flýgur þrátt fyrir að það sé vísindalega sannað að hún geti það ekki. Flugan hefur nefnilega ekki hugmynd um það.
Nú er Kók- Diet-, Light- og Zero ekki hótinu betra eða heilsusamlegra en hið baneitraða, venjulega kók. Bara ef ég hefði vitað þetta. Þá hefði ég velt mér upp úr óheilsusamlegu alvörukólki.
Ég í sjoppuna, kaupi eina slefkalda og slafra henni í mig á staðnum. Kaupi glerið.
Úje...
![]() |
Sykurlausir gosdrykkir hafa sömu áhrif á heilsu fólks og sykraðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
NÓG AÐ GERA...
..hjá Sea Shepard en þeir hættu við fyrirhugaða Íslandsferð vegna þess að það átti að fara að henda 100 tonnum af járnryki á sjóinn um 350 mílum vestur af Galapogos-eyjunum. Ég styð þá í því en reyndar styð ég líka aðgerðir gegn hvalveiðum. Ekki svo mikið vegna hvalanna heldur vegna þess að mér finnst hvalveiðar óþarfi og það koma bara leiðindi og vesen út úr þessari þrjósku okkar að veiða þá, þrátt fyrir að markaðurinn sé lítil og eftirspurnin nær eingöngu hér innanlands.
Fáist stopp á veiðarnar er það hið besta mál.
Þeir mættu kannski vera aðeins minna róttækir karlarnir.
Þeir koma seinna bara.
Súmí
![]() |
Watson: Aðstæður réðu því að Íslandsför var frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
MEÐ BULLANDI FORDÓMA...
..gagnvart sjálfum sér og öðrum hommum hann Rupert Everett. Leikarinn er ekki hlynntur ættleiðingum samkynhneigðra. Hann alhæfir til hægri og vinstri. Honum finnst að það hljóti að vera leiðinlegt fyrir börn að þurfa að taka tvo feður með sér á ræðukeppnina í skólanum. Ætli manni hefði fundist það ónýtt að geta státað af tveimur pöbbum hérna í denn, í staðinn fyrir þennan eina sem alltaf þurfti að vinna fyrir salti í grautinn og komst sjaldan á uppákomur? Everett finnst líka að drottningarlegu rifrildin séu skelfileg fyrir börn að hlusta á fyrir svefnin.
Ergo:
Hommar eru allir eins. Þeir rífast drottningarlega og þeir rífast fyrir svefninn. Það er alls ekki gott fyrir börn. Börn vilja rifrildi upp úr hádeginu og þau eiga að vera konungleg. Hm...
Samkvæmt þessu þá gef ég mér að allar lesbíur séu leikskólakennarar (ein mín besta vinkona er það), þær eru allar með meirapróf og stutt hár (ég þekki a.m.k. tvær sem þannig er ástatt um).
Það er rétt hjá leikaranum. Hann hefur ekkert með börn að gera.
![]() |
Rupert Everett ekki hlynntur ættleiðingum samkynhneigðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
SJÁLFSBJARGARVIÐLEITNI?
Sumt fólk hefur þurft að stela sér til matar. Fólk þarf að gera það enn í dag en það felst þá væntanlega í því að ná sér í eitthvað matarkyns sem af hendingu er stungið innan á sig í búðinni ef færi gefst.
Svo er til fólk með kröfur. Fólk sem borðar ekki hvað sem er, þrátt fyrir að eiga ekki krónu. Það fólk fer á veitingahús til að borða.
Ég veit um mann sem stundaði þetta grimmt. Hann var með flotta háskólagráðu og flott starfsheiti. Hann var hinsvegar tímabundið blankur. Dálítið lengi tímabundið. Hann borðaði á bestu stöðum bæjarins og vegna starfsheitis fékk hann umsvifalaust skrifað og hann borgaði aldrei. Fólki fannst það krúttlegt.
Það er náttúrulega hámark ósvífninnar að setjast inn á veitingastað, borða og drekka og eiga ekki fyrir reikningnum. Minni á frábært atriði úr englum alheimsins, sem er orðin klassík.
Það er nú einhvernvegin þannig að þegar fólk tekur veitingastaði í .. júnó, þá vekur það kátínu.
Ekki hjá mér audda en mörgum hinna.
Ævondervæ.
![]() |
Áttu ekki fyrir reikningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
GELGJUR
Oft hugsaði ég um það hérna í denn, þegar stelpurnar mínar voru á gelgjuskeiðinu, hvað það væri ofsalega freistandi að láta þær út úr bílnum og skilja þær eftir.... í smá stund, svo þær áttuðu sig. Það var þó aldrei nema hugsunin ein og varla það og engin alvara fylgdi máli. Ég hef stundum furðað mig á þolinmæðinni sem maður er gæddur, og sem ekki hefur látið á sér kræla við aðrar aðstæður, þegar börnin manns eru annars vegar. Stundum rifust stelpurnar mínar heiftarlega í aftursætinu, bara svona til að láta tímann líða. Það gat verið út af sælgæti, háralit, skóm eða litnum á himninum. Atgangurinn var ógurlegur og sjaldan í samræmi við tilefnið.
Svo les maður þetta. Strákur bara skilinn eftir í Frakklandi og foreldrarnir brumma áfram til Englands.
Það á að krefjast prófskírteinis á foreldra.
Ójá.
![]() |
Yfirgefinn af foreldrum í ókunnu landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
FAMILÍAN LONDRES
Jæja langþráðar myndir frá Spánarferð Londres-fjölskyldunnar eru komnar í hús. Brúðkaup Hebu og Tom fór fram með miklum myndarbrag og svo var haldið til Benidorm með Oliver.
Gjörið svo vel:
Barnið er nottla svo mikið dúllubarn að amman segir ekki orð um það meir.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
ÉG HEF LOKSINS FUNDIÐ SÁLUFÉLAGA..
..í henni Sunnu Dóru (www.sunnadora.blog.is) bloggvinkonu minni og eðalkvendi. Ekki nóg með að hún sé að drepast úr flughræðslu eins og ég heldur er hún haldinn þeim flotta eiginleika, en jafnframt afspyrnu sjaldgæfa, að lesa endirinn fyrst, þegar hún gúffar í sig bækur. Ég hef bloggað um þennan eiginleika minn, að tékka á endinum til að geta lesið bókina í ró og næði og Sunna Dóra hún gerir það líka. OMG ég hélt ég væri sú eina. Máli mínu til stuðnings "stal" ég eftirfarandi málsgrein af blogginu hennar. Ég vil að við stofnum sjálfstyrkingrhóp (tríó).
"Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar."
Hehe
Æmnotalónenímorr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr