Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
BANNAÐ - BANNAÐ - BANNAÐ
Nú er bannað að reykja í öllum kvikmyndum sem Disney fyrirtækið framleiðir. Ég minnist þess nú ekki sérstaklega að í myndum félagsins hafi reykjandi fólk vaðið mikið uppi. En hvað með það, um að gera að láta allt sem tilheyrir raunveruleikanum bara hverfa.
Nú má ekki reykja (handritahöfundar heimsins - út með retturnar)
Næst verður bannað að drekka áfengi
Svo verða allir að vera í kjörþyngd í bíómyndum
Síðan verður bannað að geraða í bíómyndum, kyssast og sollis
Ekki væri verra ef ruslfæði hyrfi af matarborðum söguhetjanna
Svo endar þetta með steingeldum engladansi.
Ég hlakka alveg svakalega til.
Jeræt
![]() |
Engar reykingar í kvikmyndum Disney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
AF VINDI, TRJÁM OG PÍNKULITLUM ÍSUM
Hún Jenny Una Erriksdóttirrr kom í heimsókn í gær. Ég stóð með hana í fanginu við eldhúsgluggann og við vorum að horfa á fallega tréð fyrir utan. Í þessu tré á vindurinn heima, allavega heldur Jenny Una því fram. Á undanförnum mánuðum höfum við mikið spekúlerað í hegðun vindsins og trésins. Þetta fór okkur nöfnunum á milli.
Jenny: Amma, vindurinn er að leika sér í trénu og hann er ekki reiður.
Amma: Já það er rétt elskan, hann ruggar trénu bara pínulítið.
Jenny: Vindurinn má ekki vera reiður við tréð og vera með læti, þá brotnar það og það kemur blóð.
Amma: Vindurinn er alveg rólegur núna og tréð meiðir sig ekki neitt.
Jenny: Ef tréð meiðir sig og það kemur blóð þá á amma að gefa plástur, stóóórrran plástur, alleins og Jenny (hún rekur fram pínulítinn putta með kisuplástri). Vindurinn er samt alleg góður, hann bara hlaupa heim til mömmusín stundum.
Amman: (orðin andaktug í framan vegna hins heimspekilega þenkjandi tveggja ára barns), já Jenny mín það verður að hjálpa trénu ef það meiðir sig.
Jenny: (amman sér barn næstum því glotta út í annað) ef það kemur blóð þá á tréð að fá ís. Jenny með plástur má Jenny fá "pínulítinn" ís? (barn veit að það eru ekki til pínulitlir ísar og ekki heldur risastórir) Geððuða amma mín?
Amman: Hm... og gefst alla leiðina upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
SKULDADAGAR
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvað kemur út úr meiðyrðamáli, piltsins sem fyrir ofsóknunum á netinu, vegna brottlaups Lúkasar frá Akureyri. Um er að ræða 70 netverja sem voru með aðdróttanir um að strákurinn hefði tekið hundinn af lífi, særðu æru hans og hótuðu honum.
Ég skil vel að Helgi Rafn leiti réttar síns í málinu. Spurningin er hver niðurstaðan verður. Þá á eftir að koma í ljós hvort fólk geti farið fram með þessum hætti á netinu án þess að hægt sé að kalla það til ábyrgðar.
![]() |
Hyggst fara alla leið með Lúkasarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
ELDFIMT - NÁLGIST AF VARÚÐ!
Sum orð og hugtök eru eldfim. Sérstaklega hér á blogginu. Þau heitustu, sem setja eld í kommentakerfi bloggheima þar sem margir henda úr hlandkoppnum sínum yfir höfunda, verða hvað verst ef minnst er á:
1. Feminisma. Ekkert kveikir í fólki eins og umræður um kvennapólitík. Ef bloggarar eru málsvarar feminisma þá er fjandinn laus. "Jafnréttissinnarnir" verða hreint ótrúlega margir og þeir eru allir með það á hreinu að feministar hreinlega SKEMMI framfarir í jafnréttismálum. Dásamlegt hreint.
2. Klám (angi af sama meiði). Ef skrifað er á móti klámi þá koma skilgreiningar- og "frelsis"-postularnir á vettvang, vígamóðir og tjá sig um klám. Þ.e. um þá gífurlegu frelsisskerðingu sem það hefur í för með sér að lyfta litla fingri til að stemma stigu við klámi.
Þetta var ég nú að hugsa um áður en ég leggst á koddann og lúlla í hausinn á mér.
Síjúgæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
SKERÍ - SKERÍ
Það eru litlir menn, grænir á lit samt kínverskir, í sænskum þjóðbúningum út um allt í kringum mig. Þeir fylgja mér hvert fótspor, halda að ég sjái þá ekki og þeir njósna stöðugt um mig. Þeir taka upp símtölin mín, eru með kamerur hér í öllum hornum og það eru míkrafónar í gólfinu. Þeir ætla að ná mér og færa mig til dómara. Ég veit ekki alveg fyrir hvað en ég er viss um að ég verð dæmd fyrir landráð eða eitthvað. Þeir eru inni í tölvunni, þeir fokka upp blogginu mínu og þeir setja inn athugasemdir í mínu nafni. Ég er algjörlega ófær um að stoppa þessa menn.
Þegar ég sef þá hvísla þeir að mér allskonar ófögnuði til að gera mig hrædda þannig að ég hlýði þeim á endanum.
Þeir eru farnir að skrifa stjörnuspá Steingeitarinnar á Mogganum til að ná enn betur til mín.
Í dag segja þeir (uss ekki tala hátt, microphones you know):
"Steingeit: Þeir munu reyna að segja þér að þú hafir bara eitt tækifæri, en þau eru endalaus. Reyndu þitt besta, og lærðu af því fyrir næsta skipti."
Ég er svvvvvooooooooo hrædd.
Emægonnadæ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
AUGNHÁRASVINDL
Auglýsingin um maskarann frá L´Oreal, þar sem Penélope Cruz auglýsir maskarann sem lengir augnhárin til stjarnanna er sögð vera villandi, þar sem Cruz skartar gerviaugnhárum.
Hehe, Ég var löngu búin að sjá það. Mér fannst það ekki tiltökumál þar sem allur snyrtivörubransinn er feik frá upphafi til enda og gerður út á hégómagirnd okkar kvenna, og við borgum og borgum. Þess vegna brosti ég með sjálfri mér þegar Cruz dinglaði fölsku bráhárunum.
Ég er sjálf með augnahár upp í heila og það þýðir ekki að plata atvinnumann í greinni.
Súmí.
![]() |
Gerviaugnhár Penélope Cruz óviðundandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
..OG ALLIR HATA FEMINISTA
Stöð 2 er að toppa sig þessa dagana. Fyrr má nú vera gúrkan. Þeir sem horfðu áðan, hafa væntalega séð "fréttina", þ.e. viðtalið við Íslensk-Kanadiska klámmanninn sem lét hvað hæst þegar klámráðstefnan var blásin af á dögunum. Einhvern veginn sló sá maður mig ekki sem mjög áreiðanlegur heimildarmaður, en Stöð 2 étur vitleysuna hráa upp úr honum í símaviðtali. Hann og nokkri aðrir ferðuðust hingað hvort sem var, af því þeir voru búnir að kaupa miðann til Íslands og fá fríð í vinnunni.
Enhvernveginn svona hljómað frásögn Hr. Hjörleifssonar (held ég muni nafnið rétt):
Allir þekktu okkur af nöfnunum þegar við vorum að skemmta okkur í bænum. Við rákumst ÓVART inn í lokað partý hjá feministum og þær voru mjög ókurteisar, yfirheyrðu okkur og voru ekki mjög aðlaðandi. ALLIR sem við töluðum við á djamminu sögðust hata feminista. Borgarstjórinn er örugglega geðveikur að koma með yfirlýsingu eins og þessa, þegar hann lýsti andstöðu sinn við klámráðstefnuna, nema að hann hafi eitthvað vont á samviskunni!
Svo heilsteiptur karakter eitthvað.
Stöð 2 - getalæf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
FÓRNARLÖMB
Góða skapið hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég las viðtengda frétt. Það var ekki endilega vegna þeirrar fullyrðingar um að fegurðarsamkeppni barna laði að sér barnaníðinga, því það vissi ég. Það sem stuðar mig er að lesa um dómgreindarlausar mæður eins og Jayne Harris, fyrrum fyrirsætu, sem skráði börnin sín tvö í keppnina í fyrra. Hún segir útlit vera allt og engan tala við ljótt fólk. Þessi kona er kannski ein af fáum foreldrum sem klæða börnin sín upp í föt fullorðinna (oftast stúlkubörn), mála þau, og klæða eins og fullorðnar konur, sem orða skoðanir sínar á mannkostum, á svona opinskáan hátt.
Keppendurnir sumir, voru aðeins eins árs gamlir og gátu ekki gengið, aðrir voru með mikinn andlitsfarða eða í kjólum fyrir fullorðnar konur, að því er kemur fram á fréttavef Sky.
Nú hafa bresku góðgerðarsamtökin Kidscape gagnrýnt þessar keppnir harðlega og benda einnig á að þær laði að sér barnaníðinga.
Hver á að gæta hag þessara barna ef foreldrarnir eru svona?
Jösses!
![]() |
Góðgerðastofnun varar við fegurðarsamkeppnum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI KOMIST UPP UM MIG..
.. þegar ég sá þessa frétt. Var með áhyggjur af því að mín síðustu fyllerí hefðu komist í blöðin. Hefði verið hallærislegt að fá bakreikning í fjölmiðlum, þegar maður er edrú og í góðum málum í bráðum ár.
Fattaði strax og ég sá kókflöskureikninginn að þetta gat ekki hafa verið ég.
Sjúkkitt.
Sóklínandsóber!
![]() |
Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
MEYJURNAR Í LÍFI MÍNU..
..eru nokkrar. Þær eiga það sameiginlegt að vera yndislega smámunasamar. Dúa vinkona mín, raðar súpum og sósum eftir stafrófsröð í eldhúskápinn. Notar litaspjald þegar hún raðar í fataskápana (ásamt, málbandi, halla- og dýptarmæli, auðvitað) og þegar það er glas í vaskinum, lengur en það tekur að þvo það upp, er hún á barmi taugaáfalls. Meyjur eru sagðar vera bestu bókhaldararnir.
Þrjár meyjur sem ég þekki, brjóta plastpokana sína saman, nákvæmlega svona:
Kannist þið við þetta krakkar?
Bítsmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr