Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Föstudagur, 4. maí 2007
NOKKRAR SKOÐANAKANNANIR Í VIÐBÓT OG SVO..
..bara búið ef ég fengi að ráða. Skoðanakannanir hellast yfir okkur á hverjum degi nú fyrir kosningar og maður hefur ekki við að fylgjast með. Nú veit ég að í sumum löndum eru kannanir bannaðar í x daga fyrir kosningar. Væri ekki ráð að fara aðeins að skoða hvort ekki megi aðeins slaka á svona á lokametrunum? Auðvitað er gott að vera meðvitaður um hvert þjóðarsálin stefnir hverju sinni en þetta fargan er orðið ansi mikið af því góða. Ég er ekki á móti því að við fáum skoðanakannanir en þetta er nú að æra óstöðugan.
Ég sá könnun í Mogganum í morgun þar sem stjórnin heldur velli. Það fór um mig hrollur. Mér finnst eins og svo mörgum öðrum að nóg sé komið af samsulli íhalds og frammara. En við fáum væntalega þá stjórn sem við eigum skilið. Er það ekki bara? Reyndar hafa Jón Sig. og fleiri framsóknarmenn lýst því yfir að þeir muni ekki vera með í stjórn tapi þeir stórt í kosningunum núna. Má treysta því? Það er verulega ólýðræðislegt að flokkur með fylgi Framsóknarflokks sitji í helmingaskiptastjórn eins og verið hefur. Ég held hins vegar að sveiflan til vinstri sé alltaf að stækka, Samfó er að bæta helling við sig og VG, mitt fólk er að tvöfalda fylgi sitt og ríflega það.
Ég sá að Steingrímur og Inga Lind töluðu við tengdadóttur umhverfisráðherra í Íslandi í dag í gær. Ég er enn stórt spurningamerki. Hver var tilgangurinn? Þetta er yndæl stúlka og ekki dettur mér í hug að vera setja hennar persónu inn í þetta leiðindamál allt saman. Eitt kom fram þó sem skiptir máli. Lucia lýsti því yfir að mannréttindabrot í Guatemala hefðu ekkert að gera með umsókn hennar en hún hafi aðeins sótt um til að sleppa við að sækja um dvalarleyfi milli anna í skólanum. Svo upplýstist það að hún væri með háar einkunnir, að hún væri að læra lögfræði og að hún talar góða íslensku. Það er hið besta mál. Ekki hef ég á móti nýjum íslendingum eins og ég hef nú oft bloggað um. Ég vil bara að allir sitji við sama borð. Þetta ríkisborgaramál skilur eftir sig æ fleiri spurningar eftir því sem umfjöllunin verður meiri.
Nú er tími framkvæmdana að renna upp. Ég er enn með það á hreinu að möguleiki á vinstri stjórn er stór og að við munum lifa í merki réttlætis og samkenndar eftir 12. maí í vor. Svo held ég að Eiríkur vinni Júró að sjálfsögðu. Maðurinn er RAUÐHÆRÐUR.
Þetta var ég að hugsa í morgunsárið. Ég fer og safna atkvæðum fyrir VG (segi sonna).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 4. maí 2007
AF PÚLI, PÓLITÍK OG DRAUMFÖRUM
Þetta hefur verið dálítið strembinn dagur en þó skemmtilegur. Ég hef verið í bloggmaníu í dag en það er ekkert nýtt. Skrif-andinn alveg á fullu. Ég er enn lasin en þar sem ég þeyttist út um allt í gær í hjólreiðakaupaerindum þá hefur pestin bara aukist. Þá er manni kalt og heitt til skiptist, og ég dregst áfram eins og að þrotum komin en það hefst. Þetta segi ég EKKI í fórnarlambstón.
Ég er búin að þvo, að þrífa, að blogga, að grilla og var meira segja með matargesti. Þe ég undirbjó og lét húsbandið grilla. Það var kallt úti og þá sendir maður staðgengil. Merkilegt hvað það er napurt úti þó það sé bara nærri því hásumar! Segi sonna.
Ég horfði á Steingrím J. í Kastljósinu og var ákaflega ánægð með minn mann, enda rökfastur og málefnalegur. Ég horfði líka á kosningafundinn frá því í gær í Íslandi í dag og var hreinilega að deyja úr leiðindum. Hvað er í gangi með þessa kosningafundi hjá sjónvarpsstöðunum? Í Kastljósinu sitja stjórnarflokkarnir saman og stjónarandstaðan í naumu rými allir í hóp. Það eina jákvæða sem kemur út úr þessari uppsetningu er að maður verður skolli meðvitaður um að D og B eru saman í liði og þeir vilja vera það áfram. Það er nottla plús. Á kosningafundi Ísl. í dag er frambjóðendum stillt upp standandi hlið við hlið. Kyndir ekki beinlínis undir skoðanaskipti enda varla ætlast til þess. Fulltrúar flokkanna eru spurðir hver af öðrum eins og í munnlegu hópprófi. Ég hreinlega var að deyja úr leiðindum. En nú fer þetta að skýrast með kosningarnar. Ég á erfitt meða að bíða. Það er þetta með þolinmæðina. Guð vill ekki gefa mér hana STRAX!
Mig dreymir eins og annað fólk og ég ræð mína drauma sjálf. Margir draumar eiga sér skýringar úr raunveruleikanum, þe eins og hugurinn sé að vinna úr reynslu daganna á meðan ég sef. Svo eru hinir draumarnir, sem ég kalla andlega. Þessir sem eiga sér ekki skýringu í hvunndeginum. Þá drauma er auðvelt að muna. Undanfarnar tvær vikur, reglulega, hefur mig dreymt gamla vinkonu. Við erum ekki í neinu sambandi en ég veit að henni líður vel svo ekki er hægt að útskýra draumana með að hún þurfi aðstoð eða að eitthvað sé að (æl), mér er meinilla við hinar typisku draumráðningar (skítur þýðir peninga, tár gleði osfrv.). Mér þykir undurvænt um þessa konu og hugsa oft til hennar. Ég minnist þess samt ekki að hafa haft hugann við hana nokkuð lengi. Mig s.s. dreymir að við séum að tala saman. Draumarnir eru svo skýrir að það er eins og að horfa á bíómynd. Við tölum og tölum (af því að við höfum ekki sést utan einu sinni fyrir tilviljun í nokkuð mörg ár) og við reynum að segja frá öllu sem á daga okkar hefur drifið síðan við vorum í þéttu sambandi. Þetta eru skemmtilegar stundir með skemmtilegri konu. Skrýtið. Skýring einhver? Jæja nú er að fara að lúlla svo ég geti haldið áfram að blogga á morgun.
Gúddnæt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
LÁNANÐU MÉR LYKILINN...
..lagsi. Ég vil lifa lengur. Hm.. Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið út hvers vegna hófsemi í mat kann að eiga þátt í að lengja líf mann. Þeir hafa rannsakað erfðaefni orma og leiða í ljós gen sem eiga þátt í þeim viðbrögðum við minni inntöku kaloría.
Þetta eru flottar fréttir. Með mínu nýfengnu insúlínháðu sykursýki er óhollusta no,no fyrir mig. Þess vegna hlýt ég að lifa lengur. Þess vegna bið ég um lykilinn góða að langlífinu.
Stendur ekki einhverstaðar að maðurinn sé aumasti ormur í samanburði við Guð. Nú skil ég út á hvað sú setning gengur.
Síjúgæs!
![]() |
Finna lykil að langlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.5.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
VERKÓIÐ MITT Á AFMÆLI
'uff þegar ég sá þessa frétt þá táraðist ég bara. Nú er gamla Verkó (eða verkamannabústaðirnir) búnir að standa í 75 ár. Þarna ólst ég upp á Hringbraut 84 og þarna var yndslegt að búa. Íbúð eins og ég bjó í kostaði heilar 11.000 kr. á þessum tíma.
Í Verkó bjuggu skemmtilegir karakterar eins og t.d. ég (hehe). Þessir nýju verkamannabústaðir töldust ofsa fínir því þar var baðkar, fjarhitun, heitt rennandi vatn og rafmagnseldavél. Íbúðirnar þóttu hollar og góðar. Það get ég staðfest þó ég hafi nú komið til sögunnar öllu seinna.
![]() |
75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
TÍU BLOGGVINIR Í RUSLIÐ
Í tilefni að vor- og sumarkomu þá hreinsar kona í kringum sig. Ekki bara á lóðinni (lesist svölunum), úr hornum og skápum heldur líka í bloggheimum. Í dag skutlaði ég tíu "bloggvinum" út í cypertómið. Þetta eru bloggvinir sem ég sé aldrei nein ummerki um á mínum eðla fjölmiðli. Róleg krakkar, fólk þarf ekki að kommentera í sífellu þegar það lítur hér við, ég er ekki að meina það en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég fer samviskusamlega minn blogghring á hverjum degi og ég tel það tímafrekt á stundum. Finnst það samt alltaf skemmtilegt. Ég nenni hins vegar ekki að vera að heimsækja fólk sem ég aldrei sé einu sinni reykinn af.
Sem sagt tíu litlir bloggvinir heyra nú sögunni til á mínu bloggi.
Síjú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
OG ÉG NEITA AÐ BORGA..
..fyrir þennan loddaraleik sem ákæruvaldið er búið að vera í, margendurtekið, varðandi Baugsmálið. Ég tími þessu ekki. Hvað kostar þessi málarekstur allur frá upphafi? Gefa svör núna!
Jón Ásgeir var dæmdur í 3. mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi í 9 mánaða fanelsi, báðir dómarnir skilorðsbundnir. Jón Gerald sleppur. Skyldi ríkissaksóknari geta komið enn einu sinni með ákærulista og haldið áfram? Væri ekki hægt að nota orkuna hjá því fróma embætti í nauðgunar- og sifjaspellsmálin? Ég bara spyr og spyr enda ekki nema von. Ég amk, stend með Bónusmönnum og finnst allur málatilbúnaðurinn frekar leim. Ég færi í mál ef ég væri þeir eða nei annars "strike this one"´. Nóg komið.
![]() |
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
OG SORPHAUG DAGSINS Á..
..bloggarinn Sveinn Hjörtur sem vænir mig um að bera út um sig óhróður (ég er líka að kalla hann lygara) þegar ég bloggaði um vafasama takta hans þegar hann endursegir prívatsamtal sem hann segist hafa átt við Steingrím J. Sigfússon eftir Kastljóssþáttinn 1. maí. Ég ætla ekki að endurgjalda honum greiðann og "linka" inn á hann hér, vil ekki auglýsa hann á minni eðalbloggsíðu.
SH "linkar" hins vegar á mína bloggsíðu undir orðinu "óhróður" og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Slæm auglýsing er víst betri en engin. Maðurinn hefur sjálfur þotið upp vinsældalista bloggsins út á skrif sín um Steingrím J. og hann er allur að færast í aukana. Nú hefur hann móttekið heilan hóp af ímeilum, segir hann, frá illa innrættum VG og mikið rosalega væri nú skemmtilegt ef hann birti ímeilin sín á blogginu svo við getum séð hvurs lags and framsóknarlegt hyski við erum.
Ég ætla ekki að eyða meiri púðri í þetta mál, enda algjör óþarfi að skrifa gegn Framsókn þessa dagana. Þeir sjá alveg um það sjálfir. Til hamingju Sveinn Hjörtur og haltu endilega áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
AMMA-BRYNJA FÆR..
(H)rós dagsins fyrir að vera flottasta amman í heiminum (fyrir utan mig nottla). Hún Brynja sem er gömul vinkona mín frá því í gamla daga er nú tengdó hennar Maysu minnar og hin amman hans Olivers. Svona kemur fólk oft svo skemmtilega inn í líf manns á ný. Brynja notar hvert tækifæri sem hún fær til að heimsækja Oliverinn, Maysuna og Robba í London, taka myndir og setja inn á barnaland svo maður geti slegið á söknuðinn eftir barnabarninu. Ekki ónýtt að eiga eina ömmu-Brynju í lífinu.
Þetta eru EKKI sígós sem Maysan heldur á. Þetta er bara léleg eftirlíking. Frruusss.
Nú ætlar Brynja mín að vera hjá Oliver á tveggja ára afmælisdeginum hans þ. 12. maí og halda þar uppi merkjum fjölskyldunnar. Mér líður alltaf vel þegar amma-Brynja er hjá krökkunum. Færir þau nær mér og svo veit ég að ég fæ góðar myndir þegar hún kemur heim. Svo er ekki verra að Oliverinn fær til sín ömmuna sem honum þykir svo vænt um. Smútsj. elsku Brynja mín.
Við amma-Brynja erum ekki sammála í pólitík. Þess vegna höfum við rætt möguleikann á að læsa hvor aðra inni á kjördag svo þetta falli slétt hehe. Segi sonna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
KARTÖFLUÓÐALIÐ HEIMA
Nú hefur Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra keypt sér óðal að Kirkjuhvoli í Þykkvabæ og flutt þangað lögheimilið sitt. Þegar ég sá fréttina hélt ég að hinn kartöflubóndinn, nafni hans úr Vestmannaeyjum væri að flytja búferlum en auðvitað var það ekki svo. Árni þarf að sinna sínu fólki og er innmúraður Eyjamaður. Ætli það sé nýjasta innstöffið hjá elítunni að eiga sveita- og þéttbýlisheimili? Rosalegt veldi er á þessu fólki. Það fylgir fréttinni að ÁM ætli að halda áfram að búa í Hafnarfirði jafnframt og dveljast þar lungann úr árinu.
Ég tek fram að ég er ekki öfundsjúk hef ekki áhuga á óðali uppi í sveit. Né heldur geng ég með stóra drauma um að verða rík (nema þá í andlegum skilningi). Mér finnst fréttin bara undirstrika þetta bil milli ríkra og snauðra sem hefur stækkað og stækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar, bil sem verður óbrúanlegra eftir því sem núverandi valdhafar fá lengri tíma til að gera og skera (niður).
Í almáttugs bænum gefum þessum körlum frí. Þeir eru ekki tengdir við líf venjulegs fólks enda sést það glöggt þegar þeir mæta þreytulegir til kosningafunda í sjónvarpi. Eins og þeir séu að mæta af leiðri skyldu. Árni sat í Kastljósinu með sinn "mérersvostórlegamisboðiðsvip" og Jón við hliðina á honum eins og herptur handavinnupoki í verulegri klemmu.
Sendum D og B í tímabært leyfi, langt leyfi.
![]() |
Árni flytur lögheimili í Þykkvabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
BYRGIÐ - STUTT OG LAGGOTT
Eða það ætla ég rétt að vona en rannsókn á kærum fyrrum vistmanna Byrgissins er lokið hjá Sýsla á Selfossi. Kærurnar hafa verið sendar ríkissaksóknara.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvert þetta mál kemst allt saman. Vonandi læra yfirvöld af þessu sorglega dæmi um Byrgið og þeirri "meðferð" sem þar átti sér stað að það er ekki vænlegt til árangurs að láta áhugasamtök sjá um áfengis- og fíkniefnameðferðir. Nú hefur ekki heyrst frá Byrgisgvendi nokkuð lengi. Hann er auðvitað ábyrgur ásamt þeim sem létu hann hafa peninga til starfseminnar, þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hringt. Þetta hefur verið fjárhagslegt himnaríki perranna....í boði Framsóknar.
![]() |
Byrgisrannsókn lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr