Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

LOKSINS MÁ GERAÐA Á KLÓINU!

22

Það var kominn tími á að einhver setti þessi mannréttindi okkar "aumingjanna" í fúnsjón.  Pete Wentz, bassaleikari hljómsveitarinnar Fall Out Boy´s hefur ásamt félögum sínum opnað bar í New York fyrir aumingja eins og hann sjálfan og félagana þar sem má hafa samfarir á klósettinu.

Þar sem við íslendingar erum svo opnir fyrir síungum nýungum þá hljótum við að taka þetta eftir.  Það væri æðislegt að geta t.d. farið út að borða og fá allan pakkann með.  Borða, drekka regnhlífardrykki, fá sér bjór, pissa og fá sér svo einn á broddinn inni á klói áður en haldið er heim.  Það er nú lífið.

Þeas við alkarnir fengjum kaffi, og sódavatn og einn laufléttan í staðinn.  Lífið er svo sannarlega dásamlegt!


P.S. BIÐ AÐ HEILSA DÓTTUR MINNI

22

Þegar ég var að glugga í Öldina okkar, rakst ég á þessa "frétt" sem birt var í Norðanfara árið 1867 undir fyrirsögninni: "Þess verður að geta sem gert er".

"Sæl vertu nú Signý!

Vegna allra kringumstæðna læt ég þig vita, að ér er hreint frá því horfinn, að öllu leyti, að taka saman við þig, og mátta hafa huga þinn hvar þú villt annarstaðar en hjá mér, og óska ég þér alls góðs njótandi að verða, fyrr og seinna.

Vertu nú sæl!

Núverandi á Siglufirði 14. febr. 1867.

P.s. Ég bið að heilsa dóttur minni"

Jón Jónsson, snikkari

Og Signý sem vill deila með sér hamingjunni af að þekkja þennan mann sendir þessa línu með bréfi þessa yndislega barnsföðurs:

"Þessar fáu línur bið ég yður, heiðraði ritstjóri að taka í blað yður, höfundinum til virðingar.

Signý Pétursdóttir á Hólum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu".

Það fer þá ekki á milli mála að skíthælar hafa alltaf verið til, líka á Íslandi árið 1867.

Lofjúgæs!


HLUSSA Í HEIMSÓKN

22

Í dag var ég búin að hóta bloggvinum mínum að blogga af elju, einkum og sér í lagi vegna þess að stjörnuspáin sagði mér að rækta samskipti. Ég lét mér auðvitað ekki detta í hug að fara að rækta samskipti í mannheimum (hehe).  En margt fer öðruvísi en ætlað er.   Skemmtilegasta, frábærasta og fallegasta smátelpa í heiminum kom til ömmu og Einarrrrrs.  Þá fer maður nottla ekki að blogga.  Við bökuðum kanelsnúða og gerðum aðra skemmtilega hluti.  Nú svo sátum við úti á svölum í vorsólinni ég og hún nafna mín þegar svona hlussa (já ég er að segja að hún hafi verið feit) flaug letilega í áttina til mín.  Ég er brjálæðislega hrædd við skordýr, eins og allir vita sem þekkja mig, og ég flattist út á vegginn (hljóðlega til að hræða ekki barnið).  Hún sagði "fína fluvan" og reyndi að ná henni með smáu höndunum sínum.  Ég greip í Jenny og böðlaðist með hana inn við hávær mótmæli flugunnar, ég meina Jennyar.  Ég skellti í lás svalarhurðinni við nefið á flugunni og hún horfði reiðilega á mig í gegnum glerið.  Ég heyrði kvekindið segja lágri hvæsandi röddu "Ég á stóra fjölskyldu og mér segir svo hugur að við munum dvelja löngum stundum á þessum svölum hérna í sumar".  Síðan snéri fitufjólan rassinum í mig og flaug á braut.  Mér "segir svo hugur" að ég muni ekki vera mikið á svölunum á komandi mánuðum!!

Síjúinalittlevæl!


ÞAÐ ER BLOGGIÐ, ÞAÐ ER BLOGGIÐ!

 22
SteingeitSteingeit: Þú afkastar meiru en flestir aðrir. Þú þarft þó að slaka aðeins á og sinna ástvini sem finnst hann vera afskiptur. Góður félagsskapur er tímans virði.
Ofanritað er stjörnuspá fyrir steingeitina í dag.  Þar kom vel á vondan.  Það er sko bloggið sem ég er að afkasta.  Blogga eins og brjálæðingur þessa dagana, mörgum til sárrar raunar.  Ástvinurinn er auðvitað húsbandið sem kvartar sárlega yfir því að hann sé orðinn leiður á að horfa á bakið á mér.  Góður félagsskapur er tímans virði stendur svo.  Hm.. ég er í miklum og góðum félagsskap á blogginu.  Það hlýtur að vera gott og gilt.  Ætli þetta sé kurteisisleg aðferð Moggans til að benda mér á að slaka í blogginu?  Nebb ég er ekki svo merkileg.  Mér er sagt að steingeitin sé svakalega óráðþægin. Ég er það ekki svo mikið er víst.  Krakkar ég ætla að blogga af elju í allan dag.  Bara svona upp á félagsskapin.
LofjúgæsDevil

ATKVÆÐI TIL SÖLU!

22

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þessa frétt.  Sérstaklega þar sem allt snýst núna um komandi kosningar hjá okkur og við erum með þær í huganum frá því að við vöknum og þangað til við rotumst úr þreytu að kvöldi.  Gott ef mig hefur ekki dreymt stundum að ég fái ekki að greiða atkvæði.  Úff það er martröð.

Belgi sem ætlar að vera á Íslandi í júní, þegar kosningar fara fram í heimalandi hans, ákvað að bjóða atkvæði sitt upp á Ebay.  Upphafsboð var að jafnvirði um 170 krónur.  Auglýsingin var þó fjarlægð fljótlega eftir að hún var sett upp.

Ég er að velta því fyrir mér hvort til sé fólk sem í raun selur atkvæði sitt.  T.d. með því að tala við frambjóðendur og biðja um greiða.  Ég hef heyrt af slíku en veit ekki hvort það er satt.  Hvað segið þið bloggvinir góðir?  Þekkið þið einhvern sem hefur fengið fyrirgreiðslu út á atkvæðið sitt??

Frrrruuuussss!


mbl.is Vildi selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UNDIR DÖNSKU OKI

22

Ég var að fletta í gegnum Öldina okkar, þá gömlu góðu sem spannar tímabilið frá 1801-1860.  Sumt er broslegt annað sorglegt en danska kúgunin er alls staðar ráðandi í lífi hverrar manneskju.  Rosalegir aukvisar vorum við undir danskri stjórn.  Kúguð, niðurlægð og fátæk eins og kirkjurottur.  Það ætti að minna okkur á að standa sjálfstæð í báðar lappir en eiga aðrar þjóðir að vinum á jafnréttisgrundvelli. Ekki hengja okkur á neinn.  Ég rakst á "Auglýsingu" frá Fr. Trampe frá 1809.  Ég dembi henni hér,  með upphaflegri stafsetningu.

"Hans konuglegu hátign hefir þann 9da sept. og 30ta ockt. 1807 þóknast hid streingiligasta ad banna alla höndlun og samblendi við Stóra-bretlands þegna ámeðan strídið vid ena ensku þjód varir.  Sérhvör rétt þeinkiandi skynsamur þegn undir enni dönsku stjórn mætti og finna hve straffsvredt það væri að hafa nockur vinfeingis mök við födurlandsins fiandmenn; einkum vonar mig, ad endurminning þeirra mörgu stóru og ógleymanlegu velgjörda er Danmerkur og Noregs konúngar sífeldt hafa auðsýnt Íslandi muni láta þann þákna vakandi vera hjá sérhvörium Íslendinga.  Ad líkindum mun brádum géfast raun á þessu; því ekert er líklegra en ad eya vor, endur og sinnum medan á strídi þessu stendur, verdi heimsókt af enskum skipum.  Alþýdann áminnist því, í slíkum tilfellum náqvæmlega að taka sér vara fyrir, frá sinni hálfu ad hafa nockurt samblendi vid fólkid á þeim ensku skipum; en ef nockur, móti von minni, brýtur ádurnefnd Konungsins og skynseminnar bodord, gétur hann ecki hjá því komist, að sök verdi höfdud móti hönnum og hann dæmdur frá lífinu.

Ísland Stipst-skrifstofa þann 13. júnii 1809"

Þarna er bara höfuðið af ef einhver býður Englendingum góðan daginn, eða því sem næst.  Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína Danirnir á þessum tíma.  Ég las líka um ungan dreng sem settur var í hlekki ævilangt fyrir að stela sér fjórum fiskum til matar.  Það óhugnalega er að það er ekki svo rosalega langt síðan þetta var.

Smá sýnishorn úr íslenskum raunveruleika anno 1809

 


SUMIR EIGA EKKI AÐ HAFA BÖRN

Ég verð svo reið þegar ég les svona fréttir. Nú stendur yfir mikil leit í Portúgal vegna þriggja ára breskrar stúlku sem hvarf úr sumarleyfisíbúð þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum sínum og tveggja ára tvíburasystkinum.  Það er talið víst að henni hafi verið rænt. Foreldranir fóru á veitingastað NÆRRI íbúðini og fóru til skiptist til að líta til með börnunum!  Klukkan tíu fóru þau og tékkuðu og þá var búið að spenna herbergisgluggann upp og telpan var horfin.  Það er svo sárt að svona skuli gerast bara vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á börnunum bregðast algjörlega.  Maður skilur vart svona lítil börn ein eftir að leik inni í herbergi vegna þess að þau geta slasað sig á örskots stundu.  En látum það liggja á milli hluta.  Stúlkan er horfin og Guð veit hvað bíður hennar og hvort hún finnst.  Ég get varla hugsað þá hugsun til enda.  Mér finnst að sumir foreldrar þyrftu hreinlega að gangast undir hæfnispróf áður en þeir verða foreldrar.  Arg.,
mbl.is Talið að breskri stúlku hafi verið rænt í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EINU SINNI BROT Á JAFNRÉTTISLÖGUM

23

Enn einu sinni reynir einhver embættismaður að brjóta á réttindum kvenna til sömu launa fyrir sömu störf.  Kærunefnd jafnréttismála telur, að sýslumaðurinn á Húsavík hafi brotið gegn jafnréttislögum með því að greiða kvenkynsfulltrúa við embættið lægri laun er karli sem einnig starfaði sem fulltrúi.

"Konan taldi að sér hefði verið mismunað þar sem henni hafi verið greidd lægri laun en karlinn fyrir jafnverðmætt og sambærilegt starf. Sýslumaðurinn hélt því hins vegar fram að störf konunnar og karlsins væru ekki sambærileg og jafnverðmæt. Launamunurinn skýrist af málefnalegum ástæðum sem ekkert hafi með kynferði umræddra starfsmanna að gera."

Hvað halda þessir karlar að þeir séu að gera?  Spara? Ég sé ekki tilganginn, nema að það sé botnlaus kvenfyrirlitning sem ræður gjörðum svona manna.  Iss og skamm bara.

22

Er ekki löngu tímabært að hætta að rembast eins og rjúpan við staurinn fyrir þessu innsnjóaða viðhorfi sem er löngu orðin tímaskekkja?  Er ekki kominn tími á að láta þessu misrétti lokið?

Súmí!


mbl.is Sýslumaður talinn hafa brotið jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI HÆTTU NÚ JÓNÍNA!

Nú ætlar Jónína Bjartmarz, skv. upplýsingum mbl.is að kæra umfjöllun Kastljóss  um ríkisborgararétt tengdadótturinnar, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.  ´

Ég veit ekkert um hvort Jónína vissi af flýtimeðferðinni sem margumrædd umsókn fékk en hún getur varla verið hissa á að hún í þessari stöðu sé krafin svara.  Henni er greinilega stórlega misboðið. 

Ég held að öllum sem vilja sjá sé ljóst að eitthvað er athugavert við afgreiðslu þriggja-manna-nefndarinna á afgreiðslu þessa máls.  Það er hins vegar allsendis óvíst að Jónína hafi gert eitthvað til að hafa haft áhrif á málið.  En að kæra Kastljós fyrir að vinna vinnuna sína finnst mér út í hött.

Nú er mál að linni og slaka, slaka Jónína.


mbl.is Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"NO COMMENT"

04

Sumir bloggarar vilja ekki gagnvirk samskipti á blogginu sínu.  Þú mátt ekki skrifa komment hjá þeim.  Þetta fer rosalega í taugarnar á mér, sérstaklega þegar viðkomandi bloggarar eru að skrifa umdeilda pistla og messa yfir okkur hinum.  Hvað ætli valdi?  Gæti verið þetta tvennt t.d.:  Hroki, löngun til að messa yfir lýðnum án þess að hafa nokkurn áhuga á að fá viðbrögð.  Þeim bloggurum bendi ég á dagblöðin.  Og gæti verið hræðsla við að heyra sannleikann frá gestum síðunnar. Svo má vera að þetta séu báðir þessir þættir.  Ég fer bara einu sinni inn á þessar síður.

Björn Bjarnason og Björn Ingi Hrafnsson messa yfir okkur og hafa ekki nokkurn áhuga á að fá viðbrögð við skrifum sínum.  Þegar þessir tveir eiga í hlut er ég ekki hissa. 

Blaða- og fréttamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Eiríkur Bergmann sjá ekki ástæðu til að vera að leyfa fólki að segja skoðanir sínar.  Kannski gamall vani úr bransanum.  Ég tala þú þegir.  Arg.

Svo er það nýasta hittið á blogginu, talsmaður Impregilo, Ómar R. Valdimarsson.  Hann tók sig til og lokaði á athugasemdir um sama leyti og eitrunarmálin voru í fullum gangi uppi við Kárahnjúka.  Ég er ekki hissa á því.  Mér finnst það í stíl við stefnu þess fyrirtækis sem hann er talsmaður fyrir. Ekki ónýtt fyrir subbufyrirtækið Impregilo að hafa Ómar R. Valdimarsson sem talsmann.

Ég hef ekki enn rekist á konu sem ekki leyfir athugasemdir á blogginu í dag.  Eru konur lýðræðislegri í þankagangi en karlmenn?  Neh getur það verið?  Ætla ekki að alhæfa neitt um það.

Þessi valmöguleiki, þe að hafa lokað fyrir komment er auðvitað leyfilegur og menn í fullum rétti.  Það er óumdeilanlegt.  En bloggið er skemmtilegt vegna gagnvirkni þess.  Það er hluti af gamaninu að geta sett inn athugasemd þegar maður er á daglegri yfirreið sinni um bloggheima.  Þessir menn vita ekki af hverju þeir eru að missa.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband