Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 8. mars 2009
Áfram stelpur!
Til hamingju allir með þessar frábæru konur hjá VG í Reykjavík.
Ekki leiðinlegt að sjá þessi úrslit þegar maður vaknar glaður og hress á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna.
Njótið dagsins konur. Við eigum hann.
Hugsum til kynsystra okkar sem eru ekki eins heppnar og við.
Konur sem búa við kúgun og mannréttindabrot.
Þó enn sé ýmsu ábótavant hjá okkur þá er það barnaleikur miðað við stóran hluta kvenna í heiminum.
Áfram stelpur!
![]() |
Katrín og Svandís efstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 6. mars 2009
En ég elska ykkur samt..
Ég óska þessum manni til hamingju, sko þessum sem gat marið fram sex ástæður til að flytja hingað á klakann.
Hann veit auðvitað ekki um alla hina plúsana sem eru innifaldir í fæðingarrétti Íslendingsins.
Að geta gengið úti í náttúrunni, hlustað á fuglasöng, lyktað af lyngi, verið einn í heiminum og altekinn af fegurð náttúrunnar. Slíkt verður aldrei metið nógsamlega.
Að vera inni í hlýjunni og hlusta á rokið, rigninguna, snjóstorminn eða hríðina. Það jafnast fátt á við það.
Að horfa á Esjuna á björtu sumarkvöldi og sjá endalaust ný litbrigði hennar.
Að horfa á sjóinn.
Að finnast maður heyra til, þó allt sé í kalda kolum.
Djöfull er ég væmin.
En mér þykir vænt um landið mitt.
Því miður þá ætti ég auðveldara með að hripa niður sirka hundrað ástæður fyrir að koma sér úr landi.
En ég ætla ekki að gera það.
Vill ekki leggja mín lóð á vogarskálar varðandi brottflutninga á þessum síðustu tímum.
En málið er einfalt: Mér þykir undurvænt um þessa eyju og flesta sem á henni dveljast.
En sumir mættu flytja úr landi mín vegna.
En ykkur kemur ekkert við hverjir það eru.
En ég elska ykkur samt.
![]() |
6 ástæður til að flytja til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. mars 2009
Bækur, bækur og aftur bækur
Frétt um bækur. Gaman, gaman.
Enda föstudagur og ekkert helvítis kreppukjaftæði.
65% aðspurðra í þessari bresku könnun játa að hafa logið til um að hafa lesið bækur sem þeir höfðu svo ekkert lesið, varla séð hvað þá annað.
Ég játa mig seka. Ég hef logið þessu sama eins og enginn væri morgundagurinn.
En ekki um heimsbókmenntir elskurnar mínar, ónei, ég las "Stríð og Frið", "Lygn streymir Don" og "Fýkur yfir hæðir", strax á unglingsárum.
Varð að vera viðræðuhæf í eðlum gengjum - ójá.
En ég laug til um að hafa lesið margar bækur samt. Alveg heilu ritraðirnar.
Það voru námsbækurnar sem ég í hyskni minni nennti ekki að lesa.
Enda sumar námsbækur svo leiðinlega skrifaðar að ætla mætti að það væri verið að gera mann fráhverfan lestri fyrir lífstíð.
En ábyrgðin er mín og einhvern veginn þrælaði ég mér í gegnum próf á þess að kunna nokkur eða lítil skil á námsefninu.
Annars er ég að lesa þrjár bækur núna. Já, ég er fíkill, hvað get ég sagt.
Mæli sérstaklega með "Pappírsfiðrildum" sem var að koma út í kilju ásamt krimmanum "Skot í markið".
Engin svikinn af þessum tveimur.
Pappírsfiðrildi er mögnuð bók. Fjallar um afdrif kínversks pilts sem lendir í fangabúðum eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
Sterk, hrærandi og áhrifarík.
Það er ein besta leið sem ég veit um að loka sig af frá erli og áhyggjum að sökkva sér ofan í góða bók.
"Skotið" er spennandi krimmi sem ég segi ykkur betur frá þegar ég er búin með hana.
Later.
![]() |
65% ljúga um lestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Skýrt val - takk
Ég fagna því að Sigmundur Davíð greini nú frá því að honum og Framsókn hugnist vinstri stjórn.
Fínt þegar pólitíkusar segja hvað þeir vilja svona til að auðvelda kjósendum þrautina, nóg er nú samt í þessum rústum hrunsins sem þarf endalaust að vera að spá í án sýnilegs árangurs.
Ég held nefnilega að öll þjóðin sé eitt gangandi spurningamerki frá morgni til kvölds í kreppunni.
Sigmundur Davíð er nokkuð harður á því að Framsókn vilji til vinstri.
Sko, ef félagshyggjuflokkarnir hafa áhuga, sem hann reiknar fastlega með.
Svo skáskítur hann augunum á blaðamanninn og bætir við eitthvað á þá leið; að ef ekki sé áhugi fyrir maddömunni á vinstri heimilinu, þá komi íhaldið til greina.
Sko það er þetta sem ég þoli ekki við íslenska pólitík.
Ekki loka dyrum, ekki útiloka möguleika, ekki gera hlutina auðveldari fyrir kjósendur.
Ekki hafa skýrt val og standa síðan og falla með því.
Valdið, eilíflega valdið sett í fyrsta til tíunda sæti.
Nú eiga flokkar og samtök að ganga bundnir til kosninga.
Ekki að hafa friggings flokka til þrautavara ef annað klikkar.
![]() |
Vill vera í vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Nýir tímar - nýir siðir
Í kjölfar hrunsins mikla er ekkert eins og það var.
Grunnkröfur búsáhaldabyltingarinnar hafa verið uppfylltar.
Í viðtengdri frétt er talað um að mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér gæti orðið í komandi kosningum.
Ég segi nú bara að ef fólk er ekki búið að átta sig á að gamla hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er mannfjandsamleg þá er það sama fólk sennilega heillum horfið.
Og af því að ekkert er sem fyrr þá vill ég sjá ný vinnubrögð í kosningum, nýja möguleika.
Ég vil vita að hverju ég geng.
Ég reikna með (og ætlast til af minni alkunnu hógværð) að félagshyggjuflokkarnir (Framsókn?) stofni kosningabandalag og gangi þar með bundnir til kosninga.
Kerfið sem hefur verið við lýði er eins og að bjóða kjósendum að taka þátt í happdrætti.
Miði er möguleiki.
Þú kýst mig og færð mögulega þá stjórn sem þér hugnast.
En jafn líklegt er að þú fáir stjórn sem gengur þvert á vilja þinn og lífsgildi.
Þetta er engum bjóðandi og nú viljum við breytingar.
VG og Samfylking hljóta að uppfylla þessa kröfu.
Svo og ný framboð sem eiga mögulega eftir að koma fram.
En hvað gerir Framsókn?
Stendur sú gamla drusla fyrir happadrættinu í ár eða er hún komin til byggða?
Tjuss.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Fundur vinstri og hægri
Ég skil ekki Framsókn.
Enginn hissa á því náttúrulega nema ef vera skyldi þeir sjálfir.
Nú vilja þeir rjúfa þing án þess að klára "góðu" málin sem þeir eru svo æstir í að styðja.
Þeir tala um að aðeins eitt stjórnarfrumvarp hafi orðið að lögum.
Að vinnsla mála taki of langan tíma.
Halló, eruð þið klofnir persónuleikar?
Eða í nonstop óminni.
Hvernig væri að vinstri höndin ætti fund með þeirri hægri og það sem fyrst?
Ég held að það væri ráð.
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Forsetinn hefur níu fingur á hendi
Ferðir forsetans í einkaþotum auðmanna voru stórlega ýktar, sagði ÓRG í fyrra.
Bara teljandi á fingrum annarrar handar.
Samkvæmt þessu þá eru níu fingur á forsetahöndinni.
Agaleg fötlun þetta.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
..nema Sjálfstæðisflokkurinn
Loksins.
Þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi, NEMA Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram frumvarp um að kosningalögum verði breytt þannig að færi gefist á persónukjöri í kosningum til Alþingis.
Auðvitað er þetta ekki nóg, miðað við kröfur almennings en þetta er ágætis byrjun.
Svo verður auðvitað stjórnlagaþing og þá má taka þetta betur í gegn.
En ég fagna því að geta þá kosið fólk í flokkunum í stað þess að verða að hlíta uppröðun prófkjara eða forvals.
Það færist til bókar hér með að auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki á pari með almenningi í þessu máli fremur en Seðlabankafrumvarpinu.
Hann vill engar breytingar, enda ekki mjög lýðræðislegur flokkur sjálfur frelsisflokkurinn.
Munið það.
Jabb og góðan daginn.
![]() |
Leggja fram frumvarp um persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 2. mars 2009
Þeir eru ekki flokkurinn
Stundum fallast manni heldur.
Nú eða maður sígur saman í stólnum þar sem maður situr og horfir á sjónvarpið.
Í fréttunum var viðtal við fúlan Geir Haarde.
Hann var ekki hrifinn af skýrslunni sem "vissir nafngreindir menn" skrifuðu og gagnrýndu harðlega forystu flokksins og þá fremstan í flokki, hann sjálfan.
Hann var alveg urrandi á svip alveg eins og hann var þegar hann tjáði sig um eggjakastið og "ofbeldismennina" á mótmælafundunum á Austurvelli.
Alveg; þessir menn! Frusss!
Munið þið þegar ISG sagði við okkur á fundinum í Háskólabíó að við værum ekki þjóðin?
(Ég veit, heimskulega spurt, en ég varð).
Það voru stærstu mistök sem hún gat gert. Það muna þetta allir og munu ávalt gera.
Geir var í sama ham og ISG í Háskólabíói.
Hann segir að það sé málfrelsi í Sjálfstæðisflokknum en að "þessir menn" tali ekki í nafni flokksins.
Ergó:
Þeir eru ekki flokkurinn.
En Ásta Möller á hins vegar hrós skilið fyrir að biðjast afsökunar.
Það gengur einfaldlega kraftaverki næst að það skuli koma afsökunarbeiðni frá þessum flokki fullkomnunar og mistakaleysis.
Alveg er ég viss um að Ásta er væn kona og ætti að vera í VG.
Eða eitthvað.
![]() |
Baðst afsökunar á mistökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 2. mars 2009
Nakin kona í Nókía stígvélum
Þegar ég var í rauðvíninu (hehemm og bjórnum og pillunum), vaknaði ég stundum á morgnana og langaði til að hverfa af jörðinni.
Fyrir utan svæsna timburmenn, þá hafði ég þessa skelfilegu tilfinningu að muna ekki og vita jafnframt að ég hefði getað gert eitt og annað án þess að hafa hugmynd um það.
Eins gott að minna sig á, bara tilhugsunin veldur mér þrefaldri gæsahúð.
Oftast hafði ég ekkert gert að mér. En þegar það gerðist þá hafði ég í yfirleitt rifið kjaft í síma.
En ég var heppin, drakk á bak við byrgða glugga og hitti engan eða fáa. Merkilegt hvað það koma fáir í heimsókn til fyllibyttna. Hm.. ætli þær geti verið leiðinlegar í umgengni? Kræst nei!
Ég get ímyndað mér að maðurinn sem vildi inn á Litla Hraun liggi í skelfilegri vanlíðan.
Fylleríið komið í blöðin!
Maðurinn verður ekki sakaður um skort á frumlegheitum í uppátækjaseminni.
Hugsið ykkur að detta í það og vakna, kíkja í blöðin og sjá t.d. forsíðufrétt af ykkur hálfnöktum í Mogganum.
"Nakin kona í Nokíastígvélum lét ófriðlega í Austurstræti í nótt!"
Nú eða þá skreppa til Köben eins og maður sem ég þekki (töluvert náið).
Vakna bara á hótelherbergi í gamla höfuðstaðnum og hafa ekki hugmynd um hvar maður er staddur en heyra óm af útlensku út um gluggann.
Halló, ef það er ekki kominn tími á meðferð eftir ferðalög á milli landa án þess að vita af því, þá aldrei.
Annars þekkti ég einu sinni mannveru sem átti til að vakna í ýmsum rúmum daginn eftir.
Mannveran lenti á annarri mannveru af gagnstæðu kyni og sú rétti hinni strætómiða um leið og augun voru upprifin og sagði köldum rómi: Strætó kemur eftir fimm.
Guð hvað ég er happí að vera á snúrunni.
Og þið líka, yfir að ég hangi þar en ég er algjört bómullarhöfuð undir áhrifum.
Og ég myndi ekki nenna blogga ef ég væri í byttunni. (Ætla ég rétt að vona).
Ég myndi einfaldlega svamla um í brennivínsfljótinu þangað til ég dræpist.
Ekki flóknara en það.
Farin.
![]() |
Óminnishegri við Litla-Hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988393
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr