Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

IMELDA MARKOS HVAÐ?

1

Í dag hef ég verið að hugsa (já, já, ég veit að það er undrunarefni, enda ég með bölvaðan höfuðverk).  Ég hef verið að hugsa um skó, og svarta kjóla.  Ég á reyndar Imeldumikið af skóm og Onassismikið af svörtum kjólum, en þá er nú fataskápurinn nánast upptalinn.  Ok, ég er að ýkja.  En mig vantar skó.  Ég fæ engan skilning á því, hjá húsbandinu.  Hann spyr bara, dimmum rómi: HVAÐ MEÐ ÖLL SKÓPÖRIN ÞÍN? Hann hefur nefnilega núll skilning á að skór eru ekki endilega skór sem hægt er að vera í.  Mig vantar stígvéli, svört leðurstígvéli, lágbotnuð. Hm..

Veikleiki?  Jabb, ég viðurkenni það en bara annar af tveimur. Hinn er "sá litli svarti"

1

..sem ég ætla að fá mér hvað sem tautar og raular.  Hvað haldið þið að húsbandið segi dimmum rómi: Jú, jú, hann segir: HVAÐ MEÐ ALLA SVÖRTU KJÓLANA ÞÍNA?  Ég get svo sem vel skilið spurninguna, enda urmull af svörtum kjólum í fataskápnum.  En svart er ekki bara svart og kjóll er ekki bara kjóll.  Það er nefnilega vandinn við að vera hallur undir hið svarta (muhahahaha) að auga leikmannsins greinir ekki muninn, en við stelpurnar gerum það.  Þær konur sem ganga í rósóttu, teinóttu, köflóttu, silfur- og gulllituðu, svo ég tali ekki um regnbogalitina, geta endalaust verið í nýjum fötum.  Dem, dem, dem.

Sem sagt, ég á í tilvistarkreppu út af þessu, ég segi það satt.  Vandamál heimsins blikna hérna, krakkar mínir, í samanburði við þetta vandamál.

Ég blogga um þetta áhugamál mitt af því það er laugardagur og þá má maður vera léttlyndur og sjálfhverfur.  Svo er ég að vonast til að einhver Rockerfeller lesi þetta, sjái aumur á mér, kaupi Channel tískuhúsið og gefi mér í eins árs edrúafmælisgjöf.

Það er í lagi að láta sig dreyma.

Ekkialltílagihjáokkurfélugunum?

Cry me a river!

Úje

 

 


DAUÐI OG DUSILMENNI

1

ARG, ég hendi mér í vegg, loft, gólf og brýt niður brýr.  Ætlaði að setjast niður með mínum verri helmingi og horfa á bíómynd og hvað...............

BORMAÐURINN FÓR Á KREIK, einn ganginn enn.  Nú leikur allt á reiðiskjálfi.  Viljið þið bloggvinir mínar koma hérna upp í Sóandsógötu númer sóandsó?  Þið getið hjálpað mér að flytja manninn á brott, með borinn, í annað bæjarfélag, fyrir norðan eða vestan.  Ha?

Æmgonnasúðefokker!

Úje

P.s. Þessi mynd var tekin af mér í gærkvöldi, reyndar, þegar ég var að lesa einn trúarbloggarann, ég greip til vopna, ég get svarið það.


FIMMTÍU MILLUR..

1

..fyrir að hætta við rekstur.  Vááá!

Ég læt mér nægja 100 þús. krónur fyrir að halda aftur af mér, við að fara út í framleiðslu á Mikadói. 

Súmíplís.

Úje


mbl.is Háspenna hagnast á lóðasölu við Starhaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAGURINN Í DAG..

..fram að þessu hefur liðið undir merkjum leti og aðgerðarleysis.   Það hlýtur að vera lægð yfir landinu, ég sem er alltaf svo "gerin". Fellur aldrei verk úr hendi. Jeræt.  Sumir dagar eru uppáþrengjandi, þær mæta fyrir allar aldir (merkilegt) hlussa sér á herðarnar á manni og eru komnir til að hanga, vera, og láta mann finna fyrir sér.

Annars er ég að fara að elda kjúkling. Með hrísgrjónum og grænmeti.  Ég toppa stöðugt, spennuþrungið líf mitt.  Hvar endar þetta?  Ég finn samt ekki svuntuna mína og kappann.  Elda aldrei án þessara fylgihluta, algjört prinsipp.  Fólk sveltur frekar.

Jenny Una Eriksdóttir var hér í gær og af vörum hennar hraut eftirfarandi:

"Ekki trubbla mér, amma, ég greiða mér fínt." Barn með spegil, meiköppkitt og fleira tilheyrandi undirritaðri, alveg dead á því að gera sig "georgeus".

"Ertu að fara í búðina Einarrrr, é koma með é á péninga, marga".  Jenny stingur á sig hverri krónu sem hún finnur liggjandi á lausu.  Hva!  Barnið er af sænskum ættum í aðra.

"Emma öfugsnúna er vond,  amma er vond, mamma mín góð og Jenny er góð".  Barn farið að gera sér mannamun.  Getur verið að hún hafi það frá ömmunni? Nebb.  Ekki séns.

"Farru mamma, í skóna og bless, ég sofa mínu rúmi, ömmumín og Einarrr".  Hún togar í móður sína og dregur að útidyrum.  Barn veit af ís inni í frysti sem líklega verður hennar ef móðirin er ekki á svæðinu.

Þetta blogg er bannað foreldrum viðkomandi barns.

Úje


ÞVAGLEGGSSINNAR

 

..flott orð hjá Mogganum.  Hér eftir munu þeir sem réttlæta ofbeldi og telja það aðferð til að ná fram "réttlæti" í einhverri mynd, verða kallaðir þvagleggssinnar.  Bæði á þessari bloggsíðu og annars staðar þar sem umræður um slíkar manneskjur fara fram.

Mogginn góður í nýyrðasmíðinni stundum.

Og formaður þvagleggssinna er auðvitað,  Ólafur Helgi Kjartansson.

Þessu vildi ég koma á framfæri.

Ójá


mbl.is Miklar umræður um þvagleggsmálið á bloggvef mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN ÞRÁAST SELFOSSLÖGGAN VIÐ

 Það er alltaf að verða æ ljósara, hversu alvarleg og jafnframt óþörf framganga  löggunnar á Selfossi var í  "þvagleggsmálinu", alræmda. 

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, telur að nóg hefði verið fyrir lögregluna á Selfossi að ákæra konu þar í stað þess að þvinga þvaglegg upp í blöðru hennar, án samþykkis.  Sveinn Andri segir að valdbeitingin hafi verið fullkomlega óþörf en í 102. grein umferðarlaga stendur, að neiti einstaklingar að veita sýni leiði það til ökuleyfissviptingar.

Þetta mál sækir stöðugt á huga minn.  Mér finnst svo erfitt að trúa því að svona eigi sér stað, hér á litla Íslandi, þar sem ég hef alltaf haldið að mannréttindi væru í heiðri höfð af yfirvöldum. 

En Selfosslögreglan þráast við.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi, segir :„Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða."

Ef þetta er satt og rétt hjá Ólafi Helga, að margoft hafi karlmenn verið teknir með valdi og settur í þá þvagleggur, þá er kominn tími á að kíkja aðeins nánar á vinnubrögð þessa lögregluumdæmis.  Hversu oft er þessi lögregla að taka fólk með valdi og gera á þeim þetta inngrip? Ég vil fá svör og svo er ábyggilega um fleiri. Þessir karlar þarna á Selfossi virðast skv. þessu vera ríki í ríkinu með allt önnur vinnubrögð en viðhöfð eru í öðrum lögregluumdæmum.

Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir að á sínum tuttugu ára starfsferli hafi hann aldrei áður heyrt af því að þvagleggur hafi verið settur upp með valdi.

„Ég get staðfest að það var óvanalega langt gengið og tíðkast ekki í öðrum lögregluumdæmum. Í þeim tilvikum sem ég veit af þá er talað um fyrir fólki og síðan er náttúrlega beðið eftir því að viðkomandi þurfi að losa þvag. Ég hef aldrei heyrt um að nokkrum manni hafi dottið í hug að framkvæma svona."

Mér finnst eftir því sem málið hefur orðið ljósara og nú þegar sú vitneskja liggur fyrir, að það er ekki óalgengt að settur sé upp þvagleggur, með valdi, í fórnarlömb löggunnar á Selfossi, að málið verði skoðað ofan í kjölinn.

Ekki seinna en á mánudaginn.

 

 

 


mbl.is Valdbeitingin var fullkomlega óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hætt að öskra fram á laugardag, a.m.k.

 

Vegna áskorana, bæði vinsamlegra og hatursfullra, ætla ég að nota lágstafi í fyrirsagnir næstu tvo daga, og athuga hvort ég geti lifað með því.Hann Daði, benti mér á, í allri vinsemd, að það að nota hástafi í netheimum væri það sama og að öskra í raunheimum.  Ekki vil ég láta standa mig að því að öskra stöðugt allan daginn, yfir allt það eðla fólk sem er hér á Moggabloggi.

Einn minna vinsamlegur, og nafnlaus auðvitað, skrifaði eftirfarandi í athugasemdarkerfið hjá mér sem eftirskrift: "og taktu svo helvítis caps lockið af kerling þegar þú skrifar fyrirsagnir". 

Sem sagt;  ég er svag fyrir ábendingum og mun því láta á þetta reyna.

Er annars við góða heilsu og leið í heimsókn úti í bæ.

Cry me a river!

Úje


ENGAR UNDANÞÁGUR TAKK

 1

Frá því hálfu ári eftir að lög um tóbaksvarnir tóku gildi árið 2002 hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki veitt undanþágur frá 18 ára aldurstakmarkinu vegna afgreiðslu á tóbaki.

Harkan sex þarna.  Börn undir lögaldri skulu vernduð frá því að rétta tóbak yfir sjoppudiska.  Ágætt mál.

Ég hefði verið rólegri ef sama verndunarþörf væri til staðar hjá dómsvaldinu, sem sér ekkert athugavert við að dæma börn frá 15 ára aldri í fangelsi.

Er einhver "dubbelmórall" í gangi hvað varðar ungt fólk á Íslandi?  Skortur á samræmi og forgangsröðun.

Ég er svo biluð að mér finnst fangelsisdómur yfir ólögráða börnum, ekki minna en mannréttindabrot.

Að afgreiða sígarettur.. ekki svo sniðugt.  En ekki vandamál þegar við miðum við hitt.

Éghendimérívegg.

Úje


mbl.is Engar undanþágur á afgreiðslu tóbaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KONAN BEITT OFBELDI

Þá er afstaða Læknafélags Íslands ljós.  Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, segir að konan í "þvagleggsmálinu" hafi verið beitt ofbeldi.

Og hann heldur áfram: "Einstaklingur getur hlotið skaða af því að þvaglegg sé komið fyrir án samþykkis hans.Þetta er inngrip og við bestu aðstæður geta öllum slíkum inngripum fylgt fylgikvillar. Sú hætta hlýtur svo að stóraukast við þær aðstæður sem skapast þegar svona er framkvæmt gegn vilja viðkomandi."

Það er allavega ljóst að það er ekki bara tilfinningasemi og rugl í þeim sem hefur misboðið þessi aðferð.  Ég ætla að vona að gerðar verði verklagsreglur sem koma í veg fyrir að brotið verði á fólki með viðlíka hætti í framtíðinni.

Eins gott.

 


mbl.is Konan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI PIRRINGSBLOGG..

 

..eins og áætlað var, vegna þess að pirringurinn rauk út um gluggann.  Reyndar var það ekki beinn pirringur sem var að herja á mig, meira svona hryggð og vonleysi eftir að ég bloggaði um konuna sem tekin var með valdi af lögreglu og heilbrigðisstarfsmönnum.

Svo margir bloggarar eru á því að það sé fullkomlega eðlilegt að ganga svona nærri manneskjum, til að réttvísin nái fram að ganga.

Um víða veröld hafa ýmis níðingsverk eins og ofbeldi, nauðganir, pyntingar af öllum gerðum verið iðkað í nafni frelsis, lýðræðis, trúarbragða og svo mætti lengi telja.  Ég hef ekki talið að fólk í umhverfi mínu myndi nokkurn tímann réttlæta slíkt undir kjörorðinu "tilgangurinn helgar meðalið".  En hvað veit ég.

Það má vel vera að það sé lagaheimild fyrir þessum viðbjóðslega gjörningi þeirra á Selfossi, en mér skilst að þetta sé ekki notuð aðferð annars staðar á landinu.

Sýslumaðurinn í Árborg er heilt rannsóknarefni út af fyrir sig.

Þar með hef ég komið því frá mér, sem hefur hangið yfir mér eins og ský í allan dag.

Fari það og veri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.