Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þjóðverjablús
Þessi frétt um Bretann sem fékk bætur frá breskri ferðaskrifstofu vegna þess að of margir Þjóðverjar voru á hótelinu og öll skemmtidagskrá var á þýsku, kallar á Þjóðverjabrandara.
Ég kann enga. Ég held að allir brandarar um þjóðerni geti verið vafasamir en auðvitað á ekkert að vera hafið yfir húmor.
En af Þjóðverjum ganga ákveðnar sögur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Einn af mínum mörgu eiginmönnum vann í Fríhöfninni. Það klikkaði aldrei að Þjóðverjarnir vissu upp á krónu hvað þeir áttu að fá til baka. Klikkaði aldrei.
Annar af mínum fjölmörgu eiginmönnum rak heimagistingu. Undantekningalaust tóku Þjóðverjarnir allt lauslegt með sér af morgunverðarborðinu. Það klikkaði heldur aldrei.
Þetta segir mér bara eitt. Það er engu logið um þýska nýtni og og sparsemi.
Það er bara hið besta mál.
Reyndar var ég á hóteli á Mallorca fyrir fullt af árum síðan með Maysuna og Söruna litlar. Þar var hópur af Þjóðverjum. Ég kunni ljómandi vel við þá sem ég varð málkunnug.
Allir þeir sem ég kynntist og fleiri til borðuðu hverja máltíð á hótelinu. Keyptu matarkort áður en þeir lögðu af stað.
Þetta skil ég ekki, enda nánast bara Þjóðverjar og einn og einn Hollendingur í matsalnum.
Allir hinir voru í tilraunastarfsemi út um alla eyju.
En mikið rosalega held ég að Bretinn hafi verið pirraður. Og satt best að segja skil ég hann smá.
Úje.
![]() |
Fær bætur vegna of margra Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júní 2008
"Skítugar" meyjar
Ég sá þessa frétt í fyrradag. Ég krullaðist upp, hárin risu á höfði mér af pirringi og ég reyndi að útiloka vitneskjuna sem er að finna í fréttinni, úr hausnum á mér.
Maður verður veikur af minna.
Hvernig í ósköpunum getur dómari ógilt hjónaband milli fólks (í þessu tilfelli múslímar, só?) vegna þess að hann telur að konan hafi narrað manninn í hjónaband með því að þykjast vera hrein mey?
Og hvað í andskotanum á það að þýða að það skuli yfirhöfuð verið fjallað um konur eins og varning sem hefur verið notaður en á að vera nýr?
Þarna er vegið að kvenfrelsi einn ganginn enn.
Það er hægt að kaupa Babyborn dúkkur með CV. Það verður kannski krafan í framtíðinni, að það liggi fyrir vottað einlífi frá til þess bærum yfirvöldum, að enginn hafi farið inn á undan væntanlegum kaupanda, þegar múslímar í Evrópu ná sér í kvonfang?
"En talsmaður ráðuneytisins sagði að úrskurður dómstólsins byggðist ekki á trúarlegum forsendum eða siðferðilegum heldur ákvæðum franskra laga um að hjónaband megi ógilda ef maki hafi logið til um grundvallaratriði í sambandinu."
Þá er komið að spurningunni um hvort kynferðisleg reynsla fyrir hjónaband sé "grundvallaratriði" í sambandi fólks á Vesturlöndum. Ég hélt ekki að við værum á leiðinni til myrkra miðalda. Reyndar þarf ekki að fara svo langt aftur.
Fyrirgefið fjórtán sinnum, en mér finnst að þeir sem trúarbragða vegna líta á konur sem búfénað, eigi ekki að fá grænt ljós á þá hugmyndafræði frá gestaþjóðum sem vinna í átt að auknu jafnrétti.
Að taka þátt í þessu rugli er gjörsamlega útúr kú og setur fordæmi sem þá væntanlega kallar á fleiri skilnaði þeirra sem vilja skipta út eign og fá sér nýja.
Andskotinn kolvitlaus.
Nenni varla að taka fram að ég er fjölmenningarsinni, í bestu meiningu hugtaksins og ég hef svo sannarlega ekkert á móti fólki frá öðrum menningarheimum, en svona meðvirkni er engum til góðs.
![]() |
Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. maí 2008
Hland fyrir hjarta
Úff hvað ég verð stundum þreytt. Mér finnst eins og sumir hlutir ætli aldrei að breytast.
Og það er búið að velja Ungfrú Ísland fyrir þetta árið. Er ekki hægt að velja þessa frauku til fimm ára? Sennilega ekki því hún má að líkindum ekki eignast barn. Það hlýtur að fella allar konur í verði sem taka upp á þeim ósið.
Og svo völdu þeir vinsælustu stúlkuna. Það hlýtur að vera fyrir Geir Haarde og aðra sem fá ekki endilega þá fegurstu með heim.
Þeir hljóta ennþá að velja Fröken Orablú, þessa með leggina.
Og fyrst þeir eru á annað borð komnir í partavalið, þá legg ég til að kjörnar verði; Ungfrú læri, brjóst, rass, mitti, nef og augu.
Fallþungi kvenna er, að því er virðist, stöðug uppspretta ánægju fyrir hluta þjóðarinnar.
En á haustin gleðjast bændur. Þá er það fallþungi lamba sem gildir og það gefur þó eitthvað í aðra hönd, þegar vel tekst til.
Til að fyrirbyggja að fólk fái hland fyrir hjartað af hneykslun vegna okkar sem sjáum ekki glóru í fegurðarkeppnum í nútímanum, þá vil ég taka fram að allar þessar stúlkur eru fallegar og eflaust hæfileikum prýddar til hægri og vinstri.
Cry me a river!
![]() |
Alexandra Helga valin ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Stelpukvöld - Einhvers afturendi - Arg
Þar sem ég hef farið lyklaborðshamförum hér í allan dag, í trylltum pirringsbloggum, sé ég mig knúna til að gefa aðeins í og enda kvöldið með bravör - og pirrast meira.
Ég er svo sein að kveikja, ég horfi ekki það mikið á sjónvarp að ég hafi mikla yfirsýn yfir dagskrána svona almennt, en halló, eruð þið að djóka í mér?
Stelpukvöld á Stöð 2!
Greys Anatomy, Miðillinn, Rómantískar bíómyndir. Allt af því að við erum konur. Allar með sama smekkinn. Ég er græn í framan.
Hvenær eru strákakvöldin, vilja þeir ekki líka fá útdeilingu á sérvöldu efni fyrir manneskjur með typpi?
Er það box? Pólitískar umræður? Fótbolti? Friggings íshokkí? Fjallaklifur? Halló aftur!
Konur eru eins, karlar eins. Einfalt og gott ef hugmyndafræði Stöðvar 2 væri ekki glórulaust kjaftæði.
Nú myndi ég segja upp áskriftinni ef ég hreinlega nennti að standa í því.
Reyndar ættum við að mynda þrýstihóp um málefnið við stelpurnar, heimta venjulega dagskrá sem er ekki kynhlutverkaklisjusteríótípumiðuð.
Er enginn að fá kast yfir þessu nema ég?
ARG
Annars góð. Hehe!
Gamanaðessu.
Á morgun mun ég pirringsjafna og verða eins ljúf og konurnar í dömubindaauglýsingunum. Lofa.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Mánudagur, 26. maí 2008
Þvagmissir á opinberum vettvangi
Það eru 40 ár síðan hægri umferð var komið á á Íslandi. Og hvað með það? Það er ekki eins og lífið hafi aldrei orðið samt aftur.
En það varðar mig að því leyti að á þessum degi pissaði ég niðrúr í votta viðurvist. Ég valdi auðvitað merkisdag til verksins. Ef þú þarft að ganga í gegnum vanræðalega hluti, reyndu að velja rauðan dag í almanakinu til að gera upplifunina ódauðlega.
Ég var gelgja á þessum tímamótum og ég man þennan dag í smáatriðum. Ekki af því að við beygðum til hægri, ekki út af "Fríðu litlu lipurtá", heldur vegna ofangreinds þvagláts.
Ég var að þvælast í bænum á þessum tímamótum og ég man að hópurinn sem ég hékk með var í stöðugu hláturskasti yfir einhverju. Flokkur af gelgjum af báðum kynjum eru umhverfismengun bresti hann út í hláturskasti. Við vorum faraldur.
Og við hlógum. Við vorum staðsett í strætóskýli á Hverfisgötunni. Auðvitað staðsett vitlausu megin, samkvæmt nýjum umferðarreglum. En okkur var sama. Við vorum að hlægja að eigin fimmaurum, að lífinu, af því að vera til og öllu því sem gelgjur á hormónafylleríi hlægja að.
Ég var uppstríluð. Í hvítum kjól og rauðri rúskinnskápu, sem kemur þessu máli algjörlega við.
Því ég hló svo mikið að ég pissaði niður þar sem ég stóð og ég gat ekki hætt að hlæja. Flokkurinn sem fylgdi mér trylltist úr hlátri.
Og kápan litaði sparikjólinn rauðan. Ég roðnaði hins vegar ekki. Gat það ekki fyrir hlátrinum sem var að kæfa mig.
En merkilegt nokk þá man ég alls ekki hvað kætti mig svona. Enda hefur það vísast ekki verið merkilegt.
Það er hægt að halda upp á merkisdaga eins og þann hægri (sem er ekkert annað en dulinn áróður frá íhaldinu) á margvíslegan hátt.
Það er hægt að gera hann ódauðlegan í minningunni með því t.d. að pissa á sig.
Allir dansa Jenka!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Gamall og geðvondur snillingur
Dylan er að koma, Dylan er að koma.
Og hvað með það?
Ég hreinlega elska tónlistina og manninn frá upphafi til enda. En ég hef enga löngun til að sjá hann á sviði að þessu sinni.
Ég hlusta bara heima. Mér leiðast fjöldatónleikar.
En er það ekki merkilegt hvað þessir karlar verða rosalega miklir sérvitringar?
Það er eins og þeir verði hálfgerðir mannhatarar með árunum.
Það má ekki taka myndir í fyrstu lögunum eins og venja er, og svo vill hann yngra fólkið fremst, það eldra aftar í salnum. Reyndar er ekki hægt að verða við þeirri ósk.
Vill karlinn ekki sjá fólk sem minnir hann á hversu gamall hann er? Ég get svo svarið það.
En ég fyrirgef honum vegna tónlistarinnar, en mér dettur ekki í hug að eyða peningum til að sjá þennan fýlupúka.
![]() |
Dylan lendir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. maí 2008
Í hvaða sæti - einhver?
Eftir að útslitin í Júró lágu fyrir, lág ég sprungin af harmi, í drapplitaða sófanum mínum, með marglitu flauelspúðunum. Ég var með hárið í hnút og klædd í rauðan silkikjól og var afskaplega rómantísk og kvenleg útlits, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hafði háan ekka sem yfirgnæfði Sigmar í sjónvarpinu, og ég sá ekki út úr augunum vegna tára. Ég heyrði sum sé hvorki né sá.
Þess vegna spyr ég ykkur. Í hvaða fokkings sæti lentum við?
Vinsamlegast setjið svarið í kommentakerfið og verið snögg að því.
Annars góð,
later!
![]() |
Ísland endaði í 14. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. maí 2008
Ok, ég er komin út úr skápnum.
Ég er komin í vandræði, sko Júróvisjón vandræði.
Þar sem ég hef verið svo hipp og kúl í þessum málum, svarið af mér áhuga og svona, hef ég bloggað um þetta eins og fífl og hélt ég kæmist upp með það.
Síminn hringdi áðan.
Frumburður: Mamma, ég er í kasti.
Mamman: Ha, hvað er svona fyndið?
Fr: Þú, það bloggar enginn á Mogganum eins mikið og þú um Júróvisjón. Komdu út úr skápnum kona, ég man ekki eftir að þú hafir misst af einu einasta Júrókvöldi, frá blautu barnsbeini.
M: Hvaða vitleysa. Ég hef engan smekk fyrir Júrómúsik.
Fr: Hver hefur það? En þú horfir. Ég er þó að minnsta kosti þekktur Júróvisjónplebbi og ekki lokuð inni í skáp.
M (hæðnislega): Ég hélt að þú hefðir svo þróaðan músíksmekk og hlustaðir löngum stundum á klassík.
Fr: Rétt, en hvað get ég sagt, ég ólst upp í Svíþjóð!
Ergó: Samkvæmt frumburði er ég Júrófan í afneitun. Ég játa á mig ósköpin.
Haldið þið að ég sé ekki að verða tilbúin með matinn.
Er sko upptekin klukkan síben.
La´de swinge!
Laugardagur, 24. maí 2008
Michael Jackson snæddu hjarta!
Þegar ég bjó í Svíþjóð á árum áður, kynntist ég Júróvisjónæðinu í fyrsta sinn. Við Íslendingar voru ekki farin að vera með á þeim tíma.
Pælingarnar í Sverige voru svipaðar og hér núna.
Svíarnir voru dedd á því í hvert skipti að þeir myndu vinna. Þegar það gekk ekki eftir voru ástæðurnar alltaf vegna öfundar og rætni valnefndanna. Já og klíkuskapar og samtryggingaráráttu "þessara" ósmekklegu Evrópuþjóða" sem höfðu ekki örðu af músíkalitet í sínum óeðlu beinum.
Þetta var ansi skemmtilegt sport að fylgjast með.
Og svo komu Herrey´s á sínum fokkings gylltu skóm. Ég hélt að landið færi á límingunum.
Heimsfrægð var í uppsiglingu. Michael Jackson snæddu hjarta.
Stjörnur voru fæddar.
En meira að segja ég sem á það til að hrífast með gat ekki annað en setið í einum langdregnum aumingjahrolli yfir sænsk-amerísku mormónunum sem töluðu svengelsku. Þeir voru nördar par excelance.
En lagið svingaði, því varð ekki á móti mælt. Og vann, hvað annað. Sverige är bäst. Jájá.
Svo miður mín varð ég vegna þessarar athygli sem mín elskaða Svíþjóð hlaut vegna gullskóabræðra að ég sá mér ekki annað fært en að flytja til míns heima.
Og þá kom Gleðibankinn.
Ég segi ekki meir.
Hef reyndar aldrei skilið af hverju Gleðibankinn fór ekki alla leið.
Við áttum það svo innilega skilið.
Áfram Ísland!
Újeeeeeeeeee
Færið ykkur nú í gullskóna gott fólk og dansið um allt eins og vankaðar hænur með bræðrunum gullskóm.
![]() |
Fegin að Dustin datt út" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 24. maí 2008
Neðanbeltisblaðamennska
Ég sef alltaf eins og ungabarn eftir að ég varð edrú.
Eigin safi er besta svefnmeðalið, ég lofa. En.. í nótt bar svo við að ég velti mér og velti, ég var sum sé andvaka.
Hvað hafði gerst? Hvað hafði truflað í mér svefnrytmann? Var það aldurinn? Eða stjórnmálaástandið (það væri þokkalegt því þá væri ég búin að vera vakandi í heilt ár eða svo)? Var það kannski Júróvisjón sem var að halda fyrir mér vöku?
Nebb ekkert af þessu var inni í myndinni, málið var að ég var að drepast úr kulda. Sumar hvað?
Svo las ég í 24 Stundum um að Jakob Frímann Magnússon skuldaði skatta.
Ég er ekki hrifin af borgarstjóra og hans mannaráðningum né þessum lánlausa meirihluta sem er að ó-stjórna borginni út í hafsauga, en..
hvern fjárann varðar fólki um að Jakob Frímann skuldi skatta? Hvað er verið að básúna út til almennings svona upplýsingum? Er það ekki einkamál mannsins ef hann er með skattaskuld á bakinu og hvort veð hafi verið tekið í húsinu hans?
Mér finnst þetta svo neðanbeltis og ljótt að ráðast að einkamálum fólks, sem hafa akkúrat ekkert með vinnu mannsins að gera.
Ég t.d. skulda 6,348 krónur í skatta. Það upplýsist hér með.
Mér finnst svona "blaðamennska" ekki til mikillar fyrirmyndir.
Það er í lagi að gagnrýna verk og vinnulag stjórnmálamanna og þeirra handlangara, en í guðanna bænum ekki standa með pennann að vopni ofan í einkaskúffu fólks.
Fjandinn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2988383
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr