Færsluflokkur: Menning og listir
Föstudagur, 23. maí 2008
May the best man win
Ég vill ekki vera þjóðernissinnuð nema upp að vissu marki. Auðvitað þykir mér vænt um landið mitt og þá sem þar búa, svona flesta amk.
Ég hef átt þá barnalegu draumsýn að einhvern tímann verði heimurinn landamæralaus og við séum ekki að girða okkur inni, berjast og misskipta gæðum hnattarins. Það liggur við að ég roðni þegar ég viðurkenni það að hugsa svona. En einhver verður að gera það og líkurnar á að þetta gerist næstu þúsund árin eða svo eru minni en engar. En mig dreymir um þetta samt.
Þess vegna á ég tiltölulega auðvelt með að heyra þjóðsönginn rappaðan eða stappaðan, hvíslaðan og gargaðan. Það hreyfir ekki við mér nema ég hef lúmskt gaman að svoleiðis músíktilraunum.
Þess vegna fæ ég aldrei kikk yfir þjóðfánum, hvorki annarra landa né hinum íslenska, nema hvað mér finnst hann flottur á litinn. Mun flottari en sænski fáninn t.d. sem er alveg þræl fölur á að líta.
Af sömu orsökum hef ég yfirleitt ekki misst mig í Júróvisjónæði þó Ísland sé með í pakkanum.
Ég hef ekki fengið kölduflog út af landsleikjum í hinum ýmsu íþróttaleikjum eða öðrum keppnum þjóða á milli. Ónei.
Mér hefur fundist og finnst reyndar enn, lítið um fína drætti í þessari Evrósöngkeppni.
Og þetta byrjaði allt ósköp sakleysislega að þessu sinni. Ég var að fíflast með keppnina til að geta bloggað bjánafærslur um hana. Haldiði ekki að ég hafi farið á taugum og orðið stressuð og tryllt þegar Ísland fór áfram. Nærri því klæddi mig í næsta fána sem á leið minni varð, svei mér þá.
Og þá fór ég að hugsa.
Ég vil ekki hanga eins og fjallkonan á diazepam fyrir framan sjónvarpið í heitri bæn um að Ísland muni vinna, mér er nefnilega slétt sama eða verður slétt sama um leið og ég kem til sjálfrar mín.
Nú ætla ég að nota morgundaginn í að lesa skemmtilega bók, síðan ætla ég að gera eitthvað allt annað en að horfa á keppnina.
Ok, ég fylgist með en ég held með engum.
Lengra teygi ég mig ekki í þágu lands og þjóðar.
May the best man win.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Föstudagur, 23. maí 2008
Píkukjólar að láni?
Jájá, auðvitað blogga ég meira um Júró.
Nú fötin. Jesús minn. Ég vissi ekki að það væri samnýting á fötum í keppninni. Það kom mér "skemmtilega á óvart".
Fyrst kom Perrelli í þessum flotta silfurkjól sem náði henni nánast upp í júnóvott, og ég hugsaði alveg: Vá þessi skilur ekki eftir nema hálfan sentímeta fyrir ímyndunaraflið". Og svo var það búið. Fatnaður konunnar hefði þar með ekki verið ræddur hér á þessari bloggsíðu, hefði ekki hver glyðran ég meina konan af annarri mætt í kjólnum hennar Charlottu. Allir námu þeir rétt við júnóvott, kæmi mér ekki á óvart að þessi fatastíll fengi nafnið "Píkustíllinn".
En Regína og Friðrik voru flott, ekkert út á þau að setja. Meira að segja bleiku skórnir voru dúllulegir.
Þó ég hafi gaman að draga þessi "söngvakeppni" sundur og saman í háði, þá var ég í alvöru stolt af okkar fólki. Þau voru svo "pró".
En aftur að píkukjólunum. Ég skil alveg þörf sumra kvennanna þarna í gærkvöldi til að klæða sig áberandi illa fyrir neðan mitti, miðað við að sumar þeirra héldu ekki lagi og beinlínis görguðu í míkrófóninn. Þá getur það verið bráð nauðsynlegt að færa athygli áhorfandans frá míkrófóni og að einhverju öðru.
Sáuð þið "If you wanna have fun don´t run"? Ég segi ekki meira. Eða síðhærða manninn sem gargaði eitt ljótasta lag sem samið hefur verið?
Jösses í vondum fíling. Þvílíkar eyrnamisþyrmingar.
Hvað ætli Merzedes menn séu að hugsa núna?
Dem, dem, dem, að vera ekki friggings fluga á vegg.
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Tónlistarhúsið ekki tilbúið - GMG
Er það nema von að Paul Vallely, blaðamaður breska blaðsins Independent, spyrji hvort allir ættu að flytja til Íslands.
Við erum hamingjusamasta þjóð á heimsbyggðinni. Ótrúlega glöð þjóð.
Svo fremi þú sért hvítur, kristinn, blá- eða gráeygður, á réttum aldri og með pedigríið á hreinu, bjóðum við þig velkominn.
Við munum snobba fyrir þér og um leið og þú stígur á grýtta íslenska jörð munum við spyrja hvernig þér líki landið. Og þú munt ekki svara eins og Ringo sem sagði "give me a break, ég var að lenda", heldur munt þú segja "ég elska þetta land" og henda þér flötum í stórgrýtið og smalla í þér beininn. Og þá munum við í móttökunefndinni falla á okkar hreinræktuðu hné og þakka þér grátandi.
Paul veltir fyrir sér hvers vegna hamingjuþjóðin hérna úti í ballarhafi er eins lukkuleg og friðsöm og raun ber vitni. Hm... Þekkja þeir Dómsmálaráðherrann? Vita þeir um gas-gas-gasmann?
Markaðssetningin á Íslandi er greinilega algjört sökksess.
Paul heldur því fram að velferðarkerfið sé þróað. Hm.. það passar ekki alveg. Það eru miklir erfiðleikar á Akranesi
Paul fabúlerar áfram, getur verið að hvalveiðar geri okkur hamingjusöm? Ég veit ekki með ykkur en mín hamingja hefur aðallega með skort á alkahóli að gera.
Kannski erum við svona happý af því ég fór í meðferð og nokkrir til viðbótar. Veit fólk hvurs lags guðs gjöf til mannkyns edrúmennska undirritaðrar er? Nei, vanþakklæti, vanþakklæti.
Við erum að tala um biggtæm framlag til friðar og spektar í hinum vestræna heimi, gott fólk og allt Vogi að þakka.
Ég hef ákveðið að við munum lenda í 2. sæti á laugardaginn. Af hverju galdra ég okkur ekki í það 1.? Jú það er ástæða fyrir því.
Tónlistarhúsið verður ekki tilbúið næsta vor
![]() |
Ættu allir að flytja til Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Ég er norn
Nú fer að bresta á með stóru stundinni. Jösses, hvílíkur spenningur.
En auðvitað sendi rmaður ljós, varma og orku beint til Belgrad. En af því að ég er norn þá ættu þessar aðgerðir að hitta í mark.
En bíðið nú við. Það er dávaldur með í för sem ætlar að taka íslensku söngfuglana til meðferðar fyrir keppni. Nú, nú. Engin þörf á mér.
Ég get auðvitað beitt mínum kynngimagnaða krafti á allar þær milljónir mana sem kjósa.
Jú krakkar mínir, þetta hefst. Við komumst í úrslit.
Verið róleg. Jennýsín reddar þessu.
Farin að sjóða galdur.
P.s. Fyrst ég er á annað borð fallin í töfrana þá er best að ég sendi á Perrelli og láti hana misstíga sig á skýjakljúfunum sem hún ber á fótunum. En ekki hvað?
Áfram Ísland.
![]() |
Dávaldur með í för |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Blóðbað í borginni
Fáránleiki tilverunnar er dásamlegur stundum.
Það hreinlega gleður mitt litla hjarta að geta hlegið innilega að morgni dags.
Þegar Tarzan var sýndur í Jerúsalem varð að síkka lendarskýluna á auglýsingaspjöldum í borginni. Vó, stuttar lendarskýlur geta myrt milljónir manna.
Og nú á að fjarlægja orðið sex af auglýsingaspjöldum um myndina "Sex in the city".
Aldrei of varlega farið. Orðið kynlíf er stórhættulegt. Bara að sjá það og lesa hvetur til stóðlífis og raðfullnæginga úti á götu.
Það hvetur til siðferðislegrar hnignunar í þjóðfélagi sem má ekki vamm sitt vita.
Fólk getur ekki gengið um með hann beinstífan.
En af því að á þessum slóðum eru menn sérfræðingar í hermennsku, morðum og árásum á minnimáttar, sem sagt algjörar hetjur, þá má breyta nafni myndarinnar í Blóðbað í borginni.
Þá ættu allir að vera sáttir og siðferðinu er reddað.
Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður þetta kynlíf. Það hefur mörgum manninum orðið að aldurtila.
![]() |
Ekkert „sex“ í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Uppvakningar
Ég veit fátt sorglegra en uppvakningar á gömlum hljómsveitum. Nánast alltaf er um að ræða bönd sem slógu í gegn vegna þess að músíkin átti erindi í tímanum og snerti streng í fólki og tiflinningin situr þar enn. Í raun þarf ekki að hressa hana við.
Svo lögðu böndin upp laupana.
Og viti menn milljón árum seinna koma sömu böndin mínus einn eða fleiri úr hinni upprunalegu og þá fæ ég oft þá tilfinningu að þeir séu að spila við eigin jarðarför. Eða það sem verra er að þeir hafi stigið upp frá dauðum.
Að sjálfsögðu er þetta ekki algilt en ansi of eru þetta misheppnaðar endurkomur.
Hvernig væri Stones án Jaggers og Richard? Ég færi ekki að sjá þá þótt ég væri styrkt sérstaklega til verkefnisins.
Eða Queen án Mercury? Ekki fyrir mig.
Beatles án Lennon og Harrison, halló er útsala í gangi?
Gun´s and Roses án Slash? Ekki að ræða það.
Af og til sér maður svo auglýsingar um böndin sóandsó verði með tónleika. Maður kippist við og les nánar, bara til að komast að því að einhver einn nonni er úr upprunalega bandinu, hinir allir nýir. Ég ætti ekki annað eftir.
En þetta er bara mín undarlega upplifun.
Ég sá Zeppilin í Laugardalshöllinni 1970. Það var upplifun sem nægir mér fyrir lífið. Hún var stórkostleg get ég sagt ykkur.
Ég þarf ekki að endurnýja hana frekar en aðrar flottar upplifanir í lífinu.
Og fyrir alla Magnúsa Þóra hérna úti, The immigrant song.
![]() |
Endurfundir í tísku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Örmagna en kúl
Sjálfri mér trú og til að þurfa ekki að gleypa í mig allar fullyrðingar mínar um að ég muni að þessu sinni hanga intúitt yfir Júró, þá gerði ég einmitt það, frá byrjun til enda. Og sannast sagna er ég úrvinda eftir afrekið.
Ég ákvað að líta á þetta sem sjó, ekki tónleika. Guði sé lof. Það vorum margir í töff skóm í keppninni. Það linaði sársaukann í eyrunum.
Ég vona að okkar riðill sé skárri en þessi, hlýtur eiginlega að vera af því við erum þar og Charlotta Perrelli (hún heitir Anna Jenny Charlotta, ég næ ekki upp í nef). Ásamt Danmörku, það hlýtur að ganga.
Þvílíkar tónsmíðar. Stundum hélt ég að það væri verið að endursýna tuttugu ára framlög, ég sver það.
En..
Armenía var lúmskt töff. Gæti unnið.
Fínnland: Hversu oft er hægt að segja sama brandarann?
Noregur: Ég fann ekkert út úr melódíunni fyrr en í síðasta viðlagi.
Rússland: Gæinn reif sig úr að ofan í restina. Þar með fór hans síðasta kartafla í mínum garði fyrir lítið.
Írland: Úff.
Og svo man ég ekki meir. Jú Grikkland var smá líkt Armeníu minnir mig.
Þetta var sum sé ordíl ef ekki hefði verið fyrir skótauið.
Ég veðja á Armeníu. Gætu unnið, þ.e. ef Sverige taka þetta ekki - nú eða við, god forbid.
Jú og Bosnía-Herzigovina voru megakrútt.
En ég stóð mína pligt.
Djö sem ég er mikill harðsoðningur.
Úje.
Armenía gjörsvovel!
Mánudagur, 19. maí 2008
Nóg komið
Ég hef alltaf haft opið fyrir óskráða bloggara hér í athugasemdakerfinu. Einfaldlega vegna þess að umræðan verður oft fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem fleiri taka þátt.
En nú gefst ég upp.
Undanfarna daga hef ég fengið hverja subbuathugasemdina á fætur annarri í kommentakerfið mitt, og flestir nafnlausir einstaklingar út í bæ. Ég hef lokað á hverja ip-töluna á fætur annarri en ekki lokað fyrir athugasemdir.
Nú hef ég opið fyrir Moggabloggara og búið mál. Þó þeir séu nú ekki allir til að hrópa húrra fyrir heldur.
Og svo að máli dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins.
Mér er hálf óglatt yfir umræðunni um komu palestínsku kvennanna og barnanna hingað til lands.
Ég fer hjá mér vegna umræðunnar um að fyrst þurfi að hugsa um Íslendinga áður en hægt að er að veita landlausu og hrjáðu fólki athvarf hérna í 5. ríkasta landi heims.
Hvað er í gangi á þessu landi? Er það ímyndun í mér að flestir sem taka til máls í þessa veru tengist Frjálslynda flokknum? Þið fyrirgefið en ég sé ekki betur. Er búin að lesa pistla og athugasemdir út um allt í bloggheimum og mér sýnist að Frjálslyndir séu undantekningarlaust sammála Magnúsi Þór.
Ég vona svo innilega að einhvað annað bæjarfélag taki að sér að bjóða konurnar og börnin velkomin. Ég vil ekki sjá að þau mæti andúð og skilningsleysi "allra" Skagamannanna sem eru á móti komu þeirra.
Nánar um málið sjá hér.
Þetta er okkur til minnkunar gott fólk.
Hvernig getur allt orðið vitlaust vegna konu 60 manns á tveimur árum? Það er ekki eins og við höfum verið að standa okkur í að taka á móti flóttamönnum á liðnum árum við Íslendingar. Þó að móttaka þeirra sem hingað hafi komið hafi gengið vel fyrir sig og að henni hafi verið staðið með mikilli prýði.
Svei mér þá, ég held að það ætti að senda þetta lið sem lætur svona í námsferð og til enduruppeldis í flóttamannabúðirnar þarna niðurfrá. Bara til að fá ástandið í æð.
P.s. Og þið kæra fólk sem hafið glatt mig með líflegum innleggjum í umræðuna og eruð ekki Moggabloggarar þá er gestabókin opin og netfangið mitt uppi í höfundarboxinu.
Og fyrir nóttina góð gæsahúð inn í draumaheiminn
Sweet dreams.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 19. maí 2008
Ekki útlendingahatur - listrænn gjörningur
Nú er komin skýring á skiltunum sem ég bloggaði um í pistlinum hér fyrir neðan. Þetta er listrænn gjörningur, hluti af sýningu sem heitir Ferðalag.
Ég sé ekki list í þessum gjörningi. Kannski af því þetta kemur á tíma þar sem Akranesmálið er í umræðunni og fólk að æsa sig í báðar áttir. Í raun myndi ég segja að þjóðfélagið logi vegna þessa máls.
Ég tala amk. varla við manneskju sem ekki minnist á Akranesgjörninginn. Bara að hann væri listrænn sá gjörningur og á morgun myndi Magnús Þór segja "djók", þetta var hluti af stærra verki sem ég er með í smíðum.
En ég geri mér ekki von um það.
Þessu er hér með komið á framfæri.
Ójá.
Ég skil samt að þetta kallar á umræðu.
Mánudagur, 19. maí 2008
Sjúklegur hugarheimur Kötlu Christiansen Lange
Einhvern tímann mun ég skrifa bók. Er reyndar löngu byrjuð, en ég er í heilagri pásu.
En það eitt og sér skiptir ekki máli.
Bloggtuðararnir (þessar elskur) sem velta sér upp úr því hvernig best sé að ná í talningu á síðurnar sínar, minnast oft á að fyrirsagnir vegi þungt.
Það er nokkuð til í þessu, ég veit að þegar fyrirsagnirnar eru mergjaðar þá eykst lesningin. En það er ekki það sem ég er að velta mér upp úr, heldur hitt að titill bókar hlýtur þá að skipta heilmiklu máli.
Titill þarf ekki endilega að vísa til innihalds. Segjum að ég myndi skrifa bók um örlagasögu fjölskyldu. Mergjað kvikindi. Og þá kæmi höfuðverkurinn. Hvað ætti bókin að heita?
Ég var með nafn á minni sögu. Hún átti að heita Kerlingabók. En svo stal bloggarinn í mér nafninu af sjálfri mér og ef ég klára einhvern tímann viðkomandi bók, þá verður hún að hafa nafn. Krassandi nafn. Titillinn mætti fela í sér loforð um geggjaða lesningu.
Hvað með:
"P.N.G." Persona non grata? Töff nafn en alls ekki viðeigandi í þessu tilfelli.
"Klámsögur úr vesturbænum"? Erfitt þar sem að klám myndi að líkindum ekki vera til staðar í bókinni, þannig að þar færu margir "karlar" (af báðum kynjum) fýluferð inn í sjúkan hugarheim höfundar. Því í bókinni verða allir sífellt á bæn og dansandi engladansa ala Þórbergur, til að sarga úr sér bölvaða gredduna. Jeræt. Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókin myndi frekar gerast í Austurbænum. Það er allt háheilagt vestur í bæ. Veit það af eigin reynslu.
"Ævintýri og örlög íslenskra lyftukvenna með hægðartregðu" er mergjað nafn. En það er engin innistæða fyrir titlinum þannig að ég get ekki notað hann.
Eru til lyftukonur?
Kannski ég setji bara viðeigandi titil sem vísar í efni bókarinnar. Ég er að hugsa um að láta hana heita "Hinn sjúklegi hugarheimur Kötlu Christiansen Lange", því það er sennilega það sem kemur til með að vera þungamiðja bókarinnar.
Er þó að hugsa um að breyta nafni aðalhetjunnar í Etnu, ef ske kynni að Katla mín ætti sér margar nöfnur, það gæti komið illa við þær blessaðar, því trúið mér að Katla vinkonan er snarblússandi geggjuð, enda komin af hálfklikkaðri kellingu sem býr fyrir ofan snjólínu í Borg Óttans.
Og í guðanna bænum hættið þið nú að láta mig ljúga ykkur full.
Farin að ydda fjaðurpennann.
Bítmæleggælofitt!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2988385
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr