Leita í fréttum mbl.is

Gamall og geðvondur snillingur

 250px-Bob_Dylan_by_Daniel_Kramer

Dylan er að koma, Dylan er að koma. 

Og hvað með það?

Ég hreinlega elska tónlistina og manninn frá upphafi til enda.  En ég hef enga löngun til að sjá hann á sviði að þessu sinni.

Ég hlusta bara heima.  Mér leiðast fjöldatónleikar.

En er það ekki merkilegt hvað þessir karlar verða rosalega miklir sérvitringar?

Það er eins og þeir verði hálfgerðir mannhatarar með árunum.

Það má ekki taka myndir í fyrstu lögunum eins og venja er,  og svo vill hann yngra fólkið fremst, það eldra aftar í salnum.  Reyndar er ekki hægt að verða við þeirri ósk.

Vill karlinn ekki sjá fólk sem minnir hann á hversu gamall hann er?  Ég get svo svarið það.

En ég fyrirgef honum vegna tónlistarinnar, en mér dettur ekki í hug að eyða peningum til að sjá þennan fýlupúka.


mbl.is Dylan lendir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég man einmitt eftir því þegar hann kom á listahátíð á sínum tíma og þá ofbauð meira að segja aðdáanda hans númer eitt á Fróni, Bubba Mortens sérviska hans og fýluskapur. En Dylan er snillingur það verður ekki af honum tekið. Kæmi mér heldur ekki á óvart að hann bannaði spegla allsstaðar þar sem hann kemur!!!

Himmalingur, 25.5.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Linda litla

Er hann alveg viss um að það verði ungt fólk þarna hahahaha

Það er ótrulegt hvað fræga fólkið getur verið með mikla sérvisku. Skil ekki af hverju verið er að eltast við það. Þetta fólk hagar sér eins og einvherjar frekjudósir og virðist komast upp með allt.

Linda litla, 25.5.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Hulla Dan

Skelltu þér, þú hefðir ótrúlega gaman af því...

Hulla Dan, 25.5.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég ætla sko að fara......auðvitað væri skemmtilegra að fá hann bara heim í stofu á einkatónleika

Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef aldrei fengið neitt útúr því, utan einu sinni þegar ég sá Zeppelin í Laugardagshöll, að sitja eins og krækiber í helvíti innan um milljón manns og hlusta á tónlist.  Ég er algjörlega laus við að vera æst í það, hvað þá heldur borga mig inn á slíkar samkomur.

Þið sem eruð að fara, góða skemmtun, ég bið að heilsa sérvitringnum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég verð svolítið grömpí þegar ég heyri um svona asnaskap. Hef á tilfinningunni að fólk eins og Dylan séu á við litla krakka í þroska sem eru að reyna að finna út hversu langt þeir komist með óhemjuskapinn. ''hei... ég er ógissslega frægur, hvað ætli ég geti látið þessa apaketti snúast mikið í kringum mig og hversu fáránlegar þurfa kröfurnar að vera áður en fífilin segja stopp''.

eða kannski er hann bara búinn að reykja úr sér heilann.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2008 kl. 13:52

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það verður að taka mið að því að Bob Dylan er ólýsanlega mikið vinsæll. Ekki gleyma því að hann var helsti samkeppnis aðili bítlanna um hylli ungs fólks á sjöunda áratugu og hef verið goðsögn síðan.  Hann hefur aldrei verið mikið fyrir "séð og heyrt" dagsljósið og vill helst að fá að vera sem mest í friði. Í sjálfu sér get ég skilið það. Ég las líka að kröfur hans t.d um mat og þess háttar voru mjög hóvstilltar í samanburði við John Forgety.

Brynjar Jóhannsson, 25.5.2008 kl. 15:55

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég ætla að sjá goðið í fyrsta sinn á ævinni. Grömpí eða ekki grömpí, vona bara að tónleikarnir verði góðir ..... en vildi samt ekki þurfa að umgangast geðvonskusnillinginn  ;)

Marta B Helgadóttir, 25.5.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2985751

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband