Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 30. október 2007
Bæjarstjórn Akureyrar í stöðugu stríði?
Ég fylgist ekki náið með bæjarmálum á Akureyri, nema reyndar þegar um þau er fjallað í fjölmiðlum og hér á blogginu.
Mér finnst reyndar að bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, þurfi að halda uppi stöðugum vörnum fyrir vonda gjörninga.
Síðustu tveir,
Búðin sem þeir ætluðu að flytja með valdi, af því hún var fyrir þeim. Að í gildi var lóðasamningur, virtist ekki vera mikið mál.
Hækkun foreldrahluta í greiðslum til dagmæðra. Hvað á það að þýða að veita fríðindi og rífa þau síðan af aftur og bera við peningaleysi? Er ekki hægt að spara annarsstaðar í bæjarmálunum?
Mér finnst vera smá valdníðslu bragur á þessu, hlutir keyrðir áfram, án tillits til hvort þeir eru löglegir og siðlausir.
Einhver? Akureyri?
Er þetta ekki nokkurn veginn svona í laginu?
Ójá.
![]() |
Ásökunum verslunareiganda mótmælt af Akureyrarbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. október 2007
Af Jenný Unu, Bördí Jennýjarsyni, sem nú kallast dúskur dúllurass og götustelpum!
Vó, þetta er löng fyrirsögn. Allt að því "Ellísk". En ég þarf að koma eftirfarandi á framfæri (þið getið litið á þetta sem skilaboðatöflu).
Jenný Una kom hér í dag eins og ég var búin að segja ykkur, og hún var mjög, mjög skemmtileg.
Við endurnýjuðum kynnin við "GÝLU" (var ekki búin að læra að segja GRÝLA fyrir síðustu jól). Hún horfði lengi á myndina og sagði svo:
"Hún er reið og hættuleg. Nei, nei, hún er góð, hún er bara þreytt í bakinu." (Vott, er barn farið að vinna á sænska sjúkrasamlaginu?)
"Amma farðu úr herbergi mín og hættu trubbla mig meir, é er að versla matinn." (Fyrirgefðu fröken).
"Franklin Máni Addnason er kærastiminn, allir krakkarnir eru kærastir, öll í kór." (Ég er enn að reyna að ná þessum, held að allir eigi kærasta, hver einasti einn).
Hafi fjölskyldan hér á kærleiksheimilinu einhvertímann haldið að hún hefði stjórn á Bördí Jennýjarsyni, þá hefur sú hugsanavilla verið leiðrétt. Bördí er núna í algjörri lausagöngu, fer í búr til að borða, hangir á spegli eins og skreyting og leggur sig uppi á bókahillunum. Nú hefur hann búið sér til athvarf milli tveggja bóka (nei, segi ykkur ekki hvaða tímamótabókmenntir þetta eru, því höfundarnir eru enn og lífi og trúa því að þeir hafi eitthvað að færa heiminum með bókum sínum). Bördí kallast nú dúskur dúllurass, af því hann hleypur upp í vöndul þegar hann sefur. Er eins og fagurblár garnhylkíll með dassi af svargrænu. Dúskurinn heitr í höfuðið á Dúu nokkurri, ekkibloggara.
Jájá.
Þið sem hélduð að nú kæmi kafli um götustelpur, verðið nú fyrir vonbrigðum. Hann verður birtur síðar. Mun síðar.
Ójáhá.
Mánudagur, 29. október 2007
Halló - Hvar er hugsunin og dómgreindin?
Hún Jenný Una og Oliver litlu barnabörnin mín eru tveggja ára. Oliver síðan í maí og Jenný verður þriggja í desember. Ég reyndi að sjá fyrir mér einhverjar aðstæður þar sem maður myndi setja þau í framsæti bifreiðar og komst að niðurstöðu, að það yrði aldrei!
Ég held, sem betur fer að fæstir, láti sér detta svona lagað í hug, við vitum, eða eigum a.m.k. að vita að með þessu er verið að setja líf og limi barna í stórhættu.
Ég verð reið þegar ég les um svona kæruleysi, líf og heilsa barnanna er svo dýrmætt.
Ég vona að það heyri nú sögunni til að foreldrar hætti að haga sér eins og óvitar, þegar þeir halda út í umferðina með það dýrmætasta sem við eigum.
ARG.
![]() |
Með tveggja ára barn í framsætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. október 2007
Kjóllinn - framhald
Hér er framhald af kjólnum margfræga, sjá hér, en núna er litla kjólaprinsessan á leið í heimsókn, hingað á kærleiksheimilið.
Í gær fékk hún að máta nýja, fína kjólinn og hún horfði lengi og vandlega á sig í speglinum og sagði síðan:
"É er mjög, mjög fín".
Engin sjálfhælni, bara staðreynd, en í tæplega þriggja ára krakkaskottum er ekki til neitt sem heitir tilgerð.
Mamma hennar sagði henni svo að nú yrði kjóllinn geymdur til jólanna og þar til hún ætti afmæli (30. des.) og þá sagði sú stutta.
"Já, já, ég veitað, ég á ammæli á þrijudaginn".
Alltaf með ráð undir rifi hverju.
Deili með ykkur glænýrri mynd af helstu sögupersónu þessa bloggs, henni Jenný Unu Eriksdóttur. Hún biður að sjálfsögðu að heilsa.
Ójá.
Mánudagur, 29. október 2007
Er ég stödd í draumi eða hvað?
Ég er jólabarn. Algjörlega og skammlaust yfirkomin allt að tveimur mánuðum fyrir jól. Ég missi kúlið, skynsemina (sem er ekki mikil fyrir, það skal viðurkennast) og ég verð að tilfinningalegum jólahaug. Þetta ástand stigmagnast frá nóvemberbyrjun og nær hámarki á Þorláksmessu, þegar ég kveiki á Gufunni og hlusta á jólakveðjurnar. Jesús minn, hvað ég elska jólakveðjurnar. En ég ætla ekki að missa mig hérna, ekki að tala um þungar rjúpnaáhyggjur mínar, né heldur hvað ég ætla að kaupa til jólagjafa og gera af sultum, pæjum, patéum og öðrum lífsins unaðssemdum.
Ónei, ég ætla að kvarta.
Ég ætla að kvarta yfir því að opinbert appírat skuli vera á undan mér í jólafárinu.
Ég hringdi á Landspítalann áðan, sem nú er auðvitað í frásögur færandi, og þurfti að bíða þetta dæmigerða augnablik, sem telur, að því sem ég kemst næst, 15 þúsund augnblikkingar. Og á meðan ég beið hljómaði "Ljósadýrð loftin gyllir" í lyftumúsakk útdetningu. Og meðan ég missti mig í stemmingu og jólatrans, varð mér litið út um eldhúsgluggann og það snjóaði. Það var logndrífa og ég ekki byrjuð að pakka inn og skreyta.
Og nú sit ég hér og held, svei mér þá að ég sé stödd í draumi. Er með hita og svona, gæti þetta verið óráð eða er Gulli heilbrigðis bara jólabarn eins og ég?
Nú er ég á bið á einhverja deild á Landspítalanum, þar sem mikið er að gera og í eyrum mér hljómar lagið "Gefðu mér gott í skóinn" í dásamlegri lyftuútsetningu. Næst hringi ég í kvörtunardeildina, hjá spítalanum, mér segir svo hugur um að þar geti biðin verið löng og mörg jólalög í boði á meðan ég bíð eftir afgreiðslu.
Gleðileg jól og ekki vekja mig.
Svo sæl, svo sæl.
Úje.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 29. október 2007
Af engu tilefni..
..bæti ég um betur og birti lista yfir það sem ég vil láta banna.
Ég bendi á færsluna mína frá í gær yfir allt það sem ég vil ekki láta banna og nú leyfi ég mér að bæta um betur. Ekki að það hafi komið fram neinar upplýsingabeiðnir þar um, en ég er að springa úr ofurtrú á eigin mikilvægi og treð þessu að.
Bannlisti Jennýjar (óskalisti fyrir jólsveininn):
Bönnum:
Súlustaði,
Vændi,
Skötu,
Kjötfars,
Tólg,
Lýsi,
Fordóma,
Playboy,
Ráðherrabíla,
Enska boltann og
allan pakkann af leiðinlegum hlutum bara,
Ójá,
Pistill til að laga meltinguna og lækka hitann hjá mér fyrir svefninn.
Vegna sótthita verður ekki tekin ábyrgð á ofansögðu.
Ég er með óráði.
Cry me a river,
Úje
Sunnudagur, 28. október 2007
Búhú-færsla!
Nú kem ég með eina Búhúu. Þetta er ekki hægt. Ég er of jákvæð. Ég hef ekki grátið á blogginu mjög, mjög lengi. Þetta er búhújöfnun.
Ég á bágt, ég er veik.
Ég finn til í hálsinum og mig verkjar í beinin.
Mér er kalt og ég hósta eins og mófó.
Hefur einhvern verkjað í hárið?
Mig verkjar eimmitt mjög mikið hárið, sérstaklega vinstra megin.
Vont, vont..
og það versnar.
Búhú..
ójá.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 27. október 2007
Hnífar og skæri, ekki barna...
..og allt það, er svo sannarlega viðeigandi hér. Mikið skelfing vona ég að ungir Íslendingar læri að skemmta sér með ögn minni og dramatískari afleiðingum í framtíðinni.
Annars er ég varla búin að jafna mig eftir að hafa séð nýjastu dægradvöl sumra ungmenna á Akureyri (og jafnvel víða) sem eru í s.k. nasistaleik, slást og taka það upp á band til að sýna á netinu.
Rosaleg firring er í gangi og þessir strákar sem eru að berja hvorn annan, að því er virðist, að gamni sínu, hlýtur að líða eitthvað illa.
En þetta voru pælingar um Akureyri á þessum laugardagseftirmiðdegi.
![]() |
Hnífaárás á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. október 2007
Bloggstelpur hjá Ólínu kl. 21,00
Ekki missa af Mörtu, Jónu og Salvöru í nýjum þætti Ólínu Þorvarðardóttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Hann fer í loftið kl. 21,00 að staðartíma (ójá) og ef þið lendið í vandræðum með að finna stöð 20 á afruglaranum, þá getið þið fengið leiðbeiningar hérna.
Góða skemmtun bloggverjar og aðrir gestir.
Úje.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 26. október 2007
Stöðug afmæli hjá alkanum
Ég er rosalega upptekin af dagsetningum og slíku. Stundum er húsbandið að tala um eitthvað og þá segi ég: "gerðist það þegar við bjuggum á sóandó og við áttum þennaneðahinn bílinn". Já, segir hann kannski og heldur áfram að tala og þá gríp ég gjarnan frammí aftur og segi eitthvað á þessa leið: Ójá, ég man eftir þessu, manstu það var daginn áður en við gerðum blablabla og þú varst í þessum jakka blablabla og tveim dögum síðar þá gerðum við blablabla". Þá er þessi ofurrólegi maður, orðinn dálítið vonlítill um að geta klárað það sem hann var að segja og oft er hann búinn að gleyma því.
Ég er nefnilega fortíðarfíkill. Ég man lyktir, stemmingu, klæðaburð, smáatriði og hefði með réttu átt að vera að vinna í safnadeild, eða í leikhúsi eða eitthvað, ég man í smáatriðum eftir eldhúsáhöldum frá hverjum tíma, gluggatjöldum, lykt úr görðum og bara að nefna það. Ég er gangandi heimildarrit um fortíðina en eftirspurnin er engin.
En í dag brást mér bogalistin. Ég átti árs edrúafmæli þ. 5. október s.l. og auðvitað fékk ég milljón kveðjur og allt í góðu með það. En þ. 25. október kom ég út af Vogi, eftir 20 daga meðferð, skjálfandi á beinunum af ótta við að ég myndi jafnvel ekki standa mig. Ég man hvernig ég var klædd, við hverja ég var að tala áður en ég gekk út úr húsinu, hvar við stoppuðum á leiðinni ég og húsbandið til að kaupa í matinn, hvað ég keypti í matinn, yfir hverju ég röflaði, þegar ég kom heim og áfram og áfram. Það tilkynnist því hér með að ég ég átti örafmæli í gær, sem skiptir bara máli fyrir mig og engin ástæða til að blása í lúðra út af því.
Í raun á ég einhverskonar afmæli á hverjum degi. Ekki bara edrúafmæli sko. Hvernig haldið þið að það sé að vera uppfullur af ónauðsynlegum upplýsingum, sem fáir hafa áhuga á? Ég geri auðvitað mitt besta til að koma þeim á framfæri og það brestur á fjöldaflótti sálna, þegar mér tekst hvað best upp.
Svo leiðrétti ég fólk í minni fjölskyldu sem fer ekki rétt með sögulegar staðreyndir úr fjölskyldulífinu. En það er ekki alltaf, bara þegar eitthvað mikilvægt er í umræðunni, eins og hvaða ár við fengum ekki rjúpur, hvenær við tjölduðum í Atlavík og áfram og áfram. Eins og ég er skemmtileg kona.
Svo man ég EKKI hvar ég var þegar Díana prinsessa dó!! Haldiði að það sé?
Hvað um það, í dag fyrir ári síðan, fór ég í þvottahúsið um 11 leytið og þvoði tvær vélar, okok, ég er að fokka í ykkur og gera grín að sjálfri mér í leiðinni.
OMG, eins og við segjum stundum í bloggheimum, þá blogga ég til að gleyma og í mínu tilfelli er það pjúra sannleikur.
Ég er farin að sofa, bláedrú og minnið er sífellt að skerpast. Þetta á eftir að enda með ósköpum.
Úje.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr