Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Að vera edrú en dröggeraður!

Ég fór í rannsókn, ég fékk róandi eða slakandi/eitthvað í æð og mér leið eins og þurs hefði sest á herðarnar á mér og bómull hefði verið troðið í hausinn á mér.  Tilfinningin var ekki góð, sem betur fer og ég gat ekki beðið eftir að hún hundskaðist burt, sem hún er í þann veginn að gera, amk er skjárinn orðinn sýnilegur og lyklaborðsverkfærin hlaupa af mikilli snilld yfir téð borð.

En ég þarf að fara aftur þ. 5. nóvember.  Den tid den sorg.

Niðurstaða úr rannsókn: Ekki neitt rosalega góð, en gæti verið verri.

Vildi bara segja ykkur að vímur eru ofmetnar.

Mikið rosalega er ég glöð með að þetta sé að baki.

Það er allt útlit á að ég leggist edrú á koddann í kvöld.

Guð gefi mér æðruleysi...

Love you guys og takk fyrir kveðjurnar.

Alkinn, í bullandi bata.

Ójá.


Jólagjöfin í ár? - Taka III

Ég held áfram á jólagjafavaktinni, fyrir okkur ríku og fögru.  Eitthvað skemmtilegt í þá áttina er í Mogganum á hverjum einasta degi.  Undir innlendum fréttum, en ég hefði haldið að svona umfjallanir myndu flokkast undir auglýsingar. 

Engin kona með sjálfsvirðingu notar krem sem kostar minna en 45.000. kr.  Það liggur í hlutarins eðli að við þau ríku og laglegu veljum það besta, alltaf.  Mér var að detta í hug að svona krem væri sniðugt í jólapakkann handa saumaklúbbsvinkonunum, bara lítið og smálegt fyrir jólin til að sýna hug sinn til stelpnanna og hyggja að húð þeirra í leiðinni.

Í fréttinni stendur: "Konur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskremunum. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, heldur eru rannsóknir á bak við kremin og dýr hráefni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frekar," segir Kristín en tekur fram að margar haldi sig þó við ódýrari tegundir"

Þær sem halda sig enn við ódýrari tegundir geta ekki tilheyrt okkur þeim ríku og snoppufríðu, það er ég viss um, svo lágt leggjumst við ekki. 

Fíflagangi lokið og að alvöru lífsins.

Ég á smá erfitt með að fíflast með þetta, því þegar ég las "fréttina" þá kom mér í hug ABC-barnahjálp, af einhverjum orsökum, en á þeirra vegum á ég litla fósturdóttur, hana Dorothy í Uganda, og fyrir tæpar 4.000 krónur  á mánuði, fær hún mat, föt, læknisþjónustu og skólanám.  Þessi upphæð bjargar lífi þessarar litlu telpu, sem hefur misst báða foreldra úr Aids.

Það er alltaf spurning um forgang, er það ekki? 

Ég tek fram, vegna "upphrópenda forsjárhyggjuhræðslu" sem hafa verið að sauma að mér hér í athugasemdakerfinu og víðar, undanfarið, að ég vil ekki láta BANNA andlitskrem, heldur vil ég benda á þessa gengdarlausu neysluhyggju sem ríður röftum í þjóðfélaginu, á meðan heimurinn sveltur.

En í dag er ég glöð, edrú, einbeitt og hamingjusöm, þó ég þurfi að vera fastandi til kl. 15,30 í dag. 

Svona er ég mikill unaður á geði.

Ójá.


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogur næsta!

 1a

Jæja, þessi dagur hefur verið ömurlegur.  Hann byrjaði í bláma og hélt sér þar, þrátt fyrir öflugar tilraunir mínar við að snúa vörn í sókn.

Sumir dagar eru bara þannig að maður vill helst gleyma þeim.  Ég dró andann léttar þegar klukkan sló 24,00 og nýr sólarhringur gekk í garð.  Okok, ýki smá en ég sé ekki eftir mánudeginum 22. október, 2007.

Ég er búin að fá að vita hvenær ég fer í rannsóknina og ég veit upp á hár hvaða deyfilyf ég fæ.  Þannig að nú ligg ég á bæn um að ég komist inn á Vog strax á fimmtudaginn, þegar ég er búin í þessu inngripi sem er óumflýjanlegt.  Ég vona að ég fái svar við því á morgun.

Þegar ég var í lyfjagjöfinni upp á Lannsa í dag, vildi ekki betur til en svo að ég fékk svo mikinn svima að ég var nærri dottin úr stólnum.  GMG ég hélt ég væri að deyja (hehe), en fíflið ég hafði gleymt að ég er a) sykursjúk og b)þarf að borða reglulega.  Halló, hoppaðu inn í raunveruleikann Jenný Anna Baldursdóttir.  Ég náði mér, augljóslega þar sem ég sit hér og hamast á lyklaborðinu.Whistling

Ég er smá kvíðin fyrir þessu því sem er framundan, en samt er mér létt.  Ég er þó hætt að bíða.

Það reynir skuggalega á æðruleysið þegar ég hef beðið of lengi.  Guð mætti kenna mér þolinmæði - STRAX!

Ég er viss um að dagurinn á morgunn verður góður dagur, ég hef a.m.k. hugsað mér að hafa hann þannig.

Rek hér með blúsinn á brott.

Ég fer edrú að sofa í kvöld.

Kveðja frá mér á snúrunni.

Ójá.


Svartur sauður á leið út úr hópnum

1

Ég veit ekkert um pólitík í Sviss.  Ekki nokkuð skapaðan hlut annað en ég sá í fréttum í gærkvöldi og svo þessa frétt núna á Mogganum.

Hvað finnst ykkur um þetta auglýsingaspjald gott fólk?

Og hvað um manninn sem stendur og smælar undir spjaldinu?

Ég verð að játa að stundum segja myndir meira en þúsund milljón orð.


mbl.is Umdeildir "svartir sauðir" í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir er á leið í veislu á eftir..

1 

Já, já, segið svo að maður fylgist ekki með sínu uppáhaldsfólki.  Hér sit ég og veit nákvæmlega hvað hún Jóhanna ætlar að taka sér fyrir hendur, núna seinnipart þessa föstudags.

Ég er svo vel tengd í ráðuneytin.  Alltaf á vaktinni.  Svei mér ef ég gæti ekki séð um svona "sviðsljós" eins og Ellý Ármanns gerir hér á Mogganum, en í mínu tilfelli myndi ég vera með selebbin í stjórnmálum á minni könnu.

Ég myndi geta þekkt klæðaburðinn, hver væri í Pradadrakt og hver í Armani jakkafötum ójá en nóg um það að sinni.

Hún Jóna vinkona mín, skrifaði opið bréf til hennar Jóhönnu og bauð henni á vetrarhátíð sem haldin verður í dag í Vesturhlíð sem er frístundaheimilið hans Ians, sonar Jónu og er þekktur hér í bloggheimum sem Sá Einhverfi.

Jóna skrifaði opið bréf í Moggann sem birtist í gær og auðvitað lét Jóhanna slag standa og tilkynnti komu sína.

Jóhanna er frábær stjórnmálamaður og hún er ekta.  Það er ekkert "kjaftæði og loforð fyrir kosningar og svo búið, gleymt" hjá þeirri konu, hún er í alvörunni virk og hún ber virðingu fyrir grasrótinni.  Ansi er ég hrædd um að sumir ráðherrar hefðu borið við stuttum fyrirvara og allir hefðu skilið það.  En Jóhanna mætir, af því henni er ekki sama.

Asskoti sem ég vildi hafa hana Jóhönnu í VG, þar sem fjörið er.

Ójá.


Nei é gerriða ekki - bróðir mín gerriða!

Hún Jenný Una Eriksdóttir er alltaf að læra nýja hluti.

Í vikunni kom mamma hennar að henni þar sem hún var að mála á vegginn með litunum sínum, þrátt fyrir að vita ósköp vel að það er "stranlega" bannað.

Mamman: Jenný, þetta máttu alls ekki gera.  Það er ekki hægt að ná litnum af veggnum.

Jenný Una: (Hendir litnum frá sér á hraða ljóssins, og fórnar höndum til himins). É ekki með neitt mamma.  É litaði ekkert neitt.  Jenný Una Eriksdóttir gerrðiða þegar hún var pínupínu lítil.

Og hjá ömmunni var hún að henda kornflexinu sínu dálítið útum allt bara.

Amman: Jenný mín, hættu þessu, það á ekki að henda matnum á gólfið.

Jenný Una: (Forstokkuð og ósvífin í framan). É gerriða ekki - bróðir mín gerriða! (Halló!! eigum við ekki að leyfa bróðurnum að fæðast, áður en honum verður kennt um misgjörðir systur sinnar í bráð og lengd?)

Og áfram halda prinsessudagarnir.  Það eru bandaskór og puntkjólar teknir fram á morgnanna, því barn fer ekki í "vinnufötum" í skólann, kjóll skal það vera.  Og þar sem foreldrar hennar trúa því að hún megi hafa hönd í bagga með eigin klæðavali, þá enda samningaviðræðurnar oftar en ekki, með því að Jenný fer í joggingbuxur og prinsessukjól í leikskólann.

Allir ángæðir, sérstaklega Jenný Una Eriksdóttir...

sem er altlaf glöð, alltaf góð og alltaf að "skittast á".

Ekki "leiðilett" að vera samvistum við svona barn.

Svo má geta þess að barn lék sér ötullega við Einarrrr inni í svefnherbergi (herbergi mín) og amman kom glöð og kát og vildi vera með.

Jenný: Amma við leika, farru og hættu að trubbla.

Ójá.


Ég fer á Vog - Snúra

 61

..vona ég, eftir inngrip sem ég þarf að fara í fljótlega og kostar innspýtingu á hættulegum lyfjum, í boddíið á mér, fyrir alkahólista.  Ég er að minnsta kosti búin að biðja um innlögn.

Vegna misskilnings og skort á upplýsingastreymi, bíð ég enn eftir þessari rannsókn sem ég þarf að fara í. 

Ég er búin að vera að bræða með mér hugmyndina um að fara beint á Vog úr rannsókninni og í morgun tók ég ákvörðun.  Ég tek enga sénsa með allsgáða lífið mitt.

Stundum er sagt að þetta sé spurning um hugarfar, þ.e. hvort maður lendir í tómu tjóni, við lyfjagjafir og svæfingar (lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfi eins og áfengið gerir), en ég tel mig vera með þetta líka glimrandi edrú hugarfar.  En allsgáða lífið mitt er mér það dýrmætasta af öllu.  Vegna þess að án þess, gæti ég ekki notið neins af því sem lífið hefur gefið mér.  Fjölskylduna mína, vinina og að geta lifað mér sjálfri mér, horft framan í spegil og þolað við, að vera ég.

Þess vegna steðjar kona á Vog.  Þ.e. ef það er pláss.  Ég elska Vog.  Þar var lífi mínu bjargað og mér hjálpað á fætur. 

Þórarinn, Valgerður - einhver!! Plís, er ekki einhversstaðar beddi sem ég get fengið að liggja á, ha??

Úje.

 


Ásdís ofurhetja kallar bloggara til samstöðu!

Ég skora á ykkur kæru gestir þessarar síðu að kíkja á hana Ásdísi en hún er með undirskriftalista í gangi, til að vekja athylgi á kjörum og réttindaleysi öryrkja í þessu landi.

Öll getum við orðið veik.  Ég trúði því einu sinni að það gæti ekki hent mig, enda varð mér varla misdægurt í áratugi.

En enginn veit sína æfina.  Málið er okkur öllum skylt.

Hér er UNDIRSKRIFTARLISTINN

Stöndum saman um hagsmunamál okkar allra.

Komasho.


Allir stelandi jájá, en hvað með blómin???

Það er stolið og stolið úr búðum, af fólki og útum allt.  Já,já, það eru ekki fréttir.  En mig fýsir að vita, og fá á hreint, hvor blómin sem þessi rómantíski þjófur var með á persónu sinni, voru stolin eða ekki.  Það er ekki vitað, þó maðurinn sé grunaður um að hafa stolið þeim ásamt öðrum varningi sem hann var með.

Þegar ég las fréttina þá sá ég fyrir mér mann, sem hafði dottið í það og verið aðeins of lengi á djamminu, en hann upphaflega ætlaði.  Hann týndi kortinu og þorði ekki heim.  Í öngum sínum og örvæntingu greip þessi maður til örþrifaráða.  Hann stal einhverju dóti til að gefa konunni, til að láta "innkaupin" líta út fyrir að vera eðlileg, þá skellti hann "dassi" af rakvélarblöðum inná sig líka (hafði tekið eftir hvað rakvélarblöð eru hott meðal þjófa þessa dagana?).  Til að kóróna sköpunarverkið hefur kallinn komið við í Blómaval og stolið búkkett.

Ég er farin að hágráta, ég vorkenni svo þessum krúttlega "týnda elskhuga" konunnar sem hefur beðið elskunnar sinnar síðan á laugardag, með lærið í ofninum.

Vona að allt lagist á milli þeirra.

Sjáið þið ekki fyrir ykkur svona sögur út úr fréttum?

Ég hélt það.

Enda er ég ekki biluð, nema að litlu leyti.

Lifi smáfuglarnir.

Úje


mbl.is Þjófur tekinn með fatnað og rakvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast í beinni frá Londres

12

46

Amma-Brynja er í London hjá Mays og Oliver á meðan Robbi er á Íslandi að vinna á Iceland Airwaves.  Hún er með myndavélina tilbúna og tekur myndir í gríð og erg.  Hér eru glænýjar myndir af uppáhaldsfólkinu á Englandi.

Knús til ykkar, Maya, Oliver og Brynja.

Lofjúgæs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband