Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Ég er sammála þessari greiningu Berlingske í dag.

Þar segir að þótt ekki nema tíundi hluti ásakana á hendur útrásarvíkingunum standist þá sé sennilega um að ræða stærsta svikamál Evrópu frá seinni heimstyrjöld.

Þetta vitum við íslenskur almenningur og það sem meira er, afleiðingarnar gefa okkur utanundir í formi skertra lífskjara, atvinnuleysis, fátæktar og óvissu, á hverjum einasta dagi.

Merkilegt samt að miðað við stærð málsins, áhrif þess á Ísland og fleiri lönd gargi á mann ef maður er með eðlilega sjón, heyrn og þokkalega áttaður á stað og stund, þá má ekki við neinu hrófla.

Af hverju eru eigur þessara glæpahunda ekki frystar á meðan rannsókn fer fram?

Af hverju er eina lausnin að afhenda reikninginn íslensku þjóðinni?

Af hverju situr enginn á bak við lás og slá?

Af hverju, af hverju, spyr ég eins og sá bjáni sem ég er.

Með þessu áframhaldi ná þessir blekkingameistarar að koma undan hverri krónu.

Jabb, og við borgum.

Það er fjandinn hafi það ekki öðruvísi.

 


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást úr fjarlægð

Esjan hefur verið hluti af umhverfi mínu sem ég get endalaust dáðst að og jafnvel fengið kökk í hálsinn yfir.

Ég elska hana úr ákveðinni fjarlægð.

Eins og Bítlana, tunglið og sólina.

Mér hefur aldrei dottið í hug að vaða upp í hlíðar Esju til að kynnast henni nánar, ekki frekar ég hef áhuga á að kynnast Bítlunum persónulega (enda betri helmingur þeirra dauður), hvað þá heldur að mig langi á sólina og tunglið.

Ákveðin tegund ástar er best úr fjarlægð.

Það reynir á hrifinguna ef skotmark kærleikans kemur of nálægt, það getur hreinlega tekið gredduna úr málinu.

Hver kannast ekki við að hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðfangið þegar það ropar, klórar sér í rassinum eða hlær eins og hýena?

En undanfarin eitt til tvö ár hitti ég ekki kjaft sem er ekki rétt ókominn af Esjunni eða á leiðinni þangað í töluðum orðum.

Esjukreisið er alls ráðandi.

Ekki að það sé mér ekki að meinalausu, gott mál ef fólk vill klifra.

Reyndar er þetta ódýrara kreis en t.d. jeppa- einkaþotu- og sumarhallakreisið.

Bót í máli það.

Hvað um það, ég hef klifið tvö fjöll og það var í skólaferðalagi.

Litli Dímon og Helgafell eru í minni ferilskrá.

Og ég man að ég var að niðurlotum komin í bæði skiptin.

Eftir Dímon lagði ég hugmyndinni um príl á fjöll.

Það er svo mikið ekki ég.

Það var þegar ég var tólf.

Mikið árans þroskuð sem ég var - og er.

Jabb.


mbl.is Fólk í villu á Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru landráðamennirnir?

Ég er bandbrímandibrjáluð út af Icesave málinu, eins og vel flestir, að ég hygg.

En Egill Helgason hefur til síns máls og það allnokkuð á blogginu sínu um Icesave.

Við getum einfaldlega ekki neitað að borga nema með þeim afleiðingum að verða ein og vinalaus.

Salvör Gissurardóttir kallar Steingrím J. landráðamann.

Væntanlega fyrir að reyna að semja okkur út úr þessu messi.

Vá, sú er ekki að skafa utan af því.

Það var svona fyrirkomulag í gangi þegar böðullinn hengdi bakarann í stað smiðsins.

Það var þetta sem byssumaðurinn flaskaði á þegar hann skaut vesalings sendiboðann.

Ég myndi aldrei kalla hina eiginlegu sökudólga landráðamenn, eins og t.d. Davíð Oddsson, Geir Haarde og Valgerði Sverrisdóttur, sem var bankamálaráðherra þegar bankarnir voru afhentir um árið og leikurinn með fjöreggið hófst.

Ég kalla þau ekki landráðamenn þó þau séu það sennilega og fleiri með þeim.Devil

Það er af því að ég er svo vel upp alin.Halo

Aular.

Þessi færsla fer í flokkinn "Landsbankadeildin", er hún ekki fyrir það annars?

 

Hvarflar ekki að kjafti hér að kalla spillingarhyskið sem hefur gert okkur gjaldþrota og skemmtir sér nú á snekkjum heimsins, bölvaða Quistlinga?

Ha?


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekin

Ég er atvinnurekandi með tuttugu manns í vinnu.

Á mánudaginn er ég að hugsa um að reka staffið eins og það leggur sig.

Jabb, ég ætla að gera það.

Að þessu sögðu, er ég farin aftur út í sólbað.


mbl.is 20 manna hópur vinnur við mál Íslands hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má blóta

Á fólk núna að hópast út á götur borgarinnar, syngjandi og dansandi með rós í munni, til að fagna að frystingu eigna Landsbankans verði nú mögulega aflétt?

Eigum við að trúa því að það sé komin lausn í málið sem við getum sætt okkur við?

Sú lausn er einfaldlega ekki til gott fólk.

Ég veit ekki með ykkur, en ég svona prívat og persónulega hafði aldrei heyrt á Icesave minnst fyrir bankahrun.

En miðað við eftirmálin þá var þetta mitt mál, mín ábyrgð.

Haarde og kó hefðu nú getað sagt okkur fíflunum á götunni að líf okkar og efnahagur væri undir fyrir gullétandi Landsbankaklikkhausana, svo við vissum að minnsta kosti að það væri búið að veðsetja okkur og börnin okkar.

Eins og þetta milljarðaklúður sé ekki nægjanlegur biti fyrir okkur að kyngja þá munu glæpajurtirnar í Landsbankanum vel flestar vera þar enn við vinnu og ég vona að helvítis málmgræðgin í þeim valdi þeim illilegum meltingartruflunum og það að lágmarki.

Við eigum þessa banka, burt með þetta lið.

Ég get ekkert verið málefnaleg í þessu máli, það er engin glóra í þessu fyrirkomulagi frá upphafi til enda.

Það má blóta.

Gremja mín beinist þangað sem hún á heima, að þeim stjórnmálamönnum sem bjuggu í haginn fyrir bölvaða glæpahundana sem gjörspilltir hegðuðu sér eins og engin væri samviskan.

Í mínum huga eru þessir stjórnmálamenn sem hönnuðu bankaumhverfið og veðsettu okkur eins og nú er ljóst orðið ekkert minna en landráðamenn.

Og mikið helvíti er holur hljómurinn í vandlætingartali Framsóknar- og Sjálfstæðismanna á þinginu.

Ég bið fólk að halda því til haga að þar fara arkitektarnir að bankageðveikinni.

Nú standa þeir í ræðustól þingsins, bláir í framan af vandlætingu og láta eins og innblásnir trúarnöttarar sem láta sig raunveruleika og staðreyndir engu varða.

Urrrrrrrrrrrrr


mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmál

Maður deyr í vörslu lögreglu.

Fremur sjálfsmorð.

Svo horfði ég á fréttir á báðum stöðvum.

Ekki orð um málið.

Mér finnst þetta stórmál.

Er ég ein um þá skoðun?


mbl.is Fannst látinn í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhöldin fram!

Sexhundruðogfimmtíumilljarðar vegna Icesave.

Íslendingar greiða.

Þetta heitir að draga stysta stráið í orðsins örgustu.

Við vorum ekki með en megum borga.

Búsáhöldin fram, er það ekki?

Ég er til.

Helvítis fokking fokk.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarsyrpa

Ég er í svo miklu sumarfyrirkomulagi þessa dagana.

Fátt fær við mér hreyft eða þannig.

Að minnsta kosti hef ég ekki kastað mér í vegg nýlega, einfaldlega nenni því ekki.

En um daginn þá útskrifaðist yngsta dóttir mín sem stúdent.

Veislan var flott.

Veðrið yndislegt.

Ég skemmti mér konunglega.

Jájá.

Smá sýnishorn úr veislu, annars er ég orðin löt að setja inn myndir á bloggið, þær eru nefnilega allar á feisinu.

afinn og barnið

Húsbandið og afinn með Jenný Unu, en hún skemmti sér konunglega í veislu móður sinnar, nema hvað.

Elsta barnabarnið mitt hann Jökull er þrusu gítarleikari og þarna er kominn vísir að fjölskyldubandi.  Jenný Una lætur sig ekki vanta í bakgrunninn og sýnist sitja í lótusstellingu en hún var að hoppa hátt út í geim við þetta tækifæri.

húsbandið

pósandi stúdína

Hér pósar svo stúdínan á svölum M13 og mágurinn les á Blackberry.

Elsku fallegi Oliver minn í London kemur í heimsókn í júlí. 

oliver stjarna vikunnar

Um daginn var hann stjarna vikunnar í leikskólanum.  Ekki leiðinlegt.

Halló heimur; Oliver kallar!

halló heimur

Ekki má gleyma litla villingnum honum Hrafni Óla.

Hér í glugga, svo sumarlegur.

lilli

Svo klífur maður fjöll.  Úff, erfitt en brotaviljinn er einbeittur.

lilli1

Og að lokum ein mynd af undirritaðri með Ingu vinkonu minni í Hallargarðinum.

Nokkuð langt síðan.

ég og Inga vinkona

Svo óska ég ykkur gleðilegs dags og dásamlegrar helgar.

Úje.

 

 


"You´ve got style - but I´ve never liked that style"

Það er eitthvað við Sjálfstæðismenn.

Eitthvað svo fjölskylduvænt.

Svo eru þeir svo skemmtilegir.

Eftirsóttir í partí út um allan heim vegna meðfæddra hæfileika sinna.

Já það er eitthvað við þennan flokk.

Þar er margt einstakt fólk innanborðs.

Ég segi eins og skáldið og leyfi mér að vitna í það á frummálinu:

You´ve got style - but I´ve never liked that style.


Harmi lostinn

Ég verð harmi lostin þegar stórslys verða.

Þegar einhver sem ég þekki slasast illa eða deyr sviplega.

Ég verð harmi lostin yfir öllum börnum heimsins sem fá ekki læknishjálp, mat, lyf, ást og umönnun.

Það grætir mig meira að segja.

Ef stýrivextir eru hækkaðir um skít og ingenting, sem þetta 1% sannarlega er, þá er ég helvíti fúl, bálill, til í að fremja veggjaköst á öðrum en sjálfri mér og áfram má lengi telja.

Ég verð ekki yfirkomin, tilfinningarnar bera mig ekki ofurliði.

Hvað þá harmi lostin?

Nei, nei.

Pétur Blöndal, sem mér finnst oft ágætur vegna hreinskilni sinnar í pólitík er hins vegar harmi lostinn út af vaxtalækkuninni í morgun.

Rólegur á dramanu Pétur.

Peningar eru peningar.

Ertu ekki að taka tilfinningar þínar gagnvart þeim og efnahagsástandinu aaaaðeins of langt?

Hmprfr

 


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband