Leita í fréttum mbl.is

Gull, krókódílar og skyldulesning Hruns

 bjorgolfur_thor_i_cannes

Mér er enn hálf óglatt eftir að hafa lesið um gullátið á Sigurjóni digra og félögum hans í Landsbanka.

Reyndar hafa fréttir af gróðærishegðun þessara mannandskota gert mér gramt í geði síðan þær fóru að berast fyrir nokkrum árum.

Þá var sagt að maður væri öfundsjúkur, ef aðdáunarstunurnar lýstu með fjarveru sinni og það er eins langt frá sannleikanum og hægt er að komast, amk. hvað mig varðar.

Ekki að ég sé svona frábær og nægjusöm (sem ég er og ekki orð um það meir), heldur vegna þess að ég fæ kjánahroll yfir heimskulegri hegðun, ofursnobbi og siðspillingu. 

Að borða gull, að halda árshátíðir á kínamúr, fara í sjoppunna á þyrlunni,  að eiga fleiriþúsund fermetra sumarhús, að kaupa sérpantaða bíla, snekkjur og einkaflugvélar, að vera með fjandans bötler, er merki um svo lága sjálfsmynd, svo mikla þörf fyrir að sýna fram á hversu öfundsverður maður er að það jaðrar við geðveiki. 

Gullslegin meltingarfæri.  Halló.

Eða fjólubláu og bleiku bindin sem garga á mann: Hér er ég, sjáið mig. 

Það vantaði bara að þessi ofurplebbar væru með verðmiðana hangandi utan á sér.

Ómægodd átti andlislaus massinn að stynja ofan í hagkaupsklædda bringuna: Vá hvað mig langar að vera hann/hún?

Fyrirgefið en ég sá þetta fólk alltaf fyrir mér plokkandi nefhárin af mikilli alúð fyrir framan spegilinn.  Eyðandi í það fleiri tímum.  Svona tilgangslaust dekur.

En þrátt fyrir að allt sé hrunið í hausinn á okkur múgnum halda þessir sjálfskipuðu peningahetjur sem eru auðvitað ekkert annað en bölvaðir þrjótar, áfram að berast á. 

Geta ekki einu sinni stillt sig um að glenna sig á myndum þar sem þeir mæta í veislur með hinu ríka fólkinu.

Hversu fokkings hégómlegur er hægt að vera?

Og heimskur?

taska

Hermes er með eigin krókódílabúgarð í Ástralíu.  Það þarf stundum marga krókódíla í hvert veski júsí.

"Kókófílarnir"  í Ástralíu eru svo sannarlega fucked alveg eins og við Íslendingar.

Hinir íslensku bankaræningjar láta sig tæpast vanta í vöruhús Hermes eða hvað?

Úff. 

Mig verkjar undan þessu.

Málið er að ég er að lesa um Hrunið.  Nýútkomna bók Guðna Th. Jóhannessonar.

Það er erfitt að ná utan um alla þessa klikkuðu atburðarrás.

En þessi bók er skyldulesning fyrir alla sem vilja fá innsýn í hvernig kaupin gerðust á Eyrinni.

Blogga nánar um bókina þegar ég er búin með hana.

Later.


mbl.is Tískuhús ræktar eigin krókódíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefa hvern andskotann?

Ég hef ekki séð einn einasta mann blogga um fréttina á RÚV í gærkvöldi, þessa um óréttmæta hækkun olíufélaganna á bensíni um daginn.

Ég alla vega henti mér í vegg vegna hennar OG veinaði mig hása.

Í ljós kom að þeir höfðu ekki leyfi til að hækka verðið á þeim sendingum sem þegar voru komnar til landsins.

Og þeir lækkuðu allir sem einn, alveg eins og þær hækkuðu líka allir í kór.  Merkilegt hvað fyrirtæki í "samkeppni" geta verið samstíga.

En það er ekki þetta sem ég hjó eftir, heldur það sem N1 ætlar að gera við umframpeningana sem þeir innheimtu ranglega af kúnnunum.

Níumilljónir króna fengu þeir umfram það sem þeim bar og nú ætla þeir að "gefa" þá upphæð til góðgerðarmála á meðan Skeljungur t.d. borgar fólki til baka.

Gefa það sem þeir aldrei áttu?

Ekki misskilja mig, hef ekki á móti því að fólk og fyrirtæki gefi til góðgerðarmála, en finnst smekklegra að þá sé gefið af eigin fé.

Þeim væri nær að biðjast afsökunar og greiða til baka þessa peninga sem þeir höfðu af fólki.

Hvaða rugl er þetta?

Mikið djöfull er ég orðin leið á olíufélögum og þeirra undarlegu viðskiptaháttum.


Aaaaðeins of seint!

Er þetta ekki dæmigert?

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn sko.

Í stjórn fyrir hrun og í eftirleiknum var flækjufótapólitíkin allsráðandi hjá íhaldinu.

Gekk út á að tala í kross en aðallega samt í að bíða og sjá til og svo "maby I should have" þegar allt var orðið um seinan.

Núna þegar flokkurinn er kominn í öruggt skjól valdaleysis í stjórnarandstöðu, þá rennur upp tími efnahagstilagna.

Aaaaðeins of seint börnin góð.

Aðeins of seint segi ég og þakka almættinu fyrir það, þó trúlaus sé.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi hústakan!

Ég er í raun steinhissa á að Fríkirkjuvegur 11 hafi ekki verið tekinn fyrr.

Það er auðvitað sýmbólsk aðgerð og mér finnst hún flott.

Þetta hús átti aldrei að selja Björgólfi og fjölskyldu en auðvitað var það gert í vímuástandi útrásardýrkunarinnar.

Útrásarmennirnar áttu allt að eiga, þeir áttu að sjá um listina í landinu, gott ef ekki heilbrigðiskerfið líka.

Þeir áttu að sjá um allan pakkann og við skyldum þakka og lúta höfði í orðlausri aðdáun.

Rugl.

Þess vegna er ekkert annað en sögulegt réttlæti fólgið í því að Fríkirkjuvegur 11 verði færður Reykvíkingum aftur.

Vonandi hefur fólkið sem "tók" húsið í kvöld, minnt á þessa fáránlegu stöðu sem hér er uppi.

Eignir glæpamannanna sem hafa komið okkur almenningi á kaf í skuldapyttinn, eiga hér glæsieignir um allan bæ, margar á mann meira að segja á meðan okkur fólkinu í landinu er ætlað að pikka upp nótuna.

Fríkirkjuvegurinn á að fara aftur til fólksins.

Og ekki orð um það meir.

Jabb.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað SDG?

Ég held að það sé ekki til sú manneskja á Íslandi sem ekki er öskuvond yfir Icesave-málinu og það geta heldur ekki verið margir sem með glöðu geði vilja borga fyrir glæpamennina.

Við erum öll sammála um það.

Áðan horfði ég á Kastljós og horfði á Sigmund Davíð hrópa reikningsformúlur yfir Þóru og Steingrím J.

Hvað er Framsóknarflokkurinn að hugsa?

Það er ef hann er að því á annað borð?

Hvað á það að þýða að hafa formann sem er algjörlega óábyrgur í tali og lætur eins og götustrákur?

Ég meina, ég hef ekkert á móti strákum á götunni en mér finnst það ekki alveg passa að tala með þeim hætti sem maðurinn gerir.

Reyndar er hann reynslulítill og barnungur en só?

Hann ásakar fólk um skort á heiðarleika hægri-vinstri og talar um að borga ekki og hefur ekkert fram að færa annað en gífuryrði.

Ég beið nefnilega spennt yfir að fá að heyra hvaða aðferð til lausnar deilunni SDG væri með uppi í sinni Armaníermi.

Jú, hann hafði eftirfarandi lausn.

Við leysum þetta með dómstólaleiðinni og ef þeir vilja það ekki þá er það þeirra mál.

Jabb, þetta heitir að vera ábyrgur stjórnmálamaður í Framsóknarflokknum.

Verði þeim að góðu.

Er það nema von að þessi flokkur hafi löngum verið í útrýmingarhættu.

Þeir eru með svo glataða formenn.

Þ.e. eftir Steingrím sem var ekkert annað en stórkrútt með hjarta úr gulli.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tær snilld" Sigurjóns Þ. Árnasonar

Höfundur hinnar "tæru snilldar" (sem Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri skírði hugmynd sina um Icesave) er enn spurður álits.

Nú af fréttastofu R.Ú.V.

Vona að fréttastofan sé ekki á sömu skoðun og Sigurjón, þ.e. að eitthvað sé að marka kjaftæðið í honum.

Þegar mér var bent á viðtalið í hádegisfréttunum í dag þar sem hann segir að eignir LSB dugi fyrir Icesave, þá varð mér bumbult.

Enda ekki úðað í mig gulli ég veit ekki hvað lengi.

Sigurjón Þ. Árnason;

Haltu kjafti!


mbl.is Segir eignir duga fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef við borgum ekki?

Það var raunhæft markmið að safnast saman á Austurvelli undir merkjum Búsáhaldabyltingarinnar í haust og vetur og fara fram á afsögn ríkisstjórnar, nýjar kosningar og stjórnlagaþing.

Reyndar er hlutur Harðar Torfasonar í þeirri þróun allri stórlega vanmetin en Borgarahreyfingin hefur eignað sér byltinguna.

Það mega þeir mín vegna, en rétt má vera rétt.

En þetta er útúrdúr.

Er það að sama skapi raunhæft að mæta og berja potta og pönnur vegna Icesave?

Af því nú skrifar fólk sig gegn Icesave í þúsundum talið þá myndi ég vilja fá svar við því hvað það sama fólk vill gera í staðinn.

Reyndar er það ekki þessi ríkisstjórn sem vaknaði upp einn morgun eftir kosningar og ákvað upp úr þurru að leggja þennan óhugnanlega skuldaklafa á þjóðina, það var gert af ríkisstjórn Geirs Haarde og ISG.

Ég skal taka þátt og garga "vanhæf ríkisstjórn" ef einhver getur frætt mig um annan möguleika í stöðunni sem þessari ríkisstjórn hefur yfirsést eða gengur fram hjá vísvitandi.

Ég er svo sannarlega ósátt alla leið yfir þessu Icesave máli og finnst það blóðugt að íslenskur almenningur eigi að greiða sukkið fyrir stórþjófana.

Spurningin er einfaldlega: Hvað annað er í boði?

Höfum við aðstöðu til að neita að borga, án þess að einangrast og verða hjálparlaus hér úti í Ballarhafi?

Svari því hver sem vill og veit.


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komminn ég!

Ég er vinstri kona og ólíkt því sem haldið hefur verið fram af fyrrverandi vinstri mönnum um að ástandið þroskist af manni, þá eykst mín vinstrimennska hratt og örugglega.

Aldrei sem nú finn ég hvernig þörfin fyrir félagshyggju og meðvitund um samhjálp og samábyrgð bullar í æðunum á mér.

Við erum einfaldlega í svo djúpum skít almenningur að við verðum að hjálpast að.

En...

Einmitt vegna þess að ég er vinstri sinnuð þá hleypir það í mig illu blóði þegar ég sé formann ASÍ og SA í fréttum þessa dagana, þétt upp að hvor öðrum, eins konar ástfangið par í bullandi hormónafasa ástfengisins, prédika að allir þurfi að standa saman.

Síðan hvenær hefur SA staðið með venjulegum launþegum í baráttu fyrir betri kjörum?

Launþegar og atvinnurekendur eru í eðli sínu andstæðir pólar þó hvorugir geti verið án hins.

Eins og í hjónabandi þar sem fólk er ákveðið í að þrauka og ekki meira en svo og þannig á það að vera.

Ég vil ekkert andskotans lóðarí á milli Gylfa og Vilhjálms.

En í alvörunni krakkar, þegar ASÍ og SA eru í andlegum sleik dag eftir dag eins og ástfangnir unglingar, þá hringja bjöllur.

Þær hringja hátt!

Nú þarf heldur betur að kanna hvað er í gangi.

Og þannig er nú það.

Komminn.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að detta í það fyrir bloggurum

Það er hvergi friður fyrir bloggurum.

Þeir eru með lyklaborðið í vasanum sumir og blogga svo eins og mófós um ólíklegustu hluti.

Ekki hægt að detta í það einu sinni án þess að fá um sig færslu.

Ojojoj.

"It´s a crying shame".


Hugsanlegur höfuðverkur

Icesave málið er ekki fyndið.  Það er ekki hægt að kreista út úr því skoplegan vinkil hvernig sem ég reyni.

En sumar fréttir um alvarleg málefni geta fengið mig til að brosa, út í annað.

Fyrirsögn þessarar fréttar er óneitanlega öðruvísi.

Blaðamennska?  Spá?  Von um eitthvað?  Er komin hugsuður í fréttirnar?

"Hugsanleg mótmæli á Austurvelli", segir Mogginn.

Ég ætla að vona að þeir fari ekki að skrifa mikið af fréttum um "hugsanlega" atburði.

Annars ætla ég að biðja ykkur um að hringja ekki í mig eftir kl. 22.03 í kvöld.

Ég verð með hugsanlegan höfuðverk.

Frusssssssssssssssssssss

Cry me a river.


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2987392

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband