Leita í fréttum mbl.is

Ást úr fjarlægð

Esjan hefur verið hluti af umhverfi mínu sem ég get endalaust dáðst að og jafnvel fengið kökk í hálsinn yfir.

Ég elska hana úr ákveðinni fjarlægð.

Eins og Bítlana, tunglið og sólina.

Mér hefur aldrei dottið í hug að vaða upp í hlíðar Esju til að kynnast henni nánar, ekki frekar ég hef áhuga á að kynnast Bítlunum persónulega (enda betri helmingur þeirra dauður), hvað þá heldur að mig langi á sólina og tunglið.

Ákveðin tegund ástar er best úr fjarlægð.

Það reynir á hrifinguna ef skotmark kærleikans kemur of nálægt, það getur hreinlega tekið gredduna úr málinu.

Hver kannast ekki við að hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðfangið þegar það ropar, klórar sér í rassinum eða hlær eins og hýena?

En undanfarin eitt til tvö ár hitti ég ekki kjaft sem er ekki rétt ókominn af Esjunni eða á leiðinni þangað í töluðum orðum.

Esjukreisið er alls ráðandi.

Ekki að það sé mér ekki að meinalausu, gott mál ef fólk vill klifra.

Reyndar er þetta ódýrara kreis en t.d. jeppa- einkaþotu- og sumarhallakreisið.

Bót í máli það.

Hvað um það, ég hef klifið tvö fjöll og það var í skólaferðalagi.

Litli Dímon og Helgafell eru í minni ferilskrá.

Og ég man að ég var að niðurlotum komin í bæði skiptin.

Eftir Dímon lagði ég hugmyndinni um príl á fjöll.

Það er svo mikið ekki ég.

Það var þegar ég var tólf.

Mikið árans þroskuð sem ég var - og er.

Jabb.


mbl.is Fólk í villu á Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þarna erum við enn og aftur sammála.  Ég elska fjöll en aðeins úr fjarðlægð.  Ég hef prófað að ganga á Dimon og Reynisfjallið klifraði og oft upp og niður sem krakki en færi ekki einu sinni upp í hálfar hlíðar í dag. 

Enda kemur það hér glögglega í ljós að fólk veður bara í vilu.

Ía Jóhannsdóttir, 7.6.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér á að standa auðvitað fjarlægð veit ekki hvaða fjörð ég er að tala um.

Ía Jóhannsdóttir, 7.6.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég vill frekar aka um þau, en ganga, enda aldrei gert það nema þegar ég var á skíðum sem krakki þá var nú ekki skíðalyftunum fyrir að fara fjandi er ég orðin gömul.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 10:14

4 identicon

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg

Og Akrafjallið geðbilað að sjá?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: hilmar  jónsson

he he he....

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.