Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Sunnudagur, 20. september 2009
Við gerum samning Moggi góður - Kapíss?
Ég sting hér með upp á því við Moggann að við gerum með okkur samning.
Ég skal láta ekkifréttir af "fræga" fólkinu yfir mig ganga, jafnvel lesa þær með umburðarlyndi og ef farið verður að vilja mínum, láta eins og þær séu ekki óþolandi lágkúra.
Á móti mun Mogginn hætta að birta fréttir af hugsunum þessarra sömu einstaklinga.
Í þessu tilfelli væri t.d. gráupplagt að segja af því fréttir þegar og ef Davíð Bekkham á von á barni sem þá mögulega er kvenkyns.
Í staðinn fyrir að slá því upp hvað hann vill gera - því það er ekki fréttnæmt.
Marteinn frændi þráir barn.
Ekki kjaftur hefur áhuga á því.
Enda Marteinn háaldraður, gott ef ekki hvítur nár og ófær um að geta börn.
En þið vitið hvað ég meinið.
Mig langar í viðbrenndar kartöflur - viljið þið ekki að skrifa smá klausu um það?
Nebb, ég er nóboddí - en samt. Hvorutveggja drepur mann úr leiðindum.
Gleðilegt Silfur.
David Beckham vill eignast dóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. september 2009
Allsber sannleikurinn
Glatað fyrir þennan náfrænda vinar míns, Erils Vandræðasonar, að koma í blöðunum þó hann hafi skroppið allsber í búð.
Krúttið, vona að hann láti sveppagróður í friði það sem eftir er.
En ég pæli oft í rosa furðulegum hlutum, kannski af því ég er stórfurðuleg sjálf, ég veit það ekki.
Ég las þessa frétt um nakinn manninn og fór að hugsa hvað hlutir væru í raun rangsnúnir og ólógískir ef maður veltir fyrir sér lífsins fyrirkomulögum.
Við fæðumst alsber - og höfum ekkert vit á að vera með einhver leiðindi yfir því.
Svo er okkur hent í föt til að halda á okkur hita og svo er okkur kennd blygðunarsemi.
Ekki má sjást í píkur, typpi né rassa. Almáttugur minn á fjallinu.
Þetta er nakinn sannleikurinn og þannig er það nú bara.
Ekki að ég hafi uppi nein áform um að hætta að ganga í fötum, ónei, en það er vegna þess að ég er með fatablæti, fer ekkert án þeirra klæða sem ég hef komið mér upp með ærinni fyrirhöfn.
Hefur ekkert með neina blygðun að gera.
En hvað um það þegar ég var gelgja fékk ég martraðir á martraðir ofan um að ég væri allsber úti á götu.
Alveg: Mig dreymdi að ég væri í góðum fíling í Austurstræti (já þetta er dæmi, draumadæmi), í sól og góðu veðri og ég var komin að því að fara í Eymundsson eða Gevafótó, jafnvel á Hressó eða inn í London dömudeild (nei, lýg því, þar voru kerlingarföt).
Ég sem sagt labbaði þarna alveg heljarinnar spræk í draumnum og virti fyrir mér mannlífið. Var alveg glöð með mig og var máluð og svona og dinglaði augnhárunum framan í mögulega kærasta, sem var urmull af í strætinu. Ég var í stuttu máli dropp-dedd-fokking-gjorgíus eins og alltaf.
Verður mér þá ekki litið niður á tærnar á mér og sé að ég er skólaus!
Nei, perrarnir ykkar ég var í fötum, en ég var skólaus!
Þetta var á tímum pattformaskóbúnaðar og buxurnar voru 15 cm. lengri út af því.
Ég stóð þarna sem sagt í Austurstrætinu skólaus með gallabuxurnar á eftir mér sem lækkun skóleysis nam.
Gallabuxnadregillinn náði aftur að Lækjartorgi - ég sver það svona nánast.
Jiminn má ég þá heldur biðja um að dreyma mig alsbera á árshátíð drykkjumannafélagsins í Hálfvitahreppi.
Það væri beinlínis léttir get ég sagt ykkur og ég lýg því ekki.
Farin í eftirmiðdagsbænir.
Úje.
Nakinn og til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 19. september 2009
Ekki meir Geir
Geir talar flotta norsku, hugsaði ég þegar ég horfði á þetta viðtal við hann í norska (og sænska) sjónvarpinu.
Að því sögðu var blómum ekki bætt á fyrrverandi forsætisráðherra.
Svör hans jafn aulahrollsvekjandi og þegar hann útskýrði kreppuna í máli og myndum, bæði hér heima og í "maby I should have" þættinum í breska sjónvarpinu - eeeekki svo sællar minningar.
Fredrik Skalvan vissi ekki hvernig hann átti að vera þegar Geir byrjaði útskýringarnar á orsökum hrunsins. Hann var bara vandræðalegur maðurinn, enda ábyggilega ekki kunnugur hinu íslenska stjórnmálamannaheilkenni - aldrei mér að kenna.
Sama þegar hann spurði Geir hvort hann ætti ekki að taka ábyrgðina og Geir fór í langar útskýringar um það mál.
Mig langaði til að gráta.
Hættu að tala.
Ekki meir Geir.
Plís, láttu kjurt liggja.
Við þjáumst nóg hérna úti í ballarhafi orðin að atlægi um allan hinn vestræna heim og got ef ekki Asíu líka.
Djísús.
Hefðu átt að minnka umsvifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 19. september 2009
..og það varð líf
Þegar Popppunkturinn hans Gunna var á Skjá 1 þá misstum við hér á kærleiks ekki úr þátt.
Síðasta sísonið þar var 2005.
Það má því nærri geta að hér var fagnað ógurlega þegar sami þáttur hófst á RÚV.
Vér horfðum á alla þættina hér við hirðina.
Reyndar eru tónlistarmenn, amk. sá sem hér býr eins og gangandi trivial pursuit (með áherslu á trivial) og svarar 90% allra spurninga hér í stofunni.
Hvað um það.
Vér urðum fyrir vonbrigðum.
Það vantaði eitthvað, neistann held ég eða það sem ég kalla "glimten i ögat", mér fannst eins og öllum leiddist í fína settinu hjá doktornum.
Meira segja Herr Dotor sjálfur virkaði sybbinn.
Auðvitað voru undantekningar, Áhöfnin á Halastjörnunni, krúttlegu skallakallarnir hlógu út í eitt og gátu engu svarað, tæpast hvað þeir hétu og virkuðu svo maríneraðir eitthvað. En þeir voru algjörar dúllur.
Jeff Who? hleyptu stuði í þetta líka, þeir voru einhvern veginn lifandi sem var ágætis tilbreyting í þessum annars lofttæmda andrúmslofti þáttanna.
Ég velti mikið fyrir mér hvað vantaði og ég gat ekki sett fingurinn á það.
Þangað til í gærkvöldi - því þá kviknaði líf!
Þátturinn var sendur út í beinni, með áhorfendum og nú bar svo við að það var stórskemmtilegt að horfa.
Felix og Gunni voru meira en framhliðin ein, komu til baka svo að segja. Dúllurnar.
Týpískt - síðasti þátturinn.
Halló - ég gæti grátið. Elska þessa þætti.
Dr. Gunni og Felix krúttfrömuður, ekki græta gamla konu.
Hafið þáttinn í beinni næst.
Annars, annars...
horfi ég ekki rassgat.
Og hana nú.
Meiri hálfvitarnir þessir ljótu hálfvitar að stela bikarnum af Jeff Who? sem eru okkar menn í höfuðborginni offkors.
Ljótu hálfvitarnir PoppPunktsmeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 18. september 2009
Fýlupúkahreyfingin
Hm...
Nú hafa puntstráin þrjú rifið sig upp með rótum og gefið skít í grasrótina.
Þau kalla sig hreyfingu og hafa þá væntanlega brúarsmíði og andstöðu við opna umræðu sem sitt aðal baráttumál.
Svo má ekki gleyma sjúkdómsgreiningarhæfileikanum sem finnst á meðal þremenninganna sem er ekki vont að hafa á tímum kreppu þegar það kostar hvítuna úr augum fólks að leita sér lækninga.
Fýlupúkahreyfingin hefur litið dagsins ljós.
Ég sé reyndar ekki hvernig þau hefðu átt að gera þetta öðruvísi, enda búin að mála sig út í horn með barnalegri hegðun og frekjuköstum eftir að hafa orðið undir í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á landsfundi Borgarahreyfingarinnar.
Baklandið (tveir varaþingmenn að mér skilst, leiðrétti það fúslega ef það eru fleiri) mynda með þeim hreyfinguna.
Mikið skelfing er ég orðin leið á þessum uppákomum.
Þetta fólk brosir aldrei.
Þeim er alltaf svo stórlega misboðið.
Nú fer brúnin á þeim væntanlega að léttast.
Og vonandi fær þjóðin nú frið fyrir stöðugum drama- og fýluköstum þingmannanna í fjölmiðlum.
Og Borgarahreyfingin getur farið að starfa eðlilega.
Þingmenn koma og fara.
Þörfin fyrir grasrótina er hins vegar alltaf fyrir hendi.
Guð forði okkur frá fleiri stjórnmálamönnum "fólksins" sem eru á stöðugri sjálfshátíð.
Til lukku BH.
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 18. september 2009
"Svo þakklát að þið eruð til" - eða þannig
Ég er ein af þeim sem hafði töluverðar væntingar til Borgarahreyfingarinnar.
Þarna var fullt af fólki sem ég þekkti, mis vel reyndar, fólk sem ég hafði trú á.
Og svo var kosið.
Borgarahreyfingin náði fjórum inn á þing, ég þarf ekki að tíunda þá sögu.
Um leið og talningu lauk, úrslitin ljós og fagnaðarlátunum linnti hófst tímabil stöðugra óláta í friðarhreyfingu fólksins sem vildi eigna sér búsáhaldabyltinguna.
Já ég er að tala um þingmennina, ekki hinn almenna félagsmann í Borgarahreyfingunni.
Ég sá þá koma í pontu þremenningana (undanskil auðvitað Þráinn Bertelsson sem er fyrst og fremst trúr sinni sannfæringu og tekur ekki þátt í klíkumyndunum og knúsorgíum, þar sem fólk þakkar hvert öðru fyrir að vera til út í eitt. Enda hrapaði hann snarlega af vinsældarlista hinnar heilögu þrenningar) og þeir skáru sig frá hinum almenna þingheimi með því að hreykja sér hátt, þeir voru öðruvísi, betri og göfugri, þeir frussuðu af vandlætingu yfir hinum glötuðu fjórflokkum. Munur en þau.
En auðvitað voru þau hvorki betri né verri en aðrir, bara jafn breysk og hinir. En þeir höfðu tækifæri til að vinna öðruvísi - sem þeir reyndar gerðu með öfugum formerkjum.
Ég tek fram að þannig horfði þetta við mér, eflaust eru mér margir ósammála, en ég get bara túlkað mína persónulegu upplifun.
Til að gera langa sögu stutta þá hefur aðdáun mín breyst töluvert í hina áttina og ætla ég ekki að nota stærri lýsingarorð um málið, enda alþjóðlegi kurteisisdagurinn í dag, hjá mér sko.
Almenningur hefur síðan fylgst með prímadonnuherferð heilagrar þrenningar á síðum dagblaða og annarra miðla nánast í beinni fram til dagsins í dag.
Nú neita þingmennirnir að beygja sig fyrir lýðræðislegum vilja þeirrar hreyfingar sem kom þeim á þing.
Þó tók steininn úr fannst mér þegar ég frétti að þeir hafi gengið út af fundi en tilkynnt að fólk mætti tala við þau þar sem þau voru í hliðarsal.
Hirðin veitti áhugasömum áheyrn.
Halló, hver ráðleggur þessu fólki? Einhver með ógeðslega sjúkan húmor. Ésús minn í PR-mennskunni.
Hér skrifa þeir svo í Moggann í og subba út lýðræðislega kjörna stjórn hreyfingarinnar.
Mér finnst þetta bara svo dapurt.
Þeim verður tíðrætt um bakland, Margréti, Þór og Birgittu.
Ég held að þessi þrjú séu ágætis manneskjur sem hafi svolítið misst sjónar á upphaflegum markmiðum.
Þá hefði verið ágætt að hafa GAGNRÝNIÐ bakland en ekki fólk sem hefur sett þau á stall og ástundar tilbeiðslukennda jámennsku í stað uppbyggilegrar gagnrýni.
Í pólitík er það ekki svo "að sértu mér ekki sammála þá ertu á móti mér".
En það er bara mín skoðun.
Svo ætti það að vera Birgittu, Þór og Margréti ærið umhugsunarefni að nýleg skoðanakönnun sýnir að 93% þjóðarinnar treysta þingflokksformanni BH ekki nokkurn skapaðan hlut.
Nú, en af því það er hinn alþjóðlegi kurteisisdagur hjá mér þá sný ég þessu við og segi að 7% þjóðarinnar treystir Birgittu.
Áts. Jafnvont.
Sorglegt og já ég er reið og sár yfir því hvernig komið er.
Aðallega vegna þess að þessi fíflagangur mun gera nýjum framboðum í framtíðinni erfitt um vik.
Hvernig á fólk að gleyma þessu rugli?
Óvíst um frekara samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Varúð: Ekki fyrir viðkvæma og heilsutæpa!
Ég ætla ekki að blogga um Icesave í dag. Ekki beint að minnsta kosti.
Icesave er heilsufarsvandamál hér og í nálægum löndum. Áhyggjur og örvænting er pjúra lasleiki sem getur leitt til hjartaáfalla, þunglyndis og annarra vandamála.
En burt frá Icesave og að myndefninu sem fylgir með fréttum af þessu ógeðismáli.
Þessi mynd hér fyrir ofan er búin að birtast svona milljón sinnum (nei, ekki að ýkja) og ég sé í alvörunni rautt þegar hún dúkkar upp enn einu sinni og það ekki bara vegna hins rauða bakgrunns.
Þessi mynd er beisíklí stórhættuleg andlegri heilsu minnar og fjölskyldunnar allrar.
Talandi um að tóbaksreykingar séu hættulegar! Kökubiti miðað við angistina og þunglyndið sem þetta óþolandi myndaofbeldi orsakar.
Þeir setja líka viðvaranir á tóbakið.
Ég vil þar af leiðandi með tilliti til hættulegs innihalds Icesave-frétta láta setja viðvörun á allar Icesavefréttir.
Varúð: Ekki fyrir viðkvæma og heilsutæpa.
Og þá er ég ekki bara að hafa áhyggjur af myndefninu þar sem þetta krúttlega hjarta gargar á mann í algjörum hortugheitum, heldur textann líka.
Icesave er bráðdrepandi andskoti.
Og svo mættu fréttastofurnar báðar sýna örlítið frjórri hugsun þegar kemur að myndefni þegar fréttir af Icesave, Kaupþingsklúðrum og fleiri kreppudæmum eru til umfjöllunar.
Þó ekki væri nema af hreinum mannúðarástæðum - ég segi ekki meira.
Icesaveskiltið í glugganum úti í London fær mig til að hugsa um hvort ekki megi rífa skiltið úr glugganum og demba því í hausinn á einhverjum útrásarníðingnum.
Hið eilífa skot af Kaupþingsfossaómyndinni í anddyri bankans gerir mig vitstola úr bræði.
Okei, ég ýki smá.
En þetta er samt svona um það bil nákvæmlega svona.
ARG.
Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Vanskilaskrá jafnþykk símaskráni
Það segir sig sjálft að í þessu árferði þar sem úrlausnir vantar varðandi greiðsluvanda heimilanna þá muni vanskilaskráin verða jafn þykk símaskránni.
Svo er það spurningin um þetta vanskilafyrirkomulag yfirleitt.
Og gjaldþrotin sem munu aukast með ljóshraða ef fram heldur sem horfir.
Þeir sem eru á vanskilaskrá nú eða gjaldþrota geta ekki hreyft sig fjárhagslega eru í hlekkjum og koma allsstaðar að lokuðum dyrum.
Kallar það ekki á svarta vinnu og um leið minni tekjur í ríkissjóð?
Er ekki tilefni til endurskoðunar á þessu fyrirkomulagi sem er einn stór vítahringur fyrir alla?
Verður ekki að skoða þetta dæmi upp á nýtt út frá þeim veruleika sem við finnum okkur í núna?
Ha?
Ég bara spyr og spyr.
Er orðin svo vonlítil um bjartari framtíð.
Farin í Bónus eða eitthvað.
Vanskil aukast hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Sikiley norðursins
Ég beið eftir einhverju þessu líku.
Þ.e. að maðurinn sem bjó til tengslanetið um fyrirtæki og einstaklinga yrði stoppaður af.
Það gerðist og svo var bara að bíða eftir útskýringunum.
Og nú koma þær.
Maðurinn er grunaður um upplýsingastuld.
Svo er eftirfarandi lætt með svona til þess að gera fyrirtæki mannsins dálítið ótrúverðugt líka:
Þá hefur forráðamaður IT Ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf. lýst nauðsyn á auknu gagnsæi með kortlagningu eigenda félaga og rekstrar þeirra. Í ljósi þess vekur það athygli að það félag hefur á hinn bóginn ekki virt skýr fyrirmæli laga um afhendingu ársreikninga undanfarin þrjú ár, segir í tilkynningu ríkisskattstjóra."
Fyrirgefið, en ég skal hengja mig uppá að það hefur verið tekin um það ákvörðun í hæstu hæðum að þessar upplýsingar sem forrit mannsins getur gefið megi ekki komast í umferð.
Súmí - en þannig held ég að það sé.
Andskotans Sikiley norðursins.
Grunaður um upplýsingastuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 16. september 2009
Ég er frá Finnlandi
Er það ekki frábært, æðislegt og dásamlegt hvað margir áhugamenn um hróður Íslands hafa tekið sig saman á undanförnum misserum og haldið úti stífri landkynningu fyrir okkur?
Hver á fætur öðrum stíga þeir fram þessir víkingar og koma okkur í heimspressuna.
Bráðum verður það þannig að fólk í öðrum löndum verður alveg; Björk who? en þekkir alla fjárglæpamennina með nöfnum og hefur meira að segja kennitölur þeirra á hraðbergi, maka, börn, skóstærð og fleira.
Íslensku glæpamennirnir eru að verða að heimilisvinum víða um heim og Ísland verður öllum kunnugt vegna glæpamannanna sem héðan koma.
Íslendingasögur hvað?
Björk hvað?
Laxness who?
Liðinn tími að ég segi glaðbeitt hvaðan ég er þegar ég bregð mér næst til útlanda.
Ég ætla að segjast vera frá Finnlandi.
Eða eitthvað.
Íslendingur sagður á bak við milljarðasvikamyllu í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr