Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Miðvikudagur, 16. september 2009
Drami, drami, drami
Hvaða drami er þetta í Mogganum?
Ég gat ekki heyrt að það væri mikil vanlíðun í gangi ef marka má þá nágranna sem talað er við.
Reyndar held ég að enginn myndi svara því aðspurður að honum þætti frábært og spennandi að fólk væri að skvetta málningu á húsin í götunni í skjóli nætur.
Full mikil úr þessu gert finnst mér þó.
Ég er ekki að mæla eignaskemmdum bót svo fjarri því, en ég sit ekki hér með stjórnlausan ekka, tæti af mér neglur og augnhár með glóandi járntöngum veinandi af harmi út af málinu.
Dálítið langt frá því sko.
Hmprmf
Nágrönnum auðmanna líður illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 16. september 2009
Flenging eina ráðið?
Ég stóð algjörlega með litla og stóra Bónus í Baugsmálinu skelfilega.
Goðsögnin um góðu kapítalistana hellaði mig algjörlega og rændi mig skynseminni og ég nánast grét yfir helvítinu honum Davíð sem lagði þessa góðu menn í einelti og notaði til þess íslenska dómstóla.
Ferlegt að þurfa að viðurkenna hvers lags auli maður getur verið þegar maður lætur öðrum um að segja sér hvað er rétt og hvað er rangt.
Davíð ER reyndar fullur hefndarþorsta og Jón og Jón Ásgeir GERÐU íslenskum heimilum stóran greiða á sínum tíma með opnun Bónusverslananna.
Afgreitt mál. Þakkarræðu lokið.
Það skelfir mig að verða vitni að hrokanum í þessum græðgisfurstum öllum.
Ef þeir standa ekki í málarekstri við fjölmiðla fyrir að segja frá því sem gerðist á mannamáli, þá eru þeir að svara með bullandi hroka og yfirlæti þessir dekurdrengir.
Jón Ásgeir er ok. á meðan hann á fyrir Diet Coke.
(Nú veit ég hvaðan hrokasafinn kemur, Þór Saari skiptu yfir í appelsín eða eitthvað).
Bjarni Ármanns telur fullkomlega óábyrgt að borga skuldir sínar.
Getur einhver tekið að sér að flengja þessa dekurdrengi?
Ég trúi ekki á ofbeldi en kannski er það eina sem dugir til að fá þá til að hætta að senda skuldpíndum almenningi fingurinn.
Myndræn flenging af einhverjum toga myndi lækka í þeim rostann.
Hvað þarf að gerast til að þessir menn átti sig á víddinni af afleiðingum græðgi sinnar og heimsku?
Urrrrrrrrrrrrrrr
Jón Ásgeir: Stenst enga skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Jóhanna "okkar"
Ég taldi mig geta séð það fyrir og það ekki vegna meðfæddrar nú eða áunnar spádómsgáfu, að sá sem tæki við keflinu af Geir Haarde sem forsætisráðherra myndi ekki geta gert neitt rétt.
Það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að reikna þetta einfalda reikningsdæmi upp á tíu plús.
Jóhanna er í glataðri stöðu verandi æðsta vald þjóðarinnar á slæmum tímum.
Nú veltir fólk sér upp úr því að það sé erfitt að fá viðtal við hana, einkum ef sá sem vill ná af henni tali er útlendur blaðamaður.
Það hefur auðvitað lítið að gera með málakunnáttu hennar ef nokkuð, hefur fólk ekki séð valdamenn heimsins (aðra en enskumælandi) nota túlka og það án þess að skömm þyki að?
Ég er viss um að ástæðan fyrir þögninni er ekki tungumálaörðugleikar.
Kannski bíður hún eftir því að hafa eitthvað að segja sem er að mínu mati ágætis tilbreyting frá símalandi jakkafötum sem blaðra um allt og ekkert, til hægri og vinstri, óábyrgari en blindfullur kókanínbarón á sterum.
Rannsóknir hafa sýnt að konur í pólitík eru varkárari en karlar og ég segi takk fyrir það.
Kannski að fólki vilji að Jóhanna taki "maby I should have" á útlendingana? Ha?
Ég kaus ekki Jóhönnu en ég ber virðingu fyrir henni og sú virðing hefur ekki minnkað.
Fólk kvartar yfir að hún sé ekki allra, hún sé þungbúin, þurr og lítið skemmtileg í samskiptum.
Fyrirgefið, er fólk að biðja um skemmtikraft í ráðuneyti forsætis?
Á að hafa forsætisráðherra sem er ábyrgur á daginn og grillar á árshátíðum landans á kvöldin og fer með gamanmál?
Nei, ég veit ekki um neinn stjórnmálamann sem ég vildi heldur hafa en Jóhönnu og það stendur alveg þar til einhver betri kemur fram á sjónarsviðið.
Og hættið svo þessu væli.
Gó Jóhanna.
Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Farin í felur
Vá hvað ég vildi ekki vera í sporum Gunnars í Krossinum núna ().
Jesús verður örugglega brjálaður þegar hann les þetta.
Farin í felur.
Ætla að vera í öruggu vari þegar fagnaðarlætin bresta á.
Forstöðuhjón Krossins að skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 14. september 2009
Af Jóni krúttfrömuði og sýningartímamálinu ógurlega
Jón Böðvarsson er merkilegur maður. Ég ætla að lesa viðtalsbókina sem kemur út fljótlega.
En.....
Ég horfði á umfjöllun í Íslandi í dag, sem er í sjálfu sér stórmerkilegur andskoti því það hef ég ekki gert síðan þeir sykurhúðuðu þann þátt og máluðu bleiksanseraðan, en ég gat ekki misst af stórmerkilegri "umfjöllun" þeirra (kvarti) yfir að RÚV ætli að sýna einhvern þátt á sama tíma og þeir sýna Fangavaktina. Búfokkinghú.
Hafið heyrt um heimatilbúnar fréttir?
Ekki? Núna er tækifærið til að kynnast slíkum iðnaði.
Sko, ég veit að það er rosalega inn að kvarta yfir afnotagjöldum, auglýsingamismunun og öðrum dólgslátum RÚV á markaði en ég er því bara alls ekki sammála að öllu leyti.
Reyndar er ég illa pirruð út í sjónvarpsdagskrá ríkissjónvarpsins á s.l. sumri og ég hef starfsmenn innkaupadeildar grunaða um að hafa verið á launum hjá annarri stjónvarpsstöð eða þá að þeir hafi unnið að því leynt og ljóst að reka fólk til að teygja sig í verkfæratöskuna og ná sér þar í slaghamra í því augnamiði að auka söluna á flatskjáum.
(Hér kem ég upp til að anda).
Illa gert að bjóða upp á þann hroðbjóð sem var þar að finna um helgar í sumar.
Allir eru ekki í tjöldum úti í guðsgrænu rassgati munið það næst.
EN og það er stórt EN - ég vil ríkissjónvarp og það sem meira er ég þakka mínum sæla fyrir það.
Raunveruleikaþáttafaraldurinn á hinum sjónvarpsstöðunum er andlegt sjónvarpsofbeldi af verstu gerð.
Reyndar er lágkúran frí á Skjá 1 en á Stöð 2 á maður að borga fyrir ósómann.
En að kjarna málsins, ég er komin með upp í kok af þessu skólasjónvarpsfólki á Stöð 2 þar sem stjórarnir væla eins og kenjakrakkar ef allt er ekki eftir þeirra höfði.
Veit þetta fólk ekki hversu óþolandi svona fórnarlambsvæðing á eigin sjálfi getur orðið fyrir þolendurna (áhorfendurna)?
Svo ætlast þeir í alvörunni til að RÚV breyti sinni dagskrá að þeirra hentugleikum.
Get over it - heimurinn er töff, ætlið þið aldrei að fullorðnast?
Hættið þessu andskotans væli.
Svo má Katrín alveg vippa RÚV af auglýsingamarkaði, það er sanngirnismál og ekki orð um það meir.
Og að lokum:
Kæri menntamálaráðherra: Í guðanna bænum ekki koma í viðtal hjá Íslandi í dag og gefa þar loðin svör um hvort þú munir beita þér í sýningartímamálinu ógurlega.
Þú átt ekki að blanda þér í rekstur ríkisstofnunar með þessum hætti.
Þér kemur það ekki við.
Og það átt þú að segja.
Skamm.
Hér er svo kvartklippið.
Ha? Finnst ykkur ég pirruð?
Nei, nei, bara góð sko.
„Flest gengið mér í hag“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. september 2009
Ég vil Pál Baldvin í Þjóðleikhúsið - takk
Einu sinni var ég spurð af frómri blaðakonu (já, svo fræg) hvort ég væri kona sem hefði skoðanir á öllu.
Ég hélt það nú, enda bloggari og alles.
Ég var hins vegar ekkert að upplýsa hana um að oft á tíðum hef ég ekkert skoðun á því sem ég þykist hafa skoðun á.
Finnst bara gaman að steyta görn, jájá.
En ég hef sterka skoðun á því hver á að verða Þjóðleikhússtjóri.
Algjörlega upp á punkt og prik.
Páll Baldvin Baldvinsson, heitir maðurinn og ég hef þá trú að verði hann ráðinn þá renni upp nýir tímar í íslensku leikhúslífi og það til hins betra offkors.
Ég veit auðvitað ekkert um hvort það er rétt hjá mér, en mig grunar það. Innsæi mitt hefur talað.
Ég þekki manninn ekki en við vorum samskipa í skólum Vesturbæjar.
Mér fannst hann þóttafullur og leiðinlegur unglingur svona séð frá sjálfri mér þar sem ég sat á mínum hrokastalli og virti fyrir mér öll fíflin í kringum mig ().
Hann skrifaði líka ömurlega krítík um eina af plötum míns heittelskaða í denn og það fannst okkur báðum skemmtilegt.
Ég held nefnilega að Páll Baldvin sé að mestu laus við sjálfshátíðarelementið sem þjáir íslenska listaelítu oft á tíðum.
Ég held að hann muni vinna Þjóðleikhúsinu gagn og þá áhorfendum í leiðinni með því að vera fyrst og síðast faglegur og sjaldnast eða aldrei í vinsældaleit.
Kommon þetta er maður með gífurlega þekkingu á málaflokknum.
Eini mínusinn við málið væri ef hann hætti í Kiljunni þar sem hann myndar stórskemmtilegt mótvægi við hina létt taugaveikluðu og stórskemmtilegu Kolbrúnu Bergþórsdóttur.
Sem ég er hins vegar ekkert hrifin af þegar hún skrifar í Moggann.
Já, ég vil Pál Baldvin.
Eins og ég hafi um það að segja.
Svo er hann beisíklí algjör dúllurass.
Vonandi er þetta þó rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 14. september 2009
Helvítis fokking fokk
Stundum grípur mig bjartsýni.
Ég fer að trúa því að hrunið kenni okkur nýja siði og nýjan þankagang.
Ég fer að telja mér trú um að svona lífsreynsla geti ekki látið heila þjóð ósnortna, að allt verði stokkað upp og það gefið upp á nýtt.
Ég læt mig dreyma um að klíkuskapur, vinátta, fjölskyldutengsl og fóstbræðralög heyri sögunni til sem atvinnumiðlanir á Íslandi.
Vá, ég verð að játa að ég barnalegri en mér er holt.
Vegna þess að lítið sem ekkert breytist.
Eins og sjá má hér, bara svo ég taki lítið dæmi.
Tek fram að þetta er ekki persónulegt, ég er bara orðin svo þreytt á þessu klíkuþjóðfélagi.
Á Íslandi skemmir það greinilega ekki fyrir að vera vel tengdur í fjölskyldu.
Helvítis fokking fokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 14. september 2009
Gamlar sálir minn afturendi
Ég myndi ráðleggja þeim í bandaríska þinginu að slaka á út af þessu framíkalli þar sem einhver þingmannanörd sagði Obama ljúga.
Þeir eru að fara á el límingós þarna í Whasington út af þessu.
Þeir ættu að horfa á eins og eitt myndband frá Alþingi Íslendinga á góðum degi þegar sársvekktir Sjálfstæðismenn, sem aldrei komast yfir að vera ekki við völd, fara á kostum við undirleik og bakraddir órólegu deildarinnar í Framsókn.
En eins og nánast allur heimur veit (þeir sem ekki hafa kynnt sér málið eru hálfvitar) þá erum við með elsta þing í heimi en það er ekki að sjá á hegðuninni innan dyra.
Ég ætla að snúa þessu við.
Þeim í USA er enginn greiði gerður með því að fara að kynna fyrir þeim barnalega hegðun á íslenska þinginu, gæti gefið þeim hugmyndir að óeirðum í þingsal heima hjá sér.
Einhver Michael-vera, sem mun vera alviskan holdi klædd úr eternum á að hafa haldið því fram að við værum svo gamlar sálir vér Íslendingar, en Bandaríkjamenn sem hefðu svo gaman af að leika sér og kaupa hluti væru ungbarnasálir.
Agú - versus fokkings alvitrir íslenskir sálaröldungar.
Michael hefur ekki séð nógu langt fram í tímann. Halló, hringja flatskjáir, sumarhallir, demantagemsar, jeppar, einkaþotur, græðgi, mont og oflæti einhverjum bjöllum?
Kannski væri gáfulegt að senda órólegu öldungadeildina á íslenska þinginu í námsferð til ungbarnasálnanna í USA.
Kannski þeir gætu lært eitthvað nytsamlegt.
Ónei, það gengur ekki.
Samkvæmt Michael þá eru gamlar sálir búnar að læra allt sem þarf að læra.
Eru bara að tjilla á jörðinni í síðasta sinn áður en þær verða eitt með alheiminum.
Úje.
Hart deilt um frammíkall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 13. september 2009
Að kaupa sér fylgihluti
Um fræga og ríka fólkið gilda aðrar reglur en um hinn andlitslausa massa.
Það er staðreynd.
Svo getur manni fundist það gott eða slæmt allt eftir smekk og skoðunum.
Sko, Madonna, Jolie-Pitt-samsteypan, Elton, Bítlarnir og fólk af þessum kalíber býr í eigin heimi og það lýtur sínum eigin reglum.
Þetta er fólkið sem lætur loka Harrods í London ef það ætlar að kaupa sér inniskó.
Fólkið sem aldrei hittir neinn nema þá sem það ákveður að hitta, rekst sem sagt aldrei á fólk á kaffihúsi eða í bíó. Aumingja fólkið, laun frægðarinnar (ég garga).
Þetta er fólk sem kaupir sér allt sem hugurinn girnist.
Líka börn.
Í gær langaði Elton John ekki í barn en í morgun hafði það breyst.
Sannið þið til, Elton fær sitt barn, á alveg sama einfalda mátann og hann lætur loka stórverslunum þegar hann kaupir sér gulrætur og tannkrem.
Flest af þessu fólki er eflaust ágætis fólk og verður gott við tökubörnin sín, ég efast ekki um það.
En það er engin trygging fyrir því og oftast fer þetta fólk framhjá venjulegu ættleiðingaferli, um það gildar aðrar reglur.
Ergó, allt getur farið á versta veg.
Alltaf þegar ég heyri af svona stingur það mig í hjartað.
Það minnir mig á hversu skelfilega börn eru undirseld duttlungum fullorðinna og ég tala nú ekki um þau börn sem fáa eða enga talsmenn eiga.
Stundum þegar ég les um ættleiðingar "fína" fólksins þá hef ég á tilfinningunni að viðkomandi hafi fengið sér nýjan fylgihlut þegar barnið á í hlut.
Alveg: Hvort á ég að nota Channelveskið við dragtina eða krakkann?
Tek þó fram að ég veit ekkert um Elton John, þ.e. hvort hann verður gott eða slæmt foreldri.
Það er bara ekki málið.
Elton John vill ættleiða dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 13. september 2009
Alveg að verða svona fullorðins
Gott að Magnús Árni Skúlason segir af sér sem bankaráðsmaður Seðlabankans.
Enda kæmi vart annað til greina.
Svei mér þá ef Ísland er ekki að verða fullorðins svona smátt og smátt.
Fólk farið að segja af sér eins og í þróaðri löndum. ()
Ég viss um að einn daginn í óskilgreindri framtíð munum við ná nokkuð góðum þroska í að taka ábyrgð á eigin klúðri.
Þann dag mun fólk sem verður á í messunni segja af sér án þess að hnýta aftan við að það hafi ekkert af sér gert og að einhver annar hafi gert það tortryggilegt og ladídadída.
Já ég veit það - óhófleg bjartsýni í mér sko.
En ég hef ákveðið að lifa á jaðrinum.
Fer fram á lausn frá störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr