Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Mánudagur, 25. maí 2009
Í útrás
Íslenskur vasaþjófur í Stafangri?
Mögulega.
Svo er íslenskur stórþjófur í Cannes..
Annar í London..
Íslenskir þjófar í "útrás" nema hvað.
Só?
![]() |
Íslenskur vasaþjófur í Stafangri? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. maí 2009
Kjaft- og skrifstopp
Pistlahöfundur Telegraph, Jonathan Russel, undrast hvers vegna Jón Ásgeir Jóhannesson, láti ekki fara minna fyrir sér en það hefði verið eðlilegt í ljósi hruns viðskiptaveldis hans nýverið.
Jonathan Russel vinur minn þekkir greinilega ekki þetta stökkbreytta víkingagen sem er í "útrásarvíkingum" okkar Íslendinga.
Svona veltir hann vöngum yfir Jóni Ásgeiri.
Þú ert ekki einn um það karlinn minn. Taktu númer.
Alveg er ég viss um að þessi pistlahöfundur verður kjaft- og skrifstopp þegar hann svo sér þetta, enda ekki skrýtið.
Mér er hins vegar óglatt.
Gry me a river.
![]() |
Veltir vöngum yfir Jóni Ásgeiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 24. maí 2009
Ég er..
Ég er hafragrautur..
Nokkrir kaffibollar..
Eggjakurl með papriku, sveppum og tómötum...
Hellingur af sódavatni..
Er það nema von að mig vanti sódastream tæki, grænmetisgarð og hamingjusamar hænur hlaupandi um í garðinum.
Jabb, þetta er ég.
Staðan svona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. maí 2009
Frávik vel þegin
Ótrúlegt hvað vel hefur tekist til að koma staðalímyndum inn í höfuðið á okkur.
Hvernig fólk á að vera, líta út, klæða sig, mála og greiða til að það standist kröfur okkar.
Evrópa (ef ekki heimurinn allur, svei mér þá) fór á límingunum yfir Susan Boyle þegar hún söng vel skaplega í Britain´s Got Talent um daginn.
Símasölumaðurinn og Susan eru frávik.
Hann var feitur, feiminn, með skakkar tennur, gekk með veggjum og gat svo sungið óperur eins og engill.
Susan er búttuð, með hár eins og hún búi í sænska vindvélarherberginu og hún er plebbi. Mögulega jómfrú. Hversu einstakt er það ekki í bransanum?
Sussí vinkonan komst áfram, þrátt fyrir að hafa ekki látið frissa á sér hárið og klæði sig eins og hún hafi ótakmarkaðan aðgang að klæðskerum Bretadrottningar.
Hvað liggur að baki?
Hún syngur ekki eins og Maria Callas, en það mætti halda að hún væri Jenny Lind endurborin.
Sko af því að útlitið passar ekki við röddina því meiri aðdáun yfir barka Sussíar. Fagur barki, álappaleg kona.
Ég er sannfærð um að hefði Susan Boyle verið standard í útliti, þ.e. í kjörþyngd eða minna, verið korrekt í tauinu og máluð upp á þrjá og þurrkloft, þá hefðu öll þessi læti í kringum hana aldrei orðið.
Þó sennilega hefði hún komist áfram, hún syngur eins og engill.
Hvað gerist svo eftir makeóver hjá konunni?
Þegar útlitið á eftir að passa við röddina?
Ætli hún endi ekki sem primadonna með attitjúd og fari jafnvel á séns eða eitthvað?
Þá mun markaðsgildi Susan Boyle snarlækka.
Djöfull sem þetta er erfiður heimur að búa í.
![]() |
Susan Boyle komin í úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 23. maí 2009
Dótturfélög Kópavogs
Farsinn í Kópavogi heldur áfram.
Með þá vini sem Sjálfstæðisflokkurinn á í voginum þarf hann enga óvini, þarna sjá stuðningsmenn Gunnars Birgissonar um að stroka sig út af yfirborði jarðar og það heilu ári fyrir kosningar.
Gunnar í Krossinum, þessi sem keypti snekkjuna eða bátinn um daginn styður nafna sinn heilshugar.
Finnst að það sé æskilegra að vinna með afkomendum sínum en ekki.
Þarna eru dótturfélögin mynduð eins og ekkert sé siðferðið.
Já og vel á minnst, Gunnararnir tveir gefa fyrirbærinu fjölskyldufyrirtæki nýja merkingu og minna mig á önnur "fyrirtæki" sem hafa lengi verið við líði í heiminum og eru kennd við ákveðinn stað á Ítalíu.
Jabb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Laugardagur, 23. maí 2009
Þorskandi mannréttindamissir - taka 2
Nú veit maður hvaða stúlkur verða á flotta samningum við Arnar Laufdal.
Ég bloggaði um samninginn hér og miðað við innihald þá treysti ég mér ekki til að óska vinningshöfum til hamingju.
En ég óska þeim hins vegar alls hins besta og vona að þær verði í lífinu metnar af verðleikum og dugnaði.
En...
Það er ekki við barnungar stúlkur að sakast þó einhverjar karlálftir kjósi t.d. Valenciastúlku (er það súkkulaði?) og skartgripastúlku.
Er Valenciastúkan þá best í að borða súkkulaði fallega?
Er skartgripastúlkan talin af dómnefndum vera lofandi sem gína?
Æi, þetta er rugl.
Farin að lesa.
![]() |
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. maí 2009
Réttlæti?
Kannski er eitthvað réttlæti á leiðinni í sambandi við bankahrunið.
Nema að þessir siðleysingjar hafi haft tíma til að fela slóðina.
Við sjáum til.
![]() |
Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 22. maí 2009
Í nafni breytinga
Hæ krakkar mínir södd og sæl.
Ég er ofboðslega bissí, er með tvö lítil systkini í pössun, litlu krúsídúllurnar mínar Jenný Unu og Hrafn Óla.
Ofboðslega gaman og mikið fjör.
En..
Eitt af mínum uppáhaldslögum er "Stand by me". Jájá.
Ég fékk þetta frábæra vídeó sent frá vini en þar eru götulistamenn að taka þetta fallega lag og þeir spila það saman en eru staddir víða um heim.
Ég banna ykkur, harðbanna meira að segja, að læðast út af síðunni án þess að hlusta.
Lagið er spilað í nafni breytinga, halló, það er allt í bullandi breytingarfasa.
Úje.
Gjörið svo vel og um ykkur mun hríslast unaður.
Gott ef ekki gæsahúð um allan kroppinn.
Ég kem síðar.
Ajö.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 22. maí 2009
Ekki sama hústökufólk og hústökufólk?
Mér hefur fundist vera til ágætis fólk í Framsókn.
Já, ég meina það, einn og einn.
Samt lenti ég á óvinalista Framsóknar fyrir kosningar.
Var stolt af því, er enn og mun verða.
En núna er ég eiginlega að tapa húmornum fyrir flokknum og án húmors þá hverfur toleransinn.
Hvað er að fullorðnu fólki sem situr á Alþingi og stundar þar hústöku?
Eins gott að óeirðalöggan verði ekki send á þingflokkinn og hann fjarlægður með "vægu" lögregluofbeldi úr þingflokksherberginu sem Helgi Bernódusson hefur gert þeim að losa og láta VG eftir.
Eins gott að þeir eru fínni hústökumenn en þeir sem tóku Vitastígshúsið og uppskáru bálilla lögreglu sem tuskaði þeim út ásamt með að rífa stóran hluta hússins í leiðinni fyrir eigandann.
Er munur á hústökufólki og hústökufólki?
Án gamans, þingmenn eru kosnir í lýðræðislegum kosningum og kjósendur velja þann flokk sem þeir telja leggi sig fram í vinnu fyrir land og þjóð.
En ekki virðist það aðalmálið í öllum tilvikum. Í tilfelli Framsóknarflokksins þá leggja þeir áhersluna á að sitja í þingherberginu, sem þeir "eiga" að erfðum að því mér skilst.
Spurningin er komast þeir upp með þessa miður krúttlegu óhlýðni?
Þvílíkur hálfvitagangur.
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 22. maí 2009
Búnar að fá nóg
Ég er á því að það séu stórustu mistök frá bankahruni (og er þá af mörgu að taka) að taka IMF inn í jöfnuna.
Saga þeirra er stór-varasöm og þeir hafa skilið eftir sig sviðna jörð þar sem þeir hafa komið.
Ég er fúl út í Steingrím J. sem var dedd á móti því að við tækjum lán frá þeim að láta þetta yfir okkur ganga en heldur sér nú til hlés og virðist hafa sæst við IMF og veru þeirra hér.
Ögmundur hefur talað um að það líti út fyrir að IMF andi ofan í hálsmálið á Seðlabankastjóra.
Ég held að það sé pent orðað hjá Ögmundi, ég held að sjóðurinn hafi læst vígtönnunum í hnakkann á Seðlabankanum.
Heiða vinkona mín hefur fengið nóg, hún hvetur til aðgerða.
Svo skulum við líta á skelfilegar afleiðingar IMF innblöndunar í Argentínu.
Í desember 2001 varð efnahagshrun í landinu vegna 150 milljarða dollara skuldar við Alþjóðagjaldeyrissjóðin.
Og þjóðfélagið hrundi. Fólk fékk nóg. Búsáhaldabyltingin í Argentínu hófst.
Ég hvet alla til að gefa sér tíma til að skoða myndbandið.
Mér er svo sannarlega hætt að standa á sama.
![]() |
Sendinefnd AGS í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr