Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Loksins!
Auðvitað mætti enginn í blysförina heim til Jóhönnu, en það mátti reyna.
Hvað um það og varðandi Jóhönnu.
Mér finnst löngu tímabært og teljast til töluverðra tíðinda að Breiðavíkurdrengirnir og önnur börn sem illa var farið með og voru á vegum hins opinbera, séu loksins beðin afsökunar.
Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir glæsilega úr ræðustól Alþingis í dag.
Það furðulega er að Mogginn er eini miðilinn sem ekki hefur vikið að þessum merkilegu tímamótum einu orði.
Geir Haarde hafði ekki séð sér fært að biðja þolendurna afsökunar á sínum tíma og ég kem aldrei til með að skilja hvers vegna það stóð í honum og ríkisstjórn hans.
Breiðavíkurofbeldismálið og önnur viðlíka eru svartur blettur á íslenskri sögu.
Ill meðferð á börnum þreifst og blómstraði í skjóli ríkisins.
Allir og þá meina ég allir, á öllum stigum, litu í aðra átt, gerðu ekkert og brugðust með því saklausum börnum sem aldrei gátu borið hönd fyrir höfuð sér.
Nú bíð ég eftir að þeir sem eftir lifa eða aðstandendur þessara barna fái skaðabætur sem sómi er að.
Fyrr er málinu ekki lokið.
![]() |
Enginn mætti í blysförina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Maðkur og matur
Ég hef farið hamförum út af salatbörum stórmarkaða hér á blogginu mínu.
Það er beinlínis ógeðslegt að sjá þessa bari þar sem tegundir hafa þvælst á milli íláta og á gólfið og allt er opið fyrir hvers kyns sýklum. Fyrr æti ég hund.
Nú gengur tölvupóstur þess efnis um netheima að í nammilandi einnar verslunar Hagkaupa sé nammibarinn maðkaður.
Halló, ég er jafn blönk á ástæður fyrir því að fólk fer í þessa "opnu" nammibari til að kaupa sælgæti fyrir börnin sín.
Þetta liggur út um allt gólf og er svo sóðalegt.
Svo veður fólk í þetta með berum höndum og guð má vita hvað síðasta verkefni þeirra nauðsynlegu verkfæra voru notaðar í strax á undan.
Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort okkur sé að fara aftur í hreinlæiti og meðferð á matvöru.
Ekki alveg að marka mig, ég er einstaklega klígjugjörn (hef það frá pabba, takið upp málið við hann ef ykkur langar til að kvarta), en það er svo borðleggjandi að ferskt grænmeti í opnum döllum hlýtur að draga að sér allskonar á opnum svæðum.
Sama með nammið.
Oj, farin að gera eitthvað annað, jafnvel þrífa klósettið.
Áður en ég blogga mér til hita og ógleði.
Arg.
![]() |
Engin kvörtun um maðka í nammibar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Þingrof í dag?
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að standa í málfundaæfingum undanfarið á Alþingi.
Þeir kannast ekki við málþóf, auðvitað ekki, en hver einasti þingmaður flokksins flytur ræður og fer á mælendaskrá oftar en einu sinni.
Síðan fóru þeir í andsvör við hvorn annan. Það tók flokkinn niður á nýtt plan í ergelsinu og frústrasjónunum sem eru að drepa þessa vösku baráttusveina lýðræðisins.
Ég ætla að vona að þing verði ekki rofið fyrr en ríkisstjórnin hefur komið helstu málum í farveg þannig að þau verði afgreidd fyrir kosningar.
Jóhanna getur ekki og má ekki láta Sjálfstæðisflokkinn koma í veg fyrir framgang góðra mála.
Svo er ég sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur með sumarþing.
Hver er í stuði fyrir sumarfrí á þessum óvissu- og hörmungartímum?
Ég skora á ríkisstjórn og Framsóknarflokk að halda kúrs og fá í gegn þau mál á þinginu sem almenningur bíður efir.
Ef þið vilduð vera svo væn.
Annars býð ég góðan dag frá ritstjórn þessa fámiðils hvar setið er og drukkið kaffi og plön lögð fyrir daginn.
Adjö så länge!
![]() |
Hægt að rjúfa þing frá og með deginum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Eitt - núll fyrir nýju Íslandi!
Ég gleðst innilega yfir því að hafa haft rangt fyrir mér.
Ég var búin að afskrifa lýðræðið í VR.
Kosning Kristins Örn Jóhannessonar er sigur fyrir lýðræðið og merki um breytingar sem almenningur hvar í flokk sem er hefur verið að vonast eftir.
Í stjórnmálum, í verkalýðssamtökum, í stjórnkerfinu, hjá fjármála- og eftirlitsstofnuum og hvar sem spillingu, óhóf og sérplægni er að finna.
VR er gamla félagið mitt.
Mér þykir vænt um það.
1-0 fyrir nýju Íslandi!
![]() |
Kristinn kosinn formaður VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Ég er ekki Jóhanna
Halló, ég er ekki fyrr búin að blogga um andúð mína á persónudýrkun fyrr en ég fæ þessa aulahrollsvekjandi frétt í andlitið þegar ég kíki á Mogga í sakleysi mínu.
Hvernig væri að sýna fólki þá lágmarks virðingu að leyfa því segja nei ef það kýs svo.
Eða bara leyfa því að hugsa sig um? Ha?
Það er einhver "ég geri þér tilboð sem þú getur ekki hafnað"-bragur á þessu.
"Ef þú verður ekki formaður Jóhanna og hættir þessari þvermóðsku þá verður blysför!"
Ég myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn og borða hval ef það væri verið að undirbúa blysaðför að mér.
Mér myndi líða eins og það væri verið að "stalka" mig.
En ég er ekki Jóhanna, þannig að það er best að ég þegi.
En eitt er á hreinu, ég fer ekki í neitt árans kyndilpartí.
Farin að tilbiðja eitthvað.
![]() |
Blysför til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Persónudýrkun - nei takk!
Hvað ætli verði fluttar margar fréttir af þrýstingi Samfylkingarinnar á Jóhönnu?
Ég skil Samfylkinguna alveg, Jóhanna er traustur og gegnheill stjórnmálamaður og það er ekki offramboð á þeim á þessum síðustu og verstu. Ég vona að þeir fái hana til að taka við keflinu af ISG.
En...
Persónudýrkun er eitur í mínum beinum. Það er stutt í hana, það er eins og við þurfum að leggja traust okkar og trú á einhvern og stundum upp að því marki að jaðrar við brjálæði.
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið komið fyrir á kollektívu þjóðaraltari og ég dauðvorkenni henni að hafa á sér allar þessar rosalegu væntingar heillar þjóðar.
Ég dáist mikið af Jóhönnu, er einlægur stuðningsmaður þess að hún verði sem lengst í pólitíkinni og ég treysti fáum jafn vel til að halda um stjórntaumana og henni.
En að persónudýrkun svona almennt, þá getur þessi tilhneiging fólks gert mig brjálaða, ég verð ofboðslega pirruð.
Besta fólk hangir í tilbeiðslugírnum á þessum krepputímum - því vantar sárlega einhvern til að bera uppi væntingarnar.
Lofræðurnar eru færðar upp á nýtt plan - minningargreinar; snæðið innmat!
Auðvitað er persónudýrkun lenska í Sjálfstæðisflokknum og telst þar til eðlilegra hátta en ég er að tala um venjulegt fólk hérna.
Davíð er enn í guðatölu hjá íhaldinu - hvað get ég sagt?
Einu sinni var ég með ákveðinn stjórnmálamann á stalli.
Hann gat ekki gert neitt rangt.
Maðurinn var bjargvættur öreiganna, hann skildi þá, lifði fyrir þá og barðist fyrir þá.
Svo hætti hann því og fór í annað - hann fór í borgaralegasta embætti sem fyrir finnst og nei, ég útskýri það ekki nánar.
Kommasálin í mér fékk alvarlegt áfall.
Ég var svo miður mín yfir að það væri maður á bak við goðið að ég lagðist í þunglyndi og ákvað að því loknu að taka ávallt til fótanna þegar mér færi að hraka af persónudýrkunarheilkenninu.
Ég er nefnilega tilfinninga- og stemmingamanneskja, hrífst með, græt yfir þvottaefnisauglýsingum, mér því verulega hætt við þessu ástandi.
Ég hef haldið mér á þessari beinu braut nokkuð þokkalega með örfáum smáföllum sem ég hef leiðrétt hið snarasta um leið og ég hef náð að stilla mig af.
Fólk er fólk, með tilleggi upp á kartöflur og baunir.
Það er vísast að muna það.
En það er margt gott að koma út úr þessum hörmungum.
Fullt af nýju fólki gerir sig gildandi og hefur helling að miðla.
Hlustum, meltum og metum.
En hendum helvítis altarinu á haugana.
Capíss?
![]() |
Beðið eftir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Jói á hjólinu
Forsetar Bandaríkjanna mega ekki skrifa innkaupalista öðru vísi en að vera tilnefndir til bókmenntaverðlauna - og svo fá þeir þau og það er eins víst og að Sjálfstæðismenn eru með heví málþóf niður á þingi!
En hvað um það.
Ég kalla eftir skoðanakönnun!
Hvað eru margir sem horfa á Ísland í dag á Stöð 2 eftir að Nína og Geiri tóku við taumunum?
Ég sver það að ég held að áhorfstalan hljóti að vera á pari með tölunni sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Ca. 30%.
Eins og mér finnst það óskiljanlegt að 30 prósentukvikindi vilji kjósa íhaldið þá gæti ég trúað að þessir sömu Einsteinar horfi á nærmyndir af hverjum slordóna sem mígið hefur utan í tré á fylleríi og náð að selja ömmu sína hæstbjóðenda.
Meira að segja fréttirnar eru í sama stíl á Stöð 2, svona drífum þetta af, segjum frá því allra nauðsynlegasta og förum svo í auglýsingar.
Annars er þetta ágætt fyrir RÚV, ég er farin að komast í tilbeiðslukennt ástand þegar ég horfi á fréttir og Kastljós, ég sverða og lýg því ekki.
Tárast af þakklæti yfir hverri einustu frétt og atriði.
Alveg: Takk fyrir að segja mér þetta og láta mig trúa að þið meinið það. Snökt.
En á þessum tímum breytinga, umróts, spillingarmála og komandi kosninga við undarlegustu aðstæður sem ég hef upplifað, þá málar Stöð 2 nærmyndir af einhverju liði í pastellitum, fótóshoppuðum og alveg ógeðslega 2007.
En..
svo var ég að heyra að þeir ætluðu ekki að vera með kosningasjónvarp.
Þá var mér allri lokið. Ekkert kosningasjónvarp? Er þetta skólasjónvarp eða æfingabúðir fyrir hálfvita og væntanlega kaupendur vídeóleiga?
Sko, gott fólk, af hverju í andskotanum eruð þið að borga fyrir þetta rugl dýrum dómum?
Vídeóleigan er úti á næsta horni.
Eða eins og í mínu tilfelli inni í friggings sjónvarpinu.
Fjarstýringin bjargar lífi mínu hvern dag.
Á morgun vonast ég eftir að fá nærmynd af Jóa á hjólinu.
![]() |
Obama hlýtur tilnefningar til bókmenntaverðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Takk, takk, takk
Það bjargar sálarheill minni að heyra að Eva Joly, hefur verið ráðin ráðgjafi íslenskra yfirvalda varðandi rannsókn á efnahagsbrotum tengdum hruninu.
Eva segir það brandara hversu fáir menn vinna við að rannsaka bankahrunið.
Eva: Þú ert ekkert búin að sjá nema brotabrot ennþá.
Öll þessi mál og viðbrögð við þeim sýna fram á ótrúlega afneitun stjórnvalda í kjölfar hrunsins og það má segja að hún ríki enn í ýmsum herbúðum.
Að minnsta kosti er bullandi afneitun í gangi hjá Sjálfstæðisflokki nú eða þá að þeir hafa góða ástæðu til að halda öllu í myrkrinu.
Mikið skelfing er það góð tilhugsun að sérfræðingur efnahagsbrotum skuli koma að hruninu hjá okkur.
Einhver með bein í nefinu, ótengdur með öllu.
Sem nýtur alþjóðlegrar virðingar í starfi.
Takk Óðinn, Þór, Búdda, Ésús og allir hinir.
Úff.
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Ég verð ekki eldri
Bara smá lífsmark frá mér.
Ég er í raun gapandi yfir því sem ég verð vitni að núna í þessum skrifuðu orðum.
Geir Haarde er í ræðustól á Alþingi og er að ræða stjórnarskrárbreytingar.
Það sem hissar mig og furðar er að þessi dagfarsprúði maður er bálillur.
Fer hamförum svona miðað við það sem hann er þekktur fyrir.
Snýr sér að Jóhönnu og hundskammar hana.
Ég held að ég verði ekki eldri.
![]() |
Fjórða stigs málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Dansað í þinginu
Í mínu sjálfskipaða, borgaralega eftirliti, hékk ég fram á lappir mér þar til þingi lauk í nótt.
Þess vegna get ég miðlað til ykkar sofandi og ábyrgðarlausu sauða, að á þinginu gerast hlutir sem stilla mann af, hafi einhver verið að þjást af minnisleysi varðandi atburði undanfarinna mánaða.
Það sem Sjálfstæðismenn grenja sífellt yfir þessa dagana er skortur á aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu og fyrirtækjum í sama landi (ef það er teljari á orðanotkun úr ræðustól Alþingis þá hlýtur hann að vera brunninn yfir, þegar þetta er skrifað).
En í gær héldu þingmenn Sjálfstæðisflokks, þessir sönnu mannvinir, frumvarpi til laga um séreignasparnað í gíslingu fram í nóttina. Þessu frumvarpi sem mun gera fólki kleyft að leysa út hluta þessa sparnaðar sjálfu sér til bjargar. Haldið þessu til haga. Þeir ætla nefnilega að halda þessu áfram í dag!
En að öðru. Ég er laumuskotin í Pétri Blöndal, þrátt fyrir að skoðanir hans séu að mínu mati eins og úldnar sardínur í tómassósu.
En hann er þó samkvæmur sjálfum sér og virðist ekki mikið fyrir leikaraskap.
En hin raunverulega ástæða er sú að hann á það til (átti amk.) að vippa sér í kramhúsið og dansa afríska dansa við dynjandi bumbuslátt. Halló, hvernig er hægt að láta sér líka illa við svona tátiljudansandi þingmann? (Oh, munið þið eftir tátiljunum krakkar?).
Og þar sem ég hangi yfir þinginu og er að deyja úr leiðindum þá hef ég óbrigðult ráð til að halda góða skapinu og úthaldinu í hámarki.
Ég set leiðindafauskinn Birgi Ármannsson og Sigurð Kára Kristjánsson (don´t get me started) í sokkabuxur og tátiljur (jafnvel balletpils) og læt þá dansa skemmtilega og flippaða dansa, funk eða hiphop, æi þið vitið.
Þá verður þetta þolanlegt.
Apúmm, apúmm, apúmm.
Og svona upp á framtíðina, þá eru hópdansar að koma sterkir inn.
Dæmi:
Þetta blogg fer undir menning og listir.
Ha? Þeir verða ánægðir með það strákarnir, ekki beinlínis það sem manni kemur í hug þegar maður horfir á þá.
Nema ef vera skyldi til að dást að handbragði klæðskeranna sem sauma utan á þá.
Jabb, klæðskerarnir rúla.
![]() |
Þingfundur til að verða eitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr