Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Hlæ ekki að íhaldinu
Tryggvi Þór upplýsti um fjármál sín. Sjálfsagt mál og eðlilegt og ætti að vera til siðs en ekki undantekning eins og nú er.
Svo kemur Ari Matt og gerir slíkt hið sama.
Ég myndi ekki nenna að blogga um þetta en geri það af því að ég fíla húmorinn hans Ara í tætlur.
Að stofna fyrirtæki sem heitir ENRON er gargandi snilld.
En ég er sem sagt að blogga um þetta um leið og ég fylgist með bálillum málþæfandi Sjálfstæðismönnum í þinginu.
Ég gæti sagt að það hlakkaði í mér yfir því hversu fúlir þeir eru að vera án valdsins, að vera komnir í almenn sæti á Alþingi.
Ég gæti sagt að ég hafi hlegið illgirnislega þegar þingflokksformaðurinn þeirra hún Arnbjörg nánast gargaði í pontu áðan á Árna Þór af því að hann var eitthvað að stríða henni vegna málþófs.
En ég segi ekkert svoleiðis.
Auðvitað er ég ekki að skemmta sjálfri mér á kostnað íhaldsins.
Ætti ekki annað eftir.
Það væri beinlínis kvikindislegt.
Slíkt myndi ég aldrei gera.
![]() |
Ari upplýsir um fjármál sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. mars 2009
Það er af sem áður var
Sjálfstæðismenn vilja ekki breytingar á stjórnarskránni.
Nú eru þeir í öflugu málþófi til að koma í veg fyrir að breytingar á stjórnarskrá komist á dagskrá þingsins.
Þeir raða sér á mælendaskrá, í lokaumræðunni um séreignasparnað, sumir aftur og aftur, veita andsvör hjá hvor öðrum, allt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að frumvarp sem íslenskur almenningur hefur kallað eftir nái fram að ganga.
Eins og góðir andófsmenn þá þverneita þeir að vera að þæfa og og eyðileggja.
Hva, þetta er alsiða hjá íhaldinu að taka sér bólfestu í ræðustól á Alþingi, eða þannig.
Ég ætla rétt að vona að þingfundi verði ekki slitið, að þingið haldi áfram þar til stjórnarskrábreytingin fæst rædd.
Held áfram að fylgjast með þessari ábyrgu stjórnarandstöðu.
Það er af sem áður var.
![]() |
Saka sjálfstæðismenn um málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 9. mars 2009
Helvítis fokking fokk dugar ekki lengur!
Það er að renna almennilega upp fyrir mér í þessum skrifuðu orðum hvað fjárglæpamennirnir íslensku eru búnir að vera að gera sem hefur orðið til þess að við erum nú gjaldþrota þjóð með orðspor sem hæfir hlandkoppi.
Sárast þykir mér að stjórnvöld sem treyst er fyrir þjóðarhagsmunum hafa brugðist á öllum stigum máls og héldu áfram að bregðast þar til stjórnin sprakk að lifa í afneitun eða þöggun af einhverjum ástæðum.
Mér er í raun sama orðið hver brást og hvers vegna, ég vill bara að þetta lið fái ekki að koma nálægt stjórn landsins, hvorki sem embættismenn eða pólitíkusar. Út með hyskið.
Enginn hefur enn verið yfirheyrður einu sinni. Allt virðist vera í gúddí fíling, einn saksóknari situr með tómar hillur og ég fæ það á tilfinninguna að þetta sé sjónarspil.
Nú er Straumur farinn.
Þar bætist í skuldapottinn og við getum ekki borið hönd fyrir höfuðið.
30% þjóðarinnar vilja meira af Sjálfstæðisflokk.
Á því hlýtur að vera skýring, enginn er svona dofinn frá heila og niðurúr að hann sjái ekki þá synd sem felst í að hafa látið þetta sukk vera mögulegt og gera ekkert til að stöðva það.
Þetta fólk hlýtur að vera dofið og í sjokki.
Ég er búin að ganga í gegnum allan pakkann af tilfinningum og það er ekkert lát á.
Um leið og ég byrja að reyna að vera jákvæð, safna mér saman og byggja upp í mér baráttuþrekið þá kemur ný frétt.
Frétt sem ég hvorki get né vil melta.
En ég verð.
Helvítis fokking fokk lýsir ekki líðan minni lengur.
Kemst ekki nálægt því einu sinni.
Ég ætla ekki að setja neitt í orð núna.
Það gæti einfaldlega komið mér í fangelsi.
Ég ætla ekki að gera ógeðisbarónunum þann greiða.
En megi sumir brjóta á sér eitthvað af útlimum (DJÓK).
GARG
![]() |
Ríkið tekur Straum yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 9. mars 2009
Leðurblakan og dansmeyjan
Á nýliðnum Öskudegi voru Jenný Una og Hrafn Óli (eins árs) bæði í búningum.
Hrafn Óli var leðurblaka.
Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að mér og Helgu (frumburði) fannst ótrúlega dúllulegt að barn væri leðurblaka án þess að A) vita hvað leðurblaka er, B) hafandi ekki grænan grun um að Öskudagur sé til hvað þá heldur að dagar séu ekki allir eins og C) að hafa henst um allt án þess að hafa hugmynd um að hann væri í sérstökum búningi.
Hér er svo vídeó af Jenný Unu á öðrum degi en Öskudegi.
En henni er sama um það. Hún er bara glöð og kát eins og alltaf, syngur, dansar og talar tungum.
Þetta er gleðijöfnun á degi bömmersins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. mars 2009
Solla og vitjunartíminn
Mogganum finnst allt merkilegt sem frá Birni Bjarnasyni kemur. Þessi tilbeiðsla er krúttlegt næstum því.
En ég er á því að Ingibjörg Sólrún hafi gert rétt þegar hún tók aftur ákvörðun sína með að vera áfram í pólitík. Bæði af heilsufarslegum og pólitískum ástæðum.
ISG er ein af okkar merkilegustu stjórnamálamönnum.
Ég kynntist henni fyrst í kvennabaráttunni og hún var kona valddreifingar og grasrótarsinnuð með afbrigðum, eins og við flestar á þessum dásamlega tíma.
Betri borgarstjóra hafa Reykvíkingar ekki haft. Hún innleiddi ný vinnubrögð í borginni, með gegnsærri og heiðarlegri pólitík.
En svo gekk hún í björg. Ég áttaði mig aldrei á ISG eftir hún stökk með Samfylkinguna í stjórn með Sjálfstæðisflokk eftir síðustu kosningar og það án þess að láta reyna félagshyggjustjórnarmyndun.
Þá og síðan hef ég bara ekkert kannast við vinnulag þessarar konu.
Eftir stendur að ISG hefur verið mín fyrirmynd og fjölda annarra kvenna um margra ára skeið.
Ég óska henni góðs bata og bjartrar framtíðar.
Einkum og sér í lagi óska ég henni þess að uppgötva frelsið sem felst í því að átta sig á að ekkert okkar er ómissandi.
P.s. Ætli Moggann vanti tilfinnanlega blaðamenn?
Kommon, þeir týna molana frá BB og nota eins og um lærðar fréttaskýringar sé að ræða.
![]() |
Björn óskar Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Fíbblið ég
Ég er eins og margir meðbræðra minna og systra, ég á það til að láta ljúga mig fulla og sjá það sem ég vil sjá.
Ég missi reglulega dómgreind gagnvart mönnum og málefnum, hlusta ekki á rök og staðreyndir, bara velti um í minni blindni og heyrnarleysi eins og enginn sé morgundagurinn.
Skömm að þessu.
Ég ákvað einhvern tímann eftir að Bónus opnaði að Jóhannes og sonur væru af guðum sendir.
Ég hefði ekki viðurkennt það en mér fannst örla fyrir geislabaug á þessum hetjum öreiganna á myndum, en ég þorði ekki að fá það staðfest.
Maður vill ekki vera látinn í aðskorna treyju með óklæðilegum ermum ef nokkur kostur er.
Og þvert á allt sem ég las og heyrði um litla Bónus þá var ég staðföst í þeirri trú minni að þarna væri á ferðinni einhvers konar nútíma Hrói Höttur.
Þetta er auðvitað ógeðslega heimskulegt þar sem ég er vinstri kona og á að vita að Hróar eru ekki til nema í ævintýrum.
Ég fann hryllilega til með litla grís þegar Davíð og dómsveldið böggðu manninn stöðugt. Þennan ljúfa mann fólkisins sem vildi að við gætum borðar unnar kjötvörur á lágmarksverði.
Jafnvel eftir hrun var ég að reyna að réttlæta heimskuna í sjálfri mér, sem ég opinbera núna fyrir öllum sem lesa þessa síðu, það er nefnilega svo ári sárt að játa sig blekktan, aðallega af sjálfum sér eins og í mínu tilfelli.
En stundum langar mig að trúa því að fólk sé bara dísent og geri hluti af góðum hug fyrst og fremst.
En ég gleymi aldrei tilfinningunni sem greip mig þegar ég sá myndirnar innan úr snekkju þeirra hjóna, Jón Ásgeirs og Ingibjargar.
Það var eins og að komast í risherbergið þar sem málverkið hans Dorian Grey var á bakvið dúk.
Lúxusinn, óhófið, dekadensinn og sjálfsdýrkunin var sýnileg á hverri einni og einustu mynd.
Þarna fer fólk sem velur aðeins það "besta" (lesist: sem finnst ekkert nógu flott og fínt, dýrt og brjálað, þegar það sjálft á í hlut).
Mikið skelfing vildi ég að maðurinn hætti að kvarta, tæki ábyrgð og byrjaði á að leggja til peninga upp í hítina sem eftir hann og hina sukkbarónana stendur og okkur almenningi er ætlað að fylla í.
Jabb, þetta vildi ég sagt hafa og já, ég er fífl.
![]() |
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.3.2009 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Þvottahegðun móður minnar
Svona í tilefni dagsins og allt það.
Þá man ég eftir þvottadögunum hennar mömmu minnar (og ömmu líka reyndar) þegar ég var barn.
Mamma með sex stelpur (síðar kom einn strákur og enn ein stelpa svona til að bæta við verkefnin) átti þvottadag á hálfsmánaðar fresti.
Á þeim dögum fór hún í þvottahúsið í kjallaranum og sást ekki meira daginn þann nema til að koma upp og fá sér kaffibolla.
Ég man að hún fór í stígvél og var frekar vígaleg í gallanum svona miðað við fíngerða persónu sína.
Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tímann beðið um hjálp, nema þá kannski að við ættum að líta eftir með þeim yngri á meðan á kjallaradvölinni stóð, en þarna stóð hún og þvoði í þvottavélinni, skolaði og vatt með rafmagnsvindu, hengdi upp og straujaði.
Forleikurinn að þvottadegi var að leggja í bleyti.
Þetta telur ekki með allan þvottinn sem hún þvoði í höndunum á milli þvottadagana.
Og hún elskaði að þvo, og hún vissi ekkert betra en að geta hengt út á snúru, vegna lyktarinnar sem kom í tauið.
Ég bjó ekki hjá foreldrum mínum en var þar eins og grár köttur.
Ef ég kom í hvítum eða ljósum fötum mátti stilla klukkuna eftir þeirri staðreynd að hún reif mig úr peysu eða treyjum sem voru ekki nógu "bragglegar" og svo lagði hún í klór og þvoði eftir kúnstarinnar reglum og flíkin varð betri en ný.
Svo straujaði hún og henni fannst það líka skemmtilegt.
Hún straujaði taubleyjur og viskustykki, ésús minn á galeiðunni!
Svo kom sjálfvirka þvottavélin.
Sem var ekki sjálfvirkari en svo að það þurfti konu til að setja í hana, starta henni og hengja úr henni.
En nú eru breyttir tímar.
Karlmenn þvo eins og mófóar vænti ég.
Eða hvað?
![]() |
Þvottavélin frelsaði konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Á þessum bleika degi
Ég er alveg búin að finna út úr því hvernig er best að meika það í lífinu.
Ef maður dinglar sér í sjónkanum nógu lengi til að maður brenni fastur í höfuð fólks þá ertu með pottþétta uppskrift á sökksess.
Ég ætla ekki að æra óstöðugan og fara að fokkast út í hann Sigmund Erni eitthvað að ráði, það eru svo margir sem láta þá staðreynd að Sigmundur mætti á svæðið og lenti í 2. sæti í NA-kjördæmi fara illilega í taugarnar á sér.
Reyndar var Sigmundur Ernir settur á minn svarta lista eftir gamlárskvöldsdramað í Kryddsíldinni, þá setti hann einfaldlega niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Svo getur hann verið háfleygur og spakur á þingi án þess að það trufli mig.
En þetta sökkar auðvitað að einhver sem hefur ekki komið nálægt pólitík, bara verið í sjónvarpinu, labbi inn og skjótist upp fyrir fólk sem hefur unnið hörðum höndum í flokksstarfi og lagt heilmikið á sig.
Ég skil vel að fólk verði pirrað.
Annars eru fjölmiðlamenn og aðrir sviðsljósálfar oft kallaðir guðir nútímans.
Ég meina fólk vill vita hvað þeim finnst gott að borða í morgunmat.
Hvenær þeir hafi fyrst dottið í það.
Og annað fánýtt kjaftæði sem manni kemur ekkert við.
En hver er ég að vera að rífa mig.
Er farin að horfa á Silfrið á þessum bleika degi.
![]() |
Næsta skref að flytja norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Áfram stelpur!
Til hamingju allir með þessar frábæru konur hjá VG í Reykjavík.
Ekki leiðinlegt að sjá þessi úrslit þegar maður vaknar glaður og hress á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna.
Njótið dagsins konur. Við eigum hann.
Hugsum til kynsystra okkar sem eru ekki eins heppnar og við.
Konur sem búa við kúgun og mannréttindabrot.
Þó enn sé ýmsu ábótavant hjá okkur þá er það barnaleikur miðað við stóran hluta kvenna í heiminum.
Áfram stelpur!
![]() |
Katrín og Svandís efstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 7. mars 2009
Dokjúmentasjón um ekki neitt
Svei mér þá ef öll íslenska pressan hangir ekki í raðfullnægingum yfir Fáfni, þarna plebbafélaginu.
Þeir eru búnir að standa og fylgjast með hvort vítisenglar séu með þessari og hinni flugvélinni síðan á fimmtudag, ég legg ekki meira á ykkur.
Ekki að þeir séu sunnudagaskóladrengir í Hell´s angels, en fyrr má nú vera áhuginn.
Sjaldan hefur verið jafn mikið skrifað á stuttum tíma um partígesti sem ekki eru í partíinu.
Nú hangir blaðamaður Moggans með ljósmyndara fyrir utan Fáfnisfélagsheimilið og dokjúmenterar einhverja mótórhjólanörda í sígópásu fyrir utan hús.
Vá, spennandi.
Stundum læt ég mér detta sú fásinna í hug að pressan bíði spennt eftir að allt fari í bál og brand.
Að minnsta kosti tel ég að henni væri það ekki á móti skapi.
Cry me a river.
![]() |
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr