Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Mánudagur, 16. mars 2009
Hvað er málið?
Íslenskur almenningur hefur kallað eftir gegnsæi og heiðarleika í vinnubrögðum allt frá hruni.
Það ákall ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum.
En samt gerist það aftur og aftur að þeir sem skipaðir eru til verka í tengslum við hrunið orka tvímælis.
Nú er það Lögmannsstofan Logos.
Þeir segjast aldrei hafa unnið fyrir Baug.
En nú er það komið á daginn að þeim var falið að annast málarekstur Baugs Group á hendur ríkinu, vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir af völdum lögreglunnar.
Hvað er þá málið?
Hvaða þvælingur og stappa er í gangi?
Gjörið svo vel að skipa nýjan skiptastjóra sem er hafinn yfir vafa.
Þarf að klippa þetta út í pappa fyrir fólk?
Arg.
![]() |
Logos vann fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Takk, en nei takk
Hver kjaftur sem fer í prófkjör lýsir því yfir á einhverju stigi máls að hann hafi fundið fyrir víðtækum stuðningi.
Fleiri hundruð ef ekki þúsundir manna hafa legið í prófkjörskandítatnum og grátbeðið hann um að fara fram, að bjarga málunum.
Það er ekki nokkur eftirspurn eftir mér, ég er svolítið leið yfir því.
Ekki af því að ég myndi stökkva á framboðsvagninn, ónei, en ég myndi elska það að segja takk, en nei takk.
Auðvitað gæti ég haldið því fram hér að síminn hafi ekki stoppað síðan í hruni, ekki flóafriður frá hinum ýmsu flokkum og fylkingum að biðja mig um að fara á lista, en ég þori það ekki, lygin gæti komið mér á húrrandi fyllerí.
Hvelvítis ekkisens heiðarleikabarátta alltaf hreint.
Annars angar allt í hvítlauk á þessu heimili.
Ég gerði mína eftirsóttu Pizzu Jenfórare og hún var dásamlega góð.
Mínusinn er hins vegar viðkomandi hvítlaukslykt sem er að drepa mig.
Steinselja gott fólk (smá húsráð frá mér), slær á þá angan út úr manni en gerir ekkert fyrir eldhúsið.
En...
Nú nenni ég þessu kjaftæði ekki lengur í bili.
Farin að setja niður kartöflur og taka upp rabbabara.
Ekki er ráð og allur sá ballett.
Þíjú.
![]() |
Fann fyrir víðtækum stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Nokkrar góðar vikur án stjórnmálamanna
Ég horfði á Silfrið offkors.
Æi og ói. Nú er friðurinn úti.
Pólitíkusarnir komnir aftur enda að koma kosningar og fólk forvitið að heyra hvað þeir hafa að segja.
Ég gerði mér samstundis grein fyrir því þegar strákarnir byrjuðu að kalla hvor upp í annan að það hefur verið dásamlegt að hlusta á fólkið sem hefur verið í þáttunum síðan eftir hrun.
Venjulegt fólk sem hefur beðið eftir að það kæmi að því verið kurteist og lágstemmt.
Frammíköllin og hamagangurinn eru komin aftur.
Alveg: Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Meira bölvað fyrirkomulagið á þessu öllu og ég er engu nær.
Nema að VG vill gjarnan halda áfram stjórnarsamstarfinu. Mér finnst gott að vita áður en ég kýs hvað flokkurinn sem ég exa við hyggst gera eftir að atkvæði hafa verið talin.
Samfylkingin hins vegar, er með allt opið, ekkert breytt á þeim bænum ef marka má hann Árna Pál.
Erfðaprins íhaldsins kom ekki á óvart. Algjörlega fyrirsjáanlegur.
Treysti ég þessum strákum?
Neibb, ekki baun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Tveggjalófamiða á íhaldið
Ég segi það enn og aftur og mun að líkindum halda áfram að fullyrða það.
Ég botna ekki í Sjálfstæðismönnum.
Eitt skil ég þó, hinn almenni Sjálfstæðismaður elskar Árna Johnsen.
Og jakkafatamafíuna sem stóð í brúnni þegar við rúlluðum á hliðina.
Engar breytingar takk, segja þeir og krossa við gamla gengið.
Það á að setja tveggjalófamiða á Sjálfstæðisflokkinn öðrum flokkum til viðvörunnar;
"Bannað að taka með í stjórnarsamstarf. Löngu komið fram yfir síðasta söludag".
Annars í fínu formi bara.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 14. mars 2009
Snillingar í að vinna þegar þeir tapa
Ólöf Nordal hefði viljað sjá fleiri konur á lista.
Mæli hún heil, ég líka. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn myndi verði "mannlegri" með kvenlegra ívafi.
Konur í Sjálfstæðisflokknum hafa jafnan haft á orði þegar talið berst að kvennafæð í baráttusætum flokksins að konur komist áfram af eigin rammleik, kyn skipti ekki máli, allir hafi sömu tækifæri.
Ef það er rétt, sem það reyndar ekki er og ég veit allt um, þá er Sjálfstæðisflokkurinn afskaplega óheppinn með sína kvenlegu frambjóðendur. Allt algjörar rolur!
Þvílíkt kjaftæði.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki jafnréttisflokkur. Ónei.
Svo er það Bjarni Ben.
Hann nýtur yfirgnæfandi stuðnings sem formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýlegri skoðanakönnum.
Hvurs lags er þetta?
Maðurinn er einn í framboði.
Rússland hvað?
Og núna keppast allir lúserarnir við að lýsa yfir sigri.
Guðlaugur Þór Þórðarson vann sinn stærsta pólitíska sigur í prófkjöri dagsins!
Hvernig má það vera, maðurinn tapaði feitt fyrir Illuga Gunnars?
Jú, hann vann stórsigur vegna þess að hann var í að koma úr ríkisstjórn og geldur fyrir það.
Illugi var auðvitað að koma úr réttunum bara og nýtur þess. Ha?
Pólitíkusar eru snillingar í að vinna þegar þeir tapa.
![]() |
Hefði viljað sjá fleiri konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 14. mars 2009
Algjörir smalar
Stjórnarskráin var skrifuð af körlum enda tímarnir slíkir og konur hafðar í eldhúsunum og í verkunum yfirleitt.
Svo hugsuðu þær um börn og bú. Fengu ekki að kjósa hvað þá heldur.
Þær áttu að þegja og hlýða.
Algjör paradís karlrembusvínanna.
En nú er árið 2009.
Og þá skipa karlarnir sig í nefnd til að skoða stjórnarskrána og ætla auðvitað að halda áfram skrifunum einir og sér nema Framsókn sem sýnir áttun á stað og stund og skipar konu.
Ég vill enga endurskoðun á stjórnarskrá af nefnd sem sem er 99% karlæg.
Við konur erum helmingur af þjóðinni. Halló, vaknið!
Reyndar situr Atli Gíslason í nefndinni fyrir VG og hann er einn ötulasti femínisti þessa lands.
En þarna kemur ekki til greina annað en að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna.
Katrín Jakobsdóttir segir nýja stjórnarskránefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem nú sitja átta karlar og ein kona.
Konur úr öllum flokkum eru sama sinnis.
Stundum glápi ég eins og veðurviti út í sortann og skil ekki hvað er í gangi.
Ætla menn aldrei að læra, átta sig, hoppa inn í nútímann?
Svei mér þá, stundum finnst mér að kvenfrelsisbaráttan hafi ekki skilað sér nærri nógu vel.
Til karla á ég við.
Meiri smalarnir.
![]() |
Þingkonur mótmæla karlanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. mars 2009
Ofbeldi á börnum!
Ekkert, alls ekkert, kemur mér í jafn mikið uppnám og ofbeldi á börnum.
Hér var ég búin að ákveða að vera í ljúfum laugardagsgír þegar ég sá þessa viðtengdu frétt!
"Illmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni."
Illmögulegt að víkja viðkomandi úr starfi?
Hvaða kjaftæði er það?
Jú, það er málið að nýlega féll dómur í Hæstarétti sem gaf grænt ljós á líkamlegt ofbeldi á börnum. Það má rassskella börn og þá væntanlega slá þau í andlitið líka.
Þetta er viðhorfið gott fólk, viðhorf sem sæmir ekki siðaðri þjóð.
Við erum vesæl við Íslendingar. Höfum ekki einu sinni staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Við þykjumst svo framarlega og nútímaleg í öllu sem lítur að mannréttindum en leyfum síðan ofbeldi á börnunum okkar.
Það eina sem leikskólinn getur gert í málinu er að bjóða móðurinni að skipta um leikskóla fyrir drenginn.
Auðvitað. Látum hann flytja sig og höldum starfsmanninum sem beitir ofbeldi!
Þetta er eins og í eineltismálum barna í skólum í gegnum tíðina. Þar er þolendanum boðið að skipta um skóla.
Réttlátt?
Nei, og það sem meira er, skilningurinn á líðan barna er undir frostmarki.
Þetta barn er á svipuðum aldri og tvö barnabarnanna minna. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef einhver myndi gera þeim svona og það í umhverfi sem þau þurfa að dveljast allan daginn og eru undirseld fullorðna fólkinu sem á að gæta þeirra og hjálpa þeim til þroska.
Ég vona að foreldrar á þessum leikskóla bindist samtökum um að losna við ofbeldismanninn.
Og setji sig í samband við umboðsmann barna.
Ofbeldi gegn börnum er gjörsamlega ólíðandi og á ekki að eiga sér stað.
Er svona erfitt að skilja það?
Já, greinilega og dómstólarnir gefa tóninn.
Er ekki kominn tími til að setja í lög bann við ofbeldi á börnum?
Það hafa þjóðirnar í kringum okkur fyrir löngu gert.
Hvað er að þvælast fyrir okkur?
![]() |
Sló barn utan undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 13. mars 2009
Farið ríðandi inn í helgina
Var að sjá þessa skelfingarfrétt af því að það væri búið að loka kynlega safninu í Köben.
Jeræt, mér gæti ekki verið meira sama.
En það er þetta með kynlíf sem ég staldraði við.
Heilt safn undir aðferðir, íhluti og föt til að rífa sig úr.
Alls kyns stellingar, ismar og istar.
Þegar ég var ung hélt ég að fólk sem lifði kynlífi eftir fertugt væru kynlífsfíklar.
Gamalt fólk stundar ekki kynlíf, það er bölvaður viðbjóður.
Vó, hvað maður getur haft rangt fyrir sér.
Hafið þið pælt í því að stóran hluta æfinnar hrærist maður í hugsunum um kynlíf?
Ástundar það líka, en það er ekki málið, maður er sífellt á milli drátta ef þið skiljið hvað ég meina.
Frá einum (drætti) til annars þó langt sé á milli.
Maðurinn er alltaf að leita að guði í gegnum kynlíf. Finna í sér uppsprettuna til að sameinast föðurnum.
Flott afsökun. Notið hana endilega.
Á ákveðnum aldri þá lifir maður leynt og ljóst í pælingum um draumaprinsa, eilífa hamingju og ástarbríma.
Ég elti þennan draum skammlaust þó ég hefði ekki hugmynd um það mestan partinn.
Giftist ansi oft, fannst það gaman enda sagði ég ykkur einu sinni að í fyrsta skipti sem ég steðjaði upp að altarinu var ég staðráðin í að gera það sem fyrst aftur.
Svo komst ég að því í fyllingu tímans eftir nokkrar giftingar og svona að besta kynlífið á sér oftast stað utan hjónabands.
Nú er ég að fokka aðeins í ykkur og sjálfri mér í leiðinni.
Annars dáist ég að mér fyrir að hafa skrifað heilan pistil um ríðingar (hér set ég upp sólgleraugu).
Ég er af kynslóðinni sem mátti ekki einu sinni lesa um kynlíf.
Né fara opinberlega á túr.
Í staðinn kom helvítið hún Rósa frænka í heimsókn.
Og í leikfimi stundi maður upp úr sér eldrauður í framan að maður yrði að horfa á (túr sjúkdómsástand á þeim tímum?) vegna þess að maður "væri forfallaður".
Halló.
En eslkúrnar mínar, farið ríðandi inn í helgina.
Hehemm.
![]() |
Danskt kynlífssafn gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 13. mars 2009
Óþolandi löng, leiðinleg og þunglyndisvekjandi
Vodafone og Nova hafa kært nýju auglýsingu símans. Neytendastofa mælist til þess að fyrirtækið stöðvi birtingar á henni.
Ég hoppaði hæð mína með svuntu og sleif (í huganum reyndar) af gleði, því ég fæ svo mikinn aulahroll þegar hún birtist á skjánum, sem hún gerir á öllum stöðvum í hverju auglýsingahléi þessa dagana.
Fyrir utan þessa asnalegu fréttamenn sem spyrja eins og slefandi hálfvitar sömu spurningarinnar aftur og aftur (og gera stéttinni engan greiða með þessum línum sem handritshöfundur hefur skenkt þeim) þá er Hilmir Snær (sem mér finnst frábær leikari en algjörlega ofnotaður) alveg að drepa mig með gamla sjarmasvipnum sem er orðinn dálítið þreyttur og útvatnaður.
Þegar hann horfir á mann (í myndavélina sko) þá blotnar maður í fæturna vegna fljótandi augnaráðs sem var dálítið sexý í lok síðustu aldar en nómor.
Þegar hann svo blikkar auganu framan í útlenda fréttamanninn þá slæ ég höfði í vegg. Púmm.
Nú er fjarstýringin notuð til sjálfsvarnar á heimilinu.
Þið sjáið að ég velti mér stöðugt og eilíflega upp úr stórum málum í lífinu.
Úff, en þessi aumingjahrollsauglýsing má hverfa og það strax í dag.
En ekki út af því að hún sé brot á þessari og hinni greininni um samkeppnislög, um það veit ég ekkert og er slétt sama. Nei, nei.
Hún má hverfa vegna þess að hún er óþolandi leiðinleg, löng og þunglyndisvekjandi.
Annars er ég góð.
Er að baka gulrótarbrauð, ésús minn þvílíkt hnossgæti.
![]() |
Vilja stöðva auglýsingar Símans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 13. mars 2009
"Hands off"
Við lestur þessarar fréttar fékk ég hroll niður eftir bakinu.
Getur þetta verið rétt?
"Fullyrðingar fyrrverandi nektardansara á Goldfinger um að þar væri stundað vændi, dansarar hefðu verið sviptir frelsi og að eigandi staðarins hefði tekjur af vændissölu dansara, leiddu ekki til sérstakrar rannsóknar af hálfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins."
Ég hef það sterklega á tilfinningunni að eigandi Goldfingers sé á sér samningum með sinn rekstur.
Að einhver haldi verndarhendi yfir honum og starfssemi hans. Svona "hands off" stefna.
Amk. virðist það ekki vekja lögregluna til verka að heyra af mansali, frelsissviptingu og öðrum alvarlegum lög- og mannréttindabrotum frá konu sem er fyrrverandi innanbúðar.
Ég hefði haldið að þessar fréttir hefðu heldur betur kveikt í yfirvaldinu sem segir að það þýði ekki að málið hafi ekki verið rannsakað þó það hafi ekki leitt til ákæru.
Hvaða svar er nú það?
Annars lagði Siv Friðleifsdóttir fram frumvarp til laga um fortakslaust bann við nektardans, á þinginu í gær.
Algjörlega tímabært það og ég fagna því innilega.
Þessi hæstaréttardómur gagnvart blaðamanni Vikunnar er svo annað hneyksli sem þarf að skoða nánar og verður vonandi gert.
Stundum (oft) fæ ég það á tilfinninguna að karlaklúbbur Íslands sé með fingurna alls staðar og ráði öllu því sem hann vill ráða.
Og að allt öðru.
Var að setja inn hlekkji á húsband og skátvibbana mína á Myspace. Kíkið.
![]() |
Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 2987747
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr