Leita í fréttum mbl.is

Maðkur og matur

Ég hef farið hamförum út af salatbörum stórmarkaða hér á blogginu mínu.

Það er beinlínis ógeðslegt að sjá þessa bari þar sem tegundir hafa þvælst á milli íláta og á gólfið og allt er opið fyrir hvers kyns sýklum.  Fyrr æti ég hund.

Nú gengur tölvupóstur þess efnis um netheima að í nammilandi einnar verslunar Hagkaupa sé nammibarinn maðkaður.

Halló, ég er jafn blönk á ástæður fyrir því að fólk fer í þessa "opnu" nammibari til að kaupa sælgæti fyrir börnin sín.

Þetta liggur út um allt gólf og er svo sóðalegt.

Svo veður fólk í þetta með berum höndum og guð má vita hvað síðasta verkefni þeirra nauðsynlegu verkfæra voru notaðar í strax á undan.

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort okkur sé að fara aftur í hreinlæiti og meðferð á matvöru.

Ekki alveg að marka mig, ég er einstaklega klígjugjörn (hef það frá pabba, takið upp málið við hann ef ykkur langar til að kvarta), en það er svo borðleggjandi að ferskt grænmeti í opnum döllum hlýtur að draga að sér allskonar á opnum svæðum.

Sama með nammið.

Oj, farin að gera eitthvað annað, jafnvel þrífa klósettið.

Áður en ég blogga mér til hita og ógleði.

Arg.


mbl.is Engin kvörtun um maðka í nammibar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðjón Jónsson

Oftast eru starfsmenn í nammilöndunum sem koma í veg fyrir að fólk fari með hendur og annað í nammið. Ég held þú ættir að kynna þér þetta aðeins betur áður en þú skrifar um þetta. Hins vegar í minni verslunum eins og t.d. 10-11 er ekkert eftirlit með þessu.

Guðjón Jónsson, 12.3.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er áreiðanlega bara enn ein flökkusagan og það veit sá sem allt veit að nóg er um þær.

Ég kaupi hinsvegar aldrei neitt úr salat-né nammibörum. Finnst hvorugt gott sko

Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Salatbari í kjörbúðum kalla ég gerlabari.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.3.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: B Ewing

Ég verð reyndar að mótmæla því sem Guðjón fullyrðir með starfsmennina.  Að vísu er ég vart dómbær á þessa nammibari þar sem ég fer sjaldnar í nammibarina en einu sinni á ári, en í þau fáu skipti sem ég fer þá hefur aldrei verið starfsmaður nálægt.  Eina skiptið sem ég man eftir var þegar þessir barir voru nýjir, þá var starfsmaður að reyna að leiðbeina 30-40 manns í einu hvernig á að ganga um barinn og gekk það vægast sagt illa á meðan ég fór hjá.  Það er öll gæslan sem ég hef séð.

B Ewing, 12.3.2009 kl. 13:34

6 identicon

Jam mitt klósett er orðið hreint.En það er prótein í ormum,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Elskan mín góða, þetta er dæmigerð flökkusögn!

Soffía Valdimarsdóttir, 12.3.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flökkusögur........ það koma alltaf upp öðru hvoru svona kvittir!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er flökkusaga og alvarlega vegið að heiðri Hagkaupa.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 16:07

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Reyndar finnst mér ólíklegt að það séu maðkar í sælgætinu, en hitt er svo bláköld skoðun mín að svona "almenningsbarir" með grænmeti og þvíumlíkt séu gróðrastíur fyrir sýkla og ógeð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 16:27

11 Smámynd: Ellert Júlíusson

Nútímamanninum veitir ekki af því að fá smá af bakteríum og sýklum í sig til að styrkja ónæmiskerfið.

Við erum orðin svo "steríl" að ef þetta heldur áfram eins og áður þá verður ónæmiskerfið í okkur orðið svo ónýtt að við drepumst þegar við fáum kvef.

Hvernig er þetta á leikskólum?? Krakkarnir með hendurnar allstaðar, káfandi á dóti og mat! Subbó..já, styrkjandi...ójá!!!

Neita því samt ekki að þetta er ekkert geðslegt :)

Ellert Júlíusson, 12.3.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband