Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Fréttir úr snyrtibuddunni
Þarna hljóp á snærið hjá mér. Loksins, loksins rannsókn sem segir mér eitthvað af viti.
Ég hef verið að pæla í því af og til hversu mikill tími fari í að taka sig til, sko yfir ævina. Ekki að ég sjái eftir tímanum sem ég hef lagt í málið, heldur vegna þess að mig grunar að það sé dágóður slatti af dýrmætum klukkustundum sem ég hef notað í málefnið. Jæja ég hef amk. ekki gert eitthvað af mér á meðan ég er með nefið ofan í snyrtibuddunni eða hálf inni í fataskáp að velja mér föt.
Ég gæti sagt ykkur sögur.
Tímarnir eru að meðaltali 3.276 á heilli ævi.
Ég held að það geti verið meira, í mínu tilfelli. Amk. hef ég á sumum tímabilum nánast búið í snyrtibuddunni eða með andlitið flatt út á spegilinn svo ég minnist ekki á þá tíma þar sem ég hef átt lögheimili í klæðaskápnum. Úff.
Ég er stilltari þessi misserin vegna þess að ég er gránduð af heilsufarsástæðum. Er ekkert mikið að mála mig og svona nema að ég eigi erindi út í bæ. Sama gildir um fatnað, ég prófa ekki allan fataskápinn á morgnanna áður en ég geri það upp við mig hverju ég eigi að klæðast hér innan fjögurra veggja heimilisins.
En þetta ástand er vonandi tímabundið og áður en ég get talið upp að 4566 mun ég vera komin á fulla keyrslu í fatamátun og meiköppi.
Og þá mun heyrast flett, flett, flett, í mínum troðfulla klæðaskáp þar sem 95% af flíkum eru svartar, afgangur grár. Ansi erfitt að finna það sem leitað er að, einkum vegna þess að ég veit ekki að hverju ég er að leita. Só?
Svo er það baðherbergið með speglinum. Krem, meik, blöss, augnblýantur, maskari, varalitur, varablýantur. Hár blásið, greitt, ekki að gera sig, greitt aftur, ók þetta verður ekki betra. Stella tekin og henni úðað á meistaraverkið.
Skór valdir, þessir, nei, þessir, máta, ekki að gera sig þessir, nei, æi það er farið í þá skó sem fyrst voru mátaðir.
Þegar hér er komið sögu er húsband eða aðrir heimilismenn sofnaðir á næsta stól.
Viðkomandi vakinn og minntur óþyrmilega á að líf með konum getur verið flókið. Dásamlega flókið og talið í geimferðum samanber viðhangandi frétt.
Augnahárum dinglað á leiðinni út og því haldið áfram þar til hreinsikrem og önnur fegrunarlyf eru smurð á í tonnum. Þetta er lygi, þetta síðasta sko, vatn dugar ágætlega.
Hér hefur ekki farið mínúta til spillis.
Eða hvað?
Tímafrekt að hafa sig til: 3.276 stundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Andúðin á forsetanum
Ég er búin að sitja stóreyg og lesa dagbækur Matthíasar, ekki litið upp. Það er auðvitað sjaldan sem manni gefst færi á að vera fluga á vegg og fylgjast með sögunni eins og hún var ekki sögð, hvað get ég sagt? Mannveran er forvitin skepna, ég þar engin undantekning.
Bræðrabönd heimsins snæðið hjarta! Þarna er valdabatteríið í þessu landi í beinni, að vísu tíu árum síðar, þið skiljið hvað ég meina.
Það er margt skemmtilegt í dagbókarfærslunum, skemmtilegar heimildir um menn og málefni, krúttlegar litlar sögur og falleg ljóð. Ekta Matthías. Svo eru það miður skemmtilegri færslur eins og gengur.
Matthías virðist hafa skrifað nákvæmlega niður eftir mönnum, spurning hvort þeim grunaði það.
En það er rauður þráður í gegnum allar færslurnar sem ég er búin að lesa og það fór um mig hrollur þegar ég áttaði mig á því.
Matthías, Davíð, Styrmir og fleiri hafa megnustu andúð á Ólafi Ragnari Grímssyni.
Mönnum er það frjálst en andúðin er sterk, svo sterk að mér finnst það vægast sagt óhugnanlegt.
Af hverju er Matthías að birta þetta aðeins tíu árum eftir að hann skrifaði það?
Ég er viss um að það er hárbeittur tilgangur með þessu.
Meira að segja þegar forsetafrúin deyr situr Matthías ekki á strák sínum. Hann skrifar:
"Kista forsetafrúarinnar kom heim í dag. Viðhöfn með eindæmum, án fordæmis. Lúðrasveit verkalýðsins lék sorgarlög. Tekið fram í kynningu að eitt þeirra hafi einnig verið leikið, þegar kista Jóns Sigurðssonar kom til landsins frá Höfn.
Allt fór vel og skipulega fram. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda væntanlegir við útförina.
Konungsríkið Ísland í burðarliðnum.
Morgunblaðið laufblað í þungum straumi tíðarandans.
Og dansandi fánar í haustgolunni."
Við vissar aðstæður hlýtur að vera hægt að henda kaldhæðninni fyrir róða, eða hvað?
En hann er ljóðrænn karlinn.
Það verður ekki af honum tekið.
Úff og dæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Þegar ég dó
Ég hef á ákveðnum tímabilum lífs míns verið sjúklega upptekin af jarðarför. Minni eigin sko.
Þegar ég var á gelgjunni og þurfti að ná dramatísku hámarki til að geta grátið úr mér augun af samúð með sjálfri mér, þá setti ég í huganum upp mína eigin jarðarför og hún var sorgleg.
Og ég sendi þeim sem höfðu verið vondir við mig kaldar kveðjur og ég setti þá framarlega í kirkjuna þar sem þeir sátu vitstola af sorg, þeir höfðu sent mig í dauðann.
Og hvernig dó ég svo? Jú ég dó oftast úr kulda, vosbúð, hungri (gat ekki borðað vegna harms) eða þá að ég hafði gengið um fjörur til að róa storminn í huga mér og gáði ekki að mér og hné niður örmagna - og lést.
Svo kom sá sem hafði sent mig yfir móðuna miklu, með skítlegri framkomu við mig engilinn, og greip mig í fangið, lokaði augum mínum og gargaði í himininn; Drottinn hvað hef ég gert?
Þið sem eruð orðin stóreyg af undrun yfir því hversu biluð ég er (var, hætt að setja upp jarðarfarir) getið róað ykkur með því að ég hef það frá flestum vinkonum mínum að þær dunduðu sér reglulega við að jarða sig í huganum á gelgjunni. Við erum svona stelpurnar.
Svo kom jarðarförin. Kirkjan var kjaftfull, hlaðin blómum, allir grétu með þungum ekka.
"Bara að ég hefði verið betri við þessa manneskju sem VAR of góð fyrir þennan heim" hugsuðu þeir snöktandi, lífi þeirra eins og þeir þekktu það var lokið. Aldrei myndu þeir brosa aftur, ljósið í heiminum var slokknað til frambúðar.
Þegar hér var komið sögu grét ég með þungum ekkasogum af sorg yfir því hversu örlög mannsins geta verið grimmileg, hvernig eitt augnablik getur ráðið úrslitum um líf og dauða.
Ég sagði það, ég VAR biluð.
En það vantaði alltaf upp á eitt í þessum draumum. Ég gat ekki verið viðstödd jarðarförina, maður fokkar ekki upp náttúrulögmálunum þó í huganum sé.
En þessi Breti sem sá auglýsingu um sitt eigið andlát var nálægt því að verða vitni að eigin jarðaför.
Farin að biðja húsband um að knúsa mig, ég er óhuggandi af harmi.
Guð minn góður hvað yrði um heiminn ef ég myndi hrökkva upp af. Þið getið þetta ekki án mín.
Hún Jenný Anna var svo góð kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Veggir heimilis hennar eru þaktir klukkustrengjum eftir hana og hún hugsar ALDREI um sjálfa sig, bara um aðra. Hún gekk um þrautpínd af alvarlegum sjúkdómum en hún lá ALDREI í rúminu. Guð veri með henni.
Nú er mér orðið óglatt. Ég afþakka minningargreinar.
Úje.
Fregnir af andláti stórlega ýktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Í kompaníi við óvininn?
Ég var að lesa þessa frásögn á Eyjunni.
Matthías birtir dagbækur sínar á síðunni sinni og segir frá allskyns ljótum hlutum um vinstri menn.
Samkvæmt dagbók á Svavar Gestsson að hafa sagt honum frá eyðslusemi Ólafs.
Fyrirgefið en er Moggaritsjórinn sem þá var líklegur trúnaðarmaður eins af oddvitum vinstri manna?
Kannski, en mér þykir það ólíklegt. Samt finnst mér skrýtið ef maðurinn er að uppdikta sína eigin dagbók.
Mér finnst ósmekklegt að vera að tala um kostnað við meðferð fyrri konu Ólafs Ragnars, hver borgaði og svona. Konan var fársjúk og lést síðan af sjúkdómi sínum. Mér þætti jafn leiðinlegt að lesa um það hver sem í hlut ætti.
En af því að Matti hefur haldið svona nákvæma dagbók yfir samskipti sín við pólitíska andstæðinga, hver er þá að halda dagbók yfir miður fallega hegðun íhaldsins í gegnum tíðina?
Sá Matthías enga ástæðu til að skrásetja laumusamtöl sín við forystumenn Sjálfstæðisflokksins?
Eða gerði hann það en sér ekki tilganginn með að birta það á síðunni sinni?
Einhvern veginn held ég að þessar birtingar á þessum tímapunkti séu ekki tilviljun.
En eitt veit ég eftir lestur dagbókanna, að Moggaritstjórarnir hafa verið nálægt því að eiga Ísland á þessum tíma.
En samt er ég svolítið hrifin af Matthíasi. Hvernig er annað hægt? Maðurinn skrifaði hina frábæru samtalsbók við Þórberg Þórðarson, "Í kompaníi við allífið".
Svo er hann skáld maðurinn, ég er svo ógeðslega svag fyrir skáldum, einkum ljóðskáldum.
Svo er engum alls varnað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Martraðarkennt helvíti
Ég er laumuskotin í handbolta. Horfi stundum en ekki núna. Ég hef ekki taugar í það.
Það er svo merkilegt með handboltann að það er eitthvað lögmál í gangi þar sem ég átta mig alls ekki á.
Allt gengur upp og svo eins og hendi sé veifað fer það í hina áttina.
Nú var vörn Íslands heillum horfin frá síðustu leikjum segir Mogginn. Murphy´s law? Veit það ekki.
En smá raunveruleikatékk.
Ér er alls ekki í góðu skapi. Ég vaknaði bálill, hef allt á hornum mér, urra framan í skjáinn, langar að grýta hlutum, sem ég auðvitað geri ekki, enda alin upp af kurteisu og góðu alþýðufólki sem beitti fyrir sig orðum sem vopni.
Ég er þó með tvær ástæður fyrir pirring.
Önnur er sódavatnflaskan sem gaus í andlitið á mér þegar ég í svefnrofunum opnaði hana til að ná mér í ískaldan lífsins vökva. Sódavatnsmaður; ég er um það bil að súa þér!
Svo dreymdi mig Geir Haarde, Villa Vill, Óskar Bergsson og Alfreð Þorsteinsson.
Hvað er almættið að pæla? Bræðrabandalagið eins og það leggur sig í einum bita!
Já, takk fyrir að spyrja, það var martraðarkennt helvíti.
Farin að hoppa á einhverju(m).
Arg.
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Listinn minn og Ljósið sem skín
Við húsband horfðum á Stones myndina "Shine a light" og hún er frábær.
Hvað um það, við fórum að ræða það í gamni hvaða þekktu persónur okkur langaði til að hitta og hvers vegna, af því húsband langar til að hitta Keith Richards og spyrja hann út í opin grip (held ég að hann hafi sagt). Ég myndi vilja hitta Keith líka en það væri þá til að pína hann til sagna um hvað kom raunverulega fyrir Brian Jones.
Stór hluti þeirra sem mig langaði að hitta eru ekki á jörðinni lengur þannig að það taldist ekki með í þessum samkvæmisleik okkar hjóna. Þá er ég að tala um Jesú Krist, Olov Palme, John Lennon, Ghandi, Ernest Hemingway og Helen Keller, ekki endilega í þessari röð.
En bíðum nú við.
1. Nelson Mandela er ofarlega á blaði. Mig langar til að biðja hann um að kenna mér allt um æðruleysi sem hann virðist hafa fengið ótrúlega mikið af. Hm.. sérfræðingur maðurinn.
2. Hillary Clinton, af því hún er svo merkileg í nútímanum.
3. Margréti Danadrottningu af því við erum frænkur. Langar til að sitja og reykja með henni og drekka kaffi og hlægja tryllingslega.
4. Mörtu Stewart, ég er að ljúga, bara að fá viðbrögð.
5. Jamie Oliver. Ég verð að komast að því hvort hann er svona ofvirkt eldhúskrútt í raunveruleikanum.
6. Yoko Ono, mig langar til að taka konuna út, það fer svo mörgum sögum af henni. Er hún sjarmerandi eða fráhrindandi?
Og svo alla Nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum sem eru á lífi. Vantar tips frá þeim. Hvert er leyndarmálið?
Muhahaha.
Og fullt að öðru fólki. Mugabve er ekki einn af þeim og heldur ekki Hannes Hólmsteinn eða Óskar Bergsson.
Og koma svo, hverjir eru efstir á ykkar lista?
Ég bíð spennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Burt með grillið
Ég veit ekki með ykkur en ég er komin með algjöra gaskútafóbíu.
Það er eins og nú orðið þá séu þeir springandi út um allt.
Ég er með einn á svölunum með bölvuðu gasgrillinu sem ég þarf að losna við. Ég nota það sjaldan, það er reyndar smá ryð í því sumstaðar en annars stendur það bara þarna og tekur pláss.
Hvert fer maður með grill sem maður ætlar að henda?
Ég ætla nefnilega að fá mér kolagrill.
Aðalástæðan fyrir þessu er gaskúturinn sem ég er hrædd um að springi anytime.
Svo er auðvitað út úr kú að vera með gaseldavél á svölunum. Ég meina það er ekkert grillbragð af gasgrilli.
En annars er ég góð.
Ætlið þið börnin góð ekki að mæta á palla í ráðhúsinu á fimmtudaginn?
Við þurfum að safna okkur saman og verða vitni að þessum sögulegu breytingum hjá borginni.
Eller hur?
En nú er ég farin í bili, ætla að horfa á Tudors.
Garg í boðinu.
Eldur logaði í gaskút í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
..dansað á línunni?
Ég hef orðið svo fræg að fara á Kántríhátíðina á Skagaströnd sem nú heitir Kántrídagar. Hvaða dagaæði hefur gripið um sig um allt land? Enginn frumleiki til í jöfnunni?
En hvað um það, rétt fyrir aldamótin fór ég með hljómsveit húsbandsins sem hafði ráðið sig til að spila þarna vegna þess að díllinn var góður. Þeir spiluðu blús og rokk strákarnir en engu að síður voru þeir beðnir um að koma. Og við héldum á svæðið.
Við sváfum í Félagsheimilinu. Það verður ekki á gestrisni Íslendinga logið. Mig minnir að þetta hafi verið dýnufyrirkomulag í fyrrverandi sturtuklefa. Okkur leið ágætlega samt, enda ýmsu vön.
Á föstudagskvöldinu var bandið á einhverjum pöbb (Kántríbær?) og þar var hið undarlegasta samansafn af fólki aðallega mönnum sem langaði í slag. Merkilegur fjandi og fyrirgefið Skagaströnd, þetta voru tvímælalaust utanbæjarmenn.
Gömul vinkona var á staðnum að kenna dans (línudans nema hvað) og hún hélt mér selskap. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessari hátíð að öðru leyti en því að þarna var enginn, ekki kjaftur sem var ekki sérfræðingur í línudansi.
Og það var stöðugt verið að gera tilraunir til að draga mig út á gólf. Fyrirgefið en ég mun aldrei dansa línudans og það sagði ég þessum dansandi, kábojklæddu konum.
Þær alveg: En maðurinn þinn spilar kántrí og þú kannt ekki að dansa línudans????
Ég: Hann spilar ekkert kántrí og þó hann gerði það þá myndi ég aldrei fara út í þá fótamennt.
Þær litu á mig undrandi og sögðu í línudanskór; hann spilar víst kántrí. Okokok.
En ástæðan fyrir færslunni er einfaldlega sú að þarna þurfti ég að horfast í augu við fordóma mína og heimóttaskap. Mér finnst kántrí svo plebbalegt og það er tengt við svona frekar undarlegt fólk í Ameríku. Ég skammaðist mín fyrir að einhver gæti mögulega haldið að ég væri áhugamaður um tónlistina, lífernið, móralinn og dansinn. Ég gæti ýtt mér í vegg af pirringi út í heimsku mína.
Þess vegna sat ég þarna og með nefið upp í loft, með ískaldan fyrirlitningarsvip á andlitinu og taldi mínúturnar þar til ég kæmist í sturtuklefann.
Ég var lúðinn, ekki spurning, því ég held svei mér þá að ég hafi verið eina kvikindið á staðnum sem EKKI skemmti mér.
Allir hinir voru í geðveiku fjöri og það sást langar leiðir.
Fruss hvað ég sé eftir þessu, ég hefði átt að henda mér í dansinn og hafa gaman af. Það var held ég enginn sem þekkti mig þarna.
En síðan hef ég ekki komið nálægt Skagaströnd.
Húsband talar enn um hvað þetta hafi verið undarleg en skemmtileg lífsreynsla.
Og þá grjótheld ég kja...
Já ég er ekki í lagi en ég hef þroskast smá síðan þá.
Hér er svo lagið sem húsbandið lagði á sig að læra til að geta skemmt á kántríhátíðinni (ásamt fleirum auðvitað).
Góð stemning á Kántrýdögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Maya og árin þrjátíu
Í dag á þessi falleg stúlka afmæli. Hún er þrítug. Þarna er afmælisbarnið með manni og barni. Hún ber ekki árin sín utan á sér hún María Greta, en það eru pottþétt 30 ár síðan hún kom í heiminn, nánar til tekið á Fæðingarheimilinu í Reykjavík.
Maya er sæt og góð, dugleg og ákveðin. Hún er sennilega á leiðinni til Hong Kong í næsta mánuði til að opna nýja Arrogant Cat búð og Oliver og Robbi fara væntanlega með.
Elsku Maysa mín innlega til hamingju með daginn þinn. Það er á svona dögum sem mamma þín er frekar ósátt við að hafa þig í London og geta ekki knúsað stelpuna sína á þessum stóra degi.
En ég elska þig ljósið mitt.
Kveðjur frá okkur á kærleiksheimilinu.
Snökt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Ef það er eitthvað sem gerir mig reiða þá eru það réttlætingar á ofbeldi. Eins og flestir er ég sérstaklega viðkvæm fyrir ofbeldi á börnum.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur gefið grænt ljós á rassskellingar sem uppeldisaðferð.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu telur dóminn senda hörmuleg skilaboð til samfélagsins og sé niðurstaðan á skjön við mannréttindasamninga sem og samþykktir Evrópuráðsins.
Foreldrar þurfa að hafa ákveðið svigrúm, segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir sem nýverið skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands. Bar ritgerðin heitið Líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hildigunnur er sammála niðurstöðu héraðsdóms og segir íslensk lagaákvæði óskýr. Í Svíþjóð eru miklu afdráttarlausara lagaákvæði. Þar bara má ekki leggja hendur á börn, það má ekki refsa þeim líkamlega. útskýrir Hildigunnur."
Hvað er í gangi hérna? Ég hélt mig vera með það á hreinu að ofbeldi á börnum, þ.e. öll líkamleg valdbeiting væri algjörlega bönnuð á Íslandi.
Ég segi eins og Edda vinkona mín: Hvað er það með Íslendinga og ofbeldi?
Hvaða svigrúm þurfa foreldrar að hafa? Fólk sem beitir ofbeldi er ráðalaust og komið í þrot. Það notar því líkamlegt yfirburði til að fá vilja sínum framgengt. Þurfa íslenskir foreldrar slíkt svigrúm?
Ef svo er þá á það fólk ekki að hafa ábyrgð á börnum. Börn á ekki að meiða.
Það er eitthvað meira en lítið að íslenskri þjóðarsál sem stöðugt daðrar við ofbeldi og annan ófögnuð. Það er endalaus réttlæting á ofbeldi í þessu landi. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við líða ekki slíkt.
Lesið einnig frábæra færslu Ólínu Þorvarðardóttur um sama mál.
Sveiattann.
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr