Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Ladídadída
Jájá Óskar, Samfylkingin eyðilagði algjörlega allan pakkann þannig að þú varst neyddur til að starfa með íhaldinu. Leiiiiiiiiiiiiiiiim þetta lið.
Ladídadída. Hef heyrt þennan söng svo oft áður.
Muniði eftir að það var VG að kenna að það var ekki mynduð félagshyggjustjórn eftir síðustu Alþingiskosningar? Össur sagði það, ISG sagði það og áður en hægt var að snúa sér við sögðu allir það.
Það hafði ekkert með málið að gera að SF vildi fara í eina sæng með íhaldinu. Nei,nei.
En hvað um það. Þýðir ekki að gráta grautinn og brauðið þegar búið er (sagði einhver held ég, hehemm).
En það sem ég skil ekki eru þessar yfirlýsingar HB og Óskars um að Jakob Frímann og Gunnar Smári ljúki auðvitað sínum verkefnum þrátt fyrir skiptin.
Gunnar Smári segist hafa verið ráðinn til að hjálpa Ólafi að boxa við Sjálfstæðisflokkinn.
Jakob Frímann hefur sitt umboð líka frá Ólafi.
Mér er alveg sama þótt þeir klári sín verkefni ég er bara svolítið hissa. Hélt að þeir væru sérlegir starfsmenn borgarstjóra og ekkert annað.
En ég veit lítið og er alltaf að læra.
Hegðun pólitíkusa er hins vegar þungt fag. Ég botna ekkert í fyrirkomulaginu.
Hegðun í eldhúsi er mín sérgrein. Þeirri sérgrein var neytt upp á mig (fórnarlambsstuna).
Farin að elda.
Later.
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hrífandi glerkastali
Í sumar hef ég lesið óvenjulega lítið miðað við það sem ég er vön. Ég kenni veðrinu um, annað eins sumar og það sem brátt er á enda hef ég ekki upplifað á "draumaeyjunni".
En nú er ég lögst í lestur sem aldrei fyrr.
Ég bloggaði um að ég væri að lesa Glerkastalann um daginn. Hafði á orði að hún væri hrífandi. Svo fór ég að velta fyrir mér orðalaginu hjá mér. Getur frásögn konu um fátækt, ofbeldi, hungur og vanrækslu í uppeldinu verið hrífandi? Já, í þessu tilfelli er frásögnin hrífandi þrátt fyrir allan ljótleikann.
Á bókarkápu segir:
"Frásögn Jeannette Walls af æsku sinni er í senn miskunnarlaus og angurvær; ástin til foreldranna skín í gegn þrátt fyrir þær hörmulegu aðstæður sem þau bjuggu börnum sínum.
Jeannette Walls býr í New York og Virginíu og er gift rithöfundinum John Taylor. Hún skrifar reglulega á MSNBC.com. "
Ég hafði heyrt um þessa konu og bókina hennar. Æska hennar var skelfileg. Meðferð foreldranna á börnunum ótrúleg og sú staðreynd að í lok bókarinnar eru foreldrarnir komnir á götuna í New York að eigin vali, á meðan börnin hafa komið sér vel áfram í lífinu, er náttúrulega bara óvenjulegt svo ekki sé nú meira sagt.
En öll frásögn Jeannette er lygasögu líkust en hún er jákvæð þrátt fyrir skelfilegan raunveruleikan sem hún og systkini hennar búa við.
Þetta er svona bók sem skilur mann eftir gapandi og ég var hálf fúl þegar lestri lauk, ég vildi meira.
Ég mæli með Glerkastalanum, hún situr svo sannarlega eftir í hjarta og sinni.
Vó hvað góðar bækur gefa manni mikið.
Og nú er ég að klára spennubók sem heitir Svartnætti. Þið fáið upplýsingar um leið og ég má vera að bókafíklarnir ykkar.
Annars voða góð og á leiðinni í þrif.
Og ég sem ætlaði í berjamó.
Later.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Tóm í hjarta
Oliver flaug með afa sínum heim til London í gær.
Við amma-Brynja vorum sammála um að það væri tóm í hjartanu þegar þessi elska er farinn.
Ég talaði við hann áðan í símanum og hann var á leiðinni út með afa sínum.
Oliver kom og gisti hjá okkur ásamt Jenný Unu og þau frændsystkinin skemmtu sér (og okkur) konunglega. Þau voru svolítið að prakkarast og þegar við fórum til langafa og langömmu í Snælandinu keyptu þau kók og prins til að gefa langafa.
Svo borðuðu þau prinsinn fyrir afann enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í nammi og það á virkum degi. Afinn var alveg sáttur við það.
Oliver sagði nefnilega við afann: I need this nammi, I´m actually very hungry.
Svo faðmaði hann langafa með súkkulaðismurðum höndum og það fannst Jenný Unu mjög sniðugt og hún hló og hló.
Hér eru svo nokkrar myndir frá vikunni sem leið af Londonbarninu.
Maður fór í bað og svo kíkti maður við í Ikea með ömmu-Brynju og Gunni bestufrænku. Jájá. Nóg að gera.
Og í kvöld kemur Jenný Una og skemmtir hérna við hirðina.
En Oliver er "actually" farinn. Því miður. En svona er lífið.
Dæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
4056 kvikindi
Ég dáist innilega að stjórnmálamönnum eins og Marsibil Sæmundardóttur sem ætlar ekki að taka þátt í að styðja nýjan "meirihluta" í borginni.
Ég hef lesið fullt af bloggum þar sem Marsibil er sökuð um ábyrgðarleysi, að það sé skylda hennar að taka þátt í að gera borgina starfhæfa.
Halló, vakna gott fólk, er búið að gleyma því að fyrsta og fremsta skylda hvers stjórnmálamanns er að fylgja samvisku sinni og sannfæringu?
Það er reyndar ekki skrýtið að fólk gleymi því, þetta grundvallarprinsipp á nefnilega ekki upp á pallborðið hjá vel flestum stjórnmálamönnum dagsins í dag.
Og svo eru það strákarnir. Óli Eff kvartar yfir svikum Sjálfstæðismanna gagnvart sér. Og ég trúi honum, þó fráfarandi borgarstjóri eigi ekki að vera í pólitík að mínu mati þá held ég að hann sé vænsti maður. Sumir segja að vænir og hrekklitlir menn eigi ekki heima í pólitík.
Óli Eff sveik Dag og það sem mest er um vert að muna að hann gekk framhjá varamanni sínum Margréti Sverrisdóttur. Hefur sennilega ekki talið að henni kæmi það við hvað hann gerði né heldur fundist það skipta máli hvort hún hefði á því aðra skoðun en hann.
Óskar Bergsson sveik lit og stökk í spennuhlaðið hjónaband með Hönnu Birnu og lét hjá líðast að reikna með að varamaðurinn hefði skoðanir.
Þetta er gamla sagan. Strákarnir eru fyrst og fremst í leiknum, loforð og prinsipp eru ekki issjú þegar möguleiki til að ver´ann er í sjónmáli.
En allir strákarnir hvar í flokki sem þeir standa ættu að hafa varann á héðan í frá áður en þeir útdeila sér völdum í reykfylltum bakherbergjum. Þeir eiga að muna að þeir eru í flokkum, ekki á eigin vegum og konurnar sem eru með þeim á listanum gætu haft öðruvísi áherslur en þeir.
Menn í flokkum eiga ekki að stunda einleik á valdatrommuna.
Svo mætti Óskar Bergsson muna að í síðustu kosningum til borgarstjórnar voru það 4.056 Reykvíkingar sem kusu Framsóknarflokkinn og miðað við nýjustu skoðanakannanir þá eru þeir flestir farnir eitthvað annað.
Frjálslyndi flokkurinn fékk þó 6.527 atkvæði þannig að nokkuð fleiri Reykvíkingar höfðu trú á honum.
Góðan daginn annars og ég hrópa ferfalt húrra fyrir stjórnmálamönnum sem fylgja sannfæringu sinni og láta ekki lyktina úr kjötkötlunum villa sér sýn.
Lára Hanna hefur klippt saman ruglið í borginni frá áramótum. Kíkið endilega á okkar "heiðarlegu" stjórnmálamenn.
Er ekki á leiðinni í nefndarformennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
"Go Oli, go, go, go"
Við Britney eigum eitt sameiginlegt. Við elskum að þrífa og búa til kvöldverð.
Í mínu tilfelli er engin húshjálp til að rífa af mér þessi uppáhaldsverkefni mín en Britney greyið er ekki eins heppin, hún er með húshjálp sem eyðileggur oftar en ekki fyrir Britneyju á þessum vettvangi.
Ööömurlegt fyrir stelpuna.
Annars er ég að ljúga, mér leiðist að þrífa en ég hef sætt mig við ástand sem ég fæ ekki breytt. Fyrir löngu reyndar. Málið er að ef maður tilheyrir ekki Bónusfeðgum, Landsbankamógúlnum eða bresku konungsfjölskyldunni þá er nokkuð ljóst að maður þarf að taka sér kústa, klúta og moppu í hönd með reglulegu millibili.
En klaufaskapurinn sem ég sagði ykkur frá í færslunni hér á undan var ekki einangrað tilfelli vegna álags út af borgarmálum. Ónei. Hlutir héldu áfram að gerast.
Þannig vildi til að ég bakaði æðislegt pæ til að hafa sem eftirrétt og meiningin var að bjóða húsbandi upp á volga sneið með þeyttum rjóma.
Ég henti á mig svuntu sem á stendur "Go Oli, go, go, go" og byrjaði að þeyta rjómann.
Ég þeytti og þeytti og þeytti og þeytti. Rjóminn breyttist ekki í skálinni nema hann varð svona froðulegur og skrýtinn.
Ég alveg: Svona er sumarrjóminn hann þeytist ekki eða alveg ferlega illa. Lalala. Brrrrrrrrrrrrrrrrrr og áfram hélt ég. Tíu mínútum og mögnuðum fingrakrampa síðar gafst ég upp því þá var rjóminn eins og já .. ég fer ekkert nánar út í það.
Og ég teygði mig í rjómafernuna og sjá, ég var að þeyta matvinnslurjóma.
En það getur nú komið fyrir alla.
Eþaeggi?
Britney elskar húsverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Áföll í hita leiks
Jössess hvað maður er búinn að vera intúitt í pólitíkinni. Varla getað sofið, borðað eða hugsað. Eða svona næstum því.
Og þegar þannig er ástatt þá gerast hlutir og ég er að segja ykkur satt og alls ekki að ljúga.
Í gærkvöldi var ég á hlaupum, man ekki af hverju en sennilega hef ég verið að passa mig á að missa ekki af fréttum úr borginni í sjónvarpinu.
Og hendurnar á mér voru ó svo þurrar að það brakaði og brast í þeim vegna næringarskorts.
Ég stökk inn bað og makaði kremi á mínar fögru meyjarhendur og það sem umfram var af kremi fór í andlitið á mér.
Svo stökk ég inn í stofu mundi að ég var búin að lofa að hringja á ákveðinn stað, greip símann (eða það hélt ég) og það tók dálítinn tíma fyrir mig að fatta að það er ekki hægt að hringja með fjarstýringunni. Hm..
Og í morgun voru hendurnar á mér brúnflekkóttar og andlitið líka.
Hver í andskotanum fékk mig til að kaupa brúnkukrem?
Já og ekki orð...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Lygastjórnmál
Nú segir Geir að þeir Guðni hafi talað saman um meirihlutamyndunina í borginni.
En hér þ.e. daginn áður en meirihlutinn var myndaður kannaðist Geir ekki við neitt og það sem meira er, hann taldi samstarf síns flokks og Ólafs F. alls ekki til mistaka, samstarfið hafi bara gengið nokkuð vel.
Undanfarna daga hefur sá einn heljarinnar lygafarsi átt sér stað í kringum borgarmálin þar sem hver stjórnmálamaðurinn af öðrum hefur logið sem best hann getur beint upp í opið fésið á okkur sem heima sitjum og erum fórnarlamb klækjanna og makksins sem fram hefur farið á bak við tjöldin.
Ég hef alltaf haldið að forsætisráðherrar væru okkar allra hvar í flokki sem við stöndum.
Mér finnst því grábölvað að horfa upp á viðkomandi segja ósatt eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Er það bara gott og gilt í stjórnmálum að stunda lygapólitík?
Hvernig á maður að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum þegar þeir sjá ekkert athugavert að ljúga þannig að bunan stendur út úr þeim og þeir blikka ekki auga?
Þeir sjá ekki einu sinni ástæðu til að biðjast afsökunar svona eftirá þegar lygin er orðin öllum ljós.
Það er eins gott að fara að halda dagbók yfir lygimálin svo þau falli ekki í gleymskunnar dá.
Ekki að ég hafi neinar sérstakar ástæður til að hræðast minnisleysi í þessum efnum.
En fyrirfram aðvöruð verð ég fyrirfram vopnuð í kjörklefanum.
Þannig er nú það og ekkert andskotans úje.
Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
..og þau kysstust - ó svo krúttlegt
Nýr "meirihluti" er kominn til valda. Svei mér þá ef maður er ekki orðinn háður nýjum meirihlutum svona þrisvar á ári. Þetta er að verða eins og með árstíðaskiptin, maður brennur í skinninu eftir að þau eigi sér stað.
Kossarnir, þessir pólitísku sleikir eru jafnan fylgifiskur nýs meirihluta þar sem sjálfstæðismenn eru potturinn og pannan. Tungur mætast í heitum þreifingum. Merkilegt hvað allir þurfa alltaf að hanga á vörunum hvor á öðrum og haldast í hendur og svona, þrátt fyrir að þetta sama fólk hittist daglega á fundum og í nefndum.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þau byrjuðu á að kyssast og knúsast þau Hanna Birna og Óskar áður en þau læstu sig inni. Samt eru þau saman í vinnunni á hverjum degi.
Eru ráðandi öfl í borginni svona tilfinningalega svelt? Þurfa þau meiri nánd og strokur? Er það ástæðan fyrir minnihlutaskiptunum, ekkert flangs, ekkert káf með Ólafi?
En í morgun þegar ég sat með kaffibollann og las blöðin sá ég frétt sem jók strax gleði mína, enda veitti ekki af þar sem mitt dapra geð var komið í sögulegt hámark.
Marsibil Sæmundsdóttir ætlar ekki að styðja nýja meirihlutann og hér tíundar hún ástæður sínar fyrir því.
Það sem gleður mig er að þarna er kona sem ekki stekkur með á valdavagninn og gefur skít í hugsjónirnar. Það er ennþá til almennilegt fólk í stjórnmálum.
Það er hreint ótrúlega hressandi og gleðilegt einkum nú þegar uppboðspólitíkin hjá Sjálfstæðisflokknum er að koma okkur öllum á kaldan klaka.
Ég steinþagði á meðan ég horfði á tíu fréttir RÚV í gærkvöldi og hélt í mér pirringnum yfir "framhaldsmeirihlutanum" (nb. EKKI nýja meirihlutanum, þau voru sko bara í pásu D og B) þangað til Hanna Birna sagði að þetta væri allt gert með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
Og þá varð mér að orði;
"Please don´t do me any more favours"
Annars góð bara.
Later!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Þungur dómur, en er hann nógu þungur miðað við glæpinn?
Ég legg það ekki í vana minn að lesa kynferðisdóma gagnvart börnum í smáatriðum.
Ég veit út á hvað þeir ganga og mér nægir að kynna mér þá í stórum dráttum.
Ég hef ekki taugar til að setja mig inn í þá frá a-ö. Ég verð algjörlega niðurbrotin eins og flestir ímynda ég mér.
En nú hefur fallið þyngsti dómur hingað til fyrir kynferðisafbrot gegn barni og ég lét mig hafa það að setja mig inn í málið frá byrjun til enda.
6 ár er þungur dómur miðað við þá dóma sem áður hafa gengið og eru okkur til skammar.
Ég trúi ekki að fangelsi geri menn að betri mönnum en það eiga að vera skýr skilaboð dómskerfisins og þjóðfélagsins alls til níðinganna, að ofbeldi á börnum verði ekki liðið.
Málið er svo ógeðslegt svo grimmilegt og ljótt að mig langaði til að loka augunum og hætta að lesa.
Refsiramminn leyfir mun þyngri refsingu og í þessu tilfelli hefði dómurinn mátt vera mun hærri við vitum að hér á landi sitja menn aldrei allan tímann.
Og ég velti fyrir mér hvað gerist svo?
Á svona manneskja að hafa frjálsan aðgang og möguleika á að nálgast börn?
Við erum í vondum málum á Íslandi.
Hér eru ákæruliðirnir.
a. í nokkur skipti strokið brjóst stúlkunnar innan klæða,
b. í nokkur skipti sett fingur inn í kynfæri hennar og endaþarm,
c. í nokkur skipti látið hana halda um getnaðarlim sinn,
d. í eitt skipti haft munnmök við hana,
e. í 5-6 skipti fengið hana til að hafa við sig munnmök,
f. í fjölmörg skipti haft við hana endaþarmsmök,
g. í fjölmörg skipti, allt að tvisvar sinnum í viku, haft samræði við stúlkuna.
Hér má lesa málsskjölin.
Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Óskar svíkur lit
Sóley Tómasdóttir segir að Ólafur F. hafi verið tilbúinn að hleypa Margréti Sverris að til að greiða fyrir endurnýjun Tjarnakvartettsins og nú fullyrðir málgagnið það einnig.
Óskar Bergsson kaus frekar samstarf með Sjálfstæðisflokki.
Það er auðvitað rétt sem mér var sagt þegar ég var krakki, að Framsóknarmaddamman væri pólitísk mella (fyrirgefið orðbragðið).
Það er ábyggilega mannskemmandi að ástunda refskákir stjórnmálanna og í ráðhúsinu virðast klækjastjórnmálin vera í algleymi.
Það er svei mér þá þunglyndisvaldandi að horfa upp á þetta allt saman gerast einn ganginn enn.
Og svo skín sólin bara eins og ekkert sé.
Ólafur vildi Tjarnarkvartett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr