Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Innanhúsleyndarmál

 

Í morgun, óguðlega snemma í eldhúsinu.

Ég: Villtu syngja fyrir mig.

Húsband: Ertu að reyna að koma mér til að hlægja, ég var að opna augun?

Ég: Já en þú ert hættur að syngja fyrir mig, syngdu fyrir mig, mig langar í morgunsöng. Gerðuða Ha!

Hb: Hahahaha, það sem þér dettur í hug. 

Ég: Mér er fyllsta alvara, einu sinni söngstu fyrir mig.  Þegar við vorum í rómans.

Hb: Já ég gerði það og fyrir alla hina sem voru á staðnum, það var vinnan mín.

Ég: Ég skil ekki af hverju þú getur ekki lyft geði mínu og tekið einhverja tóna, bara svona til að fíflast, eða þá að við gætum dansað á eldhúsgólfinu.

Hb (Ennþá skellihlæjandi, vanur ýmsu maðurinn): Þú veist ég dansa ekki, töff gæs dónt dans,eins og þú veist.

Ég: Ókei, ók, ók, ég gefst upp.  Ég syng þá fyrir þig elskan.Devil

Hb: Hvaða lag ætlarðu að taka?

Og áður en ég gat sagt dammdirridammdiraddídammdíddílú, sást undir iljarnar á manninum.

Ég er stórlega vanmetinn söngvari.

Hann var farinn í vinnuna.

Svona er lífið, án söngva og víkivaka.


Hvar er Kobbi? - Ó hann var ekki týndur!

Ég nenni ekki að blogga mikið meira um ruglið í borgarmálunum.

Allir komnir með upp í kok, en samt er eitt mál hérna sem ég hef verið að velta fyrir mér.  Þið verðið að hjálpa mér með það gott fólk.

Hvar er Kobbi Magg?

Málið er að ég hef ekki séð mynd af Ólafi Eff, nema keðjumyndina, án þess að Kobbi sé þar fast á hæla honum.  Óaðskiljanlegir og samvaxnir á mjöðm síðustu misseri drengirnir.  Algjör tenging í gangi, hveví ástarsamband.

Hvað varð svo um Jakob?

Hefði hann ekki átt að sitja við hlið Guðföðurins á blaðamannafundinum í fyrradag?

Ólafur segist koma aftur og aftur..W00t

..en ætlar Jakob bara að koma einu sinni (sjitt, þetta hljómar illa)?

Við reynum aftur..

ætlar miðborgarstjórinn ekki að standa með sínum manni sem hann trúir svo svakalega mikið á?

Óli er svo einn án Jakobs og Jakob er ekkert án Ólafs.

Ómæ - farin að gera eitthvað skemmtilegt eins og að klóra mér í höfðinu.

Ó, hér eru nýjustu fréttir.

Miðborgarstjórinn er niðri í ráðhúsi að spila á harmóníkku.

Málið er leyst, samband heldur, allir glaðir, ég líka.

Farin til læknis. Jájá.

 


mbl.is Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jia-you Maó formaður

Húsband (spenntur): Hvernig fór leikurinn í morgun?

Ég: (kúl eins og agúrka): Við unnum sá ég á blogginu.

Hb: Ha, unnum við, váváá, veiveivei, ég meina það, algjör gapandi brilljans.  Ertu ekki glöð?

Ég: Ha, jújú, en það var ekki verið að leysa hungurvandamál heimsins, rólegur á gleðilátunum.

Hb: Gerir þú þér enga grein fyrir hvað þetta er mikið afrek, við erum komin í úrslitabaráttuna??

Ég: Jú ég heyri það og sé bæði á þér og bloggheimum.  Þið eruð í skýjunum yfir strákunum "ykkar".

Hb: Hvernig er hægt að verða ósnortinn?  Og Þorgerður Katrín á leiðinni út aftur bara allt að gerast (hér læddist kvikindislegt glott yfir ásjónu eiginmanns, hann veit hvað ég er viðkvæm fyrir ferðalögum ráðamanna til Kína).

Ég (kuldalega): Villtu ekki slást í för með henni bara.

Hb: Þú ert algjört gleðispillir.  Þetta er stórkostlegt fyrir Ísland.

Ég: Jia-you Þorgerður Katrín, Jia-you þú elskan og Jia-you Mao formaður.

Hb. Ha???

Ég var búin að lesa Moggann ekki hann. 

1-0 fyrir mér.

Úje


mbl.is Jia-you Is-land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverpólitísk reiðibylgja vegna brigslbandalagsins

Ég ætlaði á pallana á morgun.  Ég ætlaði að mótmæla vinnubrögðunum og þeim klækjum og ódrengsskap sem er nú að endurtaka sig í myndun þessa nýja meirihluta.  Óánægja mín er ekki endilega bundin við hvar ég stend í pólitík, heldur fyrst og fremst vegna þess að mér sem borgara er misboðið.

Ég er fyrst og fremst meðlimur í borgarsamfélaginu og mig varðar um hvað gengur á í Reykjavík.

Alveg eins og öllum hinum borgarbúum, sama hvar í flokki þeir standa.

Það er nefnilega þverpólitísk reiðibylgja sem gengur yfir borgina núna þegar enn einn meirihlutinn skakklappast aflvana á hlandkoppinn til að létta á sér í fyrramálið kl. 10.

Og ungliðahreyfing Samfó ætla að mótmæla með gleðileik og Framsókn og íhald beina sínu fólki á pallana.  Þetta er sem sé að verða eins og fótboltaleikur.

Mig langar ekki að bendla þessi mótmæli við pólitíska skoðun mína, vonbrigði mín með borgarmálin ná langt út fyrir alla flokkspólitík og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar.

Mig langar ekki að troðast eins og krakkaormarnir gerðu í æsku minni þegar þau fóru í þrjúbíó á sunnudögum, á palla ráðhússins og slást um stæði/sæti við frammarana tíu sem þar verða og svo íhaldsáhangendurna.

Það er verið að gera úr myndun brigslbandalagsins einhverja vitleysu og fíflagang sem er nú algjörlega að bera í bakkafullan lækinn ef ég má tjá mig um það.

Ætli það verði einhver fyrir utan ráðhúsið í fyrramálið sem máli á mótmælendunum andlitið, svona eins og á 17. júní?

Svei mér þá, ætli ég endi ekki í þyrlu yfir ráðhúsinu eða á gúmmíbát úti í tjörn?

Ég auglýsi eftir farartækjum um loft og lög.

Ég neita að fara í íþróttagírinn. 

Mig skortir gjörsamlega húmorinn varðandi nýjan "meirihluta".

Það er einfaldlega þannig.

 


mbl.is Rós og ráð gegn rugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir í geiminu

Það er þetta með strákana í geiminu, sko valdageiminu, þeir sjá ekkert athugavert að þiggja boð í laxveiði í eina af dýrustu ám landsins frá vinum sínum til "fjölda ára".

Það er ekkert verið að hygla neitt og ég ekki vanur því að láta hygla mér með eitt eða neitt segir Villi Vill.

Halló Vilhjálmur, ef mér eða einhverjum nóboddí væri boðið það sama af vinum okkar þá myndi maður reka upp stór augu og spyrja; vá varstu að vinna í Lottó, hvernig náðir þú í þetta ógeðslega dýra veiðileyfi?  Og þegar ég kæmist að því að heilbrigðisráðherrann og fleiri toppar væru með í flotteríinu plús makar á pakkann og það væri svona leiðsögumaður á kjaft í fokkings ánni þá myndu fara að renna á mig tvær grímur.

En það renna engar grímur á Vilhjálm og hina strákarnir í valdageiminu.  Þar er það  "buisness as usual" að vera boðið í svona grand ferðir.

Svo finnst þessum mönnum vægast sagt undarlegt að við treystum þeim ekki.

Og Vilhjálmur þvertekur fyrir að REI hafi komið til tals í veiðiferðinni og hvað þá sameining við Geysi Green enda hafi sú hugmynd ekki komið til tals fyrr en rúmum mánuði síðar.

Þetta eigum við almenningur að taka gott og gilt jafnvel þó ýmislegt bendi til að þarna hafi strákar verið að ráða ráðum sínum á fokdýrum árbakkanum.

Við eigum að vita að þeir séu ekki að gera neitt annað í veiðiferðum drengirnir en að rækta vináttuna sem staðið hefur frá blautu barnsbeini.  Að þeir ráði ekki ráðum sínum á bak við tjöldin.  Jájá og tunglið er búið til úr osti.

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að stór hluti íslenskra stjórnmálamanna eigi að fara í meðferð.  Og þá er ég að tala um enduruppeldis- og siðferðismeðferð.

Eða þá haska sér í frí - laaaaaaaaaaangt frí.

 


mbl.is Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarjátning

 Á laugardagskvöldi í ágúst:

Jenný Una: Amma þú ert amma mín og Lilleman og Jökuls og Oliver en ekki amma hennar Söru Kamban?

Amman: Alveg rétt skottan mín.

JU: En amma ég er eina stelpan þín eþeggi?

A: Jú, alveg rétt.  Þrír strákar og ein stelpa.

JU: Ég er mjög góð stelpa og ég klípir ekki börnin á leikskólanum og ekki á róló. Ég hendir ekki sandi í Franlín Mána Addnason viljandi.  Bara óvart stundum!

A: Nei þú ert svo góð stúlka (W00t).

JU: Ég elska þér amma og líka Einar minn.  Mest í heimi!

A: Orðlaus aldrei þessu vant.  Úff.

sumarstúlkan Jenný

Ís og sænska sumarið - toppurinn

lilleman

Hrafni Óla finnst ekki leiðinlegt í sænska sumrinu!

pixupartí

Og við heimkomuna frá Svíþjóð var boðið í "píxupartí"

Og nú er amman þotin í IKEA.

Úff og lagó.


Banna búsið

Ég var ekki par glöð þegar það var sett á reykingabann í háloftunum.  Fannst alveg nógu stressandi að fljúga þó mér væri ekki bannað að reykja líka.

En það vandist fljótt, enda hálf ógeðsleg tilhugsunin um þetta tiltölulega litla rými, kjaftfullt af fólki sem oft er með börn, að spúa nikótíni yfir allt og alla.  Ekki geðslegt eða hvað?  Ég er dedd á þessu þrátt fyrir að vera innmúraður nikótínisti og í opnu og utanáliggjanda stríði við reykingarbannið á öllum opinberum stöðum.

Ég er fyrir löngu orðin þreytt á síendurteknum flugdólgsuppákomum í háloftunum.  Ég vil alls ekki að blindfullar manneskjur stefni öryggi mínu og annarra í stórhættu með framferði sínu.

Þarf eitthvað alvarlegt að gerast til að flugfélög átti sig á að þetta gengur ekki?

Nikótínneysla var bönnuð um borð.

Nú á að hætta að selja áfengi á sama hátt.

Burt með búsið, ekki flókið.

Hvað þarf fólk svo sem að vera að hella í sig áfengi á meðan á flugferðinni stendur?

Fólk getur bara sofið í hausinn á sér og hrunið svo í það á eigin ábyrgð með fast land undir fótum.

Icelandair, ganga á undan með góðu fordæmi.

Komasho.


mbl.is Lét ófriðlega í farþegaflugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hamingjan slær mig í hausinn

 hopp

Stundum, á venjulegum degi, þegar ekkert er að gerast sem ætti að hífa mig upp eða draga mig niður, verð ég fyrir upplifunum.

Ég verð óstjórnlega hamingjusöm yfir lífinu og því sem ég hef.  Finnst ég heppnust á jarðríki.

Þetta gerðist í dag, óforvarandis og ég varð algjörlega alla leiðina steinhissa.

Áður fyrr, í gamla lífinu, var ég stöðugt hrædd.  Mismikið en ég óttaðist stöðugt að eitthvað slæmt myndi gerast.  Ég eyddi tímunum saman í að raða því upp í höfðinu á mér hvað gæti gerst og hvernig ég ætti að bregðast við.  Þetta tók tíma, ég gerði fátt annað enda ekki til stórræðnanna bullandi veikur alki í alvarlegu þunglyndi.

Það er alveg svakalegur ágangur á orkubúskapinn að vera hræddur, svo ég tali nú ekki um skelfingu lostinn.  Algjörlega full vinna að standa í því.

Að lifa stöðugt í skelfingu er merki um að viðkomandi upplifi sig algjörlega varnarlausan fyrir öllu, litlu sem stóru.

En..

Svo varð ég edrú og mér til mikillar furðu hætti ég að vera hrædd, hætti að reikna með því versta og það merkilega gerðist - hamingjan fór að slá mig í hausinn nokkuð oft og reglulega.

Nú mætti maður ætla að ég væri beisíklí orðin vön því að gleðin yfir lífinu hertaki mig upp úr þurru - en nei - ég er alltaf jafn hissa.

Og það var sem sagt í dag, þegar ég var að þvo upp og tuða inni í mér um klikkunina í borginni þessa dagana, að ég var nálægt því slegin í gólf af eintómri lífsgleði.

Kannski er þetta fyrst mögulegt þegar vistin í skugganum er búinn að vera svo löng að það virðist ekki vera afturkvæmt þaðan.

Ég veit það ekki en mikið rosalega er hipp og kúl að vera glaður.  Vont samt að hafa náð þessum selvfölileghet svona seint.

En á morgun ætla ég að vaða á minni gleðigöngu milli rekkanna á friggings IKEA gott fólk.

Og þessi viðkvæmni sem hér hefur verið skráð og vottfest verður ekki sýnd aftur í bráð.

Ekki láta ykkur dreyma um það.

Ég segi eins og kerlingin; you cought me at a week momentDevil

Væmnisjöfnun verður birt síðar.

Úje


Af gagnkynhneiðgðu brúðkaupi og borgarfulltrúum;-))

Af hverju eru Finnar að herma eftir okkur í borgarmálum? 

Nú ætla þeir líka að verða sér úti um talndi ruslafötur!

Þeir vita svo sannarlega ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig.Halo

En burtséð frá öllu talandi hyski þá er ég að springa úr óþreyju.  Ætli það sé skápahúsmóðirin að brjótast út svona á síðari helming lífsgöngunnar? Mig langar að hoppa upp um fjöll og firnindi, elta uppi lömb á fæti og elda þau á staðnum.

Ellen og konan hennar voru að gifta sig.  Í einhverjum fjölmiðlinum stendur; látlaust, lesbískt brúðkaup.

Skamkvæmt þessu þá var brúðkaup frænku minnar sem ég sat um daginn, skemmtilegt, gagnkynhneigt brúðkaup.  Halló.

En talandi um konur, lesbískar og öðruwise, hér er merkilegt lítið myndband um hvað ameríkanar eru komnir lengra en við í ákveðnum málum.

Skoðið, skynjið og lærið aularnir ykkar.

Guði sé lof fyrir YouTube


mbl.is Talandi ruslafötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það liggur einhver fjandinn í loftinu

Það hlýtur að vera eitthvað í loftinu þessa dagana, eða einhverjar tunglstöður sem gera það að verkum að allir eru að flippa algjörlega.

Eins og Matthías sem skellir trúnaðarsamtölunum sínum á netið.

Og Svavar sem segist ýmislegt hafa við skrif Matthíasar að athuga en segir ekki; ég var ekki í trúnaðarsambandi við aðal andstæðinga vinstri manna.  Ég var ekki að tala illa um samflokksmennina í mat niðri á Mogga.  Kommon, Svavar var á stalli hjá mér, ég fæ fyrir hjartað og missi trúna á mannkynninu.  Eða svona nærri því.  Ekkert getur hissað mig lengur eins og kerlingin sagði.

Og pólitíkin.  Þar eru hlutirnir þannig að ég er nærri því orðlaus og í mínu tilfelli jafnast það á við meiri háttar hamfarir.  Ég verð að geta talað.

Ólafur Eff farinn í Frjálslynda, ekki að það breyti neinu, þeir eru minnaenekkineittflokkur í borginni, en nú er hann farinn að hafa áhyggjur af fjármálum borgarinnar.  Hefði betur haft það fyrir skilnað. 

Og nú syngur hann eins og kanarífugl.  Hvert "leyndarmálið" á fætur öðru kemur í fjölmiðlum sem eiga að færa okkur heim sanninn um að íhaldið sé óferjandi og óalandi.  Sorrí, Óli, þetta heitir að hefna sín á íslensku.

Nú, Óskar Bergsson, smiðurinn mikli lætur eins og hann sé að bjarga Reykvíkingum með þessari "fórn" sem hann er að færa með því að redda meirihlutanum.  Takk kærlega Óskar, þú ert að gera þetta fyrir þig og aðeins þig og kannski þessar 10 hræður eða svo sem kusu Framsókn í síðustu kosningum.

Látið ykkur ekki detta í hug gott fólk að við kjósendur séum ekki fyrir löngu búnir að sjá í gegnum valdagræðgina og eiginhagsmunapotið.

Sú staðreynd að Marsibil er eins og hún er og að VG standa á sínu og haga sér í borginni gerir það að verkum að ég hendi mér ekki fyrir björg í dag.

En fyrirgefið þið meðan ég hendi mér í þak.

 


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband