Leita í fréttum mbl.is

1984 hvað?

Big-Brother-is-Watching-You-Poster-Card-C10204521 

Skáldsagan 1984 eftir Orwell þótti klikkuð þegar hún kom út á sínum tíma.  Sjónvarp á heimilum sem fylgdist með fólki var svo fjarlæg hugmynd að það tók því ekki að velta því fyrir sér einu sinni.

Það hefur heldur betur komið í ljós að 1984 var barnaleikur miðað við raunveruleikann sem við búum við í dag.

Það eru alls staðar myndavélar, hlerunartæki og skráningar á persónulegum högum fólks.

Það er alltaf verið að ganga lengra með að móta alla einstaklinga í sama form.  Ef þú reykir þá ertu óalandi og óferjandi.  Ég er t.d. með það á hreinu að það er ekki langt í það að reykingar í einkabílum verði bannaðar.  Svo verða það svalirnar, og á endanum íbúðirnar.  Á meðan selur ríkið tóbak sem aldrei fyrr og neitar allri ábyrgð á ósómanum. 

Og svo eru það ofsóknirnar á hendur fólki sem smellur ekki inn í vigtarkvótann.  Auðvitað veit ég að offita er stórhættuleg mannfólkinu, eins og reykingarnar, en ég er meira að tala um þyngd svona almennt.

Nú hefur komið til tals að láta fólk borga flugmiða eftir vigt.  Er ekki í lagi?  Rosalega er heimurinn að verða grimmur.

Þú þarna feitabollann þín, það verða 200.000 þús. krónur fyrir þitt feita rassgat en þú þarna nástrá og anorexíusjúklingur átt að borga 20.000 þús. Og góða ferð fíflin ykkar.

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur, enda í eðlilegum holdum, en þetta snýst ekki um mig.  Þetta snýst um heim sem verður æ miskunarlausari gagnvart fólki sem passar ekki í hið fyrirfram gefna norm.

Krakkar klár í bátana, nú verður siglt í sumarfríið.

Úje.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég á bara ekki til orð.... selja farmiða eftir vikt ?!?!?! Sem myndi þýða það að feitir hætta að ferðast. Og þar á meðal ég, mér finnst víst nóg og dýrt að fara til útlanda núna og fer ég þó ekki gegn kílóagjaldi.

Hvað verður það næst ? Fólk með sjúkdóma.... það verður að vera í sér flugi er það ekki ? Eða það er kannski í lagi að hafa það með feita fólkinu.

Linda litla, 5.6.2008 kl. 11:46

2 identicon

Snilldar færsla.Samt ef viðkomandi þekur 2 sæti er ekki ósanngjarnt að viðkomandi borgi fyrir þau bæði.En þá ættu anorexiurnar að fá að vera 2 saman í sæti.Fáfánleikinn er svo mikill í þessari veröld. Á að hlæja eða gráta?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:53

3 identicon

Það er nú ekki verið að tala um þetta til að níðast sérstaklega á feita fólkinu.

Málið er bara að við hvert aukakíló í vélinni þá eyðir hún meira af (rándýru) bensíni. 

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Það má vel vera að hún eyði rándýru bensíni og meira af því á hvert kíló.  Þetta er einfaldlega mannfyrirlitning af verstu sort.

Birna: Góð, en ég er ekki að tala um offitusjúklinga, heldur fólk almennt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég bara trúi ekki minum eigin á madur thá s.s ad stiga á vigtina á eftir farangrinum?? " sorry en thú ert med yfirvigt vinkona" og á thá ad borga 1000 kall á hvert kiló yfir eins og med yfirviktina á farangrinum....? ekki thad,ég held ég sleppi fyrir horn..en algert rugl og já,mannfyrirlitning hrein og bein. Til skammar,fussumsvei!

María Guðmundsdóttir, 5.6.2008 kl. 12:18

6 identicon

Djöfulsins fávitaháttur er þetta í fyrirtækjum sem þessum.  Ég myndi kæra þá til fjandans og til baka, fyrir mismunun og eiga flugfélögin fyrir rest.  Sjáum þá reyna að rukka mig pr, kíló.  Enda er ég nokkur af þeim.

En knús á þig Jennslan mín, þú ert flott eins og alltaf.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þegar ég lærði flug, var talið að meðalþyngd karla væri um 180pund, konu um 130.

Þegar gert var ráð fyrir farangri (litlu vélarnar 4ura sæta) var miðað við handfarangur en annar var ætlast til að væri veginn sérstaklega.

Það er afar einfalt fyrir flugfélög, að hækka meðatalsvikt farþega og jafna út ætluðum kosnaði.

Annars er það með hreinum ólíkindum, hvað menn eru farnir að láta yfir sig ganga án þess að ynta né skrimta.

Hefur þú farið til BAN nýlega?  Það er með hreinum ólíkindum hvað gegnið er þétt upp að því sem áður var talið algert einkamál og ókurteisi, að kanna.

1984 er komið á mörg svið.

Og stundum eru menn,-hugsanlega óafvitandi,- að ýta undir hugsunarstjórnun, með skrifum sínum og ,,réttlætanlegtri reiði" vegna skoðana annarra.

ÉG hef rembst eins og Rjúpan við staurinn fræga, að taka ekki um of uppí mig um skoðanir,--skoðanir,--annarra.  ÞAð er svo ótrúlega auðvelt, að mynda múg og þá eru eftirfylgjandi vandamál fljót að kræla á sér.

Börn eru fljót til eineltis, við engu síður.

Með þökk fyrir að fá ennað ,,bögga" þig með kommentum, það er nefnilega ekki sjálfgefið, að menn ljái pláss undir svoleiðis.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.6.2008 kl. 12:23

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þá er útséð með að ég fari til útlanda framar. Nema kannski í fraktflugi bara.

Markús frá Djúpalæk, 5.6.2008 kl. 12:23

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Markús: Ég brjálast úr hlátri.

Bjarni:  Alltaf velkominn og takk fyrir innleggið.

Guðrún: Við súum the motherfuckers.

María: Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 12:30

10 identicon

Þokkalega sko "" feis""

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:32

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ok þá vitum við það, þurfum ekki að óttast yfirbókanir að vestan, þar sem hamborgarabossarnir búa.  Annars er mín vikt undir meðal, veit ekki hvernig sumarið fer með mig.  Djöfuls vitleysa er þetta! 

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 13:30

12 Smámynd: Fjarki

Vigt fer ekki bara eftir fitumagni.

Sjáið bara mun á meðal íslenskum karlmanni, hvað þá kraftakörlunum okkar og svo konu af t.d. Asískum uppruna sem margar hverjar eru mjög smávaxnar.

Svo er  allt sett í "loft upp" hvað makaval varðar ef þér finnst gaman að ferðast !

Það hlýtur að koma krafa á móti að sætin passi fyrir þá sem stærri eru eða hvað?

Borga meira =stærri sæti!! eða er það ekki sanngjarnt?

Eða einhliða gróði flugfélaganna eftir fallþunga?

Það vakna margar spurningar svo sannarlega! 

En 1984 verður alltaf raunverulegri með hverjum deginum. 

Fjarki , 5.6.2008 kl. 13:54

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, já, laxera bara fyrir flug!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 14:27

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flugfélögin mismuna okkur stóra fólkinu nú þegar með þessum níðþröngu og pínulitlu sætum. Væri til í að borga meira ef ég fengi stærra og þægilegra sæti. Spurning um Saga Class?

Helga Magnúsdóttir, 5.6.2008 kl. 14:55

15 Smámynd: Ellý

Ég fer sjaldan til útlanda og nú lítur út fyrir það að ég fari aldrei aftur. Er sem betur fer ekkert spennt fyrir því lengur enda hef ég ekkert efni á því og það áður en svona óréttlæti nær fram að ganga.

Burtséð frá mjög feitu fólki (sem sumt er þannig vaxið vegna heilsufars en ekki ofáts) þá kemur fólk í öllum stærðum og gerðum. Á feitabollan með einn bakpoka í farangur að borga miklu meira en þvengmjóa tískugellan með fimm fartöskur fullar af fötum EÐA grindhoraði prófessorinn sem er að ferðast með bækurnar sínar? Það vakna upp ýmsar svona spurningar við að heyra þessa frétt... 

Ellý, 5.6.2008 kl. 18:12

16 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Þetta er klárlega mismunun...alveg eins og að þeir sem vilja fara oftar í bíó neyðast til að borga fyrir fleiri miða...

Annars, svona í alvöru talað, þá er ég sammála því að ef fyrirtæki kjósa að verðleggja þjónustuna eftir vigt væri réttlátt að vigta allt, bæði farþegann og farangur hans.  Einnig er ég sammála þeim sem vildu stærri og þægilegri sæti ef þeir borga meira - það er bara réttlátt.

Mér finnst konseptið sem slíkt, að þeir sem taka meira pláss og vega meira borgi meira, mjög sniðugt og réttlátt.  Hins vegar hljóta þeir sem borga meira þá líka að heimta meira í staðinn.

Þyngra fólk þarf meiri næringu (stór karlmaður borðar meira en lítil kona, til dæmis) - tvöfaldur matarskammtur fyrir þá sem borga tvöfalt.  Stórt fólk þarf meira pláss - tvöfalt sæti fyrir þá sem borga tvöfalt. 

Kristófer Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 19:59

17 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Annars kemur á óvart að margir sem kommenta hér virðast líta svo á að einkafyrirtæki eigi bara að gleypa kostnaðinn sem fylgir því að flytja þyngra fólk - annað væri bara "mismunun".

Alls staðar á einkamarkaði er fólki mismunað eftir því hversu mikið það borgar.  Þeir sem vilja/þurfa meira þurfa að borga fyrir það.  Mismunun er bara slæm ef hún er í ríkisþjónustu.

Kristófer Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 20:01

18 identicon

Kristófer. Það er samt ekkert verið að tala um að þeir sem eru feitari fái eitthvað meira fyrir peninginn. Þeir eru bara að fljúga eins og aðrir en þurfa að borga meira.

Það er auðvitað mismunun.

Guðrún (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:36

19 identicon

Þeir sem eru að pæla í 1984 í samtímanum ættu að kíkja á þessa grein. 

http://www.rollingstone.com/politics/story/20797485/chinas_allseeing_eye/print

Kínverjar eru án efa fremstir í þessum efnum, en ef þeim gengur vel að reka svona eftirlits- og lögregluríki tel ég ekki ólíklegt að svona eftirlitskerfi verði sett upp mjög víða í heiminum. 

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 13:13

20 identicon

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 13:14

21 identicon

Afhverju er það ekki sjálfsagt?

Það þarf væntanlega 2x meiri orku í að flytja 150kg manneskju heldur en 75kg manneskju.

Er það ekki mismunun að 75kg manneskjan borgi jafn mikið og 150kg manneskjan?

Það þykir sjálfsagt að borga eftir þyngd í póstsendingum, hvaða æsingur er þetta þá yfir að athuga að taka svipað fyrirkomulag með fólk.  Meina fyrir flugvélagið erum við bara "pakki" sem þarf að fljúga með

Ég segi að þetta sé bara frábær hugmynd

Fyrir þá sem halda að ég myndi sleppa eitthvað billega úr þessu og sé því hlutdrægur, þá er það ekki rétt, ég er alveg yfir 100kg

Arnar Flókason (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband