Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ég vil ekki skilja - bara alls ekki

 20080416214727_13

Allir eiga drauma, þar á meðal ég.  Efstur á blaði er að ferðast til Kúbu, áður en allt breytist þar á bæ.  Sáum til með það.

Svo langar mig til Kína og, og, og.  Nóg komið af ferðalagaóskum.  Segi peningaveskið mér satt og rétt frá, þá enda ég í London í haust og má vera heppin með það.  Maður er ekki mógúll, það er nokkuð ljóst.  En ég fer og síkrita á ferðalögin.

Og svo dreymir mig um að eiga lítið hús fyrir austan, þ.e. austur á fjörðum.  Seyðisfjörður kemur sterkur inn.  Jafnvel Eskifjörður eða Kommabærinn.  Ætti ekki að væsa um mig þar.  En nú er útlit fyrir að ég verði að sleppa þessum draumi.  Mig langar nefnilega ekki til að skilja.  Ég las í blöðunum að eitt af hverjum þrem hjónaböndum á Austurlandi endi í slútti.

Ég ætla ekki að síkrita mig í hús fyrir austan, flikka upp á það, mála alla veggi sólgula, og taka fagnandi á móti vorinu, til þess eins að lenda í hávaðarifrildi við mitt elskaða húsband og skilja svo við hann - fyrir austan.  Er komin með upp í kok af skilnuðum enda á ég MARGA að baki eins og öllum lesendum þessarar síðu má vera ljóst.

Tökum þetta aðeins lengra, já sýnið mér þolinmæði hérna.  Ef ég myndi flytja í litla götu, segjum á Reyðarfirði, þá myndi ég byrja á því að banka upp á í þeim tveimur húsum sem lægju upp að mínu.  Ég myndi segja, góðan daginn, hefurðu skilið síðan helvítis álverið varð til?  Segjum að það yrði nei, báðum megin, þá sæi ég sæng mína útbreidda.  Einn af hverjum þrem, það stóð í blaðinu.  Nei sá draumur er hér með út úr myndinni.

Svo á ég þann draum að fá stórt hús til afnota, ekki langt frá höfuðborginni og það myndi ég fylla af börnum sem enginn vill eiga, eða hefur tíma fyrir.  Barnalegt kannski, en maður má láta sig dreyma.  Ég sé alveg fyrir mér sjálfa mig í öflugri uppsveiflu út um tún og engi með fullt af litlum ormum sem myndu prakkarast með mér frá morgni til kvölds.  Mikið rosalega væri það skemmtilegt.

Farin að síkrita hús og börn.

Er reyndar að fara að passa Jenný Unu og Hrafn Óla, en foreldrarnir áttu tveggja ára brúðkaupsafmæli í gær og eru á leiðinni út að borða.  Úje.


Á banalegunni

 thecolormoney0jx

Ég álít að blogg sé talmál, eins og ég hef áður sagt. Mér finnst ekki tiltökumál að afbaka, sletta og láta eins og fífl á blogginu og fæ ekki móral yfir því heldur.

En ég vil að dagblöðin sem ég les séu skrifuð á réttu máli.

Í visi.si stendur að Paul Newman "sé á banalegunni". Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður liggi banaleguna.  Það er kannski bara ég en þetta að "vera á banalegunni" fær mig til að halda að það sé einhver sérstakur gangur sem heiti banalegan.  Sjá hér.

En hvað um það, PN liggur fyrir dauðanum.  83 ára.  Þessi fábæri leikari og húmanisti er með lungnakrabbamein.

Það vill svo til að í gærkvöldi var ég að horfa á mynd með honum á RÚV, "Blaze, Blaze" frá 1988.  Hún var krúttleg, en þar lék hann eldri mann, fylkisstjóra, sem var óður á greddunni og náði sér í strippara.  Skiljið þið hvert ég er að fara?  Hann var frábær þó þessi mynd hafi nú ekki sest að í hjartanu á mér.

En munið þið eftir "The colour of money"?.  Þvílík snilld.

Og svo kaupið þið auðvitað Newman´s own vörurnar því þær renna allar til góðgerðamála.

Farin í heimsókn á BANALEGUNA.

Sjáumst


"Bloody wonderful"

Stundum sér maður eitthvað sem gleður mann inn að innstu hjartans rótum.

Já og það er hæfileika að finna á Bretlandi.


Þær voru hoknar af reynslu en gátu ekki brosað

 ist2_2592411_fat_woman_at_the_beach

Þær voru hoknar af reynslu

þær höfðu flogið heiminn á enda, marg oft

þær höfðu beygt sig og bukkað

og borðað ógeðslega mikið í hádeginu, af því maturinn var innifalinn í kaupinu.

Og nú mega þær ekki fljúga vegna of margra kílóa.

Enda löngu hættar að brosa.

Mikið djöfulli er lífið óréttlátt.

Dem, dem, dem!

P.s. Sungið við lagið "Fly on the wings of love"

Úhúje!

P.s Fyrirgefið en sú staðreynd að konur eru farnar að missa vinnuna vegna holdafars er svo geðveik að ég get ekki gert neitt annað en að gera grín að ruglinu, nú eða þá henda mér í vegg.


mbl.is Of feitar til að fljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhneykslaðir bloggarar

Nú gengur mótmælahrina yfir Evrópu.  Bílstjórar mótmæla hækkun á eldsneytisverði með ýmsum hætti.  Eins og t.d. með að gera það sama og okkar bílstjórar gerðu.  Þeir hljóta stuðning almennings, enda vita flestir í Evrópu að við erum öll á sama báti.

Þannig að Sturla og co. voru fyrstir.  Fólk má eiga það sem það á.

Ég fölnaði í baráttunni þegar farið var að tala um að það ætti að laga til fyrst heima og svo hjálpa í útlöndum.  Sama kjaftæðið og í Magnúsi Þór og ég gef ekki einseyring fyrir svona bull.

En það breytir ekki því að ég skil málstaðinn, eldsneytisverð er stór biti í heimilisútgjöldunum.  Hvað þá hjá atvinnubílstjórum.

Nóg um það, en tilefni þessarar færslu eru blogg sem ég hef verið að lesa í dag.

Fólk er svo stórhneykslað á því að Sturla ætli að stofna stjórnmála afl/flokk.

Sko, ef þið vitið það ekki gott fólk þá segi ég ykkur að við búum í lýðræðisþjóðfélagi og það er andskotann ekkert að því að fólk sem finnst það ekki eiga málsvara í þeim flokkum sem fyrir eru, stofni nýja.  Það er bara heilbrigt lýðræði og ekkert að því.

Ég myndi aldrei kjósa Sturla og co. en ég virði svo sannarlega rétt annarra til að gera það.

Annars vona ég að þeir muni ekki hafa útlendingaandúð á stefnuskránni, vel falda undir búllsjitti með fyrirvörum.

Einn svoleiðis flokkur er nóg.  Mikið meira en nóg.

Súmí.

 


mbl.is Vörubílstjórar á Spáni mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblindir níðingar

Nú hefur  grunaði barnaníðingurinn sem virðist vera sá stórtækasti í misnotkun á börnum, sem vitað er um hér á landi, játað brot sín, að einhverju leyti.

"Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum hefur játað hluta brotanna. Hann segist iðrast gjörða sinna og vonast til að geta beðið konu sína og dætur afsökunar.

"Hann telur sig saklausan að stórum hluta en hefur játað eitthvað af þeim brotum sem snúa að fjölskyldu sinni," hefur Oddgeir Einarsson lögmaður háskólakennarans eftir honum.

Háskólakennarinn vildi einnig koma eftirfarandi á framfæri: "Ég iðrast þess sem ég hef gert mjög mikið og vonast til þess að geta beðið konu mína og dætur afsökunar"

Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á þremur börnum hans. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda. Samkvæmt Oddgeiri hefur lögreglan hætt rannsókn á þeim málum þar sem þau eru orðin fyrnd.

Fyrir utan hin meintu brot gegn börnum kennarans rannsakar lögreglan fjögur kynferðisbrotamál geng einstaklingum utan fjölskyldu hans. Alls hafa því níu kært kennarann ef með eru þau talin málin tvö sem eru fyrnd.

Háskólakennarinn er laus úr einangrun. Hann er enn í gæsluvarðhaldi og mun vera til 7. Júlí.

"Hann ber sig illa en fær nú að lesa Fréttablaðið," segir Oddgeir og bætir við að háskólakennarinn telji umfjöllun fjölmiðla í hans garð ekki gefa rétta mynd af málinu.

Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi. Málið þykir með alvarlegri kynferðisbrotamálum gegn börnum sem komið hafa upp hér á landi."

Og þessi  grunaði níðingur er ekki ólíkur "kollegum" sínum.

Hann telur sig saklausan að stórum hluta, en hefur játað lítilræði.

Og hann telur fjölmiðla ekki gefa rétta mynd af málinu.  Heimurinn gegn mér, þið vitið.

Ef þetta er ekki skortur á iðrun þá heiti ég eitthvað annað en Jenný Anna.

Ekki að það skipti máli pc að hann iðrist, þessi  grunaði maður á auðvitað ekki að koma álægt börnum, nokkurn tímann því hann er búinn að fyrirgera rétti sínum til þess og vel það.

Það eru auðvitað bara siðblindir níðingar sem misnota börn, bæði sín eigin og annarra.  En þá er ég að tala svona almennt um þá sem eru grunaðir um verknaði.

ARG

Tekið af visi.is


Helgarfár

Það er einhver helgartryllingur í mér.  Ég hlæ eins og fífl yfir öllu mögulegu og ómögulegu.

Gaman að þessu.

En af því við vorum að tala um húmor.  Hm....LoL

Sé ykkur eftir smá.


Fimm þúsund kvikindi

Á maður að hlægja eða gráta?

Jón Gnarr er ekki par hress með húmorslausu kaþólikkana sem ætla að segja upp áskriftinni að Símanum, vegna margendurtekinna guðlasta hans.

Úpps.  Ekki djóka með Jesú, ekki pabba hans, fósturpabba (eða má fokka í Jósep?), mömmu hans eða öðrum ættingjum og vinum.

Ég er að mörgu leyti sammála Jóni um að kaþólsku leikmennirnir viti ekkert hvað trúaðir geri. Almennt gengur fólk um með sína barnatrú í hjartanu og ég held að smá grín um guðdóminn kryddi tilveruna og sé í raun bráðnauðsynlegt.

Ég er smá trúuð (uss), ekki fer þetta fyrir brjóstið á mér, en það er kannski ekki að marka, ér er forstokkuð í mínum einkatrúarbrögðum.

Hins vegar þá er það auðvitað mál ef fimm þúsund kvikindi segja upp áskrift af Símanum og þá er ég að tala um krónur og aura gott fólk.  Ekki biblískar afleiðingar.

Ef rétt reynist þá er ég hrædd um að Síminn endurtaki ekki leikinn með Jóni Gnarr.

Ergó: Vont fyrir Jón Gnarr og fyrir Símann sem missir stöðugt viðskiptavinina yfir til annarra fyrirtækja.

En miðað við verðskrá Símans og flótta okkar almennings frá fyrirtækinu, þá er eiginlega spurning hvort einhver verður eftir þegar fimm þúsund fara.

Ómægodd! Gaman að sjá hvort einhver hefur húmor fyrir því.

Lalalalala, góðan daginn, ég er í stuði. 

Farin að biðja morgunbænir. 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírslögheimili

Ég heyri reglulega sögur af fólki sem skilur á pappírunum og flytur í sundur.  Þetta skilst mér að fólk geri oft vegna bágs fjárhags.

Hvað um það, ef einhver verður uppvís að svona, þ.e. að eiga falskt lögheimili, þá varðar það sektum og bölvuðum óþægindum. 

Það er nefnilega bannað með lögum að eiga pappírslögheimili og búa annars staðar.

Ætli Árni Mathisen viti af þessu?

Ég held ég hringi í karlinn.  Hann er örugglega ekki að leika sér að því að brjóta landslög.

Erþanokkuð?

Hm....?


mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alkablogg

ðæ 

Eftir að ég varð alki, fyrir ekki svo mörgum árum ef ég miða við vel flesta sem drekka árum saman áður en þeir missa stjórn, voru ekki nein 5 glös á viku inn í myndinni.  Öllu réttara er að ég hafi skutlað í mig 5 rauðvíns á kvöldi ásamt bjór og rúllandi efnum.

Það er eins gott að ég hef ekki liðagigt því þá væri það bigg tæm bömmer hjá mér að geta ekki notað 5 glös af léttvíni til fyrirbyggingar eða lækningar.

En ég er með ógeðslega hressa liði.  Þeir beinlínis garga af heilbrigði.

Alkinn ég bara heppin þarna.  En í dag hefur engin heppni verið að fylgja mér, ef ég á að segja alveg satt.

Sumir dagar eiga ekki rétt á sér.  Þeir eru klúður frá því að maður opnar augun og stundum þar til maður lokar þeim.

Gef mér æðruleysi.

Þessi dagur hefur verið sérstaklega afbrigðilegur og ég blásaklaus, eins og ávallt.

Ég var að þrífa eldhúsið og það rann skarpheitt vatn úr krananum.  Allt í einu datt kraninn eða rörið sem vatnið rennur út bara í vaskinn og það myndaðist þessi dásamlegi gosbrunnur sem sprautaði vatni upp um alla veggi, eyðilagði kaffipoka, Maldonsaltið mitt, og þvoði mér í leiðinni.

Ég hentist til og ætlaði að skrúfa fyrir en þá datt ég á minn eðla afturenda og ég meiddi mig í löppinni.

Ég ætla ekkert að vera gera þetta verra en það var og þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur að ég týndi heimilissímanum og læsti mig nærri því úti, því ég fann ekki lyklana lengi vel.

Dæs.

Nei, nei, þetta er orðið gott.

Alkinn rennvoti.


mbl.is Áfengi minnkar líkur á liðagigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband