Leita í fréttum mbl.is

AF VINDI, TRJÁM OG PÍNKULITLUM ÍSUM

1

Hún Jenny Una Erriksdóttirrr kom í heimsókn í gær.  Ég stóð með hana í fanginu við eldhúsgluggann og við vorum að horfa á fallega tréð fyrir utan.  Í þessu tré á vindurinn heima, allavega heldur Jenny Una því fram. Á undanförnum mánuðum höfum við mikið spekúlerað í hegðun vindsins og trésins.  Þetta fór okkur nöfnunum á milli.

Jenny: Amma, vindurinn er að leika sér í trénu og hann er ekki reiður.

Amma: Já það er rétt elskan, hann ruggar trénu bara pínulítið.

Jenny: Vindurinn má ekki vera reiður við tréð og vera með læti, þá brotnar það og það kemur blóð.

Amma: Vindurinn er alveg rólegur núna og tréð meiðir sig ekki neitt.

Jenny: Ef tréð meiðir sig og það kemur blóð þá á amma að gefa plástur, stóóórrran plástur, alleins og Jenny (hún rekur fram pínulítinn putta með kisuplástri). Vindurinn er samt alleg góður, hann bara hlaupa heim til mömmusín stundum.

Amman: (orðin andaktug í framan vegna hins heimspekilega þenkjandi tveggja ára barns), já Jenny mín það verður að hjálpa trénu ef það meiðir sig.

Jenny: (amman sér  barn næstum því glotta út í annað) ef það kemur blóð þá á tréð að fá ís.  Jenny með plástur má Jenny fá "pínulítinn" ís? (barn veit að það eru ekki til pínulitlir ísar og ekki heldur risastórir) Geððuða  amma mín?

Amman: Hm... og gefst alla leiðina upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HAKMO

hihi þau eru nú ekki svo vitlaus

HAKMO, 26.7.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún er yndisleg elsku barnið.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Plástrar og ísar eru bjargir.

Edda Agnarsdóttir, 26.7.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég held að amma hafi verið nörruð....

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhhh... ég er með væminn svip á andlitinu

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 13:42

6 Smámynd: halkatla

awww, dúllan, ég tek undir með Jónu

halkatla, 26.7.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Yndisleg, held ég eigi eitthvað í henni.

Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 16:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  YNDISLEG LÍTIL STELPA.

Anna Einarsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband