Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

NÚ HREINLEGA ER MÉR ALLRI LOKIÐ

Bloggvinir mínir eru svo ógisla fyndnir.  Hún Huld (www.ringarinn.blog.is) sendi mér afturhiliðina á dansara dagsins. 

Nú er hægt að njóta bæði að aftan og framan.

Ekkert "frontside only" kjaftæði.

Ælofðismen!


LYFJUMAFÍA?

 

Svo krúttlegt þegar risarnir í bransanum svona yfirleitt, missa andlitið og hvæsa framan í minni spámenn.  Lyfja er hér í hlutverki Guðföðurins og gerði Borgarnesapóteki tilboð sem þeir gátu ekki hafnað.  Þeir hætta auðvitað ekki að stækka og bólgna hjá Lyfju fyrr en síðasta smáapótekinu hefur verið útrýmt.

Það verður ekki leiðinlegt að hafa um tvo kosti að velja.

Lyfju eða Lyf og heilsu.

Ég er með þessa sömu tilfinningu vegna matarinnkaupa.

Á ég að fara í Hagkaup?  Nóatún.  Eða... fokkings Fjarðarkaup (sem er laaaangt í burtu)?

Þetta er að verða eins og á einokunarárunum fyrstu.  Þegar forfeður okkar og mæður fengu maðkað mjöl eins og ekkert væri eðlilegra.

Ég er farin að skilja hvernig þeim hefur liðið.

Æmsóhört.


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSU STAL ÉG..

Í athugasemdakerfi hjá einhverjum bloggvini.  Ég er í kasti.  Hann er svo lífsglaður þessi að hann ætti að vera skylduinntaka fyrir augun á morgnanna.

Maðurinn er ákveðinn í að njóta lífsins.

Úje


BLYGÐUNARSEMISBROT-HA??

Það er stórskemmtilegt að vakna á svona fallegum föstudagsmorgni.  Teygja úr sér, fá sér sígó (frussssss) og drekka kaffið sitt.  Ég hló með sjálfri mér þegar ég las þessa frétt um strípalingana 3 í N1-fánunum, hlaupandi um allt upp í Mosó.

Ég er hins vegar að drepast úr forvitni.

Hvar skildu þeir fötin sín eftir?

Pæliði í eftirleiknum.  Alsberir í leigara og með timburmenn dauðans.

Ég,

glotti kvikindslega.

Bætmí


mbl.is Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í BEINU FRAMHALDI SPYR ÉG..

 

..hafa ekki fullu geimfararnir, sem nefndir eru í færslunni hér fyrir neðan, komist í tölvubúnaðinn?

Mér kæmi það ekki á óvart.  Mennirnir dauðadrukknir á leiðinni út í geim.

Læfökks!


mbl.is Skemmdaverk unnin á tölvubúnaði NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ SPYR ÉG..

1

..eins og fávís kona (jeræt)?  Hvers vegna í ósköpunum eru geimfararnir fullir við brottför? 

Eru þeir flughræddir?

Eru þeir með innilokunarkennd?

Eða er þetta nýjasta tegund af djammi í þeirra kreðsum?

Ég,

eitt spurningamerki

 


mbl.is Geimfarar fara drukknir um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÓKASKÁPURINN MINN

1

Í dag hef ég verið upptekin.  Beisiklí á hvolfi. M.a. er ég byrjuð á því vonlausa verki að taka til í bókahillunum.  Þessi mynd hér að ofan er af bókum í röð og reglu miðað við ástandið hjá mér.  Það eru mannháir staflar (dvergháir ok) ofan á hillunum og ég bíð eftir að heilu ritraðirnar fari í hausinn á mér.  Merkilegt annars hvað safnast í hillurnar.  Ég helt að ég hefði látið allar "unglingabækurnar", þessar sem hafa fylgt mér frá því á ástarsögutímabilinu, en ég datt í þær alveg upp að 23ja ára aldri eða svo (hefði heldur dáið en að viðurkenna það), í kassa niður í geymslu en í staðinn hef ég troðið þeim í hilluna.  Knut Hamsun, margar ljóðabækur og fleiri bókmenntaperlur lentu hins vegar í kjallaranum.  En hvað um það.

Ég fann tvær bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur (ólesnar, ég sver það).  Önnur heitir "Gefðu þig fram Gabríel" og hin "Lokast inn í lyftu".  Eina sem ég man úr þessum bókum hennar Sjólaugar er,  að það var alltaf verið að gera upp gömul hús, mennirnir hlógu "lágt" (svona sexý af því þeir voru með yfirhöndina) og svo var eldað læri á hverri blaðsíðu.  Nú ætla ég að lesa þessar tvær við tækifæri.  Maður verður að vera tjúnaður inn á hinn íslenska bókmenntaheim.

Ég fann líka ritröð sem heitir "Svenska Milljonärer" sem mér er fyrirmunað að átta mig á.  Ekki beint í mínum stíl.  Ég átti það þó til á námsárum  mínum í Svíþjóð að kaupa bækur á uppboði og þá flutu með í kössunum alls konar undarlegar ritsmíðar.

Btw. Mér hefur alltaf fundist það eiga að vera kílóaverð á bókum.  Bara fara í bókabúðina og velja í körfuna og borga eftir vigt.  Þá gæti maður tuðað yfir kílóaverði á bókum, dilkakjöti, grænmeti og mjólkurvörum,   svo ég tali nú ekki um verð á sólarlandaferðum.

Ég,

eins og rykfallinn bókaormur.

Úje


BRJÁLAÐ VÖRUMERKI OMG

1

Ég hef engan áhuga á bílum.  Hef aldrei haft og mun aldrei hafa.  Bílar eru fyrir mér kassi á fjórum hjólum sem maður kveikir á og keyrir.  Þ.e. sem aðrir kveikja á og keyra..... mig.  Ég er ein af þeim sem alltaf segi VÁÁÁ þegar bíll fer í gang.  Mér finnst það stórkostlegt kraftaverk að það skuli með lykli vera hægt að kveikja á apparatinu.  Auðvitað er þetta blöðruheila-afstaða til þarfasta þjónsins en ég er svona að reyna að undirstrika vanþekkingu mína á bílum með því að játa allt.  Beinlínis allt.

Ég hef stundum hugsað um það hvað ég myndi gera ef ég yrði vitni að óhappi í umferðinni eða ráni þar sem ræningjarnir hverfa á braut í bíl.  Ég væri í vondum málum, löggan líka en afbrotamennirnir væru í góðum gír og með heppnina með sér.  Ég þekki Wolksvagenbjöllur, Merzedes Benz og Rolls Royce.  Svo þekki ég strætó og gömlu Citroen bílana sem eru ekki til lengur.  Þar með er það upp talið og þó líf mitt lægi við gæti ég ekki nefnt aðra bíla.

En hvað um það.  Þessi fyrirsögn, "Ferrari brjálast" varð mér tilefni til þessarar hugleiðingar.  Hvernig getur vörumerki brjálast?  Eða er greifi Ferrari enn á lífi, sum sé persónan Ferrari.  Ég veit það ekki en mikið rosalega eru þeir orðnir líbó á Mogganum.

Er einhver arfaruglaður kommúnisti af gamla Þjóðviljanum búin að fá vinnu þarna?

Demdifænó - demdifæker!


mbl.is Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉRAÐSDÓMSTÓLLINN "HRAÐAR HENDUR"

´

Ég trúðii vart mínum eigin augum, þegar ég sá að búið var að dæma í Hnífsdalsmálinu sem átti sér stað þann 8. júní s.l.  Ég ætla að vona að verið sé að gefa tóninn þarna með breytt vinnubrögð dómstóla í landinu.  Það væri ekki verra þegar nauðgunar- og önnur ofbeldismál er annars vegar.

Nú vitum við að það er fangelsi upp á fjögur og hálft að gera tilraun til að drepa eigkonu með skotvopni.

Svo er að lesa viðtengda frétt og verða öllu nær.

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Dæmdur í 4,5 árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKIPTIR ÞAÐ MÁLI..

1

..hvort Jim Morrison óverdósaði í baðinu eða á næturklúbbi?  Nei, ég held ekki.  Það er alveg jafn sorglegt þegar ungt fólk deyr, hvernig svo sem dauðann ber að höndum.  Það er einfaldlega gömul og ný saga.

Ég elska Doors og þar fyrstan í flokki Morrison.

Sama gildir um Janis Joplin, og..

Jimi Hendrix,  og..

Brian Jones, og..

fleiri sem ég ætla ekki að telja upp því þá fer ég á víðáttubömmer.  Þetta fólk dó í blóma lífsins út af ofnotkun á dópi og brennivíni.

Svo fjandi sorglegt.

Dem

 


mbl.is Lést Morrison í næturklúbbi eða í baðkarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband