Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Laugardagur, 26. maí 2007
OPINBER HEIMSÓKN
..Maysunnar, Olivers og Robba er afstaðinn, því miður, þar til á mánudaginn þegar litla fjölskyldan frá Englandi kemur aftur til ömmunnar. Maysan og Robbi eru svo busy því þau þurfa að tæma geymsluna í íbúðinni á Bræðró ekki seinna en strax. Á þriðjudag fara þau aftur heim. Úff það er svo erfitt að hafa sína nánustu í öðru landi. Ég skil þau samt alveg því það er beinlínis nauðsynlegt að búa annarsstaðar og stækka sjóndeildarhringinn. Það gerði ég sjálf og sé ekki eftir því. María Greta þetta þýðir ekki að ég ætli að sætta mig við að þú búir í Englandi til langframa, heyrirðu það? Hehe..
Annars er ég rosalega upptekin í dag. Inga-Lill kemur í fyrramálið og ég er að undirbúa það með því að gera eitt og annað. M.a. þarf ég að skutlast í IKEA (OMG) til að kaupa rúllugardínu svo hún deyi ekki úr nætursólskini.
Nú fer ég og geri eitthvað af viti en ekki fyrr en ég er búin að fara bloggvinahringinn og sækja mér innblástur fyrir daginn. Er algjörlega andlaus núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. maí 2007
NÚ ER ÚTI UM MÍNA SÉNSA..
..til að komast í vinfengi við Will Smith og aðra fornema menn í Hollywood. Ég reyki ennþá og þetta er, svei mér þá, eini möguleikinn til að ég hætti, þ.e. að auka möguleikann á að Will Smith horfi ekki á mig með fyrirlitningu ef við hittumst. (Hver er aftur Will Smith?). Ég er reyndar ekki á leiðinni til Hollywood þannig að ég rekst örgla ekki á hann á næstunni. Ég mun til öryggis allavega hætta að reykja á opinberum stöðum.
Svaf yfir mig. Maysan mín á leiðinni með Oliver og Robba, hárið stendur út í loftið og ég er ógeðis nývöknuð frá toppi til táar. OMG þvílík byrjun á degi. Bloggaði á meðan ég var að reykja morgunsígaretturnar (segi svona)
Síjúgæs!
Emma Thompson gerði Will Smith stórhneykslaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 25. maí 2007
Á NÚ AÐ KJAFTA SIG ÚT ÚR VÆNDI?
Svona, svona elskurnar mínar, ekki láta fyrirsögnina stuða ykkur. Þetta er bara fíflagangur í mér. Ég er mjög hrifin af framtaki borgarstjórnar Kaupmannahafnar að bjóða meðferð fyrir kúnna vændiskvenna í borginni. Þetta er ein af þeim leiðum sem þeir eru að fara þar í borg til að draga úr vændi. Þetta er ábyggilega bara gott eitt að bjóða upp á þennan möguleika. Ég held að það hljóti eitthvað mikið að vera að mönnum sem kaupa sér vændisþjónustu. Viðhorf þeirra til kvenna er alla vegar arfabrenglað. Gott er ef hægt er að hjálpa þeim til heilsu.
Þessi leið hefur verið farin í Gautaborg og í fréttinni stendur þetta:
"Í þau 10 ár sem borgaryfirvöld í Gautaborg hafa boðið upp á meðferðarúrræði fyrir kaupendur vændis, hafa um 300 karlmenn leitað sér aðstoðar og um helmingur þeirra eru í samböndum. Þeir sem leiti eftir meðferð séu þeir sem vilji hætta að kaupa kynlífstengda þjónustu en ekki þeir sem beiti vændiskonur alvarlegu ofbeldi. Í gegnum samtalsmeðferð finni þeir orsökina að því að kaupa líkama konu."
Þetta mætti reyna hér, þ.e. ef einhvern tímann verður farið að taka á vændi hér sem félagslegu vandamáli og sem hluta af ofbeldi gegn konum.
Svo mörg voru þau orð.
Vændiskaupendur fari í samtalsmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 25. maí 2007
HVERNIG ÞEKKJA MÁ RÖR..
Ef líf þitt lægi við einn daginn þá fylgir hér listi yfir skilgreiningu á rörum sem ég fékk í dag frá gamalli vinkonu. Mig er búið að vanta þessa skilgreiningu lengi, lengi.
Skilgreining á röri:
Rör er framleitt úr löngu gati sem umlukið er stáli eða plasti, samhverfu um miðju gatsins.
Allt rörið verður að innihalda gat i fullri lengd. Gatið þarf að vera jafn langt rörinu.
Innra þvermál rörsins verður að vera minna en ytra þvermálið. Að öðrum kosti lendir gatið utan við rörið.
Rörið má eingöngu innihalda gat þannig að vatn eða annað efni geti runnið hindrunarlaust um það.
Löng rör skulu merkt "löng rör" á hvorum enda þannig að eftirlitsmaður sjái hvort um er að ræða langt eða stutt rör.
Mjög löng rör skulu merkt "mjög löng rör", líka á miðjunni þannig að eftirlitsmaðurinn þurfi ekki að fara að enda til að sjá hvort rörið er stutt, langt eða mjög langt ef hann kemur að miðju rörinu.
Þegar 30°, 45° eða 90° beygjur eru pantaðar verður að taka fram hvort um sé að ræða vinstri eða hægri beygju. Annars er hætta á að lögnin liggi ekki í rétta átt.
Merkja verður straumstefnu á lóðrétt rör. Annars er hætta á að vökvinn renni í öfuga átt.
Skrúfaðar fittings skal annað hvort vera með hægri eða vinstri gengjum. Aldrei blandað. Þá skrúfast ein gengjan í á meðan önnur skrúfast úr.
Tvö hálfrör eru jafngild einu heilu.
Þá er það á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 25. maí 2007
FYRST BREIÐAVÍK - NÚ KUMBARAVOGUR!
Enn eitt "barnaheimilismálið" er komið upp á yfirborðið. Að þessu sinni er það Kumbaravogur þar sem starfsemi hófst upp úr miðri síðustu öld. Í Kastljósinu í kvöld var fjallað um eitt einstakt mál þar sem gróf misnotkun á átti sér stað á drengjum og hefur einn þeirra kært og gerandinn hefur játað. Málið er fyrnt. Þessu verður að breyta. Þessi alvarlegu brot gegn börnum eiga ekki að fyrnast. Þarna liggur fyrir játning gerandans og nú er ekki hægt að sækja hann til saka, nema að þessi maður geti höfðað skaðabótamál á hendur honum. Lýsingar mannsins sem fyrir ofbeldinu varð voru hreint skelfilegar. Mér finnst að lágmarki að ríkið eigi að borga þolendum barnaheimilanna skaðabætur og biðja þá afsökunar. Þarna hafa allir brugðist. Einhvern veginn held ég að við séum bara að sjá topp ísjakans. Því miður. Þetta er ljótur raunveruleikur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. maí 2007
EFTIRSPURN EFTIR ORÐINU - GOTT MÁL!
Tveir menn stálu biblíu og sálmabók úr Krísuvíkurkirkju og voru handteknir fyrir austan fjall skömmu síðar. Það er alltaf verið að tala um að þorri fólks stundi ekki kirkju nema á jólunum, lesi ekki í hinni helgu bók og margir af oss séum trúarleg viðrini. Er þessi þjófnaður þá góður eða slæmur? Er það ekki bara gott að einhverja þyrstir svona í orðið? Allavega komust ritin aftur til kirkjunnar og löggurnar sem skiluðu þeim fengu bænastund í fundarlaun. Einhver hefði nú sagt: "Séra minn ég get eiginlega frekar notast við peninga".
Amen á eftir efninu.
Stálu biblíu og sálmabók úr kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 25. maí 2007
AFTUR AÐ NAUÐGUNARLEIK
Hinum nýja heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni er ofboðið vegna japanska þrívíddartölvuleiksins RapeLay sem ég og fleiri blogguðum um í gær. Þetta er haft eftir heilbrigðisráðherra:
"Guðlaugur Þór sá fréttina á sínum fyrsta starfsdegi í ráðherrastól í gær og er hann þeirrar skoðunar að banna eigi fyrirbærið. Mér brá afskaplega mikið þegar ég sá þessa frétt og finnst gersamlega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu," sagði Guðlaugur Þór nokkrum andartökum eftir að hann tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans. Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna."
Það eru greinilega ekki bara VG sem telja að koma verði böndum yfir svona óþverra á netinu þar sem börnin okkar og unglingar hafa greiðan aðgang að efninu.
Svavar Lútersson eigandi torrent.is reiknar ekki með að leikurinn verði fjarlægður nema það komi í ljós að leikurinn sé ólöglegur. Það er gamla spurningin um siðferði. Ætli sumir eigi aldrei erfitt með svefn?
Kona spyr sig!
"Afar ósmekklegur leikur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Föstudagur, 25. maí 2007
DÝRASMYGL
Einhver maður var handtekinn í Kaíró fyrir að ætla að smygla 700 lifandi snákum til Sádí-Arabíu. Það er nokkuð langt í burtu þannig að ég geri mér ekki grillur út af því. Auðvitað er þetta alvarlegt mál þegar verið er að smygla dýrum á milli landa. Ég er eins og komið hefur fram hér á blogginu mínu, rosalega hrædd við skordýr, köngulær t.d. eru skelfilegastar að mínu mati. Þótt þær séu hættulausar og mikið minni en ég. Það eru lappirnar sko og hvernig þær hlaupa sem geta ært mig að viðbjóði og hræðslu. Þegar ég var við nám í Gautaborg labbaði ég einu sinni inn á kaffihús sem oftar og var að lesa Göteborgs Posten. Á forsíðunni var mynd af Tarantúllu. Spikfeitri, kafloðinni og kvikindið var með attitjúd. Í greininni stóð að hún hefði "stokkið" frá lögreglu þegar hann var með hana á leið inn á lögreglustöð en henni hafði verið smyglað til Svíþjóðar. Lögreglustöðin var bara steinsnar þaðan sem ég var. Lappirnar á mér hentust upp á vegg ég urlaðist í sætinu, reyndi að gera mig ósýnilega og þá rann það upp fyrir mér að ég væri hvergi óhult. Ég komst heim við illan leik og það tók mig marga daga að hætta að svipast um eftir kvikindinu. Auðvitað er þetta geðveiki en eru fóbíur ekki brjálsemi af verstu sort? Þess vegna er ég að hugsa um alla dýrasafnarana sem smygla svona dýrum til landsins. Snákar, köngulær og fleiri ófreskjur. Jafnvel konan með viðhorfið í þvottahúsinu gæti verið sek um dýrasmygl. Hverjum á ég að treysta? Get ég farið í heimsóknir? Getur verið að það sé kominn tími á Bio-feedback meðferð, þe að horfast í augu við hræðsluna? Ónei ég fer til sálfræðings. Þar mun ég ekki þurfa að halda á óttaelementinu með lappirnar óteljandi, grimmdarglampa í augum og illkvittnislegt glott út í annað munnvikið.
Sofið rótt krakkar
Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
FIMMTUDAGSKVÖLD
Hún Jenny Una Errriksdóttirrr kom hér óforvarandis þar sem hún er með hita og getur ekki farið í skólann á morgun. Við erum búnar að vera mjög uppteknar. Höfum lesið mikið og áðan þegar Jenny var að fara að sofa og við vorum að klára Einarrr Áskel þá sagði Jenny mér að það væri drrreki sem borðaði ömmurr og hann værrri á leiðinni. Amman spurði hver ætti þá að passa Jenny og sú stutta svaraði því til að hún myndi hrrringja í Einarrr í vinnuna og biðja hann um að koma heim. Barn er ekki að gera veður út af því þótt eitt stykki amma verði snædd af drekanum ógurlega.
Ég er að bíða eftir Húsa lækninum geðvonda . Þegar ég hef borið hann augum fer ég einn bloggrúnt og svo beint í bólið. Ég ætla að reyna að ná því að sofa eins og saklaust barnið við hliðina á mér.
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Í ÞVÍ HERRANS NAFNI..
..leggur ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Samfylkingar á djúpið með "einlægan samstarfvilja sem byr í okkar segl" segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra. Sagði ég ekki þegar allt andatalið í stjórnamyndunarviðræðunum stóð sem hæst??? Ríkisstjórnin er með umboð frá Guði. Ég vissi það!!
Omægod!
Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr