Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 29. apríl 2007
SVO LEIÐINLEGT..
..að þetta skuli hafa komið fyrir sagði Valgerður Sverrisdóttir í Silfri Egils í dag þegar verið var að ræða Impregilo málið og aðstæðurnar á Kárahnjúkum. Mér finnst Valgerður reyndar töff kona og ég held ekki að hún hafi ekki ætlað sér að láta þetta álit sitt hljóma eins og um einangrað "slysatilfelli" hafi verið að ræða. En þetta sagði hún samt.
Það hafa allir sem hafa kært sig um, vitað lengi að þarna fer fram ill meðferð á verkafólki og þar hafa verið margbrotin lög á því, bæði í launamálum, almennnum aðbúnaði og fleiru. Þetta er eins og Ögmundur sagði réttilega í þættinum "svartur blettur á ríkisstjórninni". Impregilo eru sökudólgarnir, þeir eru bófarnir í atvinnulífinu og fara ekki eftir þeim lögum og reglum sem hér gilda varðandi verkafólk. Meira að segja stjórnendur fyrirtækissins hafa dregið í land með "rétt" sinn að fá prívat sjúkraskýrslur í hendurnar og gerðu hinum íslenska talsmanni Impregilo skömm til. Líklegast hafa þeir áttað sig á að frekari hroki væri fyrirtækinu ekki til framdráttar.
Allir fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem þarna sátu hörmuðu að sjálfsögðu þennan hroða sem þarna gerðist. Slysatíðnin hefur verið óeðlilega há þarna, matareitranir, eiturgufurnar í göngunum og Guð má vita hvað fleira þetta alræmda fyrirtæki er ábyrgt fyrir.
Annars var það staðfest enn og aftur þarna í Silfrinu í dag að það kemst ekki hnífurinn á milli stjórnarflokkanna. Það litla sem ég sá af Guðlaugi Þór var þegar hann var að mæla upp vitleysuna í Framsókn.
Vinstri græn hafa farið fram á opinbera rannsókn á öllum málefnum Impregilo hér á landi. Í ljósi þess sem gerst hefur er það sjálfsögð og eðlileg krafa. Ég er viss um að íslendingar vilja ekki láta koma svona fram við fólk.
P.s. Myndin sem fylgir pistlinum er af eitruðu kvikindi. Mér fannst það svo passandi eitthvað.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
LISTI I - EITUR Í MÍNUM BEINUM
Ég er alltaf að sjá lista út um allt yfir alls konar hluti sem fólk elskar og hatar og hatar að elska. Þetta er kannski ekki svo vitlaust að búa til lista yfir gott og vont. Ég ætla að reyna og byrja á því sem er eitur í mínum beinum.
1. Köngulær í öllum stærðum, gerðum og útliti megi þær vera eitraðar eður ei. Ég missi mig einfaldlega þegar ég sé þær, verð eins og fíbbl og haga mér eins og örviti.
2. Borðtuskur sem hafa verið notaðar lengi, lengi án þvottar. Ég hef hvergi rekist á þessar illjaþefjandi bakteríunýlendur í tugi ára en ég átti tvær vinkonur þegar ég var stelpa og heima hjá þeim voru tuskurnar notaðar í tilfallandi verkefni frá gólfi til lofts í öllum vistarverum. Ég berst við að muna ekki eftir lyktinni en hún er í sýsteminu og komin til að vera. Vitið þið hvernig mjólk í bómull lyktar eftir að hafa legið í sólbaði á eldhúsborðinu skamma hríð?
3. Fólk sem situr og talar við tvær manneskjur samtímis, horfir bara á aðra þeirra en hin situr vandræðaleg, reynir að vera áhugasöm og hluti af samræðufyrirkomulaginu en sá sem talar sér bara þann sem hann byrjaði að negla augun í. Dæmi um þetta: Ómar Ragnarsson í viðtali við formenn flokkana og hann startaði á föstudagskvöldið. Sigmar og Brynja töluðu við hann en Ómar hafði neglt sig á Simma og þar tókst honum að ríghalda augnkontakt nánast frá byrjun til enda.
4. Karlkyns fæðingarlæknar sem beygja sig niður að konu í barnsnauð þegar hún veinar af sársauka og segir óþolinmóður: "Svona kona, þetta er ekki svona sárt". Hann nottla búinn að fæða sjálfur heila örbirgð svona prívat og persónulega og talar af reynslu. Fæðingar hans hafa farið fram í gegnum lestur bóka í læknanáminu.
5. Fólk sem grípur inn í ef maður er að bisa við eitthvað og segir "ég skal gera þetta" og týnir eða skemmir það sem maður var að reyna að laga/breyta/skrúfa/negla/bora/hræra/skrifa osfrv.
6. Vörur í Stórmarkaðnum sem eru í efstu og næstefstu hillu og enginn stigi á staðnum. Er ætlast til að maður kaupi þær eða eru þær til skrauts?
7. Jólalög sem voru einu sinni sumarlög í útlöndum (Bjöggi með ítölsku lögin t.d.). Andstyggilegasta dæmið er "litla jólabarn" eða "lille sommerfugl".
8. Fólk sem er rosa pirrað en heldur því í sér og spyr mann bjánaspurningar. Maður finnur geðveikina sem ólgar í viðkomandi fer í dálitla vörn, röddin hækkar smá og maður flýtir sér rosalega að svara og þá segir sá pirraði með ýkt trylltri röddu "af hverju ertu svona ROSALEGA pirruð?". ARG
9. Þegar maður missir eitthvað úti í roki, það fýkur og maður hleypur og er að ná því og alltaf á því stigi, alltaf sko, þá fýkur dótið lengra. Getur tekið tímana tíu.
10. Þegar fólk horfir á mann skera af sér puttann við salatgerðina, blóðið fossar og skvettist upp um alla veggi og beinir orðum sínum til manns þar sem maður liggur nær dauða en lífi úr sársauka "meiddirðu þig?".
Klóraði smá í yfirborðið. Soldið gaman svona sérstaklega að kvöldi til þegar maður á að fara að sofa að rifja upp svona skemmtilegheit. Blóðþrýstingur og sykur upp úr öllu valdi. Hjartað í yfirvinnu og slagæðin á hálsinum hamast eins og stórfljót og hún sést utanfrá sem btw er eitt af því sem er eitur í mínum beinum.
Gúddnæt!
Laugardagur, 28. apríl 2007
HVERT ER LJÓÐSKÁLDIÐ?
Vegna fjölda áskorana (hm) hef ég verið beðin um að koma með aðra "hver er mannveran?" getraun. Í þetta skiptið er ekki verið að fíflast. Þessi kona hefur gefið út ljóð á bók. Hún elskar kántrítónlist, bloggar hér á moggabloggi af og til og er brjáluð í ís. Hún er sem sagt skáld, tónlistarunnandi, móðir og fædd í meyjarmerkinu. Þeir sem blogga hér hljóta að kannast við gripinn. Verðlaunin eru ferð í Sundhöll Reykjavíkur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 23. apríl 2007
MATARSTULDUR FYRIR 5089 KRÓNUR
Það kallast varla þungur fangelsisdómur að fá þriggja mánaða fangelsi fyrir endurtekin búðarhnupl en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann fyrir að hafa í febrúar s.l. stolið matvöru að andvirði 5089 króna úr verslun Hagkaupa í Kringlunni.
Og þó.. miðað við fangelsisdómana sem barnaníðingar og nauðgarar eru að fá þá er í þessu hreint æpandi ósamræmi. Ég er ekki að mæla búðarstuldum bót, svo langt frá því en misræmið í dómum eftir alvarleika brota er með ólíkindum.
![]() |
Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 23. apríl 2007
SKIPTIR ÞAÐ EINHVERJU MÁLI..
..hvort Simon Cowell ranghvolfir augunum eða gerir sig rangeygðan í framan? Ég spyr vegna þess að á meðan fjöldi fólks er að deyja úr hungri, vosbúð, sjúkdómum svo maður tali nú ekki um mannfallið í Írak og aftökurnar í Saudi-Arabíu sem eru í fréttum dagsins. Skotárásin í USA var skelfileg en nánast samtímis féllu um 170 manns í stríðinu í Írak. Það virðist ekki vekja nándar nærri eins mikil viðbrögð og fjöldamorðin í USA. Líf er líf. Uppúrveltingur fólks varðandi augnaráð Colwells þegar talað var um morðin í Virginu er einkennandi fyrir rörsýn okkar vesturlandabúa. Hverjum ætti ekki að standa á sama hvað þessi oflaunaða sjónvarpsdíva er að hugsa svona yfir höfuð? Mér gæti ekki staðið meira á sama.
![]() |
Simon ranghvolfdi ekki augunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 23. apríl 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR...
...sá góði maður Jón Baldvin Hannibalsson sem í Silfri Egils kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu". Eins og JBH er skemmtilegur maður og klár þá missti hann heldur betur andlitið og opinberaði kvenfyrirlitningu sína.
Fyrir utan þetta virtist sem JBH væri það ákaflega hugleikið að vinstri flokkarnir næðu að fella ríkisstjórnina en samt byrjaði hann á því að úthúða Steingrími J. og stefnu VG. Jón ertu að koma eða fara? Halló!!
Annars er alltaf gaman að hlusta á "gráhærða karlinn í Mosfellsbænum". Hann er enginn geðluðra fyrir nú utan það hvað hann er fjári skemmtilegur. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann sem kennara minn í íslensku og ensku við Hagaskóla í denn og ég bar fyrir honum óttablandina virðingu. Honum tókst að fá mig til að læra zeturegluna þannig að hún hverfur mér ekki úr minni, með því að setja mig í skammarkrókinn og láta mig sitja þar og þylja zetu-fyrirkomulagið eftir að ég tilkynnti honum að ég þyrfti engar reglur að læra. Til að fullkomna glæpinn lét hann mig syngja "Máríá mild og há, móðir Guðs á jörð" en þeir sem hafa heyrt mig syngja fórna höndum og langar að hverfa til Timbúktú.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
ALVEG ÓTRÚLEGUR HÓPUR AF FÓLKI..
...29.941 svo nákvæmlega sé talið hafa heimsótt síðuna mína á þessum tveimur mánuðum sem ég hef bloggað. Það er skemmtileg tilhugsun að svo margir hafi gengið um á mínu bloggi og vel flestir án þess að gefa sig til kynna. Það setur reyndar að mér smá hroll við tilhugsunina. Verður kona þá ekki að vera grafalvarleg og skrifa málefnalega um alvarlega hluti? Júbb og Neibb. Ég ætla að halda áfram að vera grallari stundum, háalvarleg þegar við á og láta játningarþörfina fá útrás þegar mér líður þannig. Nú kemur gestur nr. 30.000 að líkindum í dag. Værir þú heiðraði blogglesari til í að kvitta fyrir komu þinni. Höfundinum til ánægju og yndisauka.
Lofjúgæs
Sunnudagur, 22. apríl 2007
JÚRÓ, KOSNINGAR OG STÓRAFMÆLI
...allt þann 12. maí nk. Þá verður fallegasti smádrengurinn í heiminum tveggja ára. Hann verður fjarri góðu gamni þetta krútt af því að hann er búsettur í heimsborginni London. Amman ætlar samt ekki að sleppa afmælispartíinu því hún ætlar að grilla, bjóða upp á íþþþ og fleiri ullabjökk. Það verður ekki nærri því eins gaman og ef Oliver væri hér, en við látum ekki svona stórafmæli líða án þess að halda upp á það þrátt fyrir að afmælisbarn dagsins sé svona fjarstaddur ásamt mömmunni og pabbanum. Rosalega er yngsa ömmubarnið orðið stórt. Úff Maysan ég veit að þú ert daglegur lesandi bloggsins hennar mömmu þinnar. Komdu heim!!!
Það erum ekki bara við amma-Brynja sem teljum afmælið hans Olivers einn merkasta dag ársins. "The eurovision song contest comitee" sér ástæðu til að halda upp á daginn með söngvakeppninni í Finnlandi. Hið íslenska kosningabatterí var líka með Oliver í huga þegar kosningadagurinn var ákveðinn. Kæra fólk þið getið líka tekið þátt í afmælinu hans Olivers Einars. Þið farið og kjósið rétt, hlammið ykkur svo niður fyrir framan sjónkann og horfið á Eirík taka söngvakeppnina með vinstri.
Elska ykkur litla fjölskylda.
Og að lokum nokkrar myndir frá því að Maysan var hér í mars sl.
Ímó, Andrea, Maysan og Oliver Maysan ofvirka á hlaumpum Andreasan og Mayshildur Djóns
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
HILLARY MEGABABE!
Hillary Clinton er töffari sem ég myndi vilja sjá sem næsta forseta Bandaríkjanna. Hún er eldklár kona með mikla reynslu að baki og svo hefur hún húmor fyrir sjálfri sér sem margir karlar í póltík mættu taka til fyrirmyndar. Nú segir Hillary að hún muni gera eiginmann sinn að farandsendiherra og að hún geti ekki hugsað sér betri leið til að bæta ímynd Bandaríkjanna. Hún segir að húsbandið Bill Clinton sé besta klappstýra sem hún geti hugsað sér fyrir USA. Ég skil hana. Heimurinn er ekki beinlínis ástfanginn af Bandaríkjunum vegna stríðsbröltsins í Írak og almennrar stórslysastefnu Bush forseta.
Áfram kona!
![]() |
Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. apríl 2007
KONUR OG VARALIÐ
Athyglisvert finnst mér að konur skuli vera í meirihluta þeirra sem vilja varaliðið hans Björns. Mér finnst það svo úr takti. Mín reynsla er sú að karlmenn trúi frekar á myndbirtingu valdsins. Ég skrifaði færslu um þessa hugmynd Björns fyrir einhverju síðan og ég tók þessu alltaf sem hálfgerðum brandara í héraði. Fannst eins og Björn væri að neyta allra ráða til að koma á fót herliði. 50,9% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynnt því að varaliði lögreglu verði komið á fót.
Mesta andstaðan við varaliðið hans Björns er hjá VG en 57,8% þeirra eru andvígir. Ég get auðvitað stólað á mitt fólk. Ég hef ekki trú á hernaðarlegum tilburðum ráðherrans. Ég held að vinstri-grænir, sem eru á móti öllu stríðsbrölti og viðlíka hlutum hugnist þess vegna ekki hugmyndin. Það er mín afstaða sem friðarsinna sem gerir það að verkum að um mig fara ónot. Nær væri að taka þátt í kostnaði björgunarsveitanna og efla þær en þær vinna ómetanlegt starf í þágu okkar alla.
Ég minni svo á bara í framhjáhlaupi að það er EKKI vitlaust að setja X við V þ.12.maí n.k.
![]() |
Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988370
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr