Leita í fréttum mbl.is

LISTI I - EITUR Í MÍNUM BEINUM

45

Ég er alltaf að sjá lista út um allt yfir alls konar hluti sem fólk elskar og hatar og hatar að elska.  Þetta er kannski ekki svo vitlaust að búa til lista yfir gott og vont.  Ég ætla að reyna og byrja á því sem er eitur í mínum beinum.

1. Köngulær í öllum stærðum, gerðum og útliti megi þær vera eitraðar eður ei.  Ég missi mig einfaldlega þegar ég sé þær, verð eins og fíbbl og haga mér eins og örviti.

2. Borðtuskur sem hafa verið notaðar lengi, lengi án þvottar.  Ég hef hvergi rekist á þessar illjaþefjandi bakteríunýlendur í tugi ára en ég átti tvær vinkonur þegar ég var stelpa og heima hjá þeim voru tuskurnar notaðar í tilfallandi verkefni frá gólfi til lofts í öllum vistarverum.  Ég berst við að muna ekki eftir lyktinni en hún er í sýsteminu og komin til að vera. Vitið þið hvernig mjólk í bómull lyktar eftir að hafa legið í sólbaði á eldhúsborðinu skamma hríð?

3. Fólk sem situr og talar við tvær manneskjur samtímis, horfir bara á aðra þeirra en hin situr vandræðaleg, reynir að vera áhugasöm og hluti af samræðufyrirkomulaginu en sá sem talar sér bara þann sem hann byrjaði að negla augun í.  Dæmi um þetta: Ómar Ragnarsson í viðtali við formenn flokkana og hann startaði á föstudagskvöldið.  Sigmar og Brynja töluðu við hann en Ómar hafði neglt sig á Simma og þar tókst honum að ríghalda augnkontakt nánast frá byrjun til enda.

4. Karlkyns fæðingarlæknar sem beygja sig niður að konu í barnsnauð þegar hún veinar af sársauka og segir óþolinmóður: "Svona kona, þetta er ekki svona sárt".  Hann nottla búinn að fæða sjálfur heila örbirgð svona prívat og persónulega og talar af reynslu.  Fæðingar hans hafa farið fram í gegnum lestur bóka í læknanáminu.

5. Fólk sem grípur inn í ef maður er að bisa við eitthvað og segir "ég skal gera þetta" og týnir eða skemmir það sem maður var að reyna að laga/breyta/skrúfa/negla/bora/hræra/skrifa osfrv.

6. Vörur í Stórmarkaðnum sem eru í efstu og næstefstu hillu og enginn stigi á staðnum.  Er ætlast til að maður kaupi þær eða eru þær til skrauts?

7. Jólalög sem voru einu sinni sumarlög í útlöndum (Bjöggi með ítölsku lögin t.d.).  Andstyggilegasta dæmið er "litla jólabarn" eða "lille sommerfugl".

8. Fólk sem er rosa pirrað en heldur því í sér og spyr mann bjánaspurningar.  Maður finnur geðveikina sem ólgar í viðkomandi fer í dálitla vörn, röddin hækkar smá og maður flýtir sér rosalega að svara og þá segir sá pirraði með ýkt trylltri röddu "af hverju ertu svona ROSALEGA pirruð?". ARG

9. Þegar maður missir eitthvað úti í roki, það fýkur og maður hleypur og er að ná því og alltaf á því stigi, alltaf sko, þá fýkur dótið lengra.  Getur tekið tímana tíu.

10. Þegar fólk horfir á mann skera af sér puttann við salatgerðina, blóðið fossar og skvettist upp um alla veggi og beinir orðum sínum til manns þar sem maður liggur nær dauða en lífi úr sársauka  "meiddirðu þig?".

Klóraði smá í yfirborðið.  Soldið gaman svona sérstaklega að kvöldi til þegar maður á að fara að sofa að rifja upp svona skemmtilegheit.  Blóðþrýstingur og sykur upp úr öllu valdi.  Hjartað í yfirvinnu og slagæðin á hálsinum hamast eins og stórfljót og hún sést utanfrá sem btw er eitt af því sem er eitur í mínum beinum.

Gúddnæt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrirsögnin hjá þér er "LISTI I - EITUR Í MÍNUM BEINUM".  Ég var alltaf að bíða eftir framboðslistanum með bókstafinn I.   Asnaprik get ég verið.  (Verð víst að játa í leiðinni að ég hef ekki kynnt mér hvaða bókstafi litlu flokkarnir ætla að nota í kosningunum).

Anna Einarsdóttir, 29.4.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú ert snillingur Jenný  

Björg K. Sigurðardóttir, 29.4.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

hehe, einhverjir gætu misskilið fyrirsögnina eins og Anna bendir á. Er ekki Íslandshreyfingin með listabókstafinn I?

Björg K. Sigurðardóttir, 29.4.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna þú færð mig alltaf til að hlægja.  Takk Björg mín ertu til í að láta einhvern málsmetandi vita!

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var eimitt að spá í það Björg.  Er listabókstafurinn ekki Í?  Skiptir ekki máli ein komma á milli vina er heldur ekki til að gera veður út af.  Mér er ekki illa við Íslandshreyfinguna og hún er ekki eitur í mínum beinum

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var einmitt að hugsa það sama! I fyrir eitur?

Knús til þín krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2007 kl. 12:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta mín losnaði við pirring um leið og færslan fór í loftið og ég var búin að skutla ósóman yfir ykkur kæru bloggvinir. Hér sprikla ég og hjala eins og geðgott ungbarn.

I fyrir eitur Hrönn nákvæmlea

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:35

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Snilldarlisti. Einu sinni vann ég að grein um þýðingarvillur og heyrði frá samstarfskonu minni að eitur í beinum væri ein slík og ættuð úr þýsku. Eitur í beinum (eiter in beinen (held að þetta sé rétt svona)) táknar: gröftur í fótum. Þessi fróðleiksmoli var í boði Guðríðar sem er núna dauðhrædd við að fara á lista II fyrir besservisserastælana. John F. Kennedy sagði í raun á sínum tíma: Ég er berlínarbolla! En allir skildu hvað hann átti við og hlógu ekki kvikindislega (held ég). 

Knús til þín á sunnudegi!  

Guðríður Haraldsdóttir, 29.4.2007 kl. 12:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú þeir hlógu kvikindislega Gurrí mín en lágt og kurteislega.  Hins vega lágu þeir í gólfi þegar Regan (sú mikla mannvitsbrekka) sagði í sama landi mörgum árum síðar "ég er Hamborgari" en þar hitti Regan naglann á höfuðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:52

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Varðu á deit Dúa og vertu frammi

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:52

11 Smámynd: Ragnheiður

2 og 9

Hitt pirrar mig eiginlega ekki eða sko ekki nema á meðan á því stendum, ég er svo gríðarlega heppin að muna aldrei neitt svona. Krakkalýðurinn minn afar ánægður með móðurina oft, búin að gleyma flestum afrekum þeirra fyrr á árum. Þau voru nú ekkert fá eins og þú veist...hehe

Ragnheiður , 29.4.2007 kl. 13:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff ég er farin út í góðaveðrið, áður en ég spring úr pirringi út í þennan pirring

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 14:14

13 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða svindl er það að það sé gott veður á Ísafirði en hávaðarok hjá mér ? Ég meina, Ásthildur, gerirðu þér grein fyrir hvernig hárgreiðslan mín fer í rokinu ? Ha ?

Ragnheiður , 29.4.2007 kl. 14:29

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahahahahaha Beta þú bjargaðir deginum .  Takk jú pípúl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 15:02

15 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ég er einstaklega sammála atriðum nr. 3, 6 og 7.

atriði nr. 10 lætur mig bara hafa áhyggjur ... "meiddiru þig?"

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 29.4.2007 kl. 15:03

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Bergrún ég meiddi mig svona smá

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 16:02

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

atriði 8 og 10 komu út á mér tárunum. Gleði sko.... Óóóóógeðslega fyndið

Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2007 kl. 16:58

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm vissurðu ekki að ég er í Peking?  Skrifaði hana í nótt en setti hana ekki inn strax.  Ok?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 19:06

19 Smámynd: Ibba Sig.

Ef  eitthvað pirrar mig er það fólk  sem liggur á færslunum sínum eins og ormur á gulli og setur þær ekki inn á netið fyrr en eftir dúk og disk. 

Og Gurrý, ekkert að koma með neinar leim skýringar á því hvers vegna ormar liggja á gulli og af hverju maður segir dúkur og diskur Slíkt pirrar mig nefnilega óseigjanlega mikið. 

Ibba Sig., 29.4.2007 kl. 19:39

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég lá ekkert á honum.  Var orðin svo syfjuð að ég gat ekki lesið hann yfir áður en ég setti hann inn.  Fór sko að sofa eftir "djúpan disk" Ibba mín.

Dúa þú ert í bloggfríi út að leika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 20:04

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hahahahahahahahaha!!! Snilldarfærsla Jenný!  Beta, ég þekkti þarna strax nokkra skemmtilega athugasemdaaðila. Skrýtið að þeir nenna ekkert að púkka upp á Jennýjarblogg myndu komast í feitt núna...

Atriði 1 lætur mig vilja bjóða þér í garðveislu til mín í sumar. Þú og eldri dóttir mín getið hoppað inn í þvottahús á 2 mínútna fresti á meðan við hinar liggjum í krampakasti Hún er með sömu fóbíu þessi elska og verður fyrir miklu aðkasti.

Atriði 2 ójá! Skipti um tusku daglega. Oj bara. Fólk sem notar sömu tusku á gólf og borð (sérstaklega í þessari röð) ætti að vera svift réttindum til heimilishalds.... A.m.k. tímabundið

Atriði 4 ÓJÁ. Ég fer heldur ekki til karlkyns kvensjúkdómalæknis. Það er eitthvað pínu rangt við þá heildarmynd.

Atriði 9!!!! sérstaklega ef hluturinn er mjög léttur, (t.d. blaðra) og maður er með grátandi barn í eftirdragi.

Ég les oft bloggærslur eftir dúk og disk og finnst í fínu lagi að bjóða fólki góða nótt um hádegið. Ég kann heldur ekki á klukku.

Laufey Ólafsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:13

22 Smámynd: Ragnheiður

Vó Laufey ?! Þessu er akkurat öfugt farið hjá mér, fæ alveg krípí hroll af kvenkynskvensjúkdómalæknum....

Ragnheiður , 30.4.2007 kl. 01:05

23 Smámynd: Ibba Sig.

Borðtuskur eru til margra hluta nytsamlegar. Eina kellu þekki ég sem notar sömu tuskuna til að snýta ómegðinni þegar horið er komið niður í munn og svo þurrkar hún borðið þar sem gestirnir sitja með kaffisopann sinn. Smyr horinu yfir allt. Bletturinn á gólfinu er líka tekinn með sömu tuskunni og svo aftur í andlitið á börnunum. Smart. 

Ibba Sig., 30.4.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2985718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband