Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

ÉG ER....VANILLUSTÖNG

1

Í dag hef ég verið með bragðofskynjanir.  Ekki spyrja mig hvers vegna því ég veit það, árinn sjálfur, ekki.  Allt sem ég hef látið upp í mig í dag, þar með talið vatn, kók og ávextir, hafa bragðast eins og vanilla.  Ég er að bilast.  Hafið þið borðað svínalundir með vanillubragði?  Ég hélt ekki.  Ég myndi ekki ráðleggja neinum að prufa það. 

Nú fer ég bráðum að lúlla.  Ég get ekki beðið eftir að tannbursta mig.  Ég er einhvernvegin svo deddsjúr á að tannkremið muni reynast vera með vanillubragði.

Ég er með einhvern flókinn og stórkostlegan sjúkdóm. 

Vanillusjúkdóm.

Ég er viss um það.

Alveg viss um það.

Ójá

 


ÉG ER...

.. eitt egg

..ein ristuð brauðsneið með osti

..kornflex

..hállf melóna

..einn bolli sítrónute

..tvö vatsglös

Þetta er ég það sem af er dags.  

Var að lesa að maður væri það sem maður borðar.

Súmítúmímímí.


HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI KOMIST UPP UM MIG..

 

.. þegar ég sá þessa frétt.  Var með áhyggjur af því að mín síðustu fyllerí hefðu komist í blöðin.  Hefði verið hallærislegt að fá bakreikning í fjölmiðlum, þegar maður er edrú og í góðum málum í bráðum ár.

Fattaði strax og ég sá kókflöskureikninginn að þetta gat ekki hafa verið ég.

Sjúkkitt.

Sóklínandsóber!


mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÁLFSBJARGARVIÐLEITNI?

 Sumt fólk hefur þurft að stela sér til matar.  Fólk þarf að gera það enn í dag en það felst þá væntanlega í því að ná sér í eitthvað matarkyns sem af hendingu er stungið innan á sig í búðinni ef færi gefst.

Svo er til fólk með kröfur.  Fólk sem borðar ekki hvað sem er, þrátt fyrir að eiga ekki krónu.  Það fólk fer á veitingahús til að borða. 

Ég veit um mann sem stundaði þetta grimmt.  Hann var með flotta háskólagráðu og flott starfsheiti.  Hann var hinsvegar tímabundið blankur.  Dálítið lengi tímabundið.  Hann borðaði á bestu stöðum bæjarins og vegna starfsheitis fékk hann umsvifalaust skrifað og hann borgaði aldrei.  Fólki fannst það krúttlegt.

Það er náttúrulega hámark ósvífninnar að setjast inn á veitingastað, borða og drekka og eiga ekki fyrir reikningnum.  Minni á frábært atriði úr englum alheimsins, sem er orðin klassík.

Það er nú einhvernvegin þannig að þegar fólk tekur veitingastaði í .. júnó, þá vekur það kátínu.

Ekki hjá mér audda en mörgum hinna.

Ævondervæ.


mbl.is Áttu ekki fyrir reikningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BAKA OG BAKA..

..en ekki kjaftur kýs mig neinsstaðar.  Ég er viðstöðulaust bakandi þessa dagana.  Ég baka kanelsnúða, pönnukökur, kryddkökur, bananabrauð og núna döðlubrauð og fólkið mitt gúffar þessu í sig eins og hungraðir úlfar.  Allir svo hræddir um að þetta sé tímabundið ástand, að ég komist til sjálfrar mín á hverri stundu og baki upp frá því ekkert nema vandræði.

Beikingvúmankræsfordjöstis!


mbl.is Íslenskt bakarí komið í úrslit í keppni í Flórída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORGANGURINN Á HREINU!

 

Mér er slétt sama hvað brennivín kostar.  Ekki bara af því að ég er óvirkur alki og kaupi það ekki lengur, heldur líka vegna þess að á meðan ég drakk, bæði bjór og rauðvín, þá pældi ég aldrei í hvað mjöðurinn kostaði.  Ég hefði heldur ekki elt tilboð á vínum milli búða, eins og gjarnan er gert þegar matvörur eiga í hlut.  Þeir sem eiga í erfiðleikum með áfengi, kaupa það einfaldlega án tillits til.  Svo mér er nokk sama.

Forgangurinn á lækkunum rennur illa niður hjá mér.  Hvað með matarverðið?  Allir þurfa að borða og við erum með dýrasta matinn í allri Evrópu (og þótt víðar væri leitað). Það er akútmál.  Venjulegt fólk er að sligast undan matarkostnaði.

Gætu þessir frómu alþingismenn náð þverpólitískri samstöðu um það mál áður en þeir fara í gæluverkefni af þessum toga?  Hvað er minn þingmaður hún Katrín Jakobsdóttir eiginlega að hugsa? Hinir koma mér hins vegar ekki á óvart með þessu.

Forgangsraða forkræingátlád.


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLOGGVINAHEIMSÓKNIR (NB EKKI HREINSANIR)

Muhahahahaha

Er búin að fara einn bloggvinahring eða tvo og allsstaðar ýtt á "óviðeigandi tenging við frétt" þar sem boðið er upp á þann möguleika.  Um að gera að nota fídusana.  Segi svona.  Dásamlegt að geta hlekkjað sig við tölvukvikindið þegar kona nennir ekki að gera skyldu sína á heimilinu.  Ég er með matarboð fyrir familíuna mína í kvöld (matarboð er asnalegt orð í þessu tilfelli bara sam-snæðingur væri nærri lagi) og hef alveg nóg að gera.

Ég elska ástríðukokka.  Ég get ekki logið því upp á sjálfa mig að ég sé mikill átsríðukokkur en ég er nokkuð góð samt.  Meðfæddur hæfileiki sem ég hef ekki lagt neina sérlega rækt við frekar en marga af öllum mínum dásamlegu hæfileikum.  Ég hef ekki tíma í þá alla.    Hvað um það, aftur að kokkunum og núna þeim á blogginu.  Ég veit ekkert skemmtilegra en að lesa blogg ástríðukokkanna.  Það er svo mikil innlifun í matargerðinni hjá þeim en þeir eru alls ekki nógu margir.  Ég get ekki sagt að ég hendist beint í eldhúsið og eldi samstundis allt sem þeir eru að gefa okkur uppskriftir að, en ég tileinka mér margt og ég spinn líka út frá hugmyndunum þeirra.

Matglaði læknirinn (www.ragnarfreyr.blog.is) er sá duglesti í matarblogginu.  Ég hef notað margar uppskriftir frá honum fyrir nú utan nautnina sem ég fæ af því að lesa bloggið hans.  Maðurinn er ástríðukokkur par exilance. 

Bloggvinkona mín hún Stína í Kananda (www.stinajohanns.blog.is)  er rosalega skemmtilegur matarbloggari.  Ég hef tekið eitt og annað til handargangs frá henni (kjúklingasalat og sænskt kartöflusalat toppar flest).  Hún bloggar líka um allskonar annað og er bara skemmtileg.

Edda Agnars, æskuvinkona mín bloggvinkona (www.eddaagn.blog.is)  er geggjaður kræsingabloggari.  Hún er með ótrúlega einfaldar uppskriftir af mat og bakstri sem klikkar aldrei.  Algjör barnaleikur enda konan hússtjórnarkennari.

Þetta er byrjunin góðir gestir.  Bon apitít og enga öfund.  Við getum ekki öll verið meistarar allsstaðar.

Nananabúbú.

 


BARA LÍTILRÆÐISMUNUR Á VERÐI

 

..áfengis hér og meðalverði Evrópusambandsins á áfengi.  Bara 126%.  Furðulegt að Íslendingar skuli alltaf bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í háu verðlagi.  Okurverðlagi.

Ég er ansi þakklát fyrir að hafa hætt viðskiptum við brennivínsbúðina.

Bætmí.


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORBOÐIÐ

1

Rosalega finnst mér gleðilegt að Starbucks kaffihúsið hafi neyðst til að loka í Peking, eftir kröftug mótmæli. Sjá:

"Kaffihúsið Starbucks neyddist til þess að loka í Peking eftir kröftug mótmæli. Bandaríska kaffihúsakeðjan opnaði fyrst í Forboðnu borg Peking fyrir sjö árum síðan, en hefur löngum verið talin móðgun við kínverska menningu."

Að hafa þessa keðju, sem eflaust er ágæt fyrir sinn hatt, í hinni forboðnu borg finnst mér svo mikið stílbrot og nákvæmlega jafnmikið út úr kortinu og stilla MacDonalds upp í fordyri Þjóðleikhússins.  Eitthvað verður að vera heilagt gagnvart kapítalismanum sem öllu tröllríður.  Reyndar bauðst kaffihúsakeðjunni að starfa áfram ef þeir kölluðu starfsemina öðru nafni en það tóku þeir ekki í mál

Mér finnst einhvernvegin að í forboðnu borginni eigi að vera kínversk tehús og matsölustaðir.  Ekkert annað takk fyrir.  Það er hægt að gúffa í sig hamborgurum og kaffi annarsstaðar "for crying out loud".

Úje


mbl.is Starbucks lokar í Forboðnu borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG UM MIG FRÁ ÞÉR TIL ÞÍN

1

Þið trúið því ekki hvað ég er æðisleg.  Ok ég byrja aftur.  Þið trúið því ekki hvað ég var ótrúlega dugleg og framkvæmdasöm í gær.  Enda var þessi lukkudagur, 13. júlí á föstudegi alveg yndislegur.  Ég verð að deila með ykkur afrekunum.

Fyrir hádegi var ég búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, blogga, lesa blogg, hringja nokkur símtöl og skrifa meil.

Jenny Una Errriksdóttirrrr kom í pössun til okkar og við drifum okkur með hana í Rúmfatalagerinn (já ég veit að það er klisjukennd hegðun en hafið þið prófað dönsku borðtuskurnar sem fást þar?)  og síðan í Hagkaup í Kringlunni.  Jenny lék við hvern sinn fingur og söng hástöfum, kastaði kveðju á hvern mann og í Hagkaupum fékk hún að reiða fram Visakortið þegar við greiddum fyrir matinn.  Sú stutta sagði alvarleg um leið og hún rétti fram kortið "þetta errr korrrt ég ekki borrrrga peninga".  Ég ásamt húsbandi og öðrum nærstöddum horfðum á undrabarnið stórum augum og svo hélt hún áfram "Jenny gleymdi peninginn".  Stúlkan sú er komin inn í íslenska hagfræði rúmlega tveggja ára gömul og geri aðrir betur.

Jæja.  Í gærkvöldi toppaði ég svo sjálfa mig með því að baka bæði banana- og kryddbrauð sem Edda mín (www.eddaagn.blog.is) á heiðurinn af en konan er snillikokkur og kennir hússtjórnarfræði sem útleggst á íslensku matreiðsla.  Þeir sem þekkja mig vita að ég er þekkt fyrir margt annað en tertu-, brauð- og kökuframleiðslu.  Það splundraðist einhver uppsafnaður hormónaköggull þegar ég varð edrú og nú legg ég nótt við dag til að bæta fyrir áralanga vanrækslu í bökunardeildinni.

Nú er kominn nýr og fallegur dagur.  Ég og húsbandið vældum í foreldrum Jennyar Unu um að fá hana til gistingar og það gengur eftir.  Nú þarf ég að baka eitthvað í tilefni dagsins, bara ekki vandræði.

Skellti inn mynd af mér við baksturinn í gærkvöldi og þið sjáið að mér fellur aldrei verk úr hönd eða fót.  Á meðan ég bakaði kryddbrauðið gerði ég mínar hefðbundnu dansæfingar.

Súmí ef þið öfundið mig.

Hehe


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2987755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.