Leita í fréttum mbl.is

ÉG UM MIG FRÁ ÞÉR TIL ÞÍN

1

Þið trúið því ekki hvað ég er æðisleg.  Ok ég byrja aftur.  Þið trúið því ekki hvað ég var ótrúlega dugleg og framkvæmdasöm í gær.  Enda var þessi lukkudagur, 13. júlí á föstudegi alveg yndislegur.  Ég verð að deila með ykkur afrekunum.

Fyrir hádegi var ég búin að þrífa íbúðina hátt og lágt, blogga, lesa blogg, hringja nokkur símtöl og skrifa meil.

Jenny Una Errriksdóttirrrr kom í pössun til okkar og við drifum okkur með hana í Rúmfatalagerinn (já ég veit að það er klisjukennd hegðun en hafið þið prófað dönsku borðtuskurnar sem fást þar?)  og síðan í Hagkaup í Kringlunni.  Jenny lék við hvern sinn fingur og söng hástöfum, kastaði kveðju á hvern mann og í Hagkaupum fékk hún að reiða fram Visakortið þegar við greiddum fyrir matinn.  Sú stutta sagði alvarleg um leið og hún rétti fram kortið "þetta errr korrrt ég ekki borrrrga peninga".  Ég ásamt húsbandi og öðrum nærstöddum horfðum á undrabarnið stórum augum og svo hélt hún áfram "Jenny gleymdi peninginn".  Stúlkan sú er komin inn í íslenska hagfræði rúmlega tveggja ára gömul og geri aðrir betur.

Jæja.  Í gærkvöldi toppaði ég svo sjálfa mig með því að baka bæði banana- og kryddbrauð sem Edda mín (www.eddaagn.blog.is) á heiðurinn af en konan er snillikokkur og kennir hússtjórnarfræði sem útleggst á íslensku matreiðsla.  Þeir sem þekkja mig vita að ég er þekkt fyrir margt annað en tertu-, brauð- og kökuframleiðslu.  Það splundraðist einhver uppsafnaður hormónaköggull þegar ég varð edrú og nú legg ég nótt við dag til að bæta fyrir áralanga vanrækslu í bökunardeildinni.

Nú er kominn nýr og fallegur dagur.  Ég og húsbandið vældum í foreldrum Jennyar Unu um að fá hana til gistingar og það gengur eftir.  Nú þarf ég að baka eitthvað í tilefni dagsins, bara ekki vandræði.

Skellti inn mynd af mér við baksturinn í gærkvöldi og þið sjáið að mér fellur aldrei verk úr hönd eða fót.  Á meðan ég bakaði kryddbrauðið gerði ég mínar hefðbundnu dansæfingar.

Súmí ef þið öfundið mig.

Hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Súing you, minn hefur samband við þinn.

Þröstur Unnar, 14.7.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að detta framúr.  Er ekki hægt að klóna þetta yndislega barn hana Jenny Unu ég er viss um að mér mundi batna með hana mér við hlið

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað þú ert dugleg, hjartað mitt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 13:54

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert ógisslega dugleg kona. Mig vantar svona konu sem grátbiður um að fá að hafa börnin mín

Jóna Á. Gísladóttir, 14.7.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband