Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

ÉG ER ÁHUGMAÐUR UM MATREIÐSLU..

1

og norræn í þokkabót þannig að ég ætti kannski að taka þátt í keppni um norræna matargerðarlist  sem er verkefni sem stuðla eiga að því að gera hana sýnilegri.  Markmiðið er að vekja athygli á gæðum hráefnis á Norðurlöndum og hvetja til þess að  þau verði meira notuð í eldhúsinu.

Annars er nú mín reynsla af norrænni matargerð ekki til að hrópa húrra fyrir.  Danirnir brillera auðvitað í sínum hefðbundna mat, sem er frekar fitandi og óhollur en ótrúlega girnilegur.  Reynsla mín af norskum og sænskum mat er að hann er frekar "dull", fyrirsjáanlegur og óspennandi. 

Það mætti alveg borga Norðmönnum fyrir að hætta með eða endurnýja innihald "matarpakkanna" sem þeir taka með sér í vinnuna, sama hvað á gengur.  Eða þá Svíunum fyrir "blóðbúðinginn" steikta með sultusmurningunni. 

Æi ég held að ég láti vera að fara í þessa keppni fyrir áhugamenn, ég myndi rústa liðinu.

Er eins og venjulega að þjást af mikilli hógværð.´

Góðan daginn annars.


mbl.is Norræn keppni fyrir áhugamenn um matreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UPPÁHALDSLISTI

 1

Það eru allir að gera lista.  Afhjúpandi klukklista.  Hm.. ég skrifa stundum lista á mínu bloggi, hef t.d. skrifað "eiturbeinalista" svo eitthvað sé nefnt.

Nú kemur listi yfir smá uppáhalds:

1. Bækurnar mínar.

2. Maskarinn minn.

3. Svarti DKNY hörkjóllinn.

4. Passamyndin af mér þegar ég var 13 ára með bítlatopp.

5. Rjúpur.

6. Lykt af grasi.

7. Veggjakrot.

8. Blús og djass, Bítles, Stóns og Van Morrisson, Dilli, Amy Whinehouse ásamt húsbandinu auðvitað.

9. SKÓFJÖLDINN í samlede verker eða frá a-imeldu markos.

10. Spiladósir með ballettmær sem snýst.

11. Snæris- og kartöflulykt.

12. Nóttin og skammdegið.

13. Kaldhæðni með dashi af kvikindisskap í hæfilegu magni.

14. "Understatement" (hef ekki orð yfir fyrirbærið á íslensku, einhver?)

15. Jólakveðjur á Gufunni á Þorláksmessudag.

16. Gamlar amerískar bíómyndir.

Hér er stiklað á stóru.  Skemmtilegt að dunda sér við að finna út hvað hitar manni að innan.  Ég set að sjálfsögðu ekki "selvfölgeligheter" eins og mannleg tengsl, kærleika og því um líkt á lista.  Það er asnalegt.

Meira seinna og þetta er hótun.

 


ARG, HREFNUVEIÐAR AÐ HEFJAST AFTUR

Rosaleg tregða er þetta.  Af hverju er þessum fáránlegu veiðum ekki hætt?  Það stendur í fréttinni að eftirspurn eftir kjötinu sé mikil, að mér skilst hér innanlands.  Góðan daginn, sé Íslendinga í anda úða í sig 34 stykkjum af Hrefnu.  Það eru einhverjir örfáir sérvitringar og svo Japanir sem borða þetta kjöt.

OMG við verðum að hugsa um "immidsið".


mbl.is Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR KARTÖFLUR

1

Ég er svo gömul (eða þannig) að ég man eftir kartöflueinokuninni margfrægu.  Þá voru kartöflur seldar í 5 kg. pappírspokum og þær voru vondar, trúið mér.  Amk. 30% af hverjum poka fóru í ruslið, fyrir nú utan að þær sem eftir voru og ég notaði til manneldis voru á mörkunum boðlegar.

Ég elska kartöflur og bý til allskonar kartöflurétti.  Nýjasta æðið hjá mér eru litlu aflöngu frönsku kartöflurnar (nei ekki franskar), pomme de terre, sem eru brjálæðislega góðar. Ég sýð þær eða set í ofnfast mót, með olíu, pipar, salat- eða rauðlauk þangað til meyrar í gegn og skelli þá smá Maldon yfir og þær eru tilbúnar á diskinn.

Ég er orðin svöng.

Bestar eru nýju kartöflurnar og mín er búin að fara í Hagkaup og kaupa slatta.  Nú verður kartöfluveisla krakkar mínir.

Bætmí!


mbl.is Fyrstu íslensku kartöflurnar teknar upp í Þykkvabæ í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ SNÚRA SKO!

1

Eitt af því sem ég geri til að viðhalda góðum bata í edrúmennskunni er að gera ýmis verkefni.  Sumir kalla það sjálfskoðun.  Í dag var ég að fara í gegnum hvenær ég byrjaði að drekka og hvort ég hafi drukkið alkóhólíst strax í upphafi ferils.  Það var nú ekki, að ég held og ég ætla ekki nánar út í það að þessu sinni.

Ég var líka að rifja upp hvenær ég byrjaði að drekka og ég held að það hafi verið um 15 ára aldur eða aðeins fyrr.  Þá reikna ég ekki með fylleríissumrinu mikla þegar ég var níu ára.  Í júlí mánuði datt ég tvisvar í það inni í eldhúsi heima hjá mér.

A)  Þegar ég drakk bláberjasaftina hennar ömmu minnar, sem hafði gerjast og ég varð öll undarleg.

B)  Þegar ég borðaði rabbabarasultu gerða af sömu ömmu, sem líka hafði gerjast (óvart í þessu     tilfelli) og varð alveg jafn undrandi í það skiptið og gott ef ekki svolítið glöð bara.

Þetta eru þau einu skipti á minni lífsfæddri æfi sem áfengi hefur farið ÓVART ofan í undirritaða.

Skömm og svívirða.


ÉG HENGI MIG UPP Á AÐ SUMARSTARFSMAÐURINN...

1

..er fullur eða þunnur.  Enn einn ganginn enn virðast tvær fréttir blandast saman.  Að þessu sinni er það tilraunin til að bragðbæta lambakjöt með hvönn, sem er mér tilefni til þessara skrifa en þegar farið er inn á fréttina til að lesa meira þá stendur "Riðuveiki fannst í kindahræi á afrétti".  Ég fékk vatn í munninn.  Svo ákaflega passandi við bragðbótatilraunina.

Ok, en hvað um það.  Ég er með hugmynd.  Hvönn er ekki sérstaklega góð að mínu mati, en rósmarín t.d. fer unaðslega með lambakjöti, blóðberg og estragon líka.

Hugmyndin er að beita meme á rósmarín og blóðberg.  Það myndi spara mér mikla vinnu við að mylja og steyta og troða í kryddholur. 

Hvönnin er hins vegar fín til reykinga, eins og flestir vesturbæingar á mínum aldri geta vitnað um.

Síjúgæs.


mbl.is Tilraun til að bragðbæta lambakjöt með hvönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVO ÚRKYNJAÐ EITTHVAÐ

1

...að vera með Big Mac vísitölu.  Þessi bölvaður skyndibiti er ástæða fyrir offitu fjölda fólks og þá aðallega í USA.  Er ekki hægt að nota einhverja aðeins smekklegri viðmiðun?

Samkvæmt skyndibitavísitölunni er íslenska krónan ofmetnasti gjaldmiðillinn.  Íslenska krónan gagnvart bandaríkjadal er 123% hærri en hún ætti að vera ef Big Mac kostaði jafnmikið og í USA.

Oh það er lúxus að vera íslendingur (dæs, dæs).

Gúddnætgæs!


mbl.is Íslenska krónan ofmetnasta myntin samkvæmt Bic Mac vísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUMINGJA TAKERU GREYIÐ

2

Takeru "flóðbylgja" tapaði í pylsukeppninni fyrir Joey Chestnut í pylsuátskeppninni í New York í gær.  Ég er dálítið leið vegna Takeru.  Hann er búinn að vera lengi í æfingabúðum, var vel trimmaður, sterkur og bardagaglaður þegar hann mætti til leiks að þessu sinni, tilbúin í enn einn sigurinn í þessari erfiðu íþrótt, þar sem snerpa, greind og hungur í bikarinn skiptir öllu máli.  Sálfræðilegt ástand Takeru var hins vegar ekki alveg nógu gott og hann missti einbeitinguna á fyrstu mínútunum.

Arg, hann vinnur næst, það er ég viss um. 

Minn maður flóðbylgjan.


mbl.is Nýr pylsuátsmeistari krýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LYKTAROFSKYNJANIR FRÚ JENNYAR

1

Eftir að ég varð edrú og flott hefur lífið leikið við mig.  Slæmu dagarnir heyra til undantekninga og eru ekkert, bókstaflega nada, í samanburði við það helvíti sem fylgir virkum alkahólisma.  Nóg um það í bili.

Þegar ég verð þreytt hins vegar, trassa svefninn minn og máltíðirnar, sem stundum kemur fyrir (okokok ég veit að þið bloggvinir mínir eru sannfærðir um að ég sé fullkomin) fæ ég stundum "flashback" í formi lyktar.  Þetta er oft "lyktarminni" frá erfiðum tímum, eins og þegar ég var lögð inn á spítala á Spáni, lyktin af olíunni, matnum og dauðhreinsuðu umhverfi, skellur fyrir vit mér af öllu afli.  Þetta gerðist síðast í morgun.  Ég fæ líka stundum lykt í nefið sem er eins og lykt á bar, svona súr rauðvínslykt, rykug, klístruð með úldnu nikótínívafi.  Ákaflega yndisleg nostalgia eins og fólk getur ímyndað sér.

En stundum sigrar maður í ofskynjunardeildinni.  Þar sem ég sat hérna áðan úti á svölum þá fann ég allt í einu sterka rjúpulykt.  Lynglyktina sem kemur þegar ég sýð rjúpur, alveg jóla sko.  Ég leið nánast út af af hamingju, þefaði út í loftið eins og perrinn í "parfume" og lyktin varð bara sterkari og sterkari.  Jesús ég er komin í jólaskap og það í byrjun júlí þegar lyktin á að vera af nýslegnu grasi, óhollum grillmat og sætri blómaangan.

Mig langar svo í rjúpu.

Sorry Anna Karen

Síjúgæs


ENN EIN PILLULAUSNIN...

1

..í baráttunni við offituna.  Rosalega eru þeir iðnir við kolann þessir vísindamenn sem liggja árum saman yfir patentlausnum við þessum neyslusjúkdóm.  Fólk étur á sig óþrif og svo á að taka inn pillu og redda málunum.  Þessi pilla tútnar út í maganum og gerir það að verkum að fólk upplifir sig satt.  Segir að því líði eins og eftir einn spaghettidisk.  Ó je.

Hvernig væri að leggja lóð á vogarskálarnar til varnar sultardauða víða um heim?  Við hin getum breytt mataræðinu og slakað á í græðginni.

 


mbl.is Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband