Færsluflokkur: Matur og drykkur
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
HÁPUNKTUR GÆRDAGSINS
Var nautasteikin sem ég hafði í kvöldmatinn, skv. læknisráði auðvitað, en nautakjöt mun vera svo blóðaukandi.
Steikin var matreidd eftir kúnstarinnar reglum ástríðukokksins Jamie Oliver, að sjálfsögðu. Hér er ekki verið að taka sénsa með rándýran mat.
Niðurstaða:Kjöt eins og gamall og veðraður sjóvettlingur, þrátt fyrir nýmalaðan pipar og Maldonsalt.
Það sem bjargaði málinu var grænmetið og bara grænmetið.
Æmgonnasúðemaninhagkaupkringlunni.
Úje
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
HLANDVOLGT OG LEYFILEGT
Ég skellti upp úr núna áðan þegar ég rakst á viðtengda frétt. Það er í alvörunni búið að fjarlæga kælirinn úr Vínbúðinni í Austurstræti, að ósk borgarstjóra í Reykjavík. Hann fór líka fram á að hætt yrði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni en þeir voru ekki til í að láta þá ósk rætast.
Nú þegar kælirinn í Vínbúðinni er horfinn á braut, mun áfengisneysla í miðborginni leggjast af og Austurstræti mun verða algjörlega laust við "ógæfumenn" eins og borgarstjórinn kallar fullu kallana í Strætinu.
Þ.e. þangað til að 10-11 ásamt öðrum verslunum fær leyfi til að selja áfengi allan sólarhringinn í götunni, en Vilhjálmur er yfirlýstur stuðningsmaður þess að leyfa sölu áfengis í stórmörkuðum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í stjórn S.Á.Á. og þess vegna kom mér á óvart að hann sendi drykkjumönnunum í Strætinu svona kaldar kveðjur. Ég hélt að með langri setu sinni í stjórn S.Á.Á. væri hann upplýstur um sjúkdóminn alkahólisma.
Nú geta strákarnir keypt bjór í Vínbúðinni, að vísu hlandvolgan, og það gerir auðvitað gæfumuninn.
Veikmíöppæmöstbídríming!
Úje
![]() |
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
JAMIE, JAMIE, JAMIE!
Stundum slær fólk í gegn. Jamie Oliver er eitt dæmi um svona óvart "meik", þ.e. að það var alls ekki fyrirsjáanlegt í upphafi matreiðsluþáttanna hans í sjónvarpi, að þeir myndu slá svona algjörlega og fullkomlega í gegn.
En það gerðist og Jamie er að verða að stofnun með öllu tilheyrandi.
Fyrstu seríurnar voru teknar upp heima hjá honum og kannski einmitt þess vegna var stemmingin yfir þáttunum það sem greip mann, án tillits til hvað kraumaði í pottunum hverju sinni. Svo eldar maðurinn af ástríðu, og ég hef tekið eitt og annað til handagagns frá þessum þmámælta gleðikokki.
Nú er hann allsstaðar. Hann er í auglýsingum, hann er orðinn ferðakokkur sem hendist á milli landa og eldar mat í anda viðkomandi lands. Asskoti skemmtilegt en mér finnst einlægninni hafa hrakað. Enda örugglega erfitt að halda sér ferskum þegar þáttagerðin og allt lífið bókstaflega, snýst um að vera listakokkur og bara það.
Nú verður Jamie aðalpersónan í teiknimynd fyrir börn. Maðurinn hefur líka mikinn áhuga á að kenna börnum að elda og beina þeim inn á brautir heilnæms mataræðis. Ekkert nema gott eitt um það að segja.
Spurning er hvort hægt sé að halda út svona stofnun, nema að fá fullt af hjálparmönnum og fyrirkomulagi því sem einkennir stór þáttargerðarbatterí.
Ég ætla að vona að hann verði ekki að Mörtu Stewart. Guð forði okkur frá því.
Bon apitit
Újejejeje
![]() |
Teiknimyndahetjan Jamie Oliver skemmtir börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. ágúst 2007
TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ VAR EKKI ÉG..
..sem gúffaði í mig öllu þessu kjöti sem var selt í júlí. Ég get svarið það og get komið með votta ef með þarf.
Ég er búin að grilla svona tíu sinnum á þessu sumri.
Það er einhver annar sem hefur úðað í sig um 15 þúsundum tonnum af kjöti í júlí. Vááá! Hver arða nánast, hefur farið á grillið.
Jóna Ágústa, ert það þú sem ert ábyrg á þessu kjötfjalli?
Nú er það fiskur fram að jólum.
Ég ætla ekki að reyna að framreikna afdrif alls þessa kjöts. Hafið er rosa stórt er það ekki?
I wonder!
Úje
![]() |
Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
ÁFENG SULTA
Hún amma mín, sem ég ólst upp hjá, var hörku sultugerðarkona. Hún bjó til rabarbarasultur og stundum líka rifs- og sólberja. Hún gerði líka saft, ef einhver skyldi nú hafa áhuga á því.
Til að gera langa sögu stutta, þá hljóp einhver ári í eina krukkuna, sennilega hefur hún ekki verið nógu vel lokuð eða eitthvað. Sultan var sterk á bragðið en ákaflega ljúffeng. Ég smurði henni á brauð en það gerðum við í denn. Mér líkaði þetta svo vel að ég fékk mér aftur og aftur. Áður en hægt var að segja "hættuaðborðaþettabarnsultufjandinneráfengur" var ég orðin vel hífuð (bráðung) og var á þessu stigi máls komin með skeið í sultuna og hætt að skeyta um brauðið.
Ég kastaði síðan upp og svaf í hálfan sólarhring.
Þetta var mitt fyrsta fyllerí.
Ef grannt er skoðað borðaði ég sultuna mjög alkahólískt. Þarna hefðu átt að kvikna viðvörunarbjöllur, þe ef einhver hefði haft hugmynd um hugtakið alkahólismi.
Sennilega hefði áfenga sultan hennar ömmu unnið allar sultukeppnir.
I´m all jam!
Úje
![]() |
Leitin að bestu sultunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. ágúst 2007
ÞESS SEM MAÐUR SAKNAR...
..frá Íslandi þegar maður býr í útlöndum er æði margt. Fyrir nú utan hressandi storma og úrkomu, miðnætursólarinnar og lyktarinnar af vorinu, þá voru það nú yfirleitt, slælgæti, matvörur og stemmingsgjafar sem stóðu upp úr. Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég las færslu hjá einhverjum bloggvina minni um sælgæti. Þegar ég bjó í Svíþjóð, varð ég stundum heltekin af löngun eða söknuði eftir eftirfarandi:
1. Lindubuffi, Krummalakkrís, Tópasi og Síríuslengjum, kók í lítilli glerflösku, harðfiski, lambalæri, steiktri ýsu, kremkexi (what?), kótilettum í raspi, soðnum laxi og brauðsúpunni hennar mömmu.
2. Jólin voru ónýt vegna þess að jólakveðjurnar á Þorláksmessu voru fjarri góðu gamni ásamt messunni á aðfangadag. Málinu reddað annað árið með því að hafa teip með upptökum ársins á undan. Nærri því skotgekk, ekki alveg.
3. Skortur á skötulykt á Þorláksmessu varð mér tilefni til sorgar. Ég sem aldrei legg mér þennan viðbjóð til munns hvað þá heldur að ég hefði leyft eldun á óþverranum í mínu eldhúsi. Fjarlægðin og fjöllin geta svo sannarlega ruglað mann í ríminu.
5. Haustið var glatað í Svíþjóð, sko á meðan ég hafði aðgang að því. Alltaf rjómalogn og það tók eilífðartíma að falla af trjánum. Jesús Pétur hvað ég er búin að sakna sænska haustsins eftir að ég afsalaði mér rétti mínum til þess.
Það er sama hvernig ég sný mér. Hlutir verða betri, stærri og merkilegri í fjarskanum, þe ef maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Ég ætla ekki að missa mig í söknuð eftir jólaskinku, kjötbollum og Jansons Frestelse af því að ég er viss um að það var ekki eins unaðslega gott og mig minnir að það hafi verið. Örgla bara svona la-la.
Fjalægðin og fjöllin þið vitið.
Jajamensan,
Úje
Laugardagur, 11. ágúst 2007
LOFORÐ EÐA HÓTUN!
Þeir segja að 50 cent hóti að hætta að gefa út sólóplötur ef næsta plata hans selst ekki meira en nýja plata rapparans Kanye West.
Hótun minn afturendi,
ég tek þessu sem loforði,
mikið skelfing væri gott að losna við þennan úr bransanum.
Úje - úje
![]() |
50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÉG JÁTA, ÉG JÁTA..
..að hafa misst mig í einhverja bölvaða nostalgiu svona matarlega séð.
Í matinn hafði ég...
lambasmásteik,
kartöflur,
gulrætur og
sósu..
Sorrí veit að ég er plebbi. Það hefð verið meira kúl að hafa verið með flamberaða álft á netlubeði, með fíflasósu og og baldursbráasalati.
En lífið er stundum bara saltfiskur.
Allir gengu samt ánægðir frá borði,
Verði ykkur að góðu..
Újeeeee
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
ER HÆGT AÐ TRYGGJA - EFTIRÁ?
Við fjárfestum í rista- og kaffivél í gær, og það eitt og sér er ekki í frásögur færandi. Ristavélin er geggjuð, með allskonar fídusum, gott ef hún bakar ekki brauðið bara áður en hún ristar það. Allt að því. Þegar gengið var frá kaupunum spurði afgreiðslumaðurinn okkur hvort við vildum RISTAVÉLATRYGGINGU? Nebb., við héldum ekki, það er ábyrgð á vélinni og ristavélar eru ristavélar, ekki búslóð eða málverk eftir Kjarval.
Ég hef enfaldar þarfir og einfaldan smekk þegar kemur að ristuðu brauði. Ég vil einfaldlega rista það. Eftir smá pælingar og stillingar, hingað og þangað, skellti ég brauðinu mínu í vélina. Allt fór vel af stað en eftir ca 3 sekúndur, bræddi vélin flotta með öllum fínessunum úr sér.
Hm.. hefði ég átt að taka ristavélatryggingu? Það kemur í ljós þegar ég arka af stað með ábyrgðarskírteinið og vélina undir hendinni á morgun.
Er það ég eða er lífið sífellt að verða flóknara og flóknara?
Bítsmí!
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
TALANDI UM FITU OG MEGRANIR..
..þá mundi ég eftir einni auglýsingu frá Mjólkursamsölunni, frá því nítíu- og eitthvað, sem stuðaði mig all svakalega, vegna vafasamra skilaboða sem hún fól í sér.
Ung stúlka, vel í holdum stóð og horfði á tágranna spegilmynd sína. Fyrir ofan höfuð stúlkunnar stóð: "Meira af þér, minna af mér".
Ég er ekki enn búin að ná því af hverju enginn gerði athugasemd við auglýsinguna. Allavega minnist ég þess ekki.
Af hverju gerði ég ekki eitthvað?
Þýðir ekki að velta sér upp úr því núna en þetta datt mér í hug áðan eftir fitufærsluna.
Súmí.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr