Leita í fréttum mbl.is

FORBOÐIÐ

1

Rosalega finnst mér gleðilegt að Starbucks kaffihúsið hafi neyðst til að loka í Peking, eftir kröftug mótmæli. Sjá:

"Kaffihúsið Starbucks neyddist til þess að loka í Peking eftir kröftug mótmæli. Bandaríska kaffihúsakeðjan opnaði fyrst í Forboðnu borg Peking fyrir sjö árum síðan, en hefur löngum verið talin móðgun við kínverska menningu."

Að hafa þessa keðju, sem eflaust er ágæt fyrir sinn hatt, í hinni forboðnu borg finnst mér svo mikið stílbrot og nákvæmlega jafnmikið út úr kortinu og stilla MacDonalds upp í fordyri Þjóðleikhússins.  Eitthvað verður að vera heilagt gagnvart kapítalismanum sem öllu tröllríður.  Reyndar bauðst kaffihúsakeðjunni að starfa áfram ef þeir kölluðu starfsemina öðru nafni en það tóku þeir ekki í mál

Mér finnst einhvernvegin að í forboðnu borginni eigi að vera kínversk tehús og matsölustaðir.  Ekkert annað takk fyrir.  Það er hægt að gúffa í sig hamborgurum og kaffi annarsstaðar "for crying out loud".

Úje


mbl.is Starbucks lokar í Forboðnu borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fer kannski eftir staðsetningu ... Mikið hefur Starbucks samt bjargað kaffilífi mínu oft á ferðalögum. Mér finnst sjálfsagt að bjóða upp á gott kaffi alls staðar, vildi að þeir hefðu skipt um nafn ... nú fer ég sko aldrei til Peking. 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það þarf greinilega ekki mikið fyrir Gurrý til að hætta við að fara til Peking! Ég veit ekkert um þessi kaffihús og veit ekkert hvort ég hafi rekið nefið inn á eitt slíkt - allavega hljómar nafnið væmið fyrir minn smekk.

Edda Agnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 15:45

3 identicon

Í Ísrael/Jerúsalem er fullt af Bandarískum og Evrópskum fyrirtækjum. Sagan er samt lifandi og nóg er af ferðamönnum sem koma til þess að upplifa hana.

Er ekki bara ágætt að fá sér smá kaffi eða hamborgara í hvíld frá upplifuninni? 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst að það eigi að vera starbucks, Mcdonalds, Burger King, Taco Bell, Kentucky Fried og allar hinar keðjurnar út um allt..........það er ekki hægt að fara fram á að njóta sérstakrar menningar í dag án þess að geta drukkið gott amerískt kaffi með stórum feitum amerískum hammmara !

Sunna Dóra Möller, 14.7.2007 kl. 16:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæru bloggvinir og aðrir gestir, þið eruð hreinræktað lágmenningarpakk

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 16:27

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tíhíhíhíhí

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 16:43

7 Smámynd: halkatla

drekk ekki kaffi og "don´t care" en finnst bara alltaf töff þegar það er haldið í það gamla og barið á kapítalismanum - en ég skil Sunnu Dóru á vissan hátt líka, mér fannst td hrikalegt að geta ekki farið á pizza hut á meðan ég var í Danmörku. Sá unaðslegi menningarstaður er á hverju götuhorni í Bretlandi og þar fannst mér sko gott að búa

halkatla, 14.7.2007 kl. 17:50

8 identicon

Núna brann um daginn Kebab (arabískur) matsölustaður...

Var gott mál að losna við þess innrás menningar? Eða er fjölbreytni ekki bara góð? 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 18:02

9 identicon

Hæ ég varð að kommenta þar sem ég rakst á bloggið þitt inn á annari síðu og er búin að lesa það síðustu daga og hef gaman af.  Ég er sko skyld þér í móðurætt. Anna og Amma Elísabet systur

Sigga Lísa frænka (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 18:27

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæ Sigga Lísa, auðvitað veit ég hver þú ert.  Bið að heilsa mömmsl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 19:08

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er til að teygja mig ansi langt en Starbucks í forboðnu borginni, I don´t think so!  Segir ekki einhversstaðar: When in Rome...???

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.