Færsluflokkur: Matur og drykkur
Þriðjudagur, 16. október 2007
Á fylleríi í Hagkaupum
Ég var að velta fyrir mér (ó)möguleikunum í sambandi við baráttumálið hans Sigurðs Kára og Co í þinginu, að fá búsið í búðirnar. Í Kastljósi tók Sigurður Kári fram að það væri auðvitað ekki verið að breyta þessu fyrir þá sem "gerðust sekir" um ofneyslu áfengis, heldur hina sem gæta hófs. Þetta fannst mér soldið merkilegur punktur hjá þingmanninum, því ég hef alltaf haldið að ríkið væri bara fyrir alkóhólista. Döh!
Nú, þetta skiptir ekki máli fyrir mig, svona prívat og pers. hvar áfengi er selt, þar sem ég er búin með minn kvóta fyrir löngu og ef Guð lofar, mun ég storma fram hjá áfengishillum lífsins, einn dag í einu, til eilífðarnóns, en ég var að velta fyrir mér hvernig þetta fyrirkomulag gæti orðið í framkvæmd fyrir þá sem kaupa þessa vöru.
Þegar ég fer í Hagkaup, næ ég mér yfirleitt í eitthvað að drekka, með smá sykri í og hef það með mér á meðan ég rúlla mér í gegnum búðina, vegna sykursýkinnar sem ég er með og af fenginni reynslu veit ég að ég er ekki glæsileg, hálf hangandi ofan í innkaupavagninn, slefandi og ranghvolfandi í mér augunum, í bullandi sykurfalli.
Nú, ef kona úr Gjörningahverfinu vill tjilla í gegnum Hagkaup, þegar hún kaupir inn fyrir helgina, þá nær hún sér í eina rauðvín (getur ekkert verið athugavert við það, það er svo EÐLILEGT að vín fáist í matvörubúðum) og sýpur á og hrindir vöruflokkum í hrönnum ofan í vagninn sinn (ok, ég skil, Jóhannes í Bónus veit að þetta er verslunarörvandi vara. Á Jóhannes Sigurð Kára?). Þegar hún er komin í hreinlætisvörudeildina er hún farin að syngja "Áfram veginn" og hún hefur gerst ruddaleg mjög og árásargjörn, enda komin vel ofan í flösku númer tvö og ekkertbúinaðborðasíðanímorgun. Hún rífur stólpakjaft í biðröðinni en NB það er kominn sérstakur kassi fyrir fólk undir áhrifum. Þar móðgar hún mann og annan sér til skemmtunar á meðan hún bíður eftir afgreiðslu. Vörunni er skellt í poka og konunni síðan hent út með pokum og alles, beint út á bílastæði.
Þessi kona, úr Gjörningahverfinu, hefur e.t.v. átt við áfengisvandamál að stríða, en það hefur ekki reynt á það fyrr en nú, en eftir að "búsinn í búðina frumvarpið" var afgreitt frá Alþingi, gargar próblemið, á hana, upp í opið fésið á henni, í hvert skipti sem hún verslar inn til heimilisins.
Þökk sé helvítis frumvarpinu hans Sigurðar Kára.
Og nú er ég komin með alvarlegar áhyggjur af þessari þykjustukonu sem ég bjó til.
Ætli hún endi ekki bara á Vogi?
Ég vona það.
Og mikið vona ég að búsið í búðirnar nái ekki fram að ganga.
Það er svo mikil tímaskekkja.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (78)
Mánudagur, 15. október 2007
Betlistafspólitík!
Stolið af vísi og staðfært af moi.
Ragga Gísla er verndari Fjölskylduhjálpar Íslands (gamla Mæðrastyrksnefnd). Mér er sama þótt ég verði skotin, barin og illa með mig farið. Mér er í nöp við ölmusustofnanir. Hef reyndar skrifað um það pistil áður, hér á blogginu mínu.
Auðvitað er það þakkarvert að það skuli vera til úrræði þegar fólk á ekki til mat eða klæði fyrir sig og sína. En kjarni málsins er sá, að í ríku þjóðfélagi þá á fólk ekki að þurfa að fara með betlistaf og fá úthlutað kjötfarsi, notuðum fötum og pening fyrir lyfjum. Samfélagið á að sjá til þess að fólk þurfi ekki að vera í þessari stöðu.
Ragga segir:
Starf mitt felst fyrst og fremst í að vekja athygli á þessum samtökum," segir Ragnhildur en starf Fjölskylduhjálpar er alfarið byggt á sjálfboðavinnu. Í hverri viku mætir fólk og leggur sitt af mörkum til að aðstoða þá sem þurfa virkilega á þessari aðstoð að halda og ég vil einfaldlega leggja mitt á vogarskálarnar,"
Gott mál, hún vill leggja málefninu lið. Ekkert nema gott eitt um það að segja.
Í lokamálsgrein fréttarinnar segir Ragga orðrétt (og það er hérna sem ég tók andköf): "Við þurfum að hjálpa náunganum og styðja við hann þegar hann hrasar."
Viðhorf Ragnhildar Gísladóttur, segir kannski allt sem segja þarf. Það er nefnilega útbreiddur misskilningur meðal almennings í þessu landi, sem hefur nóg að bíta og brenna, en hann er sá að það sé "ógæfufólk" sem leitar sér hjálpar með þessum hætti. Fólk sem hefur hrasað í lífinu. Ef það er hrösun, að hafa lágar tekjur í þessu alsnægtaþjóðfélagi, þá skal ég samþykkja það, en ég veit betur. Fullt af fólki á vart mat ofan í börnin sín, einfaldlega vegna þess að það hefur gleymst í allri græðgisvæðingunni að huga að stórum hópi fólks í þessu þjóðfélagi.
Þess vegna á það að vera yfirlýst markmið, þeirra sem völdin hafa, að leggja niður ölmusustofnanir á borð við Fjölskylduhjálp Íslands og láta samfélagið sjá um að enginn þurfi að standa í röð upp á von og óvon til að fá að borða.
Amerísk súpueldhús hvað?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Þegar enginn mígur lengur á almannafæri..
..undir árifum áfengis, þegar miðbærinn verður gönguferðarhæfur um helgar, þegar ofbeldinu linnir og það þarf ekki sérsveitarmenn á göturnar, þegar Jón Jónsson, dettur í það, þá má skoða það, að gefa áfengissölu frjálsa.
Þangað til held ég að við ættum að vera róleg á frjálsræðinu í áfengismálunum.
Erþaeggibarra?
Úje
![]() |
Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. október 2007
Þar fór það fjandans til..
..að ég geti boðið sjálfri mér, og mínum heittelskuðu, upp á kjúlla frá KFC eða hammara frá Tomma, aftur. Þar erekki allt eins og á að vera skilst mér á þessari frétt.
Þeir sem þekkja mig, vita að ég er ekki lítið klígjugjörn.
Ég hugsa oft:
Hafa þeir þvegið á sér hendurnar?
Fer starfsfólkið á KLÓSETT í vinnunni (já ég veit, ég er biluð)?
Eru þeir kvefaðir við pottana og pönnurnar og fá kannski hnerrukast á matinn minn?
Er einhver illa pirraður út í geðvonda kúnna og hreinlega HRÆKIR í matinn.
Og svo framvegis.
Eftir að ég varð edrú, get ég talið skiptin á fingrum annarar handar, sem við höfum keypt inn sjoppufæði á þessu kærleiksheimili. Ég er með sykursýki og verð að gæta vel að því, hvað ofan í mig fer. Svo er ekki eins og ég hafi mikið annað og betra að gera, nú þegar ég vegna veikinda, er heima alla daga.
Og ég elda og elda. Með tandurhreinar hendur, munnskýlu og höfuðklút og í mínu eldhúsi er bannað að anda á meðan matreiðsla fer fram. Okokok, muna að draga frá í eðlilegum hlutföllum.
En hér með kveð ég skyndibitakeðjur og aðrar sjoppur, enda ekki við hæfi að halda því áfram, þegar svona er komið fyrir eldhúsum þessa heims.
Dem, eins og mér finnst gott að fá mér kjúkling og franskar, þá sjaldan ég lyfti mér upp.
Túddelí - Túddelú!
Úje
![]() |
Stórar skyndibitakeðjur í hópi slóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. október 2007
Skammastín Jenný Anna
Ég verð 15 árum eldri en mér var upphaflega ætlað að verða. Þvert ofan í öll karmalögmál. Það kemur til af því að ég drakk í mig insúlínháða sykursýki og má ekki borða sælgæti. Ég var ekkert svakalega hrygg yfir því að taka sælgætið út, enda ekki mikill nammiáhugamaður. Það verkjaði auðvitað smá undan brúnuðum kartöflum og svona (svindlaði á jólunum), en annars fór ég í gegnum breytingar á mataræði nokkurn veginn sársaukalaust.
Hvað um það, af og til verður mér á í nammimálunum. Ullabjökkin geta reynst of stór freisting fyrir konu. Í gær fríkaði ég út, þegar skádóttir mín hún Ástrós kom með Lindubuff og Freyjurís í hús, hvorutveggja ekki á mínum haturslista. Ég hoppaði á nammið og skutlaði því í mig, fljótar en auga á festi og sakbitin mældi ég blóðsykurinn og hann var himinhár. Mér leið næstum eins og ég hefði skutlað í mig einum bjór. Okokok, ég ýki, en sektarkenndin gagnvart mínu æðra sjálfi, var mögnuð.
Ég má ekki borða nammi en ég má blogga um það og setja inn myndir af varningnum. Það er huggun harmi gegn.
Nú hef ég skriftað á blogginu og ég held að ég sé búin að fyrirgefa mér. Ég skammast mín niður í hrúgu og mun ekki svindla fyrr en í fyrsta lagi á jólum. Ef almættið gæti gert mér þann greiða að lækna mig af sykursýkinni meðan ég velti mér í vellystingum sælgætisins, praktuglega.
Hvað er að þér kona? Þú ert ekki einu sinni fyrir sælgæti. Haskaðu þér á lappir og fáðu þér gulrót.
Úje
![]() |
Sælgætisleysi lengir lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. október 2007
Skádóttir, Hillary Swank, kjúklingabringur og sár vonbrigði.
Ástrósin, skádóttir mín, var hjá okkur í afmælisdinner, þessi elska, en hún varð 16 ára um helgina. Jesús minn hvað tíminn líður. Hún var ekki nema tæpra þriggja ára, þegar hún kom inn í líf mitt, snúllan sú arna. Núna er hún sum sé orðin stór stelpa, samt minnsta barnið í barnahópnum okkar Einars.
Hún fór með pabba sínum út á vídeóleigu, þegar við höfðum snætt kjúklingabringur, með ofnbökuðum gulrótum, kartöflum og blómkáli, ásamt karrýlegnum eplum og dúndur sósu, allt framreitt af mér, eðalkokknum (ég er heitur aðdáandi sjálfrar mín eins og þið sjáið).
Ég hef húsbandið grunaðan um að vera að venja mig af því að horfa á dvd-myndir. Eins og hann er naskur að finna góðar ræmur, þá hafa undanfarin tvö skipti verið skelfileg törnoff í áhorfsdeildinni. Núna leigðu þau hroðbjóð sem heitir "The Reaping". Með Hillary Swank. Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni fyrirgefa Hillary fyrir þennan bömmer að leika í svona lélegri mynd, um hinar sjö biblísku plágur. Myndin innihélt; Hillary, kaþólskan prest, svartan rannsóknarmann, myndarlegan son Satans og blóði drifið stúlkubarn , sem hljóp um allt, grunuð um að vera handbendi Satans en reyndist svo hlaupa um á Guðs vegum, þegar allt kom til alls. Það voru pöddur og blóðá, engisprettur og bólusótt sem skreyttu myndina enn frekar. Ójá, klígjulega spennandi.
Ég varð fyrir sárum vonbrigðum.
Þar áður leigði minn heittelskaði, ævintýramynd um víkinga og indíána, með miklu vopnaglamri, blóði og öðrum viðbjóði. Nei annars, ég hef hann ekki lengur grunaðan um að vera að venja mig af myndaglápi á kvöldin, hann ER að því.
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Kryddsprengja í London
Mér þykir chili gott, alveg svakalega gott en samt finnst mér það í leiðinni alveg viðbjóðslega vont. Ég er í ástar-haturssambandi við helvítis vöxtinn. Það er með chili eins og sumt skemmtilegt fólk, þegar það fer yfir mörkin (mætir t.d. með hjólhýsið í heimsókn og parkerar sér í garðinum, til dvalar) eða mætir í kvöldmatinn hjá manni upp á dag í mánuð, þá hættir það að vera skemmtilegt. Það verður einfaldlega viðbjóðslega leiðinlegt.
Chilisulta er frábær. Ég elska hana.
Chilióðir kokkar geta drepið í manni bragðlaukana og lífslöngunina ef út í það er farið.
Þess vegna legg ég til að þeir í London ásamt okkur hér, seljum bara ákveðið magn af þessari jurt, á mann.
Nú fríka frelsisdýrkendurnir út. Það er mannréttindabrot að skammta grænmeti/lkryddvexti.
En þess ber að geta að stundum læt ég einfaldlega eins og fíbbbbl.
Úje
![]() |
Eiturefnaárásin reyndist chili-pottur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 28. september 2007
Íslenskur heimilisiðnaður í Hafnarfirði
Það var verið að framleiða áfengi í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði (er ekki sprengihætta af bruggi?). Löggann tók það og maðurinn játaði.
Hann var að brugga gambra og landa.
Ég spyr:
Hver er munurinn á þessu tvennu?
Ég hélt að landi væri gambri og að gambri væri landi?
Ég er svo léleg í allri heimaframleiðslu.
Súmíbítmíbætmí.
![]() |
Bruggari tekinn í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. september 2007
Viðkvæmir Íslendingar?
Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa "frétt" í Mogganum. Hún er um mikla umræðu á blogginu vegna ummæla hans þarna "hvaðhannnúheitir" (Pablo Francisco) í Blaðinu á þriðjudag.
"Miklar umræður fóru af stað á bloggsvæði mbl.is á þriðjudag vegna ummæla Francisco. Flestir voru ósáttir við ummælin og könnuðust fæstir við að drekka áður en þeir mættu í vinnu."
Ég bloggaði um þetta í fíflagangi, af því mér fannst þetta fyndið og mér gæti ekki staðið meira á sama hvað einhverjum dúdda úti í heimi finnst um drykkjuvenjur Íslendinga. Ekki það, að þær (venjurnar) séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir, þegar þær taka á sig sína verstu mynd.
Auðvitað klæðir fólk mis vel að drekka. Ég hætti vegna þess að það fór mér illa. Það eru ábyggilega nokkuð margir sem mættu gera slíkt hið sama, skella sér í meðferð og vera til friðs. Megin þorri fólks getur hins vegar drukkið sér til ánægju og án þess að leggja allt í rúst í kringum sig, í öllum skilningi þess orð. Það fólk sést og heyrist sjaldnast, enda ekki með hryðjuverkastarfsemi niðri í bæ.
Annars er það alveg stórmerkilegt hvað við Íslendingar erum enn viðkvæmir fyrir áliti útlendinga á okkur. Það er merki um lélega sjálfsmynd þegar maður leitar stöðugt álits á sjáflum sér hjá öðru fólki.
Hættum því.
Komasho.
![]() |
Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Við kassann í Hagkaupum ...
..verður maður að geta rætt um örlög kvenpersóna í Íslendingasögunum. Kveðist á við kassastarfsmanninn, rædd ýmsar flóknar uppskriftir á blóðmör og sýrustig regns í Amazon. Ef þessar samræður og aðrar álíka geta ekki farið fram við kassann á meðan maður bíður eftir að matvaran renni í gegn, þá er það bara helvíti léleg þjónusta og ekki nokkrum Íslending bjóðandi.
Það er munur núna og fyrir svona fimm árum síðan, þegar maður gat átt djúpar samræður við kassastarfsmennina. Íslendingar á kössum stórmakaða voru allir sem einn alveg stórkostlega ræðnir og þjónustulundaðir, enda lágmark að þeir séu það, miðað við launin sem tíðkast fyrir þessa vinnu.
Hvað þarf að vera í lagi þannig að maður geti keypt lífsnauðsynjar.
1. Varan þarf að vera til.
2. Þú þarft að eiga fyrir henni.
2. Þú þarft að skilja tölustafina sem koma upp á kassanum og vita hvað TOTAL þýðir.
3. Þú þarft að geta brosað og boðið góðan daginn og þakkað kassadömunni/herranum fyrir þjónustuna.
4. Allt umfram það er bara bónus og með það geta allir verið glaðir.
Halló, hvað er að. Er ekki með góðum vilja hægt að horfa framhjá því að fólkið á kössunum er ekki fullnuma í íslenskri tungu? Er ekki hægt að vera þakklátur fyrir að fólk vill vinna þessa illa launuðu vinnu og Guð skal vita að VR þarf að fara hysja upp um sig í þessum geira.
Svei mér þá ef góður hluti íslenskrar þjóðar er ekki með rasistatendensa.
Eða??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr