Leita í fréttum mbl.is

Við kassann í Hagkaupum ...

 1

..verður maður að geta rætt um örlög kvenpersóna í Íslendingasögunum.  Kveðist á við kassastarfsmanninn, rædd ýmsar flóknar uppskriftir á blóðmör og sýrustig regns í Amazon.  Ef þessar samræður og aðrar álíka geta ekki farið fram við kassann á meðan maður bíður eftir að matvaran renni í gegn, þá er það bara helvíti léleg þjónusta og ekki nokkrum Íslending bjóðandi.

Það er munur núna og fyrir svona fimm árum síðan, þegar maður gat átt djúpar samræður við kassastarfsmennina.  Íslendingar á kössum stórmakaða voru allir sem einn alveg stórkostlega ræðnir og þjónustulundaðir, enda lágmark að þeir séu það, miðað við launin sem tíðkast fyrir þessa vinnu.

Hvað þarf að vera í lagi þannig að maður geti keypt lífsnauðsynjar.

1. Varan þarf að vera til.

2. Þú þarft að eiga fyrir henni.

2. Þú þarft að skilja tölustafina sem koma upp á kassanum og vita hvað TOTAL þýðir.

3. Þú þarft að geta brosað og boðið góðan daginn og þakkað kassadömunni/herranum fyrir þjónustuna.

4.  Allt umfram það er bara bónus og með það geta allir verið glaðir.

Halló, hvað er að.  Er ekki með góðum vilja hægt að horfa framhjá því að fólkið á kössunum er ekki fullnuma í íslenskri tungu?  Er ekki hægt að vera þakklátur fyrir að fólk vill vinna þessa illa launuðu vinnu og Guð skal vita að VR þarf að fara hysja upp um sig í þessum geira. 

Svei mér þá ef góður hluti íslenskrar þjóðar er ekki með rasistatendensa.

Eða??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega............

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

ammm.....hugsaði svipað þegar ég horfðí Kastljósið....mér fannst athyglisverðast þegar talað var um að íslendingar vilja bara að íslendingar þjóni þeim í sal á veitingastöðum..........ég hef svo sem aldrei haft áhyggjur af því hvort að það er útlendingur eða Íslendingur sem að afgreiðir mig.......skil ekki svona umræðu að þetta sé eitthvað issjú..!

Sunna Dóra Möller, 26.9.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er algjörlega sammála, ekki svo sjaldan sem ég hef lent í deilum við fólk út af þessari umræðu, þá heyrist gjarnan, þaaaaað er algjört lágmark að fólk tali íslensku sem vinnur á kassanum.

Hvað er málið, maður sér í hillunum hvað varan kostar og svo sér maður á kassanum hvert heildarverðið er..........skil ekki sumt fólk.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.9.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Eða??? gamla konan sem teygir sig yfir hátt afgreiðsluborðið í Björnsbakaríi, bendir og segir við franska nýnemann í Háskólanum " "Eg vil vil þriggjakorna, ekki heilhveitibrauð".

"What do you mean old women, I not understend you......"

"Æi ég fer bara í Bónus"

Þar eru ekki undurfagrar yngismeyjar með hveiti í heilanum sem renna bara vörunni yfir strikamerkjalesara og horfa svo tómar út í loftið.

Þetta er ekki rasismi.

Þröstur Unnar, 26.9.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er þetta Þröstur minn sem er að hrjá þig?  Er þetta neikvæðni?  Eins og sá franski sagði og reyndar framkvæmdastjóri Alþjóðahúss líka, þá er þetta spurning um að nota hendur og andlit og reyna þar til tekst.  Mundu að Björnsbakarí væri ekki opið ef ekki væri fyrir franska námsmanninn og aðra í hans sporum.  Þá fengi sú gamla ekki þriggjakorna, tveggjakonra né einskorna.  Hún fengi einskiskorna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 21:43

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég fer í Björnsbakarí við Hringbraut reglulega í hverri viku til að kaupa Heilsubita sem er besta samloka í heimi........það bara gengur ljómandi vel þó að báðir starfsmenn séu útlendingar (var talað við annan þeirra í kvöld í Kastljósi)....við bara eigum góð viðskipti og skiljum sátt !

Sunna Dóra Möller, 26.9.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Fiðrildi

Það skiptir mig nákvæmlega engu máli hvaðan starfsmaðurinn kemur eða hvaða tungumál hann/hún kann . . . oftar en ekki finnst mér þó erlendir starfsmenn brosa meira og innilegar en þeir innlendu og mér finnst gott að fá bros :)

Fiðrildi, 26.9.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko á það til að tala og skrifa í myndmáli, Jenný.

Sérðu þá gömlu standa spriklandi í 10 mínútur og gretta sig þar til hún fær þriggjakorna, en ekki einskorna. Ég á við það að sumir vilja tala stundum. Ef ekki þá er bara að fara í Bónus, þar þarf ekki að tala. Svo held ég að ég ætti að rífast við sjálfan mig á mínu bloggi, það er svo ótal margt við þetta sem ég er ekki sammála, eins og t.d þessum Alþjóðahússdrengjarengli.

Það skiptir nefnilega máli hvort þú ert að afgreiða í Bónus, eða litlu hverfisbakaríi eða ert að þjóna gamalmennum á elliheimili.

Sorrý Jenný mín, er að missa mig.

Þröstur Unnar, 26.9.2007 kl. 22:01

9 Smámynd: krossgata

Við skulum vona að þeir sem ekki tala íslensku núna og skilja ekki en eru að vinna við þjónustustörf sé ekki alls varnað og eftir einhverjar vikur skilji helstu orð sem koma fyrir í daglegu starfi.

Ég skil alveg gömlu konuna hans Þrastar.  Mér finnst líka að mörg okkar sem getum bjargað okkur á fjölbreyttari hátt gætum sýnt smá biðlund.  Mér finnst líka að útlendingur geti lært mál landsins sem hann ætlar að búa og starfa í.  Sama hvort það er Íslendingur í öðrum löndum eða útlendingar hér.

krossgata, 26.9.2007 kl. 22:09

10 Smámynd: Bara Steini

Mér er nokk sama hver í afgreiðslunni en mér sárnar smá að þurfa að tala útlensku í eigin landi. Eru ekki allir hvorteð með áhyggjur af því að vernda okkar ylhýra tungumál og hvæsum hátt ef maður heyrir slettur... Bara að spá (rasismalaust)

Bara Steini, 26.9.2007 kl. 22:21

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Einhver verður að vinna þessi störf ..... sem Íslendingar vilja ekki vinna vegna þess að launin eru ekki samboðin OKKUR !!!!!

En allt í lagi að útlendingar vinni störfin sem við viljum ekki !!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.9.2007 kl. 22:31

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir þetta, kæra Jenný. Sorrí, hvað ég hef verið ódugleg að kommenta ... var að skrifa heilt viðtal í kvöld ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:05

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Halelúja Jenný!

Og hvað meinarðu Bara Steini!! Þú getur talað íslensku við vini þína ef þér leiðist. Farðu bara út í búð til að ná í það sem þig vantar!! :)
*égsemvaraðhrósaþérhellingáðan! *

Heiða B. Heiðars, 26.9.2007 kl. 23:12

14 Smámynd: Bara Steini

Ha... Nú skil ég ekki....Hvaða gerði ég nú???? Heiða...

Bara Steini, 26.9.2007 kl. 23:16

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Jennslan mín ég er Vog og veit aldrei í hvorn fótinn ég á að stíga. Sammála sumu, ósammála sumu. En ég ber fulla virðingu fyrir erlendu starfsfólki og það böggar mig ekki neitt. En ég þekki það svo gleði gamla fólksins sem býr eitt og þess helsta skemmtun er að rölta út í búð og spjalla við afgreiðslufólkið. Í alvöru.

Þá hugsa ég: það þarf bara að efla þjónustuna við aldraða. En þar sem launin í þeim geira eru ekki samboðin neinum og aðeins aðflutt fólk sem er að reyna að fóta sig í nýju landi, þyggur þau störf, þá getur ekki einu sinni sá sem hlynnir að gömlu konunni, talað við hana.

En hvað sem því líður er ekki við ''útlenska'' fólkið að sakast, heldur íslensk stjórnvöld. Ég á því bágt með að þola að erlendu fólki sem er að vinna sína vinnu (t.d. á kassa í bónus) sé sýndur hroki, yfirlæti og dónaskapur. Því eins og þú segir; ef ekki væri fyrir þetta fólk, þá gætum við vart verslað, því enginn væri til að afgreiða.

JÆJA. þetta varð aldeilis lengra en ég ætlaði.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2007 kl. 23:28

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég gleymdi að segja þér hvað mér þykir færslan góð.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2007 kl. 23:29

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll sömul.  Auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum (Jóna sagan), og best væri að allir útlendingar væru hvattir til íslenskunáms á vegum vinnuveitenda.  En það er ekki hægt að læra tungumál in a jiffy, svo að segja.  Þess vegna held ég að við verðum að sýna þolinmæði og umburðarlyndi.  Það er nú pointið hjá mér með færslunni.

Jóna, gleymdi, búin að meila þér aftur honey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 23:34

18 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég versla í stórmarkaði sem heitir Safeway og er þar með svona Safeway afsláttakort. Það þýðir að í hvert sinnsem ég borga á starfsfólkið að þakka mér fyrir með nafni. Jóhannsdóttir er ekki auðvelt í munni. Í Winnipeg reyndi starfsfólkið og sumum fannst þetta spennandi og sögðu: Bíddu, ekki segja mér... Hér í Vancouver eru flestir búnir að gefast upp. Sumir nota bara Kristín og aðrir sleppa því alveg að nota nafnið mitt. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:45

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eru þá ekki fleiri íslendingar að bíða eftir afgreiðslu á kassanum, sem gætu þá bara hjálpað gömlu konunni með brauðið ?

Jónína Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 08:00

20 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú örugglega Jónína. " Hérna gamla mín ég skal túlka fyrir þig, þú skilur hvort sem ekki neitt"

Þröstur Unnar, 27.9.2007 kl. 08:28

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur, þú ert algjörlega á þverveginn, hvaða pirringur er þetta drengur?  Það sem Jónína er að benda á er einfaldlega það sama og ég, þú einfalda staðreynd að allir verða að leggjast á eitt til að hlutirnir gangi upp.  Er til of mikils mælst?

Og þegar fólk segir; ég er ekki rasist EN

Ég er ekki ofbeldisfull EN

Ég er ekki pirruð EN

Ég er ekki fordómafull EN

Æi þið vitið hvað ég meina krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 08:41

22 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Nú á ég dóttur sem flutti hingað í febrúar,er í islenskunámi,sem gengur vel.En hún finnur einga góða vinnu enþá og vinnur við þrif. En hún hefur aldrei fundið fyrir óþægindum,viti menn það skiptir máli hér kvaðan þú ert. Hún er ítölsk og þá er sagt vooow,kvað ert þú að gera hjér. Verum þolinmóð,flest af þessu fólki er gott fólk.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 10:32

23 identicon

Ég held að enginn sé að pirra sig út í útlendingana sjálfa, heldur hvernig þróunin sé orðin. Persónulega finnst mér við vera að missa eitthv. og þá væntanlega tungumálið hægt og sígandi með þessu.  En eins og hún Jóna hér að ofan þá er ég Vog og sveiflast soldið

Fyrst enginn íslendingur (nema ullingarnir)vill vinna við þetta þá verðum við víst að sætta okkur við ástandið meðan launin eru svona bágborin.En eitthv. þarf að gera í þeim málum, þar er rót vandans.

oghananú 

M (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:57

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvers vegna vilja Íslendingar ekki vinna í verslunum? Er það ekki vegna þess að launin hafa dregist aftur úr í þeim geira?

Hvers vegna panta fyrirtæki útlent starfsfólk í stórum stíl? Er það ekki til að geta borgað lægri laun? Eða er það vegna þess að Íslendingar vilja allir að Ísland verði fjölmenningarsúpa?

Nei, nokkra ríka karla eða kerlingar vantar ódýrt vinnuafl. Er þá ekki bara sjálfsagt mál að þeir atvinnurekendur kosti íslenskunám fyrir þetta starfsfólk sitt?

Þangað til það er gert eigum við að sniðganga verslanir með mállaust afgreiðslufólk.

Fjölmenningarliðið ætti að hugsa aðeins málið og líta í kringum sig. Það fara ekki allir Íslendingar til útlanda fimm sinnum á ári, eða sitja öll kvöld á kaffihúsum niðri í bæ.

Gunna gamla í Vesturbænum, sem er löngu komin á ellilaun og vann alla sína ævi í Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðan HB Granda á að geta tjáð sig á móðurmáli sínu þegar hún er að kaupa sér í matinn.

Eldra fólk á öldrunarstofnunum, sem stritaði alla ævi sína við kjör sem við myndum hlæja að eða gráta yfir í dag, á ekki að þurfa að liggja í eigin kúk dögum saman, af því að starfsfólkið skilur ekki íslensku.

Theódór Norðkvist, 27.9.2007 kl. 21:07

25 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Og hvenær skildu íslendingar fá vinnu í afgreiðslu erlendis ef þeir skildu ekki stakt orð í tungumáli þess lands og töluðu ekkert mál nema ástkæra ylhýra. Svar: ALDREI

Og talandi um leikSKÓLANA. 1 af hverjum 4 eða 5 tala kannski íslensku og svo er verið að tala um að þetta sé 1. skólastigið. - Þetta er gjörsamlega óafsakanlegt og er ekki bjóðandi og hefur ekkert með rasisma að gera. Maður byrjar jú ekki á því að kenna 2-3 ára íslendingum pólsku er það?

Og hvers á gamla fólkið að gjalda? Það er bara fáheyrð heimska að ætlast til þess að jafnvel heilabilað fólk sem skilur ekkert alltof vel það sem sagt er við það á móðurmálinu taki allt í einu upp handapat eða annað merkjamál sem samskiptamáta?

Ég verslaði hjá einhverjum hammarastað í borginni við sundin blá og greiddi með korti... fékk ekkert svar er ég rétti afgreiðslukonunni kortið með orðunum " gerðu svo vel"... "afrit?" var það eina sem hún sagði þegar hún rétti mér kortið aftur og ég svaraði játand "öhh" var svarið ef svar skyldi kalla og síðan er mér varð á að biðja hana um poka kom með frekju og óþolinmæddum tón: "In English!" og ekkert please takk fyrir takk... Sko maður fer á dýrari veitingastaði í von um betri þjónustu, umhverfi og allt það. En ég kom ekki auga á að neinn afsláttur væri á þessum tiltekna hammarastað(umfarm aðra) fyrir þjónuskortinn og dónalega framkomu? 

En að sjálfsögðu kýs ég með fótunum og versla einfaldlega ekki framar á þeim stöðum sem uppfylla ekki lágmarkskröfur um jafnsjálfsagðan hlut og það að hægt sé að panta á íslensku og eins það að maður eigi þann lágmarksrétt að geta  t.d fundið að ef eitthvað kemur uppá en þurfi að standa eins og látbragðsleikari fyrir framan viðkomandi í veikri von um að gera sig skiljanlegan. 

Svo var einhver skikkjuklædd sjalladaman í Kastljósi í kvöld að halda því fram að í verlsuninni myndi markaðurinn eifaldlega leysa þetta sjálfur. Sem er auðvitað helbert bull. Því skyldu verslunarmenn vilja leysa þetta?... þetta er ódýrasta vinnuaflið og svo framarlega sem kúnninn sættir sig við þetta þá gerist ekkert.

 Eina leiðin til að leysa þetta er einfaldlega að láta ekki bjóða sér þetta og versla annars staðar Þ.e: KJÓSA MEÐ FÓTUNUM!

Þorsteinn Gunnarsson, 27.9.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31