Leita í fréttum mbl.is

Viðkvæmir Íslendingar?

Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa "frétt" í Mogganum.  Hún er um mikla umræðu á blogginu vegna ummæla hans þarna "hvaðhannnúheitir" (Pablo Francisco) í Blaðinu á þriðjudag.

"Miklar umræður fóru af stað á bloggsvæði mbl.is á þriðjudag vegna ummæla Francisco. Flestir voru ósáttir við ummælin og könnuðust fæstir við að drekka áður en þeir mættu í vinnu."

Ég bloggaði um þetta í fíflagangi, af því mér fannst þetta fyndið og mér gæti ekki staðið meira á sama hvað einhverjum dúdda úti í heimi finnst um drykkjuvenjur Íslendinga.  Ekki það, að þær (venjurnar) séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir, þegar þær taka á sig sína verstu mynd.

Auðvitað klæðir fólk mis vel að drekka.  Ég hætti vegna þess að það fór mér illa.  Það eru ábyggilega nokkuð margir sem mættu gera slíkt hið sama, skella sér í meðferð og vera til friðs.  Megin þorri fólks getur hins vegar drukkið sér til ánægju og án þess að leggja allt í rúst í kringum sig, í öllum skilningi þess orð.  Það fólk sést og heyrist sjaldnast, enda ekki með hryðjuverkastarfsemi niðri í bæ.

Annars er það alveg stórmerkilegt hvað við Íslendingar erum enn viðkvæmir fyrir áliti útlendinga á okkur.  Það er merki um lélega sjálfsmynd þegar maður leitar stöðugt álits á sjáflum sér hjá öðru fólki.

Hættum því.

Komasho.


mbl.is Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já fólk er eitthvað hörundsárt í dag þegar það er farið að láta svona ummæli grínista fara svona rosalega í sig..

Arnar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:17

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já skrýtið hvað fólk er upptekið af áliti annarra. Hvað finnst þér annars um mig?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.9.2007 kl. 08:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónsí mín; mér finnst þú sæt og góð og ..... lalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 08:39

4 Smámynd: Þröstur Unnar

En mig.  hic-hic skál.

Þröstur Unnar, 27.9.2007 kl. 09:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi sama, mér gæti ekki staðið meira á sama um hvað einhverjum dúdda finnst um okkar drykkjusiði. Nema auðvitað ef það færi nágranni minn Dúddi á bílaverkstæðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2007 kl. 09:08

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Alveg sammála ,dæmum ekki heila þjóð fyrir nokkrar fillibittur sem gaurin mætti. En hver er þessi herramaður???

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 09:28

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Er fólk ekki bara viðkvæmt fyrir svona ummælum opinberlega, vegna þess að þetta var sannleikur. Truth hurts 

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 09:41

8 identicon

hehehehehe. Hvaða minnimáttarkennd er þetta? Erum við ekki mest og best í flestu? Fallegustu konurnar, sterkustu mennina. ríkasta fólkið, dómar fyrir kynferðisbrot og nauðganir með því lægsta sem sést í heiminum, hreinasta land og vatn í heimi,fallegasta land í heimi. Drekkum mest, bestu meðferðir í heimi.Og sv.frv. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:44

9 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

„Þið bara drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna." Hverjum er ekki sama þó einhver segi svona bull? Hann hlýtur að hafa verið fullur sjálfur!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.9.2007 kl. 10:38

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek undir með Þuríði...

Heiða Þórðar, 27.9.2007 kl. 11:29

11 identicon

Tek undir með Heiðu sem tekur undir með Þuríði...!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:57

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tek undir með Dodda sem tekur undir með Heiðu sem tekur undir með Þuríði ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.9.2007 kl. 12:02

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir með ykkur öllum, hehehehhehe! HÆttum svo að spyrja útlendinga: Há dú jú læk æsland? Eins og okkur ætti ekki að vera sama ... þetta er langflottasta landið. Sætustu strákarnir og svona ...

Guðríður Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 13:12

14 Smámynd: halkatla

við erum flottasta þjóð í heimi þó að við séum ekki fullkomin og okkur á algjörlega að standa á sama um það hvað öðrum finnst. Við erum skemmtilegasta drykkjufólkið og það úthaldsbesta - ég tek undir með Gurrí, hér eru langflottustu strákarnir.

halkatla, 27.9.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.