Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Að gera eitthvað úr engu
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Ég veit ekki hver hann er!
Mér er sama um alkahólprósentu innihald Baccardi Breezer drykkjarins.
Þá er það afgreitt.
En hver í andskotanum er Ásgeir Kolbeinsson?
Ég er alltaf að rekast á þetta nafn í blöðum og nú síðast í þættinum "Tekinn" og ég er engu nær.
Er maðurinn vínsmakkari, víninnflytjandi eða jafnvel bareigandi?
Mér líður eins og ég sé að missa af nýrri kynslóð Fjölnismanna hérna, svo upplýsið mig endilega, gott fólk.
Hér er vitnað í hann í fréttinni: "Ásgeir Kolbeinsson segist þekkja vel til drykkjarins og hann harmar þróunina. Það er vissulega fúlt að geta ekki fengið Breezer-inn eins og hann var. Fyrir vikið er maður bara stöðugt á klósettinu og það gengur nú ekki á djamminu. Ætli lögreglan græði ekki mest á þessu, við að sekta menn fyrir þvaglát. Annars drekk ég nú ekki mikið af þessu."
Af hverju "harmar" þessi Dúddi þróunina í Breezer-málunum?
Ég á ekki "Who is who" ritið og get því ekki flett þessari eðlu persónu upp og frætt sjálfa mig.
Ég hef á tilfinningunni að þarna sé ég að missa af einhverju stórvægilegu.
Mér verður hent út úr jólaboðunum ef ég klikka á Ásgeiri Kolbeins vini mínum.
Segja Jenný sinni HVAÐ maðurinn er eða VAR.
Úje
![]() |
Leiðrétting og afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Hviss og bang
Að fá 2ja mánaða skilorðsbundinn dóm, fyrir að svíkja út veitingar fyrir 25 þúsund krónur á veitingastað og borga með greiðslukorti annars manns, finnst mér réttlát refsing. Maðurinn braut einnig skilorð.
Það er, þegar kemur að skilorðsbundnum ofbeldisdómum, sem mér blöskrar linkindin í dómskerfinu.
Þarna er a.m.k. dómur sem hæfir refsingunni.
Og hætta svo að borða úti á annarra kostnað.
Það eru bara topparnir sem gera það og með fullu leyfi samfélagsins.
Hvissbang.
Og dómur fellur!
Súmí!
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út veitingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Með hjúkkunum í málinu!
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) skorar á alþingismenn að standa vörð um forvarnarstefnu í áfengismálum og greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.
Ég legg til að alþingismenn fari að þessari áskorun. Hjúkrunarfræðingum, eins og öðru heilbrigðisstarfsfólki er alltof vel kunnugt um afleiðingar ofneyslu alkahóls á fólk, til að taka ekki mark á orðum þeirra.
Mér finnst að við ættum að sjá sóma okkar í að laga aðeins til í áfengismálum þessarar þjóðar áður en við förum að fylla rekka og hillur með bjór og brennivíni, í matvörubúðinni.
Hvað liggur svona skelfilega á?
Ég vil að hinir íslensku "Erlar" af báðum kynjum og á öllum aldri, nái að umgangast áfengi eins og fólk, áður en það fer í sjoppurnar.
Nú þegar þarf varla að rétta út hönd til að komast í áfengi, í vínbúðinni, oftast staðsettum í stórmörkuðunum (nú eða hreinsuninni, barnafatabúðinni, ljósritunarstofunni) eða annars staðar í göngufæri.
Það er nóg í bili.
Við verðum ekki menningarlegri í drykkju þó Sigurður Kári og Armanideildin geti keypt Rauðkuna í Hagkaup.
Ædóntþeinksó!
Farin að baka.
Úje
![]() |
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. október 2007
Hverju á maður að trúa?
Nú vandast málin. Hverju eiga neytendur að trúa í Bónus og Krónumálinu? Ég veit svei mér ekki hvað skal gera. Mér finnst ólíðandi að grunur um mögulegt verðsamráð á matvörumarkaðnum, og að þessi fyrirtæki beiti blekkingum gagnvart okkur neytendum, við gerð verðkannanna, verði ekki kannaður niður í kjölinn. Ég sá í Kastljósinu að Bónusmaðurinn vildi það.
Það er talað um fimm til tíu manns sem tjáð hafi sig um þetta, allir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækjanna.
Nógu er matvælaverð hátt á þessu landi, til að ekki bætist svona ofan á það litla traust sem maður hefur þó borið til lágvöruverslananna.
Þetta hlýtur að verða rannsakað.
Ætla ég rétt að vona.
![]() |
Segjast aldrei hafa haft samráð við keppinauta á markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. október 2007
Áfengi er EKKI komið í matvöruverslanir
Það er ennþá ólöglegt að selja áfengi í matvöruverslunum. Ef það er rétt að á Hellu t.d. gangi maður fram hjá mjólk og kókosbollum (hvaða óhollusta er þetta í mjólkurdeildinni) áður en maður kemur að vínbúðinni, þá eru þeir á Hellu einfaldlega að brjóta lögin.
Þess vegna er þessi frétt um staðsetningu vínbúða úti á landi, engin röksemd fyrir þessu baráttumáli Sigurðar Kára og heilbrigðisráðherra.
Ég kemst ekki yfir það að heilbrigðisráðherra skuli vera stuðningsmaður þessa frumvarps, þar sem sjúkdómar af völdum fíkna kosta samfélagið allt, stórar fjárhæðir, fyrir utan alla mannlegu harmana.
Segi samt enn og aftur, að ég tapa ekki svefni yfir því hvar áfengi er selt, þar sem ég kaupi það hvort sem er ekki. Þannig að ég frábið mér athugasemda um að ég alkinn vilji banna öllum að drekka. En mér stendur ógn af fíknisjúkdómum, af skiljanlegum ástæðum og ég held að það sé ekki til að bæta ástandið, að troða þessu í matvörubúðirnar.
En ég vildi bara benda á lögbrjótana úti á landi og minna á að enn er sala á áfengi bönnuð í matvöruverslunum.
Erekkiannarsalltígóðubara, allir edrú og sonna?
Úje.
![]() |
Áfengið er komið í matvöruverslanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. október 2007
Ætli ég sé í slæmum málum?
Ég þarf að fara að hafa smband upp á sykursýkisdeild.
Ég þori því varla ég er fullorðin kona og ábyrg í hegðun.
Svona oftast.
Hvað ætli þær segi.
Jájá,
Góðan daginn gott fólk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 29. október 2007
Matvælamafían
Orðið matvælamafía hefur nú fengið nýja merkingu. Það var oft talað um bændamafíuna hérna í denn, vegna einokunarinnar á matvælum, skorti á úrvali bæði á kjöt-, mjólkur-, og grænmetisvörum. En það var þá.
Nú er Kebab-mafían að setja niður sína síðustu lambakjötslufsu í Noregi, ef rétt er að norsku löggunni hafi tekist að uppræta hana.
Ég á samt alveg erfitt með að verða eitthvað skelfingu lostin, eða þannig, þegar skrifað er um Kebab-mafíu, verð ekkert svona cosa nostra hrædd, ef þið skiljið mig hvað ég meina.
Ég er hrædd við guðlöðursmafíur, dópmafíur, vændismafíur, mansalsmafíur og þrælamafíur.
Kebab-mafían er svona álíka ógnvekjandi og Ópalmafían. Fær mann ekki til að skjálfa á beinunum. Bara alls ekki.
Fattið þið muninn?
Hélt það.
Æminheven!
Úje.
![]() |
Kebabmafía upprætt í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 27. október 2007
Í áralangri afneitun
Ég eyddi stórum hluta dagsins í eldhúsinu. Við bakstur og matargerð. Ég er ekki að grínast, málið er alvarlegt og tekur til breytinga á sálarlífi mínu, á ansi víðtækan máta.
Ég var í "matreiðslu" í Hagó, og Meló í denn, á þeim tímum þegar strákar voru í "smíði" og við í "handavinnu". Í matreiðslutímana þurftum við að mæta með handapokasvunturnar rauðköflóttu, hauskappana (sem voru skyldustykki í handavinnunni) og gott ef ekki pottalepparnir líka sem ég heklaði af veikum mætti. Í pilsi þurftum við að vera, annars vorum við reknar heim. Á þeim tíma var það á við dauðadóm í félagslegum skilningi að mæta einhversstaðar í pilsi, þ.e. ef það voru ekki jólin.
Ég held að ég hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þarna í matreiðslunni að ég hafi lengi vel farið í algjöra afneitun á allt umfram lífsnauðsynlegar aðgerðir í eldhúsi. Ég man tvennt, frá matreiðslutímanum, að mæla peysu með málbandi fyrir og eftir þvott til að hún héldi sér í forminu og svo hitt að þvo hvert ílát, hverja teskeið um leið og búið var að nota viðkomandi verkfæri.
Svo bættist í afneitunina með árunum. Ég missti mig í kvennabaráttu og ég gekk svo langt að leggja fæð á eldhús og svuntur. Ef ég var spurð hvort ég ætlaði að baka fyrir jólin, tryllist ég og veinaði móðursýkislegri röddu: Baka, hví skyldi ég baka, til hvers eru bakarar? Ég man að rödd mín var há og skjálfandi af geðshræringu ef hveitiföndur bar á góma.
Nú hef ég þroskast (hm), amk. baka ég við öll tækifæri, því allt í einu hef ég nægan tíma. Í dag bakaði ég brauð, eplaköku og skúffutertu. Voða gaman og húsbandið veit ekki hvað í ósköpunum hefur gerst með viðkomandi eldhúsfrömuð. Svona er gaman að upplifa nýjar og skemmtilegar hliðar á sjálfum sér. Bara fullt af duldum hæfileikum. Ha?
En eitt er eftir, og það er listin að ganga frá jafnóðum. Í notkun hafa verið flest öll áhöld eldhússins, og haugurinn við vaskinn er ekkert minni en 1.32 á lengd.
Ég bretti um ermar.
Einhver í meyjarmerkinu á lausu til að kenna mér skipulag?
Hélt ekki.
Bæjó!
Miðvikudagur, 17. október 2007
Allir stelandi jájá, en hvað með blómin???
Það er stolið og stolið úr búðum, af fólki og útum allt. Já,já, það eru ekki fréttir. En mig fýsir að vita, og fá á hreint, hvor blómin sem þessi rómantíski þjófur var með á persónu sinni, voru stolin eða ekki. Það er ekki vitað, þó maðurinn sé grunaður um að hafa stolið þeim ásamt öðrum varningi sem hann var með.
Þegar ég las fréttina þá sá ég fyrir mér mann, sem hafði dottið í það og verið aðeins of lengi á djamminu, en hann upphaflega ætlaði. Hann týndi kortinu og þorði ekki heim. Í öngum sínum og örvæntingu greip þessi maður til örþrifaráða. Hann stal einhverju dóti til að gefa konunni, til að láta "innkaupin" líta út fyrir að vera eðlileg, þá skellti hann "dassi" af rakvélarblöðum inná sig líka (hafði tekið eftir hvað rakvélarblöð eru hott meðal þjófa þessa dagana?). Til að kóróna sköpunarverkið hefur kallinn komið við í Blómaval og stolið búkkett.
Ég er farin að hágráta, ég vorkenni svo þessum krúttlega "týnda elskhuga" konunnar sem hefur beðið elskunnar sinnar síðan á laugardag, með lærið í ofninum.
Vona að allt lagist á milli þeirra.
Sjáið þið ekki fyrir ykkur svona sögur út úr fréttum?
Ég hélt það.
Enda er ég ekki biluð, nema að litlu leyti.
Lifi smáfuglarnir.
Úje
![]() |
Þjófur tekinn með fatnað og rakvélar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr