Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Danskir dagar hjá mér..

..í mínu "eigins" eldhúsi.  Ég lét plata mig út í hakkeböff með lauk, spældu eggi, sósu og kartöflum.  Mikil nostalgia skapaðist.

Afleiðingar:

3 pönnur á eldavél, 2 pottar, fullur vaskur, full ruslatunna og fullir magar.

Já, já, á morgun verða brottflognir fuglar, teiknaðar kartöflur og naglasósa.

Ég er nú hrædd um það.

Verði mér að góðu.

Jamm.


Ég er örugg, verð allra kerlinga elst!

Ég held að ég sé hætt við að hætta að reykjaWhistling.  Samkvæmt rannsókn sem Halla Skúladóttir, hefur gert, þá eru reykingamenn sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti ekki í eins mikilli hættu á að fá lungnakrabbamein en þeir sem borða minna af þessari nauðsynja matvöru.

Eftir að ég greindist með sykursýki, borða ég grænmeti og ávexti sem aldrei fyrr.  Meðal niðurstaðna Höllu er að ef reykingamenn borða yfir 400 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag dragi það úr líkum á lungnakrabbameini um allt að 35%.

Ég borða lágmark 400 grömm af grænmeti á dag.  Lauk í allskonar litum, stærðum og gerðum, rósakál, gulrætur, paprikur og brokkoli og tómata, maður minn hvað ég borða tómata.  Svo úða ég í mig bláberjum frá Kanada og jarðaberjum frá Hollandi.  Já, já.

Þetta heitir að vera með nefið fast í fjandans naflanum á sér.  Ég sko. 

Auðvitað ætla ég að hætta að reykja.  Það er löngu tímabært og ég er búin að fá mig fullsadda af því að anga úr reykingalykt og finnast ég vera gangandi umhverfisslys hvar sem ég kem.  En ennþá blundar í mér hroki fíkilsins og hann kviknar og mun kvikna í hvert skipti sem reykingamönnum verður gert erfitt fyrir á meðan ríkið hefur beinan hagnað af fíkninni.

Ég hætti að reykja 1.október og þann dag mun verða léttskýjað yfir Reykjavík, einkum og sér í lagi yfir Seljahverfinu. 

Ævondervæ!

Úje


mbl.is Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fæ mér byssu..

..það er á hreinu og held til veiða á rjúpu.  Ég ætla ekki að láta fokka upp jólunum mínum annað árið í röð.  Í fyrsta skipti frá því ég var barn (ef undan eru skilin jólin mín í Svíþjóð) var ég rjúpulaus.  Það er ekki hægt að lýsa líðaninni, jólunum stolið af manni bara og ég ekki einu sinni í samningsaðstöðu til að kaupa rjúpu á 5.000 kr. stykkið, en svei mér þá ef ég hefði ekki gert það ef það hefði verið í boði.

Nú held ég á vertíð sjálf.  Það er sölubann á rjúpum og einhversstaðar verð ég að ná í jólamatinn.  Hvernig ætli hamborgarhryggselskendunum liði, ef steikin þeirra yrði bönnuð nema fáum útvöldum.  Þá myndi nú heyrast hljóð úr horni.

Þar sem ég veit ekki hvað er fram og hvað er aftur á svona byssu, auglýsi ég hér með eftir rjúpnamanni sem vill bjarga fyrir mig jólunum á sanngjörnu verði, og koma jafnvel í veg fyrir stórslys á heiðum uppi.

P.s. Annars var dádýrið sem ég hafði í matinn bara stórkostlegt og ekkert út á það að setja, en traddi er traddi, júnó.

Plíshelpmí.

Ójá


mbl.is Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG MYNDI ENDA Í FANGELSI EF...

..hægt væri að kæra mig fyrir hin ýmsu matreiðslumistök í gegnum tíðina.  Ef stelpan á McDonalds fær ár fyrir að selja brimsaltan hamborgara, jah þá stæði ég frammi fyrir lööööngum dómi.  Ég hef saltað, piprað, sykrað, dropað, mjólkað og rjómað of mikið.  Ég hef ofsoðið, vansoðið, ofbleytt, vanbleytt, harðsteikt og linsteikt og ég veit ekki hvað og hvað í gegnum þjálfunartíma minn í eldhúsi lífsins.

Ég þakka þér góði Guð að ég skuli ekki hafa eldað ofan í geðvondan löggumann (Í Selfossumdæmi, einkum og sér í lagiWhistling). 

Því þá væri ég í vondum málum.

En núna er ég fullkominn kokkur því æfingin skapar meistarann.

Jamie, snæddu hjarta!

Úje


mbl.is Í fangelsi fyrir of saltan hamborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEI, VEI, VEI

 

Loksins, loksins er haustið komið.  Ekki samkvæmt sumum, sem vilja halda í sumarið og vonast eftir framlengingu á því.  En smekkurinn er misjafn, eins og gengur.  Sumarið er fínt, en haustið er æðislegt.  Ég var tryllt úr hamingju (sko hljóðlátur tryllingur) í gærkvöldi, í rigningunni og rokinu. 

Ég kveikti á kertum, klæddi mig eins og fífl (já ég veit, erfitt að trúa, ég sem er alltaf fullkomin, heima og að heiman) og óð um allt innvafin í teppi.  Svo er september kominn og það er haustmánuður skv. almanaki. og því leyfilegt að búra sig inni.

Nú þarf ég ekkert að vera með móral yfir því að vera ekki alltaf farandi og gerandi.  Á sumrin eru allir að fara að gera eitthvað stórkostlegt og þá fæ ég oft samviskubit yfir að vilja ekki gera neitt nema tjilla.  Ætli ég sé svona löt?  Nebb, ég er vetrarbarn, fædd í janúar.  Ég þekki minn stað í tilverunni.

Annars ætla ég bara að bjóða góðan daginn, gott fólk og óska ykkur gleðilegs hausts, með mörgum nýslátruðum lömbum, engum innmat (viðbjóður), helling af berjum og góðum nömmum sem fylgja árstíðinni.

Sjáumst á eftir.  Ætla að fara að drekka nokkur köff.

Ójá


VANTAR HUGMYNDIR - HJÁLP

 

Í dag hef ég hlegið óvanalega mikið, og nú er ég komin með hlaupasting af hlátri.  Það er vegna þess að ég þekki svo skemmtilegt fólk, sem er hreinlega að ganga frá mér.  Ég verð að hætta að vera í sambandi við þetta lið, ef ég á að sleppa lifandi frá þessu svei mér þá. 

Ég þurfti að róa mig niður og fór á youtube.  Ég skellti mér í David Bowie og fór í nostalgínuna, alveg hreint.  Ég var auðvitað löngu hætt að hlægja og var nærri farin að grenja.

Ég set einn Bowie hérna inn og þið skuluð hlusta damn it.

http://www.youtube.com/watch?v=QSTfaQytLEU

Ég verð með brunch á sunnudaginn fyrir stelpurnar mínar og fjölskyldur þeirra en Maysa og fjöslkylda fara heim til London á mánudaginn.

Nú fer ég fram á uppástungur á matseðil.

Brunch og ég vil hafa hann flottan.

Komasho.

Úje


AGJÖRLEGA ÓÞARFAR UPPLÝSINGAR

1

Mér finnst leiðinlegt að fá fréttir af því að það sé byrjað að slátra einhverstaðar.  Það er óþægilegt að vita að fjöldamorð séu hafin hér og þar.  Ég er kjötæta, ekki spurning og veit að sjálfsögðu að lömbin sem ég borða, dóu ekki úr hárri elli og södd lífdaga, áður en þau lentu á disknum mínum, en ég kæri mig ekki um að láta velta mér upp úr því.

Lömb eru sæt, mömmur þeirra og pabbar líka.  Það er hin sláandi póstkortafegurð þessara tilvonandi kvöldmáltíða sem truflar mig stundum. 

Ferlið frá haga og heim í eldhús er eitthvað sem ég vil ekki láta minna mig á.  Það ferli sem þar er í gangi má mér að meinalausu, liggja milli hluta.  Réttir er eitt af því sem tröllríður fréttum á haustin.  Þá er ég í algjörri samviskukreppu.  Það er djammað af tilefninu út um sveitir landsins.  Ég hefði aldrei getað búið í sveit.  Ég hefði soltið heilu hungri.

Sem borgarbarni finnst mér best að fá mitt kjöt í neytendapakkningum, tilskorið og snyrt og á pakkningunum á ekki að vera neitt um æsku kjötstykkisins.  Þannig get ég haldið áfram að borða mínar steikur, vandræðalaust og án allrar sektarkenndar.

Súmí!

Úje


mbl.is Haustslátrun hafin á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYLLERÍ Í DRAUMI

50

Þetta er snúra, gott fólk.

Í nótt dreymdi mig að ég væri dottin í það.  Ég var ekki að gera það endasleppt, heldur teygaði ég vodka beint úr flöskunni bara.  Það er hreint ótrúlega vond upplifun fyrir alka að dreyma að hann sé fallinn.  Marga óvirka alka eins og mig, dreymir svona og ég held að  það sé vegna þess að við hræðumst svo að falla, að úrvinnslan kemur í gegnum drauminn.  Þar sem ég teygaði bölvaðan óþverrann af stút, í minni martröð (því þetta var ekkert annað en argasta martröð), upplifði ég þvílíka angist og skelfingu.  Alveg eins og ég myndi gera í raunveruleikanum, ímynda ég mér. 

Ég ætla ekki að lýsa léttinum sem gagntók mig, þegar ég vaknaði, bláedrú og með góða samvisku.

En á meðan mig dreymdi, hrundi lífið innan í mér og allt var sem fyrr.

Svona draumur er á við góðan AA-fund, svei mér þá.

Ég óska mér þó ekki fleiri martraða af þessari tegund.

Bötæmklínandsóber.

Újebb


VINGUL VIKUNNAR...

1

..hlýtur Villi Svali Vill,  fyrir að vita ekki hvort kælirinn í Vínbúðinni í Austurstræti á að fara eða vera.  Þ.e. vilja fyrst að hann færi og vera svo nokk sama hvort hann væri.

Það er ekki hægt að vera meira með það á huldu hvort Villi er að koma eða fara.

Annars segir heimildarmaðurinn í hringiðunni, að eftir að hinn svali bjór hvarf úr Vínbúðinni í Austurstræti hafi öll óregla horfið þaðan.  Nú svífa þar vængjaðir englar um fortóv og götu og dýrðlingar spila á hörpu fyrir utan Landsbankann.

Jeræt.

We are still on skidrow!

Til hamó Villi!

Úje


NEOPHOBIA - JABB- ÞEKKI HANA

1

Matvendni er arfgeng.  Það stendur í Mogganum.  Nú er ég farin að kveikja á einu og öðru hjá mínu fólki.

Annars er ég ekki matvönd.  Alls ekki.  Ég er bara smekkmanneskja á mat.  Það er allt annað mál.

Ég borða bara flott stöff.

Ekki innmat.  Ekkert úldið.  Ekkert sem skríður, Ekkert ófrítt.  Ekkert sem brosir til mín af disknum og biður mig um að ættleiða sig með augunum.

Ég er sem sagt "civiliseruð" í matarinntökum.

Dætur mínar líka.

Ítmíæmklín.

Úje


mbl.is Matvendni er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.