Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

Ég og RÚV....

 

..höfum átt í eldheitu ástarsambandi frá því kl. 19,00 í kvöld og þar til að seinni bíómyndinni lauk, fyrir fimm mínútum eða svo.  Svo eldheitt var á sambandið að það slitnaði ekki slefan á milli okkar.  Ég daðraði ekki einu sinni við Stöð 2, hegðaði mér eins og ungmey í festum sem hugsar bara um sinn heittelskaða.

Fréttir eru nauðsynlegar.  Ég horfði frá upphafi til enda.  Só?

Ég horfði á heimildarmyndina um Jón Pál.  Hló og grét eftir pöntun.  Ég sá þennan merkilega persónuleika í þætti á gamlársdag úti í Svíþjóð, 1983, og féll fyrir þessu krútti.  Síðan þá hefur hann átt ponsu pláss í hjartanu mínu, þrátt fyrir að ég sé algjörlega laus við áhuga á íþróttinni sem hann stundaði.  Það á reyndar við um flestar íþróttir, en hva, JP var frábær.  Mér fannst þeir nú verða ansi hástemmdir í lok myndarinnar, með "Hærra minn Guð til þín" og allt það.  Stundum á að kunna sér hóf.  Saga JP snertir mann, það þarf enga englakóra til að framkalla jarðarfararstemmingu og sorg, þær tilfinningar koma af sjálfu sér, þegar ungar manneskjur deyja langt um aldur fram.

Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá kvikmyndina Börn.  Allir segja að hún sé betri en Foreldrar, sem ég er auðvitað heldur ekki búin að sjá.  Og nú þegar ég hef séð hana,  veit ekki hvað mér finnst.  Hún er grípandi þessi mynd en samt svo vandamála sænsk og ég hef séð grilljón svoleiðis myndir.  Uppskriftin var pottþétt.  Sorgmædd börn, móðir í basli, ábyrgðarlaus faðir og andstyggileg stjúpmóðir, yfirvofandi forræðisdeila, sjálfsmorðstilraun, geðræn vandamál, krabbamein, ofbeldi og Breiðholtið, svei mér þá.   Ætla mætti að ég myndi krullast upp, eftir að hafa fengið óverdós af vandamálamyndum, og þessi var meira að segja í svarthvítu, en ég horfði með áfergju.  Hvers vegna veit ég ekki.  Allt var svo fyrirsjáanlega bömmerað eitthvað.  Ég held að mér hafi fundist hún ágæt, eða þá að hún hafi verið vænlegri kostur en Harðskafi sem beið mín á stofuborðinu, en eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita, þá er ég ekki mikið fyrir svakamálasögur.

Og svo kom Íslenski draumurinn!! Tammtaratamm.  Ég hef séð hana áður og ég elskaði hana og nú elska ég hana enn meir.  Hvað er orðið af þessum dásamlega leikara í aðalhlutverkinu?  Hann á nottla að vera í vinnu við að gera lífið bærilegt hjá fólki (í Breiðholtinu svarthvíta?).  Sjaldan sem ég ligg í hlátri yfir bíómyndum en þarna er íslenskur plebbismi fangaður svo gjörsamlega að ég krullast upp af gleði og aðdáun.

Svona leið nú þetta jólakvöld hjá mér.  Með konfekti (skammastín Jenný með sykursýki, líka á jólunum), sjónkanum, húsbandinu og milljón kertaljósum.

Lífið er bjútífúl.

Ég held ég sofni þokkalega ánægð, einkum og sér í lagi vegna þess að það er komið veður.

Verða að minnast á að þegar ég var að kíkja á nýjustu bloggin þá sá ég einn bloggnörðvera að blogga um feminista og Sóleyju Tómasdóttur og ladídadída.  Fara sumir aldrei í jólafrí?  Er ekki hægt að njóta jólanna fyrir argaþrasinu? Alveg er ég viss um að Sóley er að borða konfekt eða gera eitthvað skemmtilegt og þetta tuð snertir hana minna en ekki neitt.  Ekki frekar en það snertir mig.

Sumir kunna ekki að vera í jólaskapi.´

Meira var það ekki í augnóinu.

Ég og jólasveinninn höfum lokað deginum.

Falalalalalala

 


Ekki sannfærandi, alls ekki sannfærandi..

 1

..að Tom Cruise leiki Hugh Hefner í kvikmynd um ævi klámkonungsins. 

Cruise er jafn karlmannlegur og amaba.  Ekki snefil af maskúliniteti í þeim nýbaðaða og púðraða vísindakirkjutrúboða.

Hugh Hefner er hins vegar með dólgslegt útlit.  Hann er perri á náttslopp.  Svona karl sem myndi hræða úr manni líftóruna eftir að skyggna tekur á kvöldin, eða jafnvel um hábjartan daginn. Sem betur fer er ekki líklegt að ég eigi eftir að hitta hann, Guði sé lof.  Manni verður óglatt að sjá þennan háaldraða karl nuddandi sér utan í barnungar stúlkur.

Hvað varðar Hefner, þá er hann gangandi sönnun þess að þeir sem Guðirnir elska deyi ungir.

Djö.. sem ég er pirruð út í þessa kalla af ólíkum ástæðum.

Af hverju er ekki gerð mynd um líf og starf Móður Theresu, Goldu Meir, Doris Lessing eða Nelson Mandela?

Fólk sem hefur LIFAÐ lífinu upp á gott og vont.

Ég er farin að lesa AA-bókina.

Guð gefi mér æðruleysi..

Pírípú

Úje

P.s. Að gefnu tilefni þá er þetta blogg og ekki meitlað í stein sem stefnuyfirlýsing ritsjórnar.


mbl.is Tom Cruise fer í sloppinn hans Hefners
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar heimskulega er spurt..

 

..þá fæst asnalegt svar.

Banderas vill vera kona í einn dag, til að öðlast betri skilning á reynsluheimi kvenna.

Váá, hvað hann heldur að konur séu grunnar.  Hann tekur þetta á einum eftirmiðdegi eða svo og öðlast með því vitneskjuna um konur og reynsluheiminn.

Ég, persónulega, er búin að vera kona síðan ég fæddist og veit ekki enn hvort ég er að koma eða fara, hvað varðar þennan umtalaða reynsluheim.  Enda er hann alltaf að breytast.  Aldrei eins, frá degi til dags.

Ég vil vera karlmaður í 20 mínútur og fá með því meirapróf á hið "sterka" kyn.  Það er létt verk og löðurmannlegt, algjör tertubiti.

----

En  aftur að alvörunni.

Samkeppniseftirlitið steðjaði í Bónus og Krónuna og tók slatta af skjölum og afrit úr tölvum.

Halló, halda þeir að þeir finni eitthvað?  Bæði varð allt vitlaust þegar fyrrverandi starfsmenn komu fram með ásakanir um ólöglegt samráð og svo báðu báðir aðilar um heimsóknina.  Líklegt að það finnst eitthvað misjafnt?  Ekki að ég sé að gefa það í skyn að eitthvað sé ólöglegt á ferðinni, alls ekki, enda hef ég ekki hugmynd um það.  Mér finnst einfaldlega ekki líklegt að það komi einhver sannleikur út úr svona fyrirkomulagi.

Þetta heitir að vera fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður.

---

Mengella er Óli Birgir og nú spyr ég, hver í asskotanum er sá fír?  Á maður að þekkja manninn?

Hef sjaldan lesið Mengellu, en ætti kannski að gera það mér til fróðleiks.

Jeræt.

Ædónþeinksó.

Góða nótt og úje.

 

 


mbl.is Banderas vildi vera kona ... í einn dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryðgaðir varahlutir

Ragnar Bragason týndi tveimur Eddum á djamminu eftir afhendinguna.

Djö.. bömmer, afhverju sendi hann stelpurnar fjórar ekki heim í leigubíl eða eitthvað?

Það yrði saga til næsta bæjar ef einhver í  Hollí týndi Óskari.

Annars held ég að þetta sé undirmeðvitundin að verki þarna hjá Ragnari.

Eddan er svo forljót að það er hægt að fá martröð út af minna.

Hvað þá að sitja uppi með fjögur kvikindi.

Eddan lítur út eins og rygðgaður bílavarahlutur.

Legg til að það verði gefin út Eddudiplóma.

Hver bjó þennan hroða til (sorrí listamaður)?

Bítsmí.

Úje


Nú verð ég að hneigja mig..

 

.. og taka ofan fyrir honum Agli Helgasyni, en hann fékk tvær Eddur.  Ég geri það hér með í huganum.  Ef hægt er að segjast vera í "sambandi" við mann sem maður sér í sjónvarpi, þá er ég í ástar-haturssambandi við þetta krullukrútt og megadúllu.  Það er eitthvað svo einlægt við karlinn stundum og svo er hann asskoti naskur á þjóðfélagspúlsinn.  Egill er alveg ferlega illa áttaður á feminisma, þannig að stundum gríp ég andann á lofti, þegar hann bloggar um skoðanir sínar á málaflokknum  Það er allt að því fyndið (ég hlæ; hahahaha).  Svo finnst mér hann skuggalega "leim" þegar hann ætlar að fara að útskýra kynjafræði, finnst það jafn mikið út í hött og ef ég ætlaði að fara að laga vatnskassa í bíl (held ennþá að þeir séu útlits eins og jólaölsbrúsar), einhendis.  Það gengi ekki upp, ég lofa.

Ég hef horft á Silfrið frá byrjun.  Þegar Egill byrjaði á Skjá I var það svo mikið "happening".  Hann framlengdi bara þar til dagskráin var tæmd, lét ekkert stoppa sig af og það var skólasjónvarpsbragur á þættinum en samt var hann alveg ferlega skemmtilegur.

Nú eru ekki uppákomur lengur, þátturinn er innan tímaramma og Egill þræl fagmannlegur, svona oftast. 

Ég missi aldrei af Silfrinu eða Kiljunni, það er á hreinu.  Maður verður að hafa eitthvað að röfla yfir.

En ég hef ákveðið að hætta að lesa bloggið hans.

Mig langar ekkert til að heyra skoðanir hans á "jafnréttismálum".

Þær eru hreinlega algjört törnoff.

En Kiljan og Silfrið voru ágætlega að Eddunni komin (Kiljan þrátt fyrir ismatalið og þrátt fyrir Pál Baldvin sem er með jafnsvekktari mönnum í fjölmiðlum).

Til hamingju RÚV.

Úje.

P.s. Kynnirinn á Eddunni var að fíflast með jakkafötunum sem hann klæddi sig í, er það ekki?  Segið mér að þessi hroðalegu föt séu ekki það nýjasta í fatatísku karlmanna.  Plís, plís, plís.

Make my day!


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð ekki söm..

..eftir að hafa horft á leiknu heimildarmyndina á RUV í kvöld (The Road to Guantanamo), um bresku múslimina sem sátu alsaklausir í Guantanamofangelsinu á Kúbu.

Trú mín á mannkyninu féll niður fyrir frostmark.

Fangarnir voru með poka yfir höfðinu og límt fyrir.

Þeir voru númeraðir.

Þeir voru vaktir af svefni með stuttu millibili.

Lokaðir í gámum eða einangrunarklefum.

Hlekkjaðir.

Sveltir.

Pyntaðir.

Og enginn kom þeim til hjálpar.

Í dag munu 500 hundruð manns vera í þessum nútíma útrýmingarbúðum.  10 manns hafa verið ákærðir, enginn hefur hlotið dóm.

Þarna er sagan að endurtaka sig heldur betur.

Og heimurinn grjótheldur kjafti.

Ég held að ég verði aldrei söm.


Ég kem aftur - alltaf aftur og aftur

 1

Ég bilaðist úr hlátri þegar ég las þessa "ekkifrétt" sem er ofurkrúttleg.  Hún fjallar um mest notuðu frasana úr bíómyndum, þ.e. þá frasa sem hafa fengið s.k. vængi og orðið lifandi í málinu.  Merkilegt að maður skuli, nánast án þess að taka eftir því, tileinka sér svona bíómyndatal.

Bara í dag hef ég notað þann vinsælasta a.m.k. einu sinni í bríari þegar ég talaði við vinkonu mína í símann, eða:

"Ég kem aftur, ég kem alltaf aftur" (sem er reyndar seinni tíma viðbót, búmmerangheilkennið sko).

Og í slangrinu nota ég gjarnan (meira segja á blogginu mínu líka) "I don´t give a damn" og "Talking to me?" og það gera stelpurnar mínar líka.

Svíar nota "Þungur hnífur" eins og þeir eigi lífið að leysa og frasinn er löngu kominn með vængi.

En það er alveg sama hvað ég brýt heilann, ég man ekki eftir einum einasta frasa úr íslenskri bíómynd nema auðvitað "Að vera snyrtilegur en samt svolítið væld" sem er auðvitað brilljans úr "Með allt á hreinu".

Munið þið eftir svona frösum, úr öllum áttum?

Komasho!

Úje

Hér er ameríski listinn.

1. „I'll be back." (The Terminator)
2. „Frankly, my dear, I don't give a damn." (Á hverfanda hveli)
3. „Beam me up, Scotty." (Star Trek)
4. „May the force be with you." (Stjörnustríð)
5. „Life is like a box of chocolates." (Forrest Gump)
6. „You talking to me?" (Taxi Driver)
7. „Show me the money." (Jerry Maguire)
8. „Do you feel lucky, punk?" (Dirty Harry)
9. „Here's looking at you, kid." (Casablanca)
10. „Nobody puts Baby in the corner." (Dirty Dancing)

 


mbl.is Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tippið á Hilmi Snæ...

 ..hefur skráð sig á spjöld íslenskrar kvikmyndasögu, svo eftir hefur verið tekið.  Það eru amk. ekki mörg æxlunarfæri sem fá um sig frétt í Mogganum.  Maðurinn sem er við hinn endann á tippinu, Hilmir Sær vonar reyndar að það sé ekki bara vegna reðursins, sem myndir hans og önnur verk, slái í gegn. 

Nú hefur limur þessi verið tilnefndur til dönsku klobbaverðlaunanna og þess vegna er þessi frétt í Mogganum í dag.

Okokok, reynum aftur.  Það er engin sýnileg ástæða fyrir þessari frétt, tippið er bara til umfjöllunar sí svona, án sýnilegrar ástæðu.

Næst fáum við að vita um sigurför rasskinna Kristjáns Jó.

Æi, er gúrka?

Ædóntþeinksó.

Úje!


mbl.is Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins laus - Húrra!

Sara Jessica Parker, er laus við kynþokkann!

Ég, Jenný Anna Baldursdóttir, er laus við brennivínið og læknadópið.

Frænka mín að austan, Vefríður Ógagnsdóttir, er laus við allt sitt hnakkaspik

..og Marteinn frændi er laus við útvarpsloftnetið af hausnum á sér.

Só????

Við hvað ert þú laus?

Við gætum látið Moggann vita.

Kikkmíandsúmí!

Úje


mbl.is Sarah Jessica Parker laus við kynþokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héðan í frá elska ég fótbolta - Ójá!

Ég hef aldrei þolað fótbolta.  Finnst það sú langdregnasta kvöl og pína, sem maður getur ásamkað sjálfum sér, fyrir utan að drekka brennivín og verða kolruglaður og vitlaus.  En nú er það breytt.  Dásamlegur landsleikur Íslands og Sóandsó, burtu í Sóandsólandi, varð til þess að ég lifi nú við sjónvarpslúxus, sem felur í sér Stöð 2 og Bíórásina.  Já og íþróttarásina Sýn, minnir mig að hún heiti.Whistling

Við sögðum upp Stöð 2 og því fyrirkomulagi, í fyrra, út af því að við horfðum sjaldan eða aldrei á sjónvarp.  Mikið hefur farið forgörðum af góðu sjónvarpsefni, vænti ég, en það sem ég ekki veit um, skaðar mig varla.  Í dag var keypt áskrift.  Hljómsveit hússins (húsbandið), sem er veikur með flensu, var friðlaus út af fótboltaleiknum ofnnefnda.  Við gerðum díl.  Pakkinn var keyptur.

Hann horfði á leikinn og var eitthvað niðurdreginn sýndist mér, síðast þegar ég leit upp, því ég var bissí við að horfa á ógó spennandi mynd á bíórásinni og gat ekki verið að taka púlsinn á mínum heittelskaða á meðan.Devil

Ég á því fótboltanum dásamlega, að þakka, þennan valkost sem ég nú bý við. 

Þar sem ég er ekki mikið sjónvarps, þá reikna ég ekki með að horfa stíft.

En frelsið felst í því að hafa fleiri stöðvum að hafna.  Nú get sagt "æi nenni ekki að horfa á þetta" flett flett, "ekki þetta", flett flett  "og alls ekki þetta", flettíflettí.

GMG hvað ég elska íþróttir.

BTW: Hvernig fór annars leikurinn við Sóandsó??

Ómæómæ!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987752

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.