Leita í fréttum mbl.is

Ég kem aftur - alltaf aftur og aftur

 1

Ég bilaðist úr hlátri þegar ég las þessa "ekkifrétt" sem er ofurkrúttleg.  Hún fjallar um mest notuðu frasana úr bíómyndum, þ.e. þá frasa sem hafa fengið s.k. vængi og orðið lifandi í málinu.  Merkilegt að maður skuli, nánast án þess að taka eftir því, tileinka sér svona bíómyndatal.

Bara í dag hef ég notað þann vinsælasta a.m.k. einu sinni í bríari þegar ég talaði við vinkonu mína í símann, eða:

"Ég kem aftur, ég kem alltaf aftur" (sem er reyndar seinni tíma viðbót, búmmerangheilkennið sko).

Og í slangrinu nota ég gjarnan (meira segja á blogginu mínu líka) "I don´t give a damn" og "Talking to me?" og það gera stelpurnar mínar líka.

Svíar nota "Þungur hnífur" eins og þeir eigi lífið að leysa og frasinn er löngu kominn með vængi.

En það er alveg sama hvað ég brýt heilann, ég man ekki eftir einum einasta frasa úr íslenskri bíómynd nema auðvitað "Að vera snyrtilegur en samt svolítið væld" sem er auðvitað brilljans úr "Með allt á hreinu".

Munið þið eftir svona frösum, úr öllum áttum?

Komasho!

Úje

Hér er ameríski listinn.

1. „I'll be back." (The Terminator)
2. „Frankly, my dear, I don't give a damn." (Á hverfanda hveli)
3. „Beam me up, Scotty." (Star Trek)
4. „May the force be with you." (Stjörnustríð)
5. „Life is like a box of chocolates." (Forrest Gump)
6. „You talking to me?" (Taxi Driver)
7. „Show me the money." (Jerry Maguire)
8. „Do you feel lucky, punk?" (Dirty Harry)
9. „Here's looking at you, kid." (Casablanca)
10. „Nobody puts Baby in the corner." (Dirty Dancing)

 


mbl.is Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þarf eitthvað að ræða það frekar". Þessi setning er úr Næturvaktinni og ég heyri börn sem fullorðna nota það. Ég geri það hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man bara eftir einum fleygum frasa, ekki úr kvikmynd en úr tölvubréfi frá einum háttsettum manni til stórgrósserafyrirtækis; " you ain´t seen nothing yet"  Sem er svo auðvitað tilvitnun annarsstaðar frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: krossgata

Já núna veður allt í næturvaktarfösum:

  • Já sæll
  • Já fínt
  • Eigum við að ræða það eitthvað - hélt ekki
  • Hvar er hann/hún að smíða geimflaugar
  • Út úr bænum bara

krossgata, 8.11.2007 kl. 20:30

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldrei að gera neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn......

Sígildur

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og hver man ekki eftir: "Så er vi fyr og flamme og kommer med det samme"

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

og þessi: "...... við ætluðum saman í kvöldskóla....."

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Dúfanhólar 10....algjörlega ódauðlegt

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 20:41

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

AKA = Dúfnahólar 10 sko...

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 20:41

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þarf að horfa á Stellu í orlofi, þaðan kom einhver frægur frasi. Dúfnahólarnir og maður gerir aldrei neitt fyrir neinn ... eru náttúrlega snilld. Jú, jú, við eigum nokkra.

Guðríður Haraldsdóttir, 8.11.2007 kl. 20:56

10 Smámynd: halkatla

ég hef bara notað nr 2 og 4 af þessum bandarískum, ég gæti ekki sagt nr 5 þó ég reyndi, humm, íslenskir frasar, ég er svo ´léleg að muna - auðvitað mundi ég eftir dúfnahólum 10 sko það er klassík  

heyrðu jú! uppáhaldið mitt er úr hvítum mávum sem stuðmenn gerðu (ein besta íslenska myndin): "ta ta ta tamm, er hann ekki fínn?" þetta var Tinna Gunnlaugs að sýna lítinn hatt...  þessi frasi var ofnotaður af mér en ábyggilega engum öðrum

halkatla, 8.11.2007 kl. 20:56

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dirty Harry var: Come on punk, make my day.

Svo man ég eftir annari: Is it a gun in your pocket or are you just happy to see me.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 21:02

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

hasta la vista baby.....algjör snilld!

Og dæ hard frasinn: jibbí ka jei motherfocker

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 21:05

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðasta setningin í Sódómu:  "Láttu ekki slá um þig, þú gætir forskalast." og svo: "Þetta var nú alger óþarfi."

Tilvitnunin í stuðmenn var: Soldið væld en snyrtimennskan samt í fyrirrúmi. 

Svo á Jörðu: Þetta fer illa á hvorn veginn sem það fer.

Aint seen nothing yet er sennilega úr lagi Backman Turner overdrive er það ekki?

Þetta eru skemmtileg fræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 21:13

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úr hvaða mynd er þetta?: "Þá hlýtur þetta að vera fljúgandi ísbjörn."

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 21:16

15 identicon

Úr Jasssöngvaranum (fyrstu talmyndinni) You a´int hear nothing yet og annar úr Stellu: Programmet...hele (hic) programmet. Hélt fyrst að yfirskriftin væri dónó!  Kræst æamapornodoog

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:19

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð hvað þið eruð skemmtileg og minnug og frábær. Hahaha.  Meija (eins og Jenný Una segir).  Takk.

Gísli: Skammastín.

Jón Steinar: Þú ert innveklaður í kvikmyndir en ég hef ekki græna varðandi ísbjörninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 21:33

17 identicon

You're gonna love it maður (Stuttur frakki)

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:35

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Meðíferð í Seeeeá..(Stella í orlofi)

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 21:37

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, þetta var kvikindislegt af mé Jenný, en þetta er úr myndinni minni Ikingut, sem varla er hægt að ætlast til að fólk hafi lagt á minnið né hvað þá heldur séð.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 21:40

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá hana Jón Steinar, með stelpunum mínum.  En minni mitt ekki upp á það besta af skiljanlegum ástæðum þar sem undirrituð var undir tímabundnum skemmileggingum á minni vegna efna í rúllandi og rennandi formi. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 21:50

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætlaði að giska á kóka kóla varðandi ísbjörninn............

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 22:09

22 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

"hvor er veskan mín" er klassi sem ég nota reglulega. Líka "akkuru ertu sona bleá".

Svo er það náttúrulega frasinn frá henni Jóhönnu Sigurðar: "Minn tími mun koma" 

Sigrún Ósk Arnardóttir, 8.11.2007 kl. 22:39

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það sem aldrei hefur gerst áður getur alltaf gerst aftur

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 22:50

24 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

"you can sleep when your dead" Alien resurection (mikið notað á þessu heimili)

"Akkuru ertu sona blááá" Sódóma (það var búið að koma en ég nota það mikið)

"Well color me happy, ther´s a sofa in here for two" Pretty woman (nota það nú ekkert mjög mikið)

"Ruuun Forest, Ruuuun"... haha segir sig sjálft

svo nota ég líka mikið "hlauptu drengur hlauptu" við hin ýmsu tækifæri en það er titill á bók sem ég las sem ullingur... 

haha fyndið

maður notar þetta rosa mikið.

Þungur hnífur er náttúrulega snilld. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 8.11.2007 kl. 23:05

25 identicon

"Ef ég sé með hattinn kemst ég örugglega í stuð" - Dúddi í "Með allt á hreinu"

Stefán (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:14

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá við ættum að gefa út bíómyndafrasabók krakkar.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 23:18

27 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

ó og "I think this is ðe begining of a bjútífúll frendship..."

 mjöööög mikið hægt að nota það, ef eitthvað gengur vel, ef maturinn er girnilegur, þegar maður flytur inní nýja íbúð, köttur stekkur í fangið á manni og eeem alskonar...

ég held ég sé í sykursjokki og ætti að fara að sofa... 

Gunnhildur Hauksdóttir, 8.11.2007 kl. 23:26

28 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

"Lukka að finna þenna slopp"

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:27

29 identicon

Passaðu þrýstinginn!  Stella - Mikið notað af einni 10 ára á þessu heimili.

Æ looooov it !  Siggi Sigurjóns í Dalalíf.

Það er hérna blátt reiðhjól..... - krefst ákveðins svips á andliti - Dúddi í "Með allt á hreinu"

Ging gang gúlli gúlli..... ekki úr einni bíómynd en stíft notað ef okkur finnst eitthvað vera svolítið út í hött....

Skemmtilegar umræður.

Takk fyrir mig.

Fríða (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:38

30 identicon

"fjósalyktin er af honum"  "I love it" (Dalalíf)

Linda (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:38

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Play it again Sam". Humphrey Bogart, Casablanca minnir mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 00:06

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska ykkur börnin góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 00:13

33 identicon

Síðbúinn bloggrúntur hér.

Mér dettur í hug: Play Misty for me.

Annars man ég eina nokkuð langa setningu sem Kevin Spacy sagði í mynd. Ég man ekkert hvað myndin hét en hann var að tala við mömmu sína. Mamman var þessi týpa sem sífellt var að senda þau skilaboð til allra í fjölskyldunni að hún væri fórnarlamb. Þarna er verið að taka upp jólagjafirnar og mamman er í sjálfsvorkunargírnum einu sinni enn. Þá kemur þessi óborganlega setning sem var einhvern veginn svona:

Mum, now I know what to give you next christmas. I´ll give you a cross. Then, everytime you feel victimised, you can crawl up and nail yourself to it.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:22

34 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég nota Dúdda mikið: Ég sé blátt reiðhjól... lásinn er inn.. út... inninn.. út.

Við hvaða tækifæri? Bara hvað sem er. út í bláinn.

Det er part af programmet (Stella í Orlofi), er líka mikið í mínum orðaforða.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 00:23

35 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

"I love it!" var mikið notað hér áður, kannski ekki svo mikið núna, eða hvað...? (Siggi Sigurjóns í Dalalífi).

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 9.11.2007 kl. 00:39

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bogart sagði raunar bara "Play it Sam" síðan skolaðist frasinn til.  "..beginning of a beautyful friendship"- frasinn er síðasta setningin í Casablanca. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 00:50

37 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úr Stellu í orlofi: FREKAR HÆTTI ÉG AÐ DREKKA EN FARA Í MEÐFERÐ!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.11.2007 kl. 11:01

38 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég segi bara:  I'll be Bach...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:20

39 identicon

Út með gæruna! Út úr mín bíl strax! Og jeg menner det!

Klassískt...

Andrea (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband