Leita í fréttum mbl.is

Nú verð ég að hneigja mig..

 

.. og taka ofan fyrir honum Agli Helgasyni, en hann fékk tvær Eddur.  Ég geri það hér með í huganum.  Ef hægt er að segjast vera í "sambandi" við mann sem maður sér í sjónvarpi, þá er ég í ástar-haturssambandi við þetta krullukrútt og megadúllu.  Það er eitthvað svo einlægt við karlinn stundum og svo er hann asskoti naskur á þjóðfélagspúlsinn.  Egill er alveg ferlega illa áttaður á feminisma, þannig að stundum gríp ég andann á lofti, þegar hann bloggar um skoðanir sínar á málaflokknum  Það er allt að því fyndið (ég hlæ; hahahaha).  Svo finnst mér hann skuggalega "leim" þegar hann ætlar að fara að útskýra kynjafræði, finnst það jafn mikið út í hött og ef ég ætlaði að fara að laga vatnskassa í bíl (held ennþá að þeir séu útlits eins og jólaölsbrúsar), einhendis.  Það gengi ekki upp, ég lofa.

Ég hef horft á Silfrið frá byrjun.  Þegar Egill byrjaði á Skjá I var það svo mikið "happening".  Hann framlengdi bara þar til dagskráin var tæmd, lét ekkert stoppa sig af og það var skólasjónvarpsbragur á þættinum en samt var hann alveg ferlega skemmtilegur.

Nú eru ekki uppákomur lengur, þátturinn er innan tímaramma og Egill þræl fagmannlegur, svona oftast. 

Ég missi aldrei af Silfrinu eða Kiljunni, það er á hreinu.  Maður verður að hafa eitthvað að röfla yfir.

En ég hef ákveðið að hætta að lesa bloggið hans.

Mig langar ekkert til að heyra skoðanir hans á "jafnréttismálum".

Þær eru hreinlega algjört törnoff.

En Kiljan og Silfrið voru ágætlega að Eddunni komin (Kiljan þrátt fyrir ismatalið og þrátt fyrir Pál Baldvin sem er með jafnsvekktari mönnum í fjölmiðlum).

Til hamingju RÚV.

Úje.

P.s. Kynnirinn á Eddunni var að fíflast með jakkafötunum sem hann klæddi sig í, er það ekki?  Segið mér að þessi hroðalegu föt séu ekki það nýjasta í fatatísku karlmanna.  Plís, plís, plís.

Make my day!


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði bara á part af Eddunni. Fannst þátturinn óhemjulega leiðinlegur , það sem ég horfði af honum. Fannst flott að Egill skyldi fá verðlaun fyrir Kiljuna. Skemmtilegur þáttur. En mér fannst tíu fingur sem var tilnefndur í sama flokki ekki síðri.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hef aldrei horft á Kiljuna. Mér þykir alveg óendanlega leiðinlegt að horfa á fólk í sjónvarpi tala um bækur. sorrý. En Egill er krulludúlla.

Var það ekki Börn sem vakti alla lukkuna meðal almennings. Foreldrar þóttu síðri. Eða er ég að snúa þessu við?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 01:37

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég nennti ekki að horfa á Edduna og finnst þátturinn hans Egils og Kiljan leiðinlegir þættir. Ég get samt alveg fundið eitthvað til að röfla yfir

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 06:47

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég nennti ekki að horfa á þetta í fyrsta skipti síðan að þessi verðlaun byrjðu, Harry Potter var eitthvað meira spennó !

En Egill er ágætlega að þessu komin, búin að vera svo lengi að í sjónvarpinu. ég les reyndar aldrei bloggið hans og einhvern veginn hef ekki lagt mig eftir því, en Silfrið er eitthvað sem að mér hefur oft þótt gaman að !

Eigðu góðan, mæðulausan mánudag

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 08:05

5 identicon

Daginn. Horfði ekki á Edduna var á her.hehehehehehe. Egill er krútt-kall en ég horfi sjaldan á hann og lítið á kiljuna. Get samt alveg röflað er á þarf að halda eins og sumir aðrir.Fékk Kompás ekki eitthvað? Minn þáttur enda hefur konan komist í þann þátt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:45

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hélt með Eddu Andrésdóttur, finnst hún flottust!  .. en Egill er krútt! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 09:02

7 identicon

Sá part en er ekki mikill edduhorfandi. Horfði á æsispennandi kappræður á DR. Níu formenn flokka 5 konur og 4 karlmenn. Konurnar unnu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:02

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er bara fyndið að maður sem stjórnar kjaftaútvarpsþætti í sjónvarpinu skuli valinn sjónvarpsmaður ársins og að þáttur þar sem fólk talar um bækur (og ætti betur heima í útvarpi) sé valinn aðal sjónvarpsþátturinn... eitthvað drepfyndið við þetta. Þróun sjónvarps á Íslandi síðustu 40 árin hefur verið afar hæg. Hver man ekki eftir sjónvarpsþættinum "góða" maður er nefndur...) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.11.2007 kl. 09:14

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Bæði Börn og Foreldrar þóttu snilldarmyndir.  Raggi er vel að þessu kominn.  Þó hefði ég viljað sjá Astrópíu með miklu fleiri tilnefningar og einhver verðlaun.  Fáránlegt til dæmis að hún hafi ekki einu sinni verið tilnefnd fyrir hljóðvinnslu!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband