Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

"For men only"

1

Ég hef, fram á þennan dag, ekki hitt eina einustu konu sem hefur haft gaman að Rambó-myndunum.  Ég þori að fullyrða það.  Ef ég hefði fengið að ráða, hefði sú fyrsta verið látin duga og hún fallið fljótlega í gleymskunnar dá.  En nú er sú fjórða á leiðinni, og Rambó orðinn klassík í bíósögunni.  Fyrir hvað veit ég ekki.

Rambó er karlamynd.  Hugmyndafræði myndarinnar höfðar til karla.  Hinn þögla hetja, sem er full af innbyrgði reiði og með einlægan hefndarvilja getur yfirunnið hverja raun, vaðið yfir allar hindranir, án þess að segja eitt einasta orð.  Hann stendur uppi sem sigurvegari og það sem hann leggur á sig til að ná markmiðinu er endalaus kvöl og pína.  Ekki tári spillt en svitinn drýpur af hetjunni.

Í myndinni sem ég sá, voru ekki konur í neinu afgerandi hlutverkum. Mig minnir að þær sem þó voru með hafi verið alltumvefjandi með einlægan milljónprósent áhuga á Rambó kallinum.  Hún gerði ekki miklar kröfur og hún þurfti vernd.  Nú gæti ég trúað að Rambó og Rokkí séu farin að blandast saman í einn stóran og krúttlegan ofbeldisvöndul, í hausnum á mér.  Munurinn á myndunum er áttfittið, amerískar stuttbuxur annars vegar og frumskógarlarfar, hins vegar.  Myndir beggja sería hafa sama boðskap.  Hið góða sigrar með ofbeldi.

Mér er spurn, er aldrei komið nóg af þessari Amerísku ofbeldishetju?

Er engum orðið ómótt?

Hugsið ykkur ef það væru til fjórar myndir með Julie Andrews í "The Sound Of Music"!!!W00t

Æmagonner!

Úje


mbl.is Hvað heitir Rambó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skádóttir, Hillary Swank, kjúklingabringur og sár vonbrigði.

1 

Ástrósin, skádóttir mín, var hjá okkur í afmælisdinner, þessi elska, en hún varð 16 ára um helgina.  Jesús minn hvað tíminn líður.  Hún var ekki nema tæpra þriggja ára, þegar hún kom inn í líf mitt, snúllan sú arna.  Núna er hún sum sé orðin stór stelpa, samt minnsta barnið í barnahópnum okkar Einars.

Hún fór með pabba sínum út á vídeóleigu, þegar við höfðum snætt kjúklingabringur, með ofnbökuðum gulrótum, kartöflum og blómkáli, ásamt karrýlegnum eplum og dúndur sósu, allt framreitt af mér, eðalkokknum (ég er heitur aðdáandi sjálfrar mín eins og þið sjáið). 

Ég hef húsbandið grunaðan um að vera að venja mig af því að horfa á dvd-myndir.  Eins og hann er naskur að finna góðar ræmur, þá hafa undanfarin tvö skipti verið skelfileg törnoff í áhorfsdeildinni.  Núna leigðu þau hroðbjóð sem heitir "The Reaping".  Með Hillary Swank.  Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni fyrirgefa Hillary fyrir þennan bömmer að leika í svona lélegri mynd, um hinar sjö biblísku plágur.  Myndin innihélt; Hillary, kaþólskan prest, svartan rannsóknarmann, myndarlegan son Satans og blóði drifið stúlkubarn , sem hljóp um allt, grunuð um að vera handbendi Satans en reyndist svo hlaupa um á Guðs vegum, þegar allt kom til alls.  Það voru pöddur og blóðá, engisprettur og bólusótt sem skreyttu myndina enn frekar.  Ójá, klígjulega spennandi.

Ég varð fyrir sárum vonbrigðum.

Þar áður leigði minn heittelskaði,  ævintýramynd um víkinga og indíána, með miklu vopnaglamri, blóði og öðrum viðbjóði.  Nei annars, ég hef hann ekki lengur grunaðan um að vera að venja mig af myndaglápi á kvöldin,  hann ER að því.

Úje


Íslandsvinur - GMG

Var að lesa á visi.is að "Íslandsvinurinn"Kiefer Sutherland gæti átt á hættu að lenda í fangelsi fyrir ölvunarakstur.  Það truflar mig nákvæmlega ekkert, hvort karlinn fer í fangelsi eður ei, enda fjarlægur mér og öðrum vegfarendum á Íslandi.  Þó óska ég þess að hann hætti þessum lífshættulega ávana.  Þó ekki væri nema vegna mögulegra þolenda í umferðinni, þar sem hann er.

En er maðurinn einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í Keflavík og með því stofnað til sterkra og ævarandi vinuáttutengsla við íslensku þjóðina?  Það vissi ég ekki.  Hann hlýtur að hafa gert það áður en ég fór í meðferð því ég man andskotann ekkert áður en af mér rann.

Leiðinlegt að hafa ekki tékk á vinum móðurlandsins. 

Jeræt!

 

 


Je-je-je-je

Fyrir dálítið mörgum árum hefði ég misst fótanna, tapað áttum, komið af fjöllum, villst af vegi, vaðið í villu og svíma og eitthvað fleira sjálfsagt, ef Bítlarnir hefðu verið á leið til landsins.  Ég hefði fríkað út, ég sver það.  Kona sem missti sig í móðursýkiskasti yfir "The hard days night" og "Help", veinaði og grét í Tónabíó, hefði ekki haft taugakerfi til að þola hetjurnar "live".  Nú stendur í Mogganum að Bítlarnir séu á leið til landsins og ætli að vera á Borginni.  Þetta er auðvitað kjaftæði, nema að Lennon og Harrison, séu uppvakningar og það eru þeir örugglega ekki.

Það eru sum sé eftirlifandi helmingur Bítlanna sem eru á leiðinni hingað.  Lélegri helmingurinn, þó þeir séu auðvitað flottir.  Ringo er krútt.  Ég meina, þegar hann var í Atlavík og íslensku gestgjafarnir buðu honum flottasta humar sem hægt var að fá og þriggja stjörnu koníak, þá harðneitaði hann að borða eitthvað sem skriði og blandaði guðaveiginn í Pepsí.  Svona menn eru krútt.

Ég hlýt að vera orðin gömul, af því ég hef engan áhuga á að berja þessar fyrrum hetjur mínar augum.  Jafnvel ekki þó það eigi að kveikja á "Súlunni" og að Lennon hefði átt afmæli.

Bítlaæðið er í fjarlægri fortíð og nú hlusta ég bara á þá í græjunum mínum og fer í nostalgíukast þegar ég er í stuði.  Þeir geta svo henst út um allt fyrir mér.

Ég er gömul.  Það er á hreinu.

Hví hefur tíminn flogið svona frá mér?

Je-je-je


Hættulegt fólk!

Í gærkvöldi horfði ég á Bill O´Reilly á Fox, mér til dundurs og skemmtunar.  Maðurinn er svo sjúklega hægri sinnaður, eins og allir vita sem kíkja þarna inn,  að CIA er eins og sunnudagaskóladrengur á leið í kirkju, þegar kemur að samsæriskenningum.

Öfgafullir vinnstri menn og óvinir Ameríku eru skv. O´Reilly, þessa dagana:

Sean Penn, Alec Baldwin, Rosie O´Donnell og John Cusack (sem að sögn Bills er varla frægur, sko, hefur bara leikið í nokkrum lélegum myndum).

Ameríkanar eru í góðum málum í óvinadeildinni, ef þetta fólk er mesta áhyggjuefnið.

God bless America.

Úje!


ÉG Á LEIÐINNI Í BÍÓ

Þar sem mér var ekki boðið á frumsýningu Veðramóta, verð ég að koma mér á eigin vegum í bíó og það strax, þ.e. í vikunni.  Myndin fær frábæra dóma í Mogganum, ekki að það skipti máli, svona p.c. ég vil dæma sjálf mínar upplifanir. 

Það var skrifuð sérstök frétt um að börn frægra leikara væru mýmargir í myndinni.  Só?  Skiptir það máli ef fólk er að valda sínu hlutverki?  Mér er sko slétt sama.  Samsæriskenningar, frussssssss.

Myndin hefur verið þrjú ár í vinnslu, samt hittir hún svona gjörsamlega naglann á höfuðið, þ.e. Breiðavíkurmálin tengjast jú efni myndarinnar, þannig að sem slík á hún auðvitað stórt erindi.

Ég er sum sé farin í bíó og ég hlakka til.

Guðný er megatöffari!

Úje


mbl.is Klappað þar til ljósin voru kveikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MINNI Á MITT GAMLA SKÚBB

1

..þegar ég bloggaði um að ég hefði séð Jodie Foster ofaní bæ, löngu áður en "blöðin" komust í það mál.  Þetta var þegar ég féll nánast í öngvit þegar ég gekk fram á eina af mínum uppáhalds niður í miðbæ, þar sem ég var á gangi og átt mér einskis von, hvorki góðs né ills.

Þetta leiddi hugann og umræðuna í áttina að alls kyns "árekstrum" við frægt fólk, í kommentakerfinu hjá mér.

Ég get ekki sagt að ég missi kúlið þó ég rekist á frægar persónur, en ég myndi eiga erfitt með mig ef ég rækist á:

Glæsilegasta mannflak í heimi, Keith Richards,

Nelson Mandela,

Lisbeth Palme,

Van Morrison

Paris Hilton (jeræt)

.. ég man ekki eftir fleirum í bili, en allir þeir sem ég dáist mest að eru komnir langt niður í jörðina.

Öppdeita lista og ábendingar þegnar.

Æmsóexætid!

Úje

 


mbl.is Jodie Foster var í fríi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÖMUL SAGA EÐA HVAÐ?

 

Ég man ekki betur en að Demi Moore hafi leikið fatafellu sem vann fyrir sér og barninu með fatafækkuninni.  Finnst ekki einu sinni svo langt síðan að ég horfði á þá mynd.  Nú er Jessica Biel búin að skrifa undir samning um mynd með sama innihaldi.  Þ.e. strippari með veikan dreng.  Að hún síðan ætli að bera rass og brjóst, mun vera aðalinntak fréttarinnar.

Ég spyr hinsvegar.

Eru þeir algjörlega hugmyndasnauðir í Hollýwood eða hafa þeir frétt það sem við hér á blogginu vitum nú þegar, að nekt og kynlíf selur?

Það skyldi þó aldrei vera.

Bítmíandbætmíandsúmítúdei.

Úje


mbl.is Jessica Biel fækkar fötum í næstu mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG ÆTLI ÞÆR HLJÓMI?

 

Hvernig ætli þær hljómi á hindú t.d. fleygu setningarnar úr Casablanca?

Eins og:

"Here´s to you kid" eða

"I think this is the begining of a beautiful friendship".

Hm..

Bíð spennt

Úje


mbl.is Casablanca endurgerð í Bollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LIFANDI VEÐURVARAR

 1

Ég hef oft velt því fyrir mér, hvaða menn það eru sem sjást stundum í fréttunum, haldandi á regn- eða sólhlífum fyrir fræga og mikilvæga fólkið.  Þá er ég að pæla í því hvort það sé beinlínis auglýst sem sérstakt starf að vera veðurhlíf fyrir menn eins og Bush og Travolta, svo dæmi sé tekið.  Fyrir ekki svo löngu komu einhverjir bankanáungar til landsins og það kom auðvitað í fréttunum.  Einhverjir dropar komu úr lofti þennan dag og í fréttinni mátti sjá einn regnhlífarhaldara á mann, fylgja mógúlunum út í bíl.

Ég er svakalega mikill aðdáandi Johns Travolta.  Ég beinlínis elska myndirnar Pulp Fiction og Get Shorty.  Hef horft á þessar ræmur aftur og aftur.  Nú er þessi megatöffari búinn að ráða til sín veðurvara sem heldur á sérútbúinni sólhlíf svo goðið fái ekki á sig útfjólubláa geisla frá Gula fíflinu.  Travolta er að vinna við gerð kvikmyndarinnar "Gömlu brýnin" en þar er hann í aðalhlutverki ásamt Robin Williams, sem er svo alþýðlegur að honum fylgir enginn maður með sólhlíf.

Hárið á mér er fer í tjón þegar rignir.  Líka þegar snjóar.

Ætti ég........?

Ædóntnó!

Jeje


mbl.is Travolta viðkvæmur fyrir sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30