Færsluflokkur: Kvikmyndir
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þetta er útkall!
Nú kalla ég til allar vinkonur mínar, á öllum aldri, nær og fjær að fjölkvenna í bíó í vikunni. T.d. á fimmtudagskvöldið.
Við erum svo margar að ég nenni ekki að hringja í ykkur allar, þið hangið hvort sem er allar á blogginu mínu í vinnunni, letingjarnir ykkar, í þeirri von um að ég geri ykkur ódauðlegar hér.
Og systur mínar: Greta, Jóna, Guðlaug, Ingunn, Hilma og Stenna, hringja í sys.
Sko, nú er ekkert sem heitir, við förum á beðmálin og svo á kaffihús.
Eða á kaffihús og SVO á beðmálin. Mér gæti ekki staðið meira á sama um röð.
Ef einhvern tímann er tækifæri til að gera skemmtilegan hlut sem við allar getum hlegið að og allt það, þá er það núna. Hver hefur ekki gaman að stelpunum. Pæliðíðí, fötin, skórnir, töskurnar, meiköppið og allur friggings ballettinn? OMG.
Annars var ég að horfa á ameríska fréttastöð á föstudaginn, CNN eða Fox (uss, geri það stundum) og þá var heill panell af fólki að ræða hvort þær væru lausgyrtar stelpurnar. Það var búið að fara í gegnum hvern einasta þátt og reikna fjölda elskhuga allra kvennanna og fyrir utan Samönthu sem var eins og hausaveiðari í sínum hjásofelsum, reyndust allar hinar vera "high above average" í elskhugatali.
Það virtust allir í panelnum hafa gleymt þeirri léttvægu og löðurmannlegu staðreynd að beðmálin voru sjónvarpsþættir.
Þetta minnir mig á yndislega konu sem ég þekki sem sagði við mig þegar Dallas átti hug og hjörtu margra kvenna: "Jenný finnst þér Sue Ellen ekki líta mikið betur út eftir að hún hætti að drekka?".
Hringið í mig esskurnar. Vér erum á leið í kvikmyndahús og ekkert kjaftæði.
Það verða fokkings sætaferðir frá Umfó, þess vegna.
Beðmálin boluðu Indiana Jones úr efsta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Kæri Gallup
Í kvöld er ég búin að horfa á tvær bíómyndir. Ójá.
Hvor annarri betri. King George´s madness og American Splendor. Mæli með báðum.
En þessi færsla er ekki um það, heldur vil ég lýsa yfir áhyggjum mínum með hverfandi fylgi íhaldsins í borginni (jeræt), og ég nærri því meina það.
Það verður að vera einhver andstæðingur í næstu kosningum, fyrir okkur í VG með Samfó, auðvitað, til að kljást við og það verður ekki spennandi kosningasjónvarp ef enginn er andstæðingurinn.
Þess vegna er ég hérna með beiðni til Gallups vinar míns.
Kæri Gallup,
Villtu hætta að hringja í fólk og mæla fylgi íhaldsins.
Það snarminnkar í hvert skipti sem þú lyftir símanum.
Og borgarstjórinn verður ekki bara blurraður. Hann hverfur endanlega.
Skammastín Gallup og hættu að mæla fylgið í Borg Firringarinnar.
Kveðja,
Ég
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. maí 2008
Dagur án Jolie - plís guð
Þegar maður les blöðin, þá er troðið í andlitið á manni daglega, stundum oft á dag, fréttum af fólki sem hefur unnið það sér til ágætis að geta sungið, dansað eða leikið.
Stundum líður mér eins og Jolie og Pitt, Britney og Madonna, svo ég taki dæmi, séu fjarskyldir ættingjar mínir, utan að landi, sem stöðugt eru að hringja og halda kontakt, jafnvel þó maður hafi ekki áhuga.
Ekki það að ég eigi ættingja úti á landi sem eru að bögga mig. En ég held að þetta sé sama tilfinningin.
Jolie og Prad búin að fæða tvíburana. Þau langar að opna fósturheimili ( það væri sniðugt að bíða með að segja frá því Moggi minn góður, þar til friggings heimilið er staðreynd, hef ekki áhuga að vita um fyrirhugaðar framkvæmdir hjónanna, þó göfugar séu), eignast fullt af fleiri börnum. Þau eru búin að kaupa eða leigja (fréttum ber ekki saman) hús í Frakklandi.
Og Maddonna fær að ættleiða barnið frá Malaví. Henni finnst gott að fara í sleik við konur, hún hefur aldrei skipt á bleyju og hún var að kaupa lúxusíbúð, ala Jón Ásgeir á Mannhattan, NY. Hún ætlaði að skilja við húsband, núna eru þau í stöðugum sleik, þ.e. þegar hún er ekki í sleik við vinkonur sínar.
Og Britney. Nei, nenni ekki þeirri romsu.
Þið sjáið að ég veit heilan andskotans helling um þetta fólk. Mætti halda að ég væri vakin og sofin yfir klósettferðum þeirra og öllu hinu einka sem mér kemur ekki við.
En það er ekki þannig.
Ég er einfaldlega fórnarlamb fréttamats fjölmiðlanna, metnaðarleysi og þeirri barnalegu trú þeirra á að fólk hafi sjúklegan áhuga á þessu fólki, þegar það er ekki í vinnunni.
Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Kannski er eitthvað að mér. Bítsmí.
Ég stofna stuðningshóp fyrir þá sem kunna að lesa og eru beittir frægafólksuppúrklíningi, þegar við sárasaklaus opnum blöðin til að lesa.
Hér dúndraði ég mér í vegg.
Úje.
Jolie orðin léttari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Stelpukvöld - Einhvers afturendi - Arg
Þar sem ég hef farið lyklaborðshamförum hér í allan dag, í trylltum pirringsbloggum, sé ég mig knúna til að gefa aðeins í og enda kvöldið með bravör - og pirrast meira.
Ég er svo sein að kveikja, ég horfi ekki það mikið á sjónvarp að ég hafi mikla yfirsýn yfir dagskrána svona almennt, en halló, eruð þið að djóka í mér?
Stelpukvöld á Stöð 2!
Greys Anatomy, Miðillinn, Rómantískar bíómyndir. Allt af því að við erum konur. Allar með sama smekkinn. Ég er græn í framan.
Hvenær eru strákakvöldin, vilja þeir ekki líka fá útdeilingu á sérvöldu efni fyrir manneskjur með typpi?
Er það box? Pólitískar umræður? Fótbolti? Friggings íshokkí? Fjallaklifur? Halló aftur!
Konur eru eins, karlar eins. Einfalt og gott ef hugmyndafræði Stöðvar 2 væri ekki glórulaust kjaftæði.
Nú myndi ég segja upp áskriftinni ef ég hreinlega nennti að standa í því.
Reyndar ættum við að mynda þrýstihóp um málefnið við stelpurnar, heimta venjulega dagskrá sem er ekki kynhlutverkaklisjusteríótípumiðuð.
Er enginn að fá kast yfir þessu nema ég?
ARG
Annars góð. Hehe!
Gamanaðessu.
Á morgun mun ég pirringsjafna og verða eins ljúf og konurnar í dömubindaauglýsingunum. Lofa.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Blóðbað í borginni
Fáránleiki tilverunnar er dásamlegur stundum.
Það hreinlega gleður mitt litla hjarta að geta hlegið innilega að morgni dags.
Þegar Tarzan var sýndur í Jerúsalem varð að síkka lendarskýluna á auglýsingaspjöldum í borginni. Vó, stuttar lendarskýlur geta myrt milljónir manna.
Og nú á að fjarlægja orðið sex af auglýsingaspjöldum um myndina "Sex in the city".
Aldrei of varlega farið. Orðið kynlíf er stórhættulegt. Bara að sjá það og lesa hvetur til stóðlífis og raðfullnæginga úti á götu.
Það hvetur til siðferðislegrar hnignunar í þjóðfélagi sem má ekki vamm sitt vita.
Fólk getur ekki gengið um með hann beinstífan.
En af því að á þessum slóðum eru menn sérfræðingar í hermennsku, morðum og árásum á minnimáttar, sem sagt algjörar hetjur, þá má breyta nafni myndarinnar í Blóðbað í borginni.
Þá ættu allir að vera sáttir og siðferðinu er reddað.
Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður þetta kynlíf. Það hefur mörgum manninum orðið að aldurtila.
Ekkert „sex“ í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 3. maí 2008
Typpið á Hilmi Snæ, seinni hluti
Hinn íslenski Gary Grant, eða einhver annar drop-dead-georgious kvikmyndaleikari, ætlar að fækka fötum einn ganginn enn í uppsetningu Vesturports á Kommúninni.
Hilmir Snær er að verða prófessjónal flassari.
Maðurinn er svona lala sætur sko.
En ég hef aldrei séð typpið á honum.
Fram að þessu hefur mér ekki fundist neitt vanta í þeim málum, í mínar listrænu upplifanir á ég við.
Ég hallast helst að því að ég þurfi ekki að bæta þar úr.
En ég verð að sjá Kommúnuna af því ég er svo mikið fyrir listrænar upplifanir, nekt karlmanna hefur ekkert með það að gera.
Dem, dem, dem, ég neyðist þá til að horfa á manninn alsberan.
En ég er nagli og ég lifi það af. Glerharður töffari úr hippamenningunni. Ég harka af mér bara.
Allt fyrir listina.
Úje!
Hilmir Snær í stað Gaels Garcia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 2. maí 2008
Beðmálsbömmer
Ég gæti alveg hugsað mér að læsa húsinu með slagbrandi, setja fjórfalt gler í glugga, draga niður gardínur og horfa stanslaust á alla Beðmálsþættina, þar til yfir lyki. Þrátt fyrir að ég hafi séð þá alla, oftar en einu sinni.
Mér fannst þeir skemmtilegir en ekki svona skemmtilegir. Það sem ég hef svo gaman af er að taka út skó og föt persónanna. Ók, nú heldur fólk að ég sé brjáluð. Auðvitað myndi ég ekki nenna að horfa á alla þættina út af þessu atriði, en það er bara vegna þess að allt stöffið í þeim er löngu komið úr tísku. Got you!
Annars dauðsé ég eftir þessum þáttum. Þeir hittu svo í mark hjá undirritaðri. Þeir voru svo ekta eitthvað. Maður þekkti sig og vinkonurnar í nánast hverju skoti.
Enginn þáttur um konur hefur komist í hálfkvisti við þessa, ekki Aðþrengdar, ekki Varalitafrumskógurinn og hvað þeir heita allir saman.
Ég mun mæta á Beðmálin í bíó og svo mun ég leigja hana og taka út klæðin. Gæti fengið hugmyndir.
Það er draumur minn og margra sem ég þekki (þori ekki að alhæfa, það er bann við alhæfingum dagurinn í dag) að geta skipt um föt allan guðslangan daginn.
Eða það held ég. No?
Skiptir 81 sinni um föt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Karlrembusvín í fullum blóma
Ég á tvö ilmvötn sem ég nota til skiptis, allt eftir tilefninu. Stellu og Boss. Unaður og ég gæti ekki án þeirra verið.
Ég á eitthvað af skartgripum, sem ég kalla einnota, en ég nenni ekki að eiga dýra hluti sem ég þarf að hafa áhyggjur af að týna, enda ég algjör sérfræðingur í að týna töskum, hönskum, treflum og öðru lauslegu. Þyrfti að hafa tossaband í hönskunum mínum, en það er önnur saga.
Mér þætti gaman að sjá þann karl sem fengi mig til að breyta ilm - og skartvenjum mínum. Vó hvað hann væri að vinna vonlaust verk.
Drengskrattinn sem Demi Moore er gift vill ekki að hún noti ilmvatn eða skartgripi. Og hún á ekki að ganga í buxum. Þarna er hvorki meira né minna, sjálfur Regan forseti eða annar íhaldsdraugur endurfæddur í krakkanum.
Annars skil ég ekki þessa kláru konu hana Demi Moore að finna eitthvað eftirsóknarvert í þessum drengstaula með attitjúdið. Hún hefði getað sofið hjá honum án þess að kalla yfir sig reglugerðarmeistara aftan úr grárri forneskju. En skítt með það, ég skil ekki allt.
Þessa dagana sigli ég snilldarlega fram hjá erfiðum málefnum. Ég get ekki sett mig inn í mál dýrsins frá Austurríki sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallaranum og nauðgaði henni og guð má vita hvað fleira þessi manneskjunefna hefur á samviskunni.
Né heldur get ég velt mér upp úr trúarsafnaðar hörmungunum í Texas. Þar er nefnilega að myndbirtast það sem ég hræðist mest af öllu. Ofsatrú plús karlmenn plús þjóðfélag sem leyfir slíku að grassera. Útkoman er auðvitað misnotaðar konur og börn. En ekki hvað.
Farin að gasa mig með ilmvatni. Í dag hef ég þörf fyrir kryddaðan ilm. Ég tek Stellu. Varið ykkur, gas, gas, gas.
Súmítúðebón.
Kutcher er illa við skartgripi og ilmvötn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Plís gefðu mér utanundir
Ég er dásamleg mannvera sem svíf um meðal manna og gef þeim tilgang með lífi sínu. Fólk verður aldrei samt eftir að hafa dvalið í unaðslegri nærveru minni.
Kostir mínir eru ótal margir, hvar á ég að byrja? Ég tek þá helstu:
Fegurð að innan sem utan. Fjölhæfni, örlæti, hnyttni, manngæska, listræna, dugnaður, ofurminni, góð heyrn og unaðslegir olnbogar.
Minn helsti kostur, sem mér hættir til að gleyma að minnast á, en er sem betur fer sýnilegur í skrifum mínum en hann er auðvitað hógværðin, sem er beinlínis að drepa mig.
Allir elska mig og dá.
Þess vegna skil ég Renee ógeðslega vel þegar hún segist elska að láta fólk vera dónalegt við sig af því þá líður henni eins og venjulegu fólki.
Ég og Renee erum í sömu sporum hérna. Við erum betri en annað fólk, aðeins fullkomnari og verðum þess vegna aldrei fyrir leiðinlegum flugfreyjum. Oh, óþolandi.
Ég er svo óheppin að hafa ekki lent á leiðinlegum flugfreyjum fyrir utan eina hjá útlendu flugfélagi og auðvitað þekkti hún mig ekki og var því eins og bölvaður fauti við mig.
Æi það er svo erfitt að vera betri en allir aðrir. Mig langar til að fá á kjaftinn við kjötborðið ef karlinn þar er í vondu skapi (eins og allir hinir), ég vil láta manninn í sjoppunni hella úr kókflösku yfir hausinn á mér af því Liverpool hefur tapað í fótbolta og svo vil ég láta kerrumanninn í Bónus vaða með vagninn í lappirnar á mér þegar hann er orðinn þreyttur á slóðunum sem skilja kerrurnar eftir út um allt.
Það er lífið. Þannig lifir venjulegt fólk.
Ekki gyðja eins og ég.
Dem, dem, dem!
Eins og venjulegt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Blóðfurstinn ógurlegi
Húsbandið á afmæli, hann fékk að ráða sjónvarpsglápi kvöldsins.
Myndin sem "við" ákváðum að horfa á er "The exorcist, the beginning". Það má svo sem koma fram að það var ekkert nema Yaya sisterhúddið sem seinni valkostur í stöðunni.
Ég horfði á "The Shining" fyrir misskilning 198-tíuogeitthvað og hef síðan ekki borið mitt barr. Í fleiri mánuði gat ég ekki gert upp við mig hvort ég ætti að sofa með ljósið kveikt eða slökkt, þar sem ég var skelfingu lostin vegna helvítis myndarinnar. Here´s Jhonny, hefur meitlast óafturkallanlega inn í sálina í mér. Þetta leiddi til ákvörðunar. Aldrei myndi ég horfa á djöflahryllingsmyndir, né aðrar, ef út í það er farið.
En nú skyldi vaðið í særingarmanninn. Ég tolldi í hálftíma, en þá var mér orðið óglatt, hjartað komið upp í háls og mér varð ljóst að ég var stödd mitt í minni eigin sjálfspyntingu.
Ég: Heyrðu, af hverju erum við að horfa á þennan viðbjóð.
HB: Þetta er spennandi. Þetta er bara ævintýri. Þú veist að þau enda öll vel.
Ég: (pirruð) en ef þau enda vel og við vitum það, getum við ekki bara gert eitthvað annað, mér er óglatt.
HB: Þetta er bíómynd, óþarfi að láta eins og þetta séu aftökur í beinni.
Ég játa það að stundum skil ég ekki karlmenn og alls ekki þann sem ég gekk með upp að altarinu síðast þegar gifti mig. Ég vissi ekki að ég væri að giftast blóðfurstanum ógurlega.
En ég er á netinu og afmælisbarnið situr og horfir án þess að skammast sín. Verð að játa að þetta er nýr eiginleiki hjá manninum, ekki skammleysið sko, heldur áhuginn á særingamanninum.
Nú þori ég ekki að fara að lúlla. Hvað veit ég nema hann tæti mig í öreindir sínar, þar sem ég ligg blásaklaus í rúminu. Ég held að hann sé haldinn einhverjum anda.
Muhahahahahahaha!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2987361
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr